Morgunblaðið - 30.11.2011, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það detturengum íhug að
Steingrímur J.
Sigfússon ætli sér
að bola Jóni
Bjarnasyni úr
embætti vegna þess að hann
hafi látið hóp manna vinna
uppkast að lagafrumvarpi. Í
áratugi hafa slíkir hópar verið
út um allt stjórnkerfið að
vinna hin og þessi uppköst að
lagafrumvörpum. Fæst þeirra
verða að veruleika, sem betur
fer, en í önnur glittir stundum
síðar meir í gjörbreyttri
mynd. Enginn hefur verið
flæmdur úr ríkisstjórn vegna
slíks og þvílíks, hvorki hér á
landi né annars staðar. En
hvað er þá um að vera?
Sök Jóns Bjarnasonar er
önnur og miklu meiri en það
eitt að láta taka saman drög að
frumvarpi. Hann hefur viljað
standa vörð um íslenska hags-
muni. Slík viðleitni fer illa við
svik Steingríms J. Sigfússonar
við flest það sem íslenskt er.
Steingrímur J. virðist vera
að hneigjast til þeirrar nið-
urstöðu að hann komist ekki
að lokum í gegnum svik sín við
flokkinn sinn og kjósendur
nema ganga alla leið. Taka á
með Samfylkingunni í atlögu
hennar gegn þjóðinni og reyna
að koma Íslandi í ESB með
góðu eða illu. Heimildir innan
VG segja að spurningin sé
ekki lengur hvort heldur að-
eins hvenær Steingrímur J.
kemur út úr skápnum í ESB-
málinu.
Nær allir ráðherrar, að Jóni
Bjarnasyni frátöldum, í núver-
andi ríkisstjórn eru handbendi
búrókratanna í
Brussel. Þess
vegna er hvergi
fyrirstaða í neinu
ráðuneyti. Sérhver
krafa „samninga-
manna ESB“ um
aðlögun er samþykkt og henni
síðan fleytt í gegnum þingið á
þeirri forsendu að þær breyt-
ingar sem gera verður séu af-
leiðingar af EES-samningnum
en ekki aðlöguninni. Því er
óhjákvæmilegt að koma eina
ráðherranum sem gætir
þjóðarhagsmunanna fyrir
kattarnef, svo sú skondna
skepna, sem forsætisráð-
herrann nuddar sér stundum
utan í, sé nefnd til sögunnar.
Sumir núverandi ráðherrar
greiddu atkvæði með umsókn
að ESB og höfðu um leið uppi
háværar heitstrengingar gegn
bandalaginu. Það á eftir að
koma í ljós hvort mikið hald
verði í þeim hávaða. Árni Þór
Sigurðsson hefur, enn sem
komið er, ekki farið formlega
út úr ESB-skápnum. En sömu
heimildir og áður var vitnað til
segja engan vafa ríkja um
hvar hans trúnaður liggur. Og
það sé ekki Íslands megin. En
þeir bæta því við að ekki sé
víst að Árni Þór þurfi nokkru
sinni að kveðja skápinn form-
lega. Hann minni á aðra dýra-
tegund og ekki eins snara í
snúningum og kisa. Árni snigl-
ist um með ESB-skápinn á
bakinu, hvert sem hann fer.
Þegar til alls þessa er horft
er niðurstaðan sú að það hljóti
að vera næstum óbærilegt fyr-
ir forystu VG að sitja miklu
lengur uppi með óþarflega ær-
legan mann í sínum hópi.
Atlaga samherja í
VG gegn Jóni
Bjarnasyni vekur
mikla furðu}
Kemur hann út
úr skápnum?
Frá atvinnulíf-inu hefur
heyrst fögnuður
yfir því að fjár-
málaráðherra hafi
fallið frá kolefna-
skatti, en er
óhætt að fagna? Hversu
skýrmæltur hefur fjár-
málaráðherra verið um þetta
atriði? Því er til að svara að
hann hefur ekki verið mjög
skýrmæltur.
Samtök atvinnulífsins og
Alþýðusamband Íslands hafa
ítrekað og réttilega kvartað
yfir því að ríkisstjórnin svíki
gerða samninga. Nú síðast
hefur umkvörtunin beinst að
því að ríkisstjórnin ætli ekki
að hækka bætur eins og um
hafi verið samið. Viðbrögð
velferðarráðherra eru þau að
framvegis verði
menn að ganga
betur frá orðalagi
samninga til að
koma í veg fyrir
að samningsaðilar
skilji þá á ólíkan
hátt. SA og ASÍ verða með
öðrum orðum að sjá við
klækjum ríkisstjórnarinnar í
næstu samningum. Orðalagið
ræður öllu, heilindin eru á
sínum stað.
