Morgunblaðið - 30.11.2011, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.11.2011, Qupperneq 23
veikindum hennar. Ást hans og umhyggja fyrir henni var aðdáun- arverð. Dætur þeirra sinntu móð- ur sinni af ástúð þessi erfiðu ár sem og starfsfólkið á Eir, sem sinnir erfiðu starfi af mikilli prýði. Ég kveð nú mína elskulegu tengdamóður í hinsta sinn með djúpri virðingu og þakklæti fyrir samleið okkar og einstaka vináttu sem lifir áfram í hjarta mínu sem og arfleifð hennar í dætrum mín- um. Knútur Signarsson. Elsku besta amma mín. Ég vil þakka þér fyrir að hafa verið amma mín. Betri ömmu en þig hefði ég ekki getað hugsað mér. Ég veit ekki hversu oft ég svaf á milli ykkar afa þegar ég var lít- ill. Og mikið fannst mér það gott og þú sagðir líka alltaf að þú svæf- ir best þegar ég væri hjá ykkur. Þú fórst líka alltaf með bænirnar með mér og sagðir mér sögur og söngst fyrir mig og á sunnudags- morgnum fórum við í barnaguðs- þjónustu í Áskirkju í mörg ár. Við spiluðum yfirleitt lúdó eða yatzy á laugardagskvöldum, hlustuðum á skemmtilega tónlist og fengum okkur pepsí og settum rjómaís út í. Það fannst mér gam- an og svo var líka alltaf mjög skemmtilegt á jólunum og á gamlárskvöld. Alltaf svo mikið fjör í kringum okkur. Við gerðum ótalmargt saman, þú, ég og afi. Ég man t.d. alltaf eftir því þegar við fórum öll stór- fjölskyldan til Flórída. Þar var nú ýmislegt skemmtilegt gert. Ég átti 35 ára afmæli um dag- inn og bauð fjölskyldu minni og vinum í síðbúið boð að kvöldi 19. nóvember. Þá kom kallið og í staðinn fyrir að fara á ball þá end- uðum við öll heima hjá þér upp á Eir þar sem haldin var bæna- stund. Þar mættum við öll prúðbúin og ég veit að þetta hefur þú svo sannarlega skipulagt. Þú varst nefnilega svo ákveðin og skipulögð kona. Takk fyrir allt, elsku amma mín, og ég lofa að passa afa fyrir þig og við höldum svo sannarlega áfram að spila yatzy og hugsum þá alltaf til þín. Hvíl í friði, elsku amma mín, og ég veit að þú fylgist alltaf með mér þar sem þú ert núna. Kristinn Sigurður (Deddi). Elsku hjartans amma Guðrún, nú ert þú horfin á braut og mun- um við systur sakna þín mikið og minnast þín með hlýhug enda hef- ur þú alltaf verið okkur svo góð. Þegar við vorum yngri vorum við það heppnar að fá að dvelja mikið hjá þér og afa á Laugarás- veginum, enda bjugguð þið stutt frá okkur. Æskuminningar okkar með þér eru margar og góðar en sterkastar eru þó þær minningar um öll þau skipti sem við gistum hjá þér og afa, allar baðferðirnar með þér og þegar við kúrðum með þér uppi í rúmi og þú sagðir okkur söguna af Fjalla-Eyvindi, klóraðir okkur í höfðinu og söngst „Sofðu unga ástin mín“ þangað til við svifum inn í draumalandið. Elsku amma, þú ert ein góð- hjartaðasta kona sem við höfum kynnst. Þú varst góð við alla og þá sérstaklega við þá sem minna mega sín. Þú kenndir okkur að gefast ekki upp og um mikilvægi þess að láta drauma sína rætast og fylgja hjartanu. Við gátum alltaf leitað til þín og þú náðir ætíð að breyta vandamálum okk- ar yfir í tækifæri. Við verðum þér því ávallt þakklátar fyrir allt sem þú kenndir okkur og vonumst við til þess að geta orðið jafn góðar manneskjur og þú varst. Við kveðjum þig nú í hinsta sinn með fallega kvæðinu sem mun alltaf minna okkur á þig. