Morgunblaðið - 30.11.2011, Síða 10
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Heima fyrir er hægt aðbúa til margs konarsnyrtivörur úr því semtil er í ísskápnum. Arn-
dís Sigurðardóttir hefur prófað sig
áfram með slíka snyrtivörugerð og
nú gefið út bókina Náttúruleg feg-
urð. Þar er að finna uppskriftir að
skrúbbum, kremum, möskum og
olíum úr ýmsum hráefnum. En
þeirra á meðal má nefna malað
kaffi, jarðarber, hunang og hrá-
sykur.
Afgangurinn í
morgunmat
„Ég var búin að leika mér að
þessu lengi og var komin með
mikið magn af upplýsingum og
uppskriftum í sarpinn. Því fannst
mér góð hugmynd að deila þessu
með öðrum. Allt í bókinni hef ég
prófað á mér og öðrum. Germask-
inn er í uppáhaldi hjá mér og líka
kókosdraumur sem er hárnæring.
Það er bæði skemmtilegt og hag-
kvæmt að búa til eigin snyrtivörur
og ég kaupi ekkert lengur sem ég
get búið til. Oft getur maður búið
til eitthvað úr því sem er í ís-
skápnum heima í staðinn og svo er
líka hægt að borða afganginn af
sumum skrúbbum og öðru í morg-
unmat því þetta getur verið gott á
bragðið líka,“ segir Arndís.
Jurtir úr
íslenskri náttúru
Uppskriftirnar eru settar
saman af því sem Arndís hefur
fundið eða búið til sjálf. Hún til-
einkar sérstakan kafla í bókinni
þeim íslensku jurtum sem nota má
í snyrtivörur. Þeirra á meðal má
nefna fjallagrös, vallhumal og
garðabrúðu.
„Fólk sem hefur lesið bókina
er ánægt með hvað hún er að-
gengileg og auðskiljanleg. Hún
hjálpar líka fólki sem hefur langað
til að prófa sig áfram að taka
fyrsta skrefið. Þetta er persónuleg
bók og ég þekki alla sem unnu við
hana. Þetta var mjög skemmtilegt
verkefni og væri draumur að geta
opnað svona verslun einn daginn.
Í bili er þetta áhugamál en það er
aldrei að vita í framtíðinni,“ segir
Arndís.
Heimatilbúin hár-
næring og maski
Arndís Sigurðardóttir býr til ýmiss konar snyrtivörur úr náttúrulegu hráefni
en ýmsar íslenskar jurtir er t.d. hægt að nota. Arndís hefur nú gefið út bókina
Náttúruleg fegurð þar sem hún deilir ýmsum uppskriftum með lesendum.
Jólamaski Maski úr hunangi, mjólk og vanillu er góður í jólastressinu.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Nú eru margir farnir að huga að því
hvað kaupa skuli í jólapakkann handa
ættingjum og vinum. Jólasveinarnir
þurfa líka að leggja höfuðið í bleyti ef
leikfangaframleiðslan hefur brugðist
þeim þetta árið. Til að fá góðar hug-
myndir er vert að kíkja á vefsíðuna
gjafabudin.is en þar kennir ýmissa
grasa.
Gjafabúðin er nýlega stofnað fjöl-
skyldufyrirtæki og byggist á snið-
ugum hlutum frá Skandinavíu þar
sem eigendurnir bjuggu um áratuga-
skeið. En aðaleigandinn Ásdís Arn-
björnsdóttir bjó í yfir 20 ár í Svíþjóð
og hefur mikinn áhuga á sniðugu dóti
sem hún er sífellt á höttunum eftir.
Auk gjafanna er líka hægt að kaupa
innpökkun og láta senda sér gjafirnar
tilbúnar heim að dyrum.
Meðal sniðugra lítilla hluta má
nefna bollakökubréfþurrkur, knús-
plástra og ferðaveski fyrir vegabréf,
farseðla, kort og fleira. Knúsplástr-
arnir eru með mjúkan feld sem er
gott að strjúka og klappa þegar
manni er illt eða maður er leiður.
Einnig er á síðunni að finna ýmiss
konar hluti fyrir heimilið, snyrtivörur
og leikföng svo aðeins fátt eitt sé
nefnt. Úrvalið er fjölbreytt og um að
gera að skoða sig vel um. Mörgum
finnst þægilegt að gera jólagjafainn-
kaupin á netinu og þurfa ekki að
hendast á milli verslana í jólaörtröð-
inni. Þá er tilvalið að kíkja á gjafabud-
in.is.
Vefsíðan www.gjafabudin.is
Í stíl Bollakökuservíettur færu vel við fallega skreyttar bollakökur í kaffiboði.
Knúsplástrar í pakkann eða skó
Fyrir tveimur árum buðu Garðar Cortes og sænski píanó-
leikarinn Robert Sund fyrst til desembertónleika í sam-
starfi við Listasafn Reykjavíkur. Gerðu tónleikarnir svo
mikla lukku að ákveðið var að gera þá að árvissum við-
burði. Og nú ætlar þetta tvíeyki að blása til tónleika á
morgun, fimmtudag, og á föstudag, í hádeginu á Kjarvals-
stöðum. Þeir Garðar og Robert ætla að deila uppáhalds-
lögunum sínum með áheyrendum og þeirra á meðal eru
Rúdolf með rauða nefið, Tondeleyó, söngperlur Sigfúsar
Halldórssonar og Gunna Þórðar, sem og valinkunnir
negrasálmar. Í tilkynningu segir að dagskráin sé öll á létt-
um nótum, að hluta til tengd jólum, hátíðleg, en líka verði
slegið á létta strengi eins og aðdáendur tónlistarmann-
anna ættu að kannast við. Tvíeykið hefur starfað reglu-
lega saman frá árinu 1980 og komið fram á tónleikum í
samstarfi við Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum
nokkur undanfarin ár. Þá liggja eftir þá nokkrir geisla-
diskar sem einnig verða fáanlegir á staðnum.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.15, aðgangseyrir er 1.000 kr.
en frítt er fyrir eldri borgara og námsmenn. Athugið að
sætaframboð er takmarkað og því vissara að mæta tím-
anlega. Fyrir og eftir tónleikana býður veitingasalan á
Kjarvalsstöðum upp á tilboð af matseðlinum.
Í tilkynningu kemur einnig fram að mikill fengur sé að
því fyrir Listasafn Reykjavíkur að fá Garðar til liðs við sig
því undanfarin misseri hefur hann dregið mjög úr tón-
leikahaldi. Garðar og Robert hafa í samstarfi sínu lagt
áherslu á flutning á þekktum og vinsælum dægur-
lagaperlum. Saman hafa þeir gefið út þrjá geisladiska
með þekktum sönglögum, jólalögum og negrasálmum.
Á Kjarvalsstöðum flytja þeir brot úr því besta af geisla-
diskunum auk nýrra laga.
Hádegissöngur á Kjarvalsstöðum á morgun og á föstudag
Uppáhaldslög Garðars og Roberts
Tvíeyki Garðar og Robert stilla saman strengi sína.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Höfundur Germaski og kókosdraumur er í uppáhaldi hjá Arndísi.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Verð frá kr.:
159.900
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Elica háfar
*Tilboð gildir meðan birgðir endast
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Platinum, Isobella, Twin, Wave og Grace háfar á tilboði*
glæsileg hönnun
og fágað yfirbragð