Morgunblaðið - 30.11.2011, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Heimsljós (Stóra sviðið)
Mán 26/12 kl. 19:30
Frums.
Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn
Mið 28/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 29/12 kl. 19:30 3.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn
Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn
Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn
Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn
Frumsýnt annan í jólum 2011
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Fim 1/12 kl. 19:30 27.s. Fös 9/12 kl. 19:30 30.s.
Fös 2/12 kl. 19:30 28.s. Lau 10/12 kl. 19:30 31.s.
Feykilega skemmtileg leikhúsupplifun!
Hreinsun (Stóra sviðið)
Fös 2/12 kl. 19:30 11.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 6/1 kl. 19:30 17.sýn
Lau 3/12 kl. 19:30 12.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 15.sýn
Lau 10/12 kl. 19:30 13.sýn Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn
Atriði í sýningunni geta vakið óhug.
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 14:30
Lau 3/12 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 14:30 Sun 11/12 kl. 11:00
Lau 3/12 kl. 14:30 Lau 10/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 13:00
Sun 4/12 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 13:00
Aðventuævintýri Þjóðleikhússins sjöunda leikárið í röð!
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 3/12 kl. 22:00 9.sýn
Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 2/12 kl. 22:00 Lau 10/12 kl. 22:00
Síðustu sýningar!
Miðasala sími: 571 5900
ALVÖRUMENN
“Hér er valinn maður í hverju rúmi...
Leikurinn er upp á fimm stjörnur.”
-Elísabet Brekkan, Fréttablaðið.
- harpa alþýðunnar
FÖS 25/11
L AU 26/11
FÖS 02 /12
FÖS 09/12
L AU 10/12
FÖS 30/12
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00
KL . 20:00 NÝ SÝNING
Ö
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 3/12 kl. 14:00 23.k Sun 18/12 kl. 14:00 27.k Sun 15/1 kl. 14:00
Lau 3/12 kl. 17:00 aukas Mán 26/12 kl. 14:00 28.k Lau 21/1 kl. 14:00
Sun 4/12 kl. 14:00 24.k Mán 26/12 kl. 17:00 29.k Sun 22/1 kl. 14:00
Lau 10/12 kl. 14:00 25.k Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00
Sun 11/12 kl. 14:00 26.k Sun 8/1 kl. 14:00 31.k
Lau 17/12 kl. 14:00 aukas Lau 14/1 kl. 14:00
Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)
Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sun 11/12 kl. 20:00 12.k Fim 12/1 kl. 20:00
Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Fös 16/12 kl. 20:00 13.k Fim 19/1 kl. 20:00
Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Sun 8/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 20:00
Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 10/12 kl. 19:00
Fös 9/12 kl. 19:00 Fös 30/12 kl. 20:00
Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011
Gyllti drekinn (Nýja sviðið)
Fim 1/12 kl. 20:00 9.k Lau 10/12 kl. 20:00 Fös 16/12 kl. 20:00
Sun 4/12 kl. 20:00 10.k Sun 11/12 kl. 20:00
Fim 8/12 kl. 20:00 11.k Fim 15/12 kl. 20:00
5 leikara, 17 hlutverk og banvæn tannpína. Sýningum lýkur í desember
Elsku barn (Nýja Sviðið)
Fös 2/12 kl. 20:00 3.k Fös 9/12 kl. 20:00 5.k
Lau 3/12 kl. 20:00 4.k Lau 17/12 kl. 20:00 aukas
Hlaut 7 Grímutilnefningar á síðasta leikári. Aðeins þessar sýningar
Jesús litli (Litla svið)
Mið 30/11 kl. 20:00 5.k Fim 8/12 kl. 20:00 8.k Fim 15/12 kl. 20:00
Fim 1/12 kl. 20:00 aukas Sun 11/12 kl. 17:00 aukas Fös 16/12 kl. 20:00
Sun 4/12 kl. 20:00 6.k Sun 11/12 kl. 20:00 9.k Sun 18/12 kl. 20:00
Mið 7/12 kl. 20:00 7.k Mið 14/12 kl. 20:00
Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010. Aðeins sýnt fram að jólum
Styrmir Gunnarsson tekur ávandmeðförnu og við-kvæmu efni í bók sinniÓmunatíð. Saga um geð-
veiki. Þar fjallar hann um áratuga-
langa baráttu eiginkonu sinnar, Sig-
rúnar Finnbogadóttur, við
geðsjúkdóm og áhrif veikindanna á
fjölskylduna, ekki síst dætur þeirra
sem voru barnungar þegar mamma
þeirra veiktist.
