Morgunblaðið - 30.11.2011, Side 30

Morgunblaðið - 30.11.2011, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 Við reynum að nota bæði stóra og litla, alls kyns menn 32 » „Kórfélagar hafa talað um það í mörg ár að þeir verði að koma með mér til Íslands og allir hlakka mikið til,“ segir Þröstur Eiríksson, stjórnandi hins norska Bærum Bachkor. Kórinn kemur fram á tónleikum í Langholtskirkju á föstudagskvöldið og flytur aðventu- og jólatónlist frá endurreisn- artímanum. Ásamt kórnum kemur fram hljóð- færahópurinn Norwegian Cornett & Sackbuts en meðlimir hans leika á blásturshljóðfæri frá end- urreisnartímanum. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Michael Prätorius, Heinrich Schütz, Giovanni Gabrieli og fleiri. Prätorius samdi fjölda tónverka sem byggjast á sálmalögum miðalda og endurreisnartímans. Mörg tónverkanna eru sam- in í anda Feneyjaskólans, þar sem söngvurum og hljóðfæraleikurum er skipt í minni hópa sem syngja og leika hver á móti öðrum. Áhersla á eldri kórtónlist Bærum er liðlega 100.000 manna bæjarfélag vestan við Osló. Bærum Bachkor starfar við Hö- vik-kirkju og þar er Þröstur jafnframt organisti. „Þessi ferð kemur til vegna þess að kórinn á 25 ára afmæli og okkar langaði að gera eitthvað í því sambandi. Við fengum þennan hóp hljóðfæraleik- ara til liðs við okkur og megnið af kórnum kemur til Íslands, 25 söngvarar, auk fimm hljóðfæara- leikara,“ segir Þröstur. „Fyrir mánuði fluttum við H-moll-messu Bachs í tilefni afmælisins og í framhaldinu er þessi ferð. Við verðum svo með tvenna tónleika með þess- ari efnisskrá þegar við komum til baka, eina í okk- ar heimakirkju og aðra í Osló.“ Þröstur byrjaði í þessari stöðu í Bærum árið 1990 og tók þá strax við kórnum, sem hafði verið stofnaður fjórum árum áður. Hann segir kórinn æfa allan veturinn og einungis gert hlé í tvo mán- uði á sumri. „Þetta er áhugafólk en flestir hafa tónlistarbakgrunn. Við höfum flutt nokkuð af nýrri tónlist en leggjum áherslu á þá gömlu og að flytja hana í upprunalegum búningi. Því leitum við oft eftir samstarfi við hljóðfæraleikara sem leika á upprunaleg hljóðfæri.“ Kórar syngja minna við messur í Noregi Þröstur nam við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan Tónlistarháskólann í Ósló í sex ár. Hann starfaði sem organisti hér á árunum 1985-1990, fyrst við Laugarneskirkju og síðar Garðakirkju. Þegar hann er spurður um muninn á störfum kirkjuorganista og kórstjóra í Noregi og á Íslandi segir hann ekki jafnalgengt þar og hér að kórar syngi í messum, almennur safnaðarsöngur er það mikill. „Meginverkefni kórsins er því tónleikahald en hann syngur að auki í um 20 guðsþjónustum á ári,“ segir hann. Þröstur mun innan skamms verja doktors- ritgerð sína um norska sálmasöngssögu eftir síð- ari heimsstyrjöld. efi@mbl.is Afmælisferð kórs til Íslands  Bærum Bachkor syng- ur hér undir stjórn Þrastar Eiríkssonar Bærum Bachkor Kórinn flytur aðventu- og jólatónlist frá endurreisnartímanum í Langholtskirkju. Organistinn Þröstur Eiríksson hefur verið org- anisti og kórstjóri í Noregi í tvo áratugi. Listasafn Árnesinga og Bóka- safnið í Hveragerði bjóða til samveru í Listasafninu annað kvöld, fullveldisdaginn 1. des- ember, klukkan 20.00. Lesið verður upp úr nýjum bókum, ungur fiðluleikari, Irena Silva Roe mun leika nokkur lög á fiðlu og boðið verður upp á pip- arkökur. Lesið verður upp úr nýjum skáldverkum eftir Rögnu Sigurðardóttur, Ólaf Gunnarsson, Vigdísi Grímsdóttur og Guðmund Andra Thorsson. Þá munu Björg Einarsdóttir og Hildur Hákonardóttir lesa úr sínum köflum í bók- inni Á rauðum sokkum – baráttukonur segja frá. Bækur og tónlist Upplestur og fiðlu- leikur í Hveragerði Ragna Sigurðardóttir Síðustu tónleikar tónleikaraðar djassklúbbsins Múlans á þessu hausti fara fram í kvöld, mið- vikudagskvöld, í Norræna hús- inu. Á tónleikunum kemur fram hljómsveitin JP Jazz, The Eternal Tringle, en þar leiða saman hesta sína gítarleik- arinn Jón Páll Bjarnason og saxófónleikarinn Jóel Pálsson í glænýjum kvartett