Morgunblaðið - 30.11.2011, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Gaman Krakkarnir í Hvassaleitisskóla skemmtu sér konunglega þegar þeir fluttu spunaverk í leikhúsinu Norðurpólnum í gær en þeir hafa verið á leiklistarnámskeiði hjá Leynileikhúsinu í vetur.
Ómar
Nýverið kynnti
Seðlabanki Íslands
fyrirhuguð gjaldeyr-
isútboð þar sem
bankinn mun kaupa
erlendan gjaldeyri í
skiptum fyrir krónur
til innlendrar fjárfest-
ingar, enda sé fjár-
festingin ætluð til
langs tíma hér á
landi. Markmið bank-
ans með viðskipt-
unum er að auðvelda losun gjald-
eyrishafta, án þess að það valdi
verulegum óstöðugleika í gengis-
og peningamálum eða tefli fjár-
málastöðugleika í tvísýnu. Aukin
fjárfesting er þýðingarmikill þátt-
ur þess að unnt verði að losa um
gjaldeyrishöftin, sbr. áætlun
Seðlabankans um afléttingu gjald-
eyrishafta frá 25. mars 2011. Til
að auðvelda áhugasömum skilning
á fjárfestingarleiðinni er þessi
greinarstúfur birtur.
Gjaldeyrisútboð
Seðlabanki Íslands hyggst
standa fyrir gjaldeyrisútboðum,
um skipti á erlendum gjaldeyri
fyrir krónur til innlendrar fjár-
festingar. Fjárfestar sem hyggjast
fjárfesta á Íslandi og sem selja er-
lendan gjaldeyri í innlendri fjár-
málastofnun geta tekið þátt í
gjaldeyrisútboði, þar sem fjár-
festir býður Seðlabankanum að
kaupa jafnmikinn erlendan gjald-
eyri og hann selur til innlendrar
fjármálastofnunar.
Nýfjárfestingarleið
Fjárfestar sem nýtt hafa, eða
munu nýta, nýfjárfestingarleið
Seðlabankans geta tekið þátt í
gjaldeyrisútboðum gegn því að af-
sala sér heimild til sölu fjárfest-
ingar gegn erlendum gjaldeyri.
Þeir munu geta tekið þátt í gjald-
eyrisútboði, þar sem fjárfestir
býður Seðlabankanum að kaupa
jafnmikinn erlendan
gjaldeyri og hann
hafði áður selt inn-
lendri fjármálastofn-
un og fjárfest sam-
kvæmt
nýfjárfestingarleið.
Þá undirgangast fjár-
festar að fjárfestingin
sé bundin til langs
tíma hér á landi.
Aflandskrónur
Fjárfestir sem sel-
ur, eða hyggst selja,
erlendan gjaldeyri hjá innlendri
fjármálastofnun mun geta sent inn
umsókn til Seðlabankans um að
flytja til landsins aflandskrónur,
sem hafa verið í samfelldu eign-
arhaldi fjárfestis frá 28. nóvember
2008. Fjárhæð aflandskróna sem
fjárfestir getur óskað eftir að
flytja til landsins samsvarar jafn-
virði þess erlenda gjaldeyris sem
fjárfestir selur, eða mun selja,
innlendri fjármálastofnun, miðað
við fjárfestingargengi. Fjárfest-
ingargengið sem Seðlabankinn
birtir mun ráðast af því gengi sem
ákvarðast í síðasta útboði Seðla-
bankans.
Ofangreindar leiðir eru háðar
því skilyrði að fjárfestir áformi
fjárfestingu til fimm ára hið
minnsta. Aukin langtímafjárfest-
ing mun styðja við viðleitni Seðla-
bankans til losunar haftanna.
Eftir Þorgeir
Eyjólfsson
»Markmiðið er að
auðvelda losun
gjaldeyrishafta, án þess
að það valdi óstöð-
ugleika í gengis- og pen-
ingamálum eða tefli
fjármálastöðugleika í
tvísýnu.
Þorgeir
Eyjólfsson
Höfundur er verkefnisstjóri
losunar gjaldeyrishafta hjá Seðla-
banka Íslands.
Skref að losun
gjaldeyrishafta
Nýlega urðu lands-
menn enn og aftur vitni
að því gríðarlega um-
fangsmikla og vel
skipulagða björg-
unarstarfi sem björg-
unarsveitir landsins
inna af höndum.
Sá samfélagslegi
ávinningur sem felst í
starfi þeirra er ómæl-
anlegur, fyrst og fremst
við leit og björgun
mannslífa en einnig í aðstoð við borg-
arana. Og ávinningurinn birtist einn-
ig í þeim jákvæðu áhrifum sem þessi
störf hafa á líf fjölda fólks sem gegna
þeim af miklum áhuga og dugnaði.
Því kynntist greinarhöfundur að
eigin raun á árum áður, er hann sem
starfsmaður Slysavarnafélags Ís-
lands tók þátt í fræðslu og æfingum
með björgunarsveitum SVFÍ víðs-
vegar um landið. Á þeim árum störf-
uðu einnig Hjálparsveitir skáta og
Flugbjörgunarsveitir á mörgum stöð-
um en síðar var ákveðið að sameina
allar björgunarsveitir landsins undir
nafni Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar. Það var örugglega gæfuspor
enda hafa sveitirnar stöðugt eflst síð-
an, bæði að búnaði og mannskap.
En þá er komið að tilefni þessa
greinarstúfs. Lítil geta er til staðar af
hálfu Landhelgisgæslunnar til þess
að bregðast við bráðri neyð á hafi úti.
Hún var nægileg á meðan Varnarliðið
var hér með öfluga þyrlubjörg-
unarsveit á sínum vegum sem ávallt
var tilbúin að sinna hjálparbeiðnum.