Bókin hefst á formála Sigrúnar,
þar sem hún líkir veikindum sínum
við straumhart fljót sem hefur tekið
43 ár af ævi hennar. Hún segir
ástand sitt hafa tætt í sundur fjöl-
skyldu sína og samband sitt við
hana, ættingja og vini.
Það þarf kjark til að skrifa svona
bók og kannski hefðu svona skrif
verið óhugsandi fyrir nokkrum ár-
um. En sem betur fer hafa viðhorf
gagnvart geðsjúkum breyst veru-
lega á undanförnum árum og ára-
tugum, þó að vissulega skorti stund-
um á að litið sé á geðsjúkdóma eins
og aðra sjúkdóma sem hrjáð geta
fólk.
Þegar Styrmir kemur heim til sín
vordag nokkurn árið 1968 er 25 ára
gömul eiginkona hans búin að draga
fyrir alla glugga til að forðast augu
sem horfðu á hana inn um alla
glugga. „Ég var ráðvilltur, missti
fótanna og var í algeru „sjokki“. Það
er engin leið að lýsa þeim tilfinn-
ingum, sem bærast innra með manni
á svona stundum, enda skildi ég þær
ekki og skil ekki enn,“ segir Styrmir.
Á þeim rúmu 200 síðum sem á eft-
ir fara fer hann víða. Hann segir frá
veikindum konu sinnar frá eigin
sjónarhóli og frásögnin er á köflum
svo einlæg og hreinskiptin að hún
hlýtur að snerta við innstu hjarta-
rótum þess sem les. Þetta eru heið-
arleg, en fyrst og fremst mannleg
skrif. Inn á milli koma kaflar úr
sjúkragögnum Sigrúnar, hugleið-
ingar Styrmis um sögu geðlækninga
og viðhorf gegn geðsjúkum fyrr og
nú og ýmsar kenningar um geðlækn-
ingar. Styrmir gerir þeim með-
ferðum, sem notaðar hafa verið við
geðsjúkdómum, skil og fjallar þar
meðal annars um raflækningar.
„Sumarið 1968 reyndust raflækn-
ingar það eina sem dugði til þess að
ná eiginkonu minni í tengsl við raun-
veruleikann á ný. En eru þær hættu-
legar? Valda þær varanlegum
skaða?“ spyr Styrmir
Afleiðingar geðsjúkdóma fyrir
nánustu aðstandendur sjúklinganna
hafa lítið verið í umræðunni og
Styrmir beinir sjónum sínum sér-
staklega að börnum, en hann kemst
að þeirri niðurstöðu að það hafi verið
rangt að reyna að hlífa börnum sín-
um við veikindum móður þeirra.
Eftirmáli Huldu Dóru, dóttur
Styrmis og Sigrúnar, þar sem hún
lýsir bernsku sinni er bæði fallegur
og átakanlegur, en veikindi móður
hennar hömluðu öllu sem talist gat
eðlilegt fjölskyldulíf.
Ómunatíð er falleg bók, skrifuð af
virðingu fyrir viðfangsefninu og hún
er stór bók í þeim skilningi að hér er
fjallað um mikilvæg málefni. Vissu-
lega er aðalviðfangsefnið geð-
sjúkdómar og saga fjölskyldu, þar
sem móðirin er sjúklingur. En bókin
er líka um skilning, fordóma, vænt-
umþykju, skyldur okkar sem sam-
félags og hvað felst í því að vera
manneskja; veik eða heilbrigð.
