Morgunblaðið - 30.11.2011, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Óværuenglarnir nefnist nýr íslensk-
ur jólasöngleikur eftir Erlu Ruth
Harðardóttur í leikstjórn höfundar
sem barna- og unglingaleikhúsið
Borgarbörn frumsýnir í Iðnó á
morgun kl. 18.00. Alls koma 19 ung-
menni á aldrinum 11-15 ára fram í
sýningunni, auk þess sem fimm ung-
menni á aldrinum 14-18 aðstoða við
uppsetninguna að tjaldabaki.
„Leikritið fjallar um þrjá engla
sem standa sig engan veginn í engla-
skóla himnaveldis. En í stað þess að
henda þeim út úr himnaríki og gera
þau að stjörnum í svartholinu til ei-
lífðarnóns, er ákveðið að gefa þeim
tækifæri til betrunar. Þau eru send
til jarðar til að finna ástæðu fyrir því
að jörðin fái að halda áfram að snú-
ast, en Guð er m.a. orðinn þreyttur á
því að jarðarbúar virðast hafa
gleymt tilgangi jólanna og missa sig
þess í stað í kaupæði og skreyt-
ingar.“
Að sögn Erlu Ruthar er þetta
sjötta árið í röð sem Borgarbörn
setja upp jólasöngleik. Segir hún við-
tökur hafa verið mjög góðar, en sem
dæmi má nefna að jólaleikritið í
fyrra, Leikfangalíf eftir Erlu Ruth,
„Dýrmæt
reynsla“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Engilfríð Alls leika 19 krakkar á aldrinum 11-15 ára í sýningunni, en tveir skiptast á að leika hvert hlutverk. Elísa
Sif Hermannsdóttir leikur og syngur vandræðaengilinn Engilfríði á móti Elmu Rut Valtýsdóttur.
var sýnt 22 sinn-
um. „Við sýnum
frá 1.-18. desem-
ber kl. 09.30, kl.
11.00 og kl. 17.30
á virkum dögum,
en ýmist kl. 12.00,
kl. 14.00 eða kl.
16.00 um helgar,“
segir Erla Ruth
og tekur fram að
allir séu velkomn-
ir á sýninguna sem er aðeins tæpur
klukkutími að lengd. Miðaverðið er
þúsund krónur, en innifalið í því er á
piparkökur og djús.
Spurð hvort ekki geti verið erfitt
fyrir þátttakendur að púsla saman
sýningum og skólahaldi svarar Erla
Ruth því játandi. „Reynslan hefur
hins vegar sýnt að því meira sem þau
hafa að gera því betra eiga þau með
að skipuleggja sig. Krakkarnir sem
eru að leika hjá mér koma oft betur
út úr prófunum, þannig að þátttakan
hefur ekki komið niður á skólanum,
nema síður sé,“ segir Erla Ruth og
tekur fram að þátttakendur í jóla-
söngleikjum Borgarbarna fái
ómælda og dýrmæta reynslu í sviðs-
framkomu. „Þetta er reynsla sem
ekki er hægt að kenna, því maður
lærir þetta aðeins með því að sýna.“
Borgarbörn frumsýna Óværuengl-
ana í Iðnó á morgun kl. 18.00
Jólagleði Líkt og síðustu ár geta áhorfendur sem vilja mætt með innpakkaða jólapakka merkta aldri og kyni við-
takanda á sýningu og Borgarbörn sjá í framhaldinu um að koma pökkunum til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin.
Erla Ruth
Harðardóttir
Kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese seg-
ist helst vilja taka allar sínar kvikmyndir í
þrívídd, nú þegar hann hefur gert eina slíka,
myndina Hugo. Sú hefur hlotið jákvæða
gagnrýni og þykir líkleg til afreka á kvik-
myndahátíðum. Í viðtali á vefnum Deadline
segir Scorsese að tvær af kvikmyndum hans,
Taxi Driver og The Aviator, hefðu notið góðs
af því að vera í þrívídd. Hann líkir þrívídd-
arbyltingunni hin síðustu ár við þá breytingu
sem varð með tilkomu Technicolor-litmynda-
tækninnar á fyrri hluta 20. aldar. Scorsese
segir þrívíddina henta öllum gerðum kvik-
mynda, allar ættu þær að njóta góðs af auk-
inni dýpt, að fólk sjái þær eins og það sér alla
jafna. Þá ætti þrívíddin að bæta frásögnina
og telur Scorsese hugsanlegt að þrívídd-
argleraugu verði óþörf í framtíðinni.
Scorsese hrifinn af
þrívíddartækninni
Reuters
3D Scorsese getur vel hugsað sér að halda sig við þrí-
víddartæknina í kvikmyndum sínum.
Hljómsveitin Sonic Youth er „hætt í bili“, eða
þannig orðar gítarleikari hljómsveitarinnar
það, Lee Ranaldo, í samtali við tónlistar-
tímaritið Rolling Stone. Allar hljómsveitir
hætti jú einhvern tíma. Ranaldo vinnur nú
sjálfstætt, að eigin tónlist, og mun halda því
áfram að lokinni tónleikaferð Sonic Youth
sem hugsanlega er hennar síðasta.
Tveir upphafsmeðlima Sonic Youth, hjónin
Thurston Moore og Kim Gordon, greindu frá
því í síðasta mánuði að þau væru að skilja eft-
ir 27 ára hjónaband og töldu þá margir að
hljómsveitin væri öll. Ranaldo segist engu að
síður bjartsýnn á framtíðina, hvað svo sem
yrði um hljómsveitina. Ekki er talið líklegt að
Sonic Youth sendi frá sér fleiri hljómplötur
en sú síðasta kom út fyrir tveimur árum,
breiðskífan The Eternal.
Sonic Youth að leggja
upp laupana
Búið? Hljómsveitin Sonic Youth þegar allt lék í lyndi.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
JACK AND JILL Sýnd kl. 8 - 10:00
IMMORTALS 3D Sýnd kl. 8 - 10:15
BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8
HAPPY FEET 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6
ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5
TOWER HEIST Sýnd kl. 10
NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND
Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA
HHHH
ÞÞ. FRÉTTATÍMINN
HHHH
KHK. MBL
91/100
ENTERTAINMENT
WEEKLY
„HAPPY FEET 2
ER JAFNVEL
BETRI EN FYRRI
MYNDIN!“
„HIN FULLKOMNA
HELGIDAGA-
SKEMMTUN“
- MARA REINSTEIN/
US WEEKLY
HHHH
Sjáðu Al P
acino fara
á kostum
í sprenghl
ægilegu a
ukahlutver
ki!
HHH
T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
B.G. -MBL
HHHH
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
ROYAL OPERA
HOUSE Í LONDON
JACK AND JILL KL. 6 - 8 - 10 L
IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.10 16
TOWER HEIST KL. 6 12
JACK AND JILL KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
JACK AND JILL LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
TROPA DE ELITE 2 KL. 10.20 16
IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16
TOWER HEIST KL. 5.40 - 8 12
IN TIME KL. 10.20 12
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 7
ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L
ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L
JACK AND JILL KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
TROPA DE ELITE 2 KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
ÓPERAN TOSCA KL. 6.30 L
IMMORTALS 3D KL. 10 16
IN TIME KL. 8 - 10.30 12
ELDFJALL KL. 5.45 L
FRÁ FRAMLEIÐENDUM 300 Í 3D
T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT
-Þ.Þ., FT