Ótal sinnum sinnti þyrlusveitin hjálp-
arbeiðnum frá Slysavarnafélagi Ís-
lands og kom fyrir að þyrlurnar
þyrftu að fljúga hundruð sjómílna
leið frá Keflavík. Tilvist þeirra bjarg-
aði fjölmörgum mannslífum.
Niðurstaða nefndar sem Björn
Bjarnason skipaði strax eftir brottför
hersins árið 2006 var sú að hér þyrftu
að vera 4 öflugar og langdrægar leit-
ar- og björgunarþyrlur, sem gætu
flogið við erfiðustu veðurskilyrði. Það
mat er örugglega rétt sem lágmarks-
viðbúnaður og hefur ekkert breyst
síðan þá.
Ekki hefur enn reynst unnt að
bregðast við þessari
þörf. Þvert á móti hefur
LHG þurft að sæta slík-
um niðurskurði í rekstri
að til vandræða horfir.
E.t.v. sjá stjórnvöld sér
fært að „spara“ með
niðurskurði til LHG því
vissulega birtast engar
krónur á kredithlið í
rekstri þyrlanna. En ár-
angurinn af starfi
þyrlusveitar LHG í
gegnum árin má hins-
vegar finna í öðrum töl-
um, sem komu fram í
nýlegri skýrslu og eiga sannarlega
erindi fyrir almenningssjónir:
Á árabilinu 1994-2010 björguðu
þyrlur LHG að meðaltali 15,1 manns-
lífi á ári af hafsvæðunum umhverfis
Ísland og 24,4 mannslífum inni á
landinu sjálfu. Samtals gerir þetta
því 39,5 mannslíf á ári að meðaltali.
Nú verður aldrei metinn til fjár sá til-
finningalegi skaði sem fylgir láti af
slysförum. Þó hefur verið reynt að
leggja samfélagslegt mat á mann-
skaða og samkvæmt slíku mati gætu
staðið 15,8 milljarðar króna árlega á
tekjuhliðinni í rekstri þyrlusveit-
arinnar.
Þurfum á alþjóðlegu
samstarfi að halda.
Íslensk stjórnvöld eiga í góðu sam-
starfi við nágrannaþjóðir um björg-
unar- og öryggismál í hafinu um-
hverfis landið. Stofnað hefur verið til
náins samstarfs við Norðmenn vegna
undirbúnings og útboða á öflugum
björgunarþyrlum en þeir hyggjast
endurnýja þyrluflota sinn á næstu ár-
um. Af hálfu Íslands hefur nú verið
staðfest pöntun á einni þyrlu og fyr-
irhugað að bæta tveimur við síðar.
Þessar þyrlur eru sagðar geta komist
í gagnið á árabilinu 2017-2020, og
ljóst að rekstur þeirra yrði LHG
mjög þungur. Íslenska þjóðin getur
heldur ekki beðið svo lengi eftir við-
unandi lausn. Það þarf að finna aðra
lausn og hún er sú að stjórnvöld færu
fram á það við nágrannaþjóðir sínar
við NA-Atlantshaf að stofnað yrði til
sameiginlegs reksturs alþjóðlegrar
þyrlubjörgunarsveitar sem staðsett
yrði á Íslandi.
Ríkar ástæður eru fyrir því að fara
fram á slíkt. Fyrst að telja er að
skammt suður af landinu liggur ein
fjölfarnasta flugleið yfir úthaf í heim-
inum, meira en eitt hundrað þúsund
flugvélar koma inn á íslenska flug-
stjórnarsvæðið á ári hverju. Flug-
stjórnarsvæðið er einnig mjög stórt,
meira en 50 sinnum stærra en landið
sjálft. Það segir sig því sjálft að
Keflavík er mjög mikilvægur vara-
flugvöllur fyrir þessa leið. Þá er ski-
paumferð á hafsvæðinu einnig mikil
og eykst líklega verulega með opnun
svokallaðrar Norðurleiðar. Íslensk
stjórnvöld hafa gengist í ábyrgð fyrir
að hafa viðbúnað vegna björg-
unarstarfa á svæðinu en er ógerlegt
að uppfylla þær skyldur, enda varla
sanngjarnt að leggja slíka útgerð á ís-
lenska skattgreiðendur. Því er aug-
ljóst að eina leiðin er alþjóðlegt sam-
starf um staðsetningu öflugrar
þyrlubjörgunarsveitar í Keflavík,
ásamt þeim mannafla sem það krefst.
Þetta yrði að sjálfsögðu borgaraleg
flugsveit og stjórn hennar í höndum
LHG, Flugmálastjórnar og annarra
íslenskra yfirvalda. Lausnin til bráða-
birgða gæti falist í því að þyrlur frá
nágrannaríkjum eins og Noregi,
Danmörku, Bretlandi og Kanada
hefðu hér tímabundna viðdvöl til
skiptis, störfuðu með LHG, stunduðu
hér æfingar og væru tilbúnar í útköll
héðan.
Varanleg framtíðarlausn væri öfl-
ug íslensk þyrlubjörgunarsveit með
rekstur sem alþjóðasamfélagið tæki
að stærstum hluta þátt í að greiða. Sú
tilhögun væri fyllilega eðlileg og
sanngjörn.
Viðunandi lausn í þessu máli þolir
enga bið.
Eftir Óskar Þór
Karlsson » Því er augljóst að
eina leiðin er al-
þjóðlegt samstarf um
staðsetningu öflugrar
þyrlubjörgunarsveitar í
Keflavík, ásamt þeim
mannafla sem það
krefst.
Óskar Þór Karlsson
fiskimaður
Höfundur er fyrrverandi erindreki
SVFÍ.
Þyrlubjörgunarsveit á Íslandi