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson.) Við söknum þín mikið. Hvíl í friði, elsku amma. Kristín Helga og Sigrún Anna. Hún amma mín, Guðrún er nú fallin frá. Hún var sú yndislegasta manneskja sem ég þekkti, var alltaf brosandi og hamingjusöm. Ég hlakkaði alltaf til að fara til ömmu minnar þar sem hún var svo hlý og umhyggjusöm og mér leið vel í kringum hana. Hún var mjög víðsýn og hafði mikinn áhuga á heiminum, hún ferðaðist um heiminn og lærði heilmikið á því og hún kenndi mér að hafa stærri sýn á heiminum. Ég er svo þakklátur að hafa haft hana í mínu lífi og ég veit að hún verður með mér alla tíð. Guð geymi þig, elsku amma mín. Guðjón Kjartan Böðvarsson. Elsku amma Guðrún, mér finnst erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þó að þú værir búin að vera veik svo lengi, þá var alltaf gott að vita af þér, koma til þín og sitja hjá þér. Þegar ég strauk mjúku hendurnar þína og hlustaði á þig syngja leið mér allt- af vel í návist þinni. Núna veit ég að þér líður vel og þú ert að strjúka hendurnar á Hafdísi og syngja fyrir hana. Við vorum ávallt svo nánar og þú varst alltaf eins og klettur við hlið mér. Þú sagðir alltaf við mig að ég væri best og flottust og það veitti mér styrk. Það var ekkert skemmtilegra en að fá að gista hjá þér. Að hlusta á þig segja mér sögur, fara svo með bæn og syngja fyrir mig á meðan þú straukst á mér augun. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir að vera mér alltaf svo traust og góð. Þú kenndir mér að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Fáir hafa haft eins djúpstæð áhrif á mig og þú og ég er þér ævinlega þakklát. Ég kveð þig með ljóðinu þínu. Þú ert sem bláa blómið svo blíð og hrein og skær ég lít á þig og löngun mér líður hjarta nær. mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt biðjandi guð að geyma gullfagra barnið mitt. Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir. Elsku amma Guðrún. Þau eru mér hvað helst minn- isstæð kvöldin sem ég fékk að gista hjá þér. Það var ekkert jafn notalegt og þegar þú svæfðir mig á kvöldin. Þú sagðir mér söguna um Fjalla-Eyvind og Höllu, söngst síðan vögguvísur og straukst á mér hárið. Alltaf varstu hlý, hláturmild og í alla staði glæsileg kona. Það var svo yndislegt að koma heim til þín og máta alla fínu hattana þína og fara í búðarkonuleik í heimi silki- blóma. Kæra amma, þú varst engri lík og góð fyrirmynd í lífi mínu. Ég elska þig ávallt. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa.) Kristín Kolbrún.  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Hjálmarsdóttur Waage bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 Elsku afi Guðni, ég sit hérna heima í stofu í Danmörku og hugsa um allar þær góðu minningar sem ég á með þér. Ég vona að þú vitir hvað þú hef- ur verið mér mikil fyrirmynd og ég er harðákveðin í því að þegar ég verð orðin 90+ þá ætla ég að vera eins flott og þú. Fara í göngutúr á hverjum morgni, alltaf á slaginu og skella mér í sund nokkrum sinnum í viku, ekki endilega til þess að synda en kannski bara til þess að spóka mig á sundlaugar- bakkanum eins og þið félagarnir gerðu stundum á sólríkum dögum. Ég er svo endalaust stolt af því að segja fólki frá þér, já hann afi minn, hann er sko 90+ og fer í sund, gönguferðir og er betri að pútta en ég. Einu sinni í skólanum hérna í Danmörku áttum við að hugsa okkur manneskju sem okkur þætti standa upp úr hvað varðar heil- brigt líferni, mér datt enginn ann- ar í hug en þú. Við áttum að nota nokkrar mínútur í að skrifa um manneskjuna og svo máttu þeir sem vildu, lesa upp yfir bekkinn. Ég var ekki mikið fyrir að tala fyr- ir framan bekkinn á minni skóla- bókardönsku, en í þetta skiptið gat ég ekki annað en leyft fólki að heyra hvað ég ætti flottan og dug- legan afa. Ég beit því á jaxlinn, rétti upp hönd og sagði þeim frá þér með montbros á vör og rjóðar kinnar. Ég er þakklát fyrir sumarið sem ég vann á Hrafnistu og hafði