Bætur verða ekki hækk-
aðar eins og um var samið af
því að velferðarráðherra tel-
ur sig geta túlkað orðalagið
ríkisstjórninni í vil.
Steingrímur J. hefur ekki
hikað við að svíkja þótt orða-
lagið hafi verið skýrt. Hvers
vegna telja menn nú að hann
ætli að standa við óljós orð?
Heilindin víkja
jafnan fyrir klækja-
brögðunum hjá
ríkisstjórninni}
Orðalag og orðheldni
J
ólakötturinn er óvættur sem áður fyrr
vakti hroll á hverjum bæ fyrir jólin,
samkvæmt þjóðsögum Jóns Árnason-
ar. Forfeður okkar gátu ekki notið
jólanna með öllu áhyggjulausir vitandi
af jólakettinum á ferð nema þeir hefðu fengið
nýja flík til að halda honum í skefjum.
Í dag missa fæstir svefn yfir jólakettinum en
þegar gamlar óvættir hverfa spretta aðrar fram
og nútímaþjóðsögur hafa tekið við til að tryggja
að við getum samt ekki notið jólanna með öllu
áhyggjulaus. Óvættirnar sem nú eiga að tryggja
að við höldum okkur á mottunni og hegðum okk-
ur vel eru ekki Grýla eða Leppalúði, jólakött-
urinn eða jólasveinarnir, nei, þeir eru jafnvel enn
verri við að eiga, nefnilega hin ógnvænlegu jóla-
kíló. Jólin eru ekki einu sinni byrjuð þegar sumir
eru farnir að hafa áhyggjur af því hvernig þeir
muni ná jólakílóunum af sér að þeim loknum, verði þeir svo
óheppnir að lenda í þeim. Megrunariðnaðurinn hefur
hræðsluáróðurinn um svipað leyti og jólaskrautið birtist í
Ikea; hvernig á að koma sér í kjólinn fyrir jólin, forðast
freistingarnar, hlaupa af sér mörinn eftir áramót. Þessi
óvættur er þó ekki árstíðabundin, á aðventunni heitir hún
jólakílóin, en á útmánuðum heitir hún sundfataform.
Aukakílóahræðslan á sér farveg allt árið um kring og
þjóðsagan um hvað fita er ofboðslega vond lifir góðu lífi. Af-
leiðingin er sú að fjöldi fólks er í stöðugu tilgangslausu stríði
við líkama sinn sem veldur því mikilli vansæld. Í stað þess
að beina sjónum að heilsu, hamingju og hreysti fer umræð-
an um heilbrigðan lífsstíl öll fram á forsendum
kílóa og fitu, þrátt fyrir að það sé ekkert sem
segir að þeir sem eru lausir við öll „auka“kíló
séu heilbrigðir.
Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur hefur bent
á að grannt fólk lifi oft í sjálfsblekkingu um eig-
in heilsu vegna þess að samfélagið er svo gegn-
sýrt ofurtrúnni á hinn granna líkama. Sigrún
hefur sagt megrunarumræðunni stríð á hendur,
en rödd hennar má sín lítils þegar flestir fjöl-
miðlar taka af kappi þátt í þeirri menningu að
mæla ágæti fólks út frá kílóatölu og fitupró-
sentu.
Sú hugmynd að grannt sé gott og feitt slæmt
er svo allsráðandi að grönnum einstaklingum er
gagnrýnilaust hampað sem góðum fyrir-
myndum og gildir þá einu hvaða innri mann
þeir hafa að geyma eða þótt þeir lifi í reynd
óheilbrigðum lífsstíl. Að sama skapi er gengið út frá því sem
gefnu að þeir sem hafa annan líkamsvöxt en tággrannan
hljóti að vera óánægðir með sjálfa sig, vegna þess að öll eig-
um við stöðugt að keppa að því að vera nógu grönn til að
fullkomna líf okkar.
Ég neita að láta ótta við þjóðsagnakenndar óvættir varpa
skugga á jólin. Ég ætla að taka hraustlega til matar míns,
enda þarf að byggja upp forða til að þreyja janúarmyrkrið.
Ég ætla að gæða mér án nokkurs samviskubits á öllum
þeim kræsingum sem þessi dásamlegi árstími hefur upp á
að bjóða og njóta þess að finna hvernig ég fylli út í gamla
jólakjólinn minn. una@mbl.is
Una Sig-
hvatsdóttir
Pistill
Ímyndaðar óvættir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
V
erði lagafrumvarp um
breytingu á lögum um
fólksflutninga að veru-
leika verður veitt
einkaleyfi til fólksflutn-
inga til og frá Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar. Sveitarfélög á Suð-
urnesjum hafa haft sérleyfi til
fólksflutninga á svæðinu, en skiptar
skoðanir eru um hversu langt það
nær.