Þarna er stórum spurningum velt
upp. „Hvers vegna eigum við svona
erfitt með að viðurkenna í verki rétt
þess fólks til mannsæmandi lífs, sem
á við geðröskun að stríða?“ spyr
Styrmir. Bókin er þarft innlegg í
þjóðfélagsumræðuna og verður von-
andi til þess að slíkra spurninga
verður ekki spurt eftir nokkur ár.
Morgunblaðið/RAX
Styrmir Gunnarsson „Ómunatíð er falleg bók, skrifuð af virðingu fyrir við-
fangsefninu og hún er stór bók í þeim skilningi að hér er fjallað um mik-
ilvæg málefni,“ segir meðal annars í umfjölluninni.
Heiðarleg, einlæg og
mannleg bók
Ómunatíð bbbbm
Eftir Styrmi Gunnarsson.
Veröld. 2011. 220 síður.
ANNA LILJA
ÞÓRISDÓTTIR
BÆKUR
Á tónleikum sem
kallast Frosin
ber, og verða
haldnir á Kjar-
valsstöðum í
kvöld, miðviku-
dag, beinir tón-
listarhópurinn
Jaðarber sjónum
að norrænni tón-
list með tilrauna-
kenndri fram-
setningu.
Flytjendur eru allir úr fram-
varðasveit tónlistarmanna á Ís-
landi, þau Una Sveinbjarnardóttir,
Guðni Franzson, Hrafnkell Orri Eg-
ilsson, Tinna Þorsteinsdóttir og
Frank Aarnink.
Mörg tónskáldanna sem eiga
verk á tónleikunum hafa vakið at-
hygli víða um heim en flest verk-
anna snúast um einhvers konar
konsept eða ótónlistarlegar hug-
myndir, en bylgja slíkra verka hef-
ur komið frá norrænum tón-
skáldum sem eru fædd á áttunda
áratug síðustu aldar. Meðal annars
verður frumflutt splunkunýtt
kammerverk eftir Norðmanninn
Öyvind Torvund.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.00 og er aðgangur ókeypis.
Ný norræn
tónlist hjá
Jaðarberi
Tilraunakennd
framsetning verka
Una
Sveinbjarnardóttir
Sýningin „Íslensk samtímahönnun –
húsgögn, vöruhönnun og arkitekt-
úr“, sem kallast upp á ensku Ice-
landi Contemporary Design, opnar í
Design Forum Finland í Helsinki á
morgun. Opnun sýningarinnar
markar upphafið að víðfeðmu sam-
starfi milli íslenskra hönnuða og
Helsinki sem höfuðborgar hönn-
unar í heiminum á næsta ári, en þá
munu augu hönnunarheimsins bein-
ast að finnsku höfuðborginni.
Sýningin var fyrst sett upp á
Kjarvalsstöðum á Listahátíð árið
2009, í sýningarstjórn Elísabetar V.
Ingvarsdóttur, en hefur síðan verið
sett upp í sjö borgum víða um heim.
Á sýningunni er hin gróskumikla ís-
lenska hönnunarsena kynnt og í
tengslum við hana hafa skapast
ýmsar tengingar og tækifæri fyrir
íslenska hönnuði. Auk þess hefur
sýningin skipt miklu máli við að
byggja HönnunarMars upp sem al-
þjóðlegan hönnunarviðburð en
HönnunarMars verður svokallað
„satelite“ verkefni World Design
Capital Helsinki 2012 og gestur á
finnsku hönnunarvikunni.
Í kringum opnun íslensku hönn-
unarsýningarinnar stendur mikið til
í Design Forum Finland, sem er
áhrifamikil stofnun þar í landi.
Tuttugu ára afmælis verslunar
hennar verður fagnað með áhrifa-
fólki úr hönnunarheiminum og
menningarlífi borgarinnar en
nokkrir íslenskir hönnuðir munu
selja vörur sínar í versluninni af
þessu tilefni.
Ljósmynd/Ingvar Högni Ragnarsson
Hönnunargripir Frá opnun sýningarinnar Íslensk samtímahönnun.
Íslensk samtíma-
hönnun í Finnlandi
Samstarf við Design Forum Finland
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111