tækifæri til þess að rekast á ykkur ömmu yfir daginn og heimsækja ykkur í pásunum. Ég náði þó aldr- ei að plata þig til þess að vera með í stólaleikfiminni, enda var það nú bara eitthvað fyrir gamla fólkið sagðir þú. Einn daginn komst þú og heimsóttir mig í æfingasalinn, það þótti mér vænt um, við kíktum á tækin og ég sýndi þér hinar ýmsu æfingar. Þessar minningar mun ég alltaf geyma í hjarta mínu og hugsa til baka með bros á vör. Nú hefur þú fengið hvíldina og þið amma eruð saman á ný. Amma sennilega byrjuð að skjóta á þig með prakkarasvip, þú tekur því með þínu jafnaðargeði og heldur áfram að flauta skemmti- lega flautinu þínu. Elsku afi, ég mun alltaf minn- ast þín með gleði og stolti í hjarta og hugsa til þín í hvert skipti sem ég lít á gömlu klukkuna ykkar sem þú gafst mér. Þú varst flott- asti afi sem hægt er að hugsa sér. Hvíldu í friði Erna Halldórsdóttir. Mig langar hér að minnast afa míns og nafna, Guðna Ólafssonar í nokkrum orðum. Ég er elsta barnabarn hans og ömmu heit- innar, Finneyar R. Árnadóttur sem lést 13. ágúst 2009. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að fara vestur á Súgandafjörð til að dvelja hjá þeim heiðurs hjónum sumarlangt í fyrsta skipti, og var ég öll sumur fram á unglingsaldur hjá þeim fyrir vestan. Vistin hjá afa og ömmu var al- gjört ævintýri, og dekrað var við piltinn á allan mögulegan hátt. Þegar maður hugsar til baka finnst manni nánast ótrúlegt hvað afi var duglegur og áhugasamur að hafa ofan af fyrir ungum dreng. Þær voru svo óteljandi margar og fjölbreyttar ferðirnar sem farnar voru, meðan á sum- ardvölum mínum vestur í Súg- anda stóð. Strandferðir á Skollasand, skíðaferðir á Botnsheiði, báts- ferðir yfir á Norðureyri, fjall- göngur og gönguferðir á Hádeg- ishorn, Búrfell og að Sauðanesvita svo eitthvað sé nefnt. Veiðiferðir inn í Vatnadal og í Laugardalsá hjá Rögnu á Laugabóli í Ísafjarðardjúpi, og ekki er síður minnisstæð koma víkingaskipsins í Vatnsfjörð á landnámshátíðinni sumarið 1974, og svona mætti lengi telja. Fyrir ungan dreng var vistin á Súganda hrein paradís og upp- spretta ævintýra á degi hverjum, sem ósjaldan enduðu í ljúffengum kleinum hjá elskulegri ömmu heit- inni henni Finneyju, sem alltaf sá til þess að allir hefðu nóg að bíta og brenna hvort sem við vorum heima eða að heiman. Afi var ekki síður duglegur að ferðast með okkur ömmu um Vest- fjarðakjálkann, og var oft farið í helgarferðir með tjald eða tjald- vagn til að njóta útiverunnar í fal- legu umhverfi Vestfjarða, og svo enduðu nú mörg sumrin með sum- arbústaðardvöl hjá Kristleifi í Húsafelli. Afi var mikill útivistarmaður, áhugasamur um landið sitt, og var búinn að vera félagi í FÍ marga áratugi. Ég á afa að þakka áhugann á útivist og fjallamennsku, því ofan á ótal gönguferðir á fjöll og fell á Vestfjörðum og víðar, þá gengum við nafnarnir og vinirnir á Snæ- fellsjökul í júní 1981 með FÍ. Var það algjörlega ógleymanleg upp- lifun, og kveikjan að ótal jökla- og fjallaferðum seinna meir. Með þessum orðum kveð ég þig, afi, og þakka allar dásemdar stundir sem við áttum saman í gegnum tíðina. Guðni Jónsson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga þrjá afa. Tveimur þeirra kynntist ég ekki sem eru feður foreldra minna. Guðni afi var bróðir föður afa míns hans Frið- þjófs Ólafssonar. Þetta gerði lífið skemmtilegra, flókið fyrir suma en ég var rík. Ég held nefnilega að ég hafi eignast einn besta afa sem hægt er að hugsa sér. Ég var hjá ömmu og afa ófá skipti meðan við bjuggum enn á Suðureyri og seinna þegar við vor- um flutt öll til Hafnarfjarðar. Afi átti alltaf bláan Opal í