Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur veitt viðtöku nýrri SAFT lestrarbók, Rusleyjan eftir Þórarin Leifsson, og var við- stödd frumsýningu spunaleikritsins Heimkoman í Háteigsskóla. Bókin er ætluð miðstigi grunn- skóla og mun SAFT dreifa henni til allra skóla landsins. Bókin fjallar um ábyrga og jákvæða notkun nets- ins og annarra nýmiðla, rafrænt einelti og mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu. Leikritið, en handritt þess fylgir bókinni, er ætl- að til uppsetningar af leiklist- arhópum skóla og er spuninn kjörið tæki til að taka á þeim álitamálum sem bókin fjallar um og hentar einnig vel til að þjálfa börn í tján- ingu og að takast á við lausn einelt- ismála. Nánar á vefsíðunni www.rusleyjan.is Spuni Nemendur Háteigsskóla sýna leik- verk eftir Rannveigu Þorkelsdóttur. Ábyrg og jákvæð notkun netsins Hafrannsókna- skipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn og til rannsókn- arstarfa klukkan 14 í gær eftir langt verkfall háseta á rannsókn- arskipum Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson hafði haldið frá Reykjavík klukkan 10 í gærmorgun. Verkfalli háseta á hafrannsóknaskipunum var frest- að 24. nóvember síðastliðinn eftir að samkomulag náðist í kjaradeilu þeirra við ríkið, en verkfallið hafði þá staðið yfir síðan 28. sept- ember síðastliðinn. Hafrannsóknaskipin halda úr höfn Nú er hægt að panta frímerki fyrir jólapóstinn heima úr stofu með því að senda gjaldfrjálst SMS í númerið 1900. Send eru skilaboðin F (bil) 1 (eða sá fjöldi frímerkja sem pant- aður er) og viðkomandi fær til baka fimm stafa númer sem gildir sem frímerki og er skrifað efst í hægra horn umslagsins. Verðið er það sama og á hefð- bundnum frímerkjum. Nánari leið- beiningar má finna á posturinn.is Frímerki pöntuð með smáskilaboðum Á morgun, fimmtudaginn 1. desember, verður hinn ár- legi jólamark- aður vinnu- stofu Skálatúns haldinn. Mikið úrval af hand- verksvörum sem margar hverjar eru einstakar og til í takmörkuðu upplagi, verða á boðstólum. Boðið verður upp á fjölbreytt úrval á t.d. glervöru, nytjavöru, skrautmunum o.fl. Allir eru velkomnir til að kaupa jólagjafir á sanngjörnu verði eða bara til að heimsækja Skálatún og fá sér heitt kakó og upplifa jóla- stemningu. Markaðurinn verður haldinn í gróðurhúsi sem er til hlið- ar við vinnustofurnar. Opið frá kl. 11-17.30. Jólamarkaður vinnu- stofu Skálatúns STUTT Starfsmenn Elkem frá samtals 137.436 kr. í desemberuppbót fyrir skatt en ekki 130.700 kr. eins og fram kom í blaðinu í gær. Hjá Norðuráli er upphæðin 146.522 kr. en ekki 132.018 kr. og hjá Blaðamannafélaginu 63.800 kr. en ekki 48.800 kr. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Hærri jólabónus LEIÐRÉTT iðulega hent í hauga og hún síðan hengd á hjalla. Það var farið sorg- lega með þennan góða fisk og lítil virðing borin fyrir henni. Það er í raun margt sameiginlegt með keil- unni og umræðunni um sjávar- útveg; lítil þekking og engin virð- ing,“ segir Pétur. Í bráðabirgðaákvæði með frum- varpsdrögunum í vinnuskjalinu margnefnda segir að fari há- marksaflahlutdeild nýtingarhafa í einstökum tegundum yfir viðmið skuli nýtingarhafi færa hlutdeild, sem umfram er, niður að lög- bundnu hámarki. Niðurfærslu skal lokið á fimmtán árum frá gild- istöku laganna og henni skipt að lágmarki í þrjá jafna hluta á fimm ára fresti. Við niðurfærslu er nýt- ingarhafi umframhlutdeilda und- anþeginn reglum um takmarkanir á framsali og forgangsrétti hvað niðurfærsluna varðar, segir í drögunum. Bíður eftir „vitrænu ferli“ Af öðrum fyrirtækjum sem eru komin upp úr þakinu sem miðað er við í vinnuskjalinu má nefna að HB Grandi er með yfir 30% hlut- deild í gullkarfa og djúpkarfa og því vel fyrir ofan 15% viðmið í báðum tegundum. Eggert B. Guðmundsson, for- stjóri HB Granda, sagði í gær að hann sæi ekki tilgang í því að ræða þessar hugmyndir og vísaði í orð sín í mánudagsblaði Morgun- blaðsins, þar sem hann sagði með- al annars: „Aftur á móti virðist ljóst að þetta verði ekki tillaga ríkisstjórnarinnar, þannig að við bíðum bara áfram eftir því að þetta komist loksins í vitrænt ferli...