Núna sinna tvö fyrirtæki þess-
um akstri; Iceland Excursions og
Kynnisferðir, en það síðarnefnda er
í samstarfi við sveitarfélögin á Suð-
urnesjum. Sveitarfélögin hafa sagst
tengja ferðirnar til flugstöðv-
arinnar við almenningssamgöngur.
Þessu hafnar Þórir Garðarsson,
framkvæmdastjóri Iceland Ex-
cursions, og segir að eðli málsins
samkvæmt teljist starfsemi flug-
rútu sem þjónustar flugfarþega
ekki til reglubundinna fólksflutn-
inga þar sem hún sé háð komu og
lendingum flugvéla. „Það eru engar
almenningssamgöngur á milli þess-
ara staða og engar almennings-
samgöngur á milli þéttbýlis á Suð-
urnesjum og flugstöðvarinnar,“
segir Þórir.
Iceland Excursions hóf akstur
á leiðinni í mars á þessu ári. Áður
höfðu forsvarsmenn fyrirtækisins
fundað með Vegagerðinni og sam-
gönguráðuneytinu þar sem áætl-
anir fyrirtækisins voru kynntar.
Þórir segir að fyrirtækið hafi talið
að stefna samgönguyfirvalda væri
að einkaleyfi yrði ekki veitt á þess-
ari akstursleið.
Einkaleyfið náði víða
„Þegar sérleyfið var afnumið
og sveitarfélögin á Suðurnesjum
fengu einkaleyfið lá ljóst fyrir að
samkeppni væri heimil. Sveit-
arfélögin töldu aftur á móti að
einkaleyfi sitt næði langt út fyrir
sveitarfélagsmörk, alla leið til
Reykjavíkur. Ef frumvarpið nær
fram að ganga og einkaleyfi verður
sett á þjónustu við flugfarþega
mun það leiða til kostnaðarauka
fyrir ríkissjóð því rekstraraðili sem
ekur á einkaleyfisleiðum í almenn-
ingssamgöngum á rétt á endur-
greiðslu á 85% af greiddu olíugjaldi
til ríkisins,“ segir Þórir.
Hann segir að fargjaldið á
leiðinni hafi hækkað um 127% þeg-
ar sveitarfélögin fengu forræði yfir
akstrinum. „Núna er málið til um-
fjöllunar hjá umhverfis- og sam-
göngunefnd Alþingis. Við vitum
ekki hvenær það verður afgreitt út
úr nefndinni, en það yrði stórt
skref afturábak ef einkaleyfi yrði
sett að nýju á aksturinn á þessari
leið.“
Samrýmist ekki hagsmunum
Isavia, sem annast rekstur
flugstöðvarinnar, tekur í sama
streng, en í umsögn þess um frum-
varpið segir að verði það að lögum
muni það koma í veg fyrir alla
samkeppni á sviði farþegaflutninga
til og frá flugstöðinni. Það samrým-
ist ekki hagsmunum flugvallarnot-
enda. Isavia leggur því til að ann-
aðhvort verði frelsi til farþega-
flutninga til og frá flugstöðinni eða
það fái einkaleyfi til slíkra flutn-
inga. Í umsögninni er ennfremur
bent á að sveitarfélög, sem hafi
einkaleyfi til að sjá um almennings-
samgöngur á tilteknum svæðum,
geti nýtt leyfið til aksturs til og frá
flugstöðinni til að greiða niður al-
menningssamgöngur. „Yrði þannig
í reynd flugvallarnotendum, eink-
um erlendum farþegum, gert að
niðurgreiða að hluta til almennings-
samgöngur sveitarfélags, í formi
hærra fargjalds en ella yrði í boði
ef samkeppni ríkti,“ segir í áliti
Isavia.
Suðurnesjamenn
deila um samgöngur
Morgunblaðið/ÞÖK
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Skiptar skoðanir eru um hver eigi að fá að
flytja flugfarþega. Sveitarfélögin á Suðurnesjum telja sig hafa einkaleyfi.
Síðasta sumar barst Sam-
keppniseftirlitinu ábending um
að sérleyfi fyrir flugrútunni
hefði verið fellt niður en að
Kynnisferðir héldu engu að síð-
ur áfram akstri á þessari leið í
skjóli einkaleyfis. Samkvæmt
lögum er sveitarfélagi eingöngu
heimilt að veita einkaleyfi fyrir
fólksflutninga innan eigin vé-
banda en ekki á milli byggð-
arlaga og því lék vafi á lögmæti
einkaleyfisins. Eftir viðræður
var keppinauti heimilað að hefja
svipaða þjónustu. „Með þessu
var loksins komin samkeppni á
flutningaleið sem lengi var búið
að benda á að gæti vel borið
samkeppni en hafði engu að
síður um árabil verið bundin
sérleyfi,“ segir í umsögn Sam-
keppniseftirlitsins.
Ólögmætt
einkaleyfi?
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