skápnum á Eyrargötunni, en uppáhaldið var harðfiskurinn hans afa og blár Opal. Þegar ég var barn deildum við áhuga á frí- merkjum og ég fékk reglulega frá honum frímerki og umslög þar sem hann hvatti mig til að halda áfram. Ég fann vel fyrir áhuga afa á því sem ég hafði fyrir stafni og þá sér- staklega seinni árin. Hann hringdi reglulega til þess að fá að vita hvernig gengi með lífið og til- veruna. Eftir að ég eignaðist son minn Árna Fannar hafði ég gaman af því að koma til hans í heimsókn þar sem fór vel á þeim félögum, afi kippti honum úr fanginu á mér og saman fór þeir að skoða hluti og virða fyrir sér heiminn í gegnum gluggann. Afi var svo snöggur að slá upp litlu kaffiboði ef svo bar til, skellti borðplötu á skemil og bar fram veitingar. Hann var einstakur maður, hafði gaman af lífinu og naut þess að gera það sem hann hafði áhuga á. Afi hafði gaman að því að gera grín og hlógum við móðir mín óspart að því sem hann átti til með að gera. Afi varð fljótur að taka lit enda gekk hann reglulega úti og sótti laugarnar. Við mamma vor- um oft að dást að því hversu brúnn hann væri og sögðum að það næði eiginlega engri átt. En hann gerði nú lítið úr því og sagðist bara vera svona skítugur. Sumarið 2010 fundum við mamma hann á pútt- vellinum á Hrafnistu og hann tók mömmu að verða sjötuga í pútt- kennslu og hann nokkur ár í hundraðið á meðan sat ég á bekk og hló – kasólétt. Ógleymanleg minning í fallegu sumarveðri. Elsku Guðni afi minn, takk fyrir að reynast mér ótrúleg vel, sem einstök fyrirmynd og vinur. Ég er þakklát fyrir að hafa deilt lífinu með þér því það sannarlega gerði það litríkara. Þín, Finney Rakel.  Fleiri minningargreinar um Guðna Ólafsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR M. WAAGE, Hvammabraut 2, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 26. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.00. Anna Bergmann Guðbjörnsdóttir, Sigríður G. Waage, Þór Stefánsson, Magnús G. Waage, Fríða Jóhannsdóttir, Eyrún Hulda G. Waage og barnabörn. ✝ Þökkum hlýhug og samúðarkveðjur vegna andláts og útfarar okkar elskulega eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR FINNBOGASONAR íslenskufræðings. Kristín Arnalds, Einar Arnalds Jónasson, Maria Louise Wind, Ari Jónasson, Hildur Jónsdóttir, Elín Lilja Jónasdóttir, Egill Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Kristrún Harpa Kjartansdóttir, Ingvar Pétursson, Þorbjörg Jónsdóttir, Sigfríður Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Magnea Jónsdóttir. ✝ Okkar ástkæri INGÓLFUR GUÐNASON bóndi frá Eyjum I í Kjós lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 28. nóvember. Anna Ingólfsdóttir, Kristinn Helgason, Hermann Ingólfsson, Birna Einarsdóttir, Páll Ingólfsson, Marta Karlsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Valborg Ingólfsdóttir, Ómar Ásgrímsson, afabörn og langafabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON vélstjóri frá Eyri við Ingólfsfjörð, Strandasýslu, lést á Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili Akranesi, sunnudaginn 27. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 14.00. Sigríður E. Gunnarsdóttir, Sveinn T. Þórólfsson, Ásdís Gunnarsdóttir, Guðrún A. Gunnarsdóttir, Ásgeir G. Jónsson, Helga Gunnarsdóttir, Sigtryggur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ást- kæru eiginkonu, mömmu, ömmu og lang- ömmu, SÓLVEIGAR ÖNNU ÞÓRLEIFSDÓTTUR, Gunnólfsgötu 14, Ólafsfirði. Einar Þórarinsson, Aðalheiður Einarsdóttir, Guðmundur Þór Guðjónsson, Þórarinn Rúnar Einarsson, Guðrún Johnsen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.