“ Eins og fram kemur í meðfylgj- andi töflu fara fleiri fyrirtæki upp úr þakinu og er aðeins stærstu handhafa aflahlutdeildar í hverri tegund getið. Miðað er við 1. sept- ember síðastliðinn, en grálúða hef- ur þó verið uppfærð. Rauðar tölur eru yfir mörkum vinnuskjalsins, gular rétt undir. Fiskistofa tekur hér ekki af- stöðu til þess hverjir teljist tengd- ir aðilar eða samstarfsaðilar. Sérhæfingin einskis virði Stærstu handhafar aflahlutdeildar í nokkrum tegundum Heimild: Fiskistofa Miðað er við 1. sept. 2011 Tegund * Samkvæmt frumvarpsdrögum á vef sjávarútvegsráðuneytis ** Aflahlutdeild stærstu handhafa í viðkomandi tegund Þorskur 8% 6,37% Samherji hf. Ýsa 8% 6,60% HB Grandi hf. Ufsi 15% 17,56% HB Grandi hf. Gullkarfi 20% 31,74% HB Grandi hf. Djúpkarfi 20% 32,59% HB Grandi hf. Steinbítur 15% 7,24% Vísir hf. Grálúða 20% 19,99% Brim hf. Ísl síld 20% 18,97% Skinney-Þinganes Loðna 20% 19,99% Ísfélag Vestmannaeyja Langa 15% 16,82% Vísir hf. Keila 15% 46,07% Vísir hf. Skötuselur 10% 8,37% Rammi Skarkoli 10% 8,03% Nesfiskur Þykkvalúra 10% 8,74% Nesfiskur Langlúra 10% 33,12% Rammi Sandkoli 10% 19,67% Nesfiskur Skrápflúra 10% 18,08% Rammi Humar 20% 25,96% Skinney-Þinganes Úthafsrækja 10% 12,27% Ráeyri ehf. Kolmunni 20% 25,22% Síldarvinnslan NÍ Síld 20% 20,15% Ísfélag Vestmannaeyja Uppgefin há- marksprósenta* Mesta hlut- deild í dag** Handhafi stærstu hlutdeildar  Nokkur fyrirtæki með aflahlutdeild í einstökum tegundum umfram hámark í „vinnuskjali“  Vísir hefur byggt upp veiðar, vinnslu og markaði fyrir keilu í 15 ár Morgunblaðið/Andrés Skúlason Keila Vísisskipin landa miklu af keilu á Djúpavogi á sumrin og fram á haust. Góður árangur hefur náðst í veiðum, vinnslu og öflun markaða. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í „vinnuskjali“ starfshóps sjávar- útvegsráðherra er gert ráð fyrir að hámark verði sett á aflahlut- deild sem hver útgerð geti haft yf- ir að ráða í hverri fisktegund. Ljóst er að slíkt hámark hefði veruleg áhrif á einstakar útgerðir, sem hafa sérhæft sig í veiðum og vinnslu á tilteknum tegundum með því að fjárfesta í þekkingu, tækni og tækjum og aflað markaða á liðnum árum. Þannig hefur Vísir verið í far- arbroddi í veiðum á keilu og er með rúmlega 46% aflahlutdeildar. Æskilegt hámark að mati starfs- hópsins er hins vegar 15%. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, spyr hvað hann fái í staðinn og frá hverjum það verði þá tekið, verði af breytingum sem þessum. Eða hvort hann verði skikkaður til að senda fólkið heim sem hafi unn- ið hjá fyrirtækinu við veiðar og vinnslu á keilu á Djúpavogi og í Grindavík. Lítil þekking og engin virðing „Í fimmtán ár höfum við byggt upp þessar veiðar og vorum nán- ast einir á þessum veiðum í meira en fimm ár,“ segir Pétur. „Við höf- um náð tökum á þessu og byggt upp markaði fyrir keilu í öllum regnbogans litum, ef svo má segja. Afurðirnar fara til landanna við Miðjarðarhafið og til Nígeríu, við erum að gera tilraunir með að selja keilu í frystum sneiðum inn á Norður-Evrópu og einnig er þetta vinsæll matur í Suður-Ameríku. Auk meðafla að vetrinum sækj- um við í keiluna frá vori og fram í ágúst og hún ber uppi sumarvinn- una á Djúpavogi og í Grindavík. Ef þeir taka þetta af okkur þýðir það bara sumarlokanir og minnkun starfa hjá mínu fólki. Sérhæfingin er þá einskis virði. Keilan er mjög góður matfiskur og af djúpmiðum er hún allt önnur vara heldur en ormétin keila af grunnslóð. Áður fyrr var keilunni - nýr auglýsingamiðill AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 INCQC 2012 G05 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af öllum úlpum og kápum St. 36-52 HJÁLP Á HEIMASLÓÐUM Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Tökum á móti matvælum, fatnaði og jólapökkum alla virka daga frá 9 -17 að Eskihlíð 2 - 4, 105 Reykjavík. Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða samtals 4,8 milljónir króna. Styrkirnir eru lausir til umsóknar frá og með 1. desember 2011 og umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. janúar 2012. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðum Landgræðslu ríkisins (land.is), Skógræktar ríkisins (skogur.is) og Skógræktar- félags Íslands (skog.is). Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi (á geisladiski sem rtf, pdf eða word skjal). Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá. Umsóknum skal skila til: Landgræðslusjóðs, Skúlatúni 6, 105 Reykjavík. Skrifa skal skýrt á umslag: „Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson“. Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.