og leika be- bop-númer, silkimjúkar ball- öður og urrandi blúsa. Meðleikarar þeirra eru Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Einar Scheving sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Tónlist Jón Páll og Jóel leika í Múlanum Jón Páll Bjarnason Tónleikaröðin Ungklassík heldur áfram í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, miðvikudag, klukkan 17.30. Á tónleikunum kemur fram ungt tónlistarfólk. Hjörtur Páll Eggertsson leikur prelúdíu eftir J.S. Bach á selló, Benjamín Gísli Ein- arsson masúrka eftir Chopin á píanó, tríó skipað Hjalta Nor- dal Gunnarssyni fiðluleikara, Baldvin Fannari Guðjónssyni píanóleikara og Hrafnkeli Karlssyni sellóleikara flytur verk eftir Fuchs, og þá leikur Eva Hauks- dóttir verk eftir Tiersen á píanó og Sigríður Rósa Örnólfsdóttir jólalög, einnig á píanó. Tónlist Ungir tónlistar- menn í Ráðhúsinu Ráðhús Reykjavíkur Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson tók á mánudaginn, ásamt ellefu öðr- um evrópskum höfundum, við Bók- menntaverðlaunum Evrópusam- bandsins í Brussel. Verðlaunin voru tilkynnt á Bókasýningunni í Frank- furt á dögunum en Ófeigur hlýtur þau fyrir Skáldsögu um Jón, sem kom út í fyrra og fjallar um eld- klerkinn Jón Steingrímsson. Hver höfundanna hlýtur 5.000 evrur í verðlaun, eða 800.000 krónur, og fá verðlaunabækurnar einnig sérstaka kynningu í öðrum Evrópulöndum. Androulla Vassiliou, sem fer með menningarmál Evrópusambandsins, Lárentínus Hollandsprins og pólski menningarmálaráðherrann, Bogdan Zdrojewski, afhentu verðlaunin við hátíðlega athöfn. Ófeigur verð- launaður  Hlaut verðlaun Evrópusambandsins Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahöfundur Ófeigur hlaut verðlaunin fyrir Skáldsögu um Jón. Strengur Tómasar R. Einarssonar, fyrir bassa, slagverk, vatnshljóð og vídeó, verður fluttur í síðasta sinn á þessu ári á morgun, fimmtudag, í Sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Flytjendur ásamt bassaleik- aranum Tómasi og slagverksleik- aranum Matthíasi MD Hemstock eru vatnshljóð úr ám, lækjum, vötn- um og hafi, sem hljóðrituð voru á ættarslóðum Tómasar. Hreyfing vatnsins sést í myndbandsverkum. Strengur Tómasar R. Öðru hverju koma fram menn semsegja má að séu á undan sinnisamtíð. Stundum ná slíkir menn aðhafa áhrif á samferðamenn sína en svo er líka til að menn séu með hugmyndir sem eru svo framandi að þær ná ekki að fresta rætur, fyrr en þá hugsanlega löngu eftir að þeir eru komnir undir græna torfu. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal (1724-1794) var maður nýrrar hugsunar og hann hafði mikla þörf fyrir að láta gott af sér leiða með því að benda fátækum og ómennt- uðum Íslendingum á nýjar leiðir til að afla sér matar og bæta búskap. Björn ræktaði kartöflur í Sauðlauksdal og hvatti til rækt- unar á þessari jurt sem landsmenn borða nú í hverri viku og sumir daglega. Björn var hluti af kynslóð Upplýsingarmanna sem töldu að menntun og upplýsing væri leiðin út úr fátækt. Magnús Stephensen dómstjóri, Magnús Ketilsson sýslumaður og Skúli Magnússon landfógeti voru í þeim hópi. Björn gaf út bækurnar Atla og síðar Arn- björgu, þar sem hann rak áróður fyrir þeim nýjungum sem hann hafði trú á. Bækurnar voru skrifaðar í samtalsformi en það form var allsráðandi meðal Upplýsingarmanna á þessum tíma. Sölvi Björn Sigurðsson gerir sögu Björns í Sauðlauksdal sér að yrkisefni í bókinni Gestakomur í Sauðlauksdal. Bókin ber lengra nafn í anda þess tíma því hún heitir fullu nafni „Dálítill leiðarvísir um heldri manna eldunaraðferðir og Gestakomur í Sauðlauks- dal eður hvernig skal sína þjóð upp reisa úr öskustó.“ Bókin er eins konar einræða eða dagbók sem Björn skrifar til mágs síns, Eggerts Ólafssonar skálds og náttúrufræðings. Björn er þá orðinn gamall og blindur. Hann snýr aftur í Sauðlauksdal eftir að hafa gert árang- urslausa tilraun til að leita sér lækninga við sjónleysinu í Kaupmannahöfn. Hann er nið- urdreginn og svartsýnn. Hann fær hins veg- ar þá hugmynd að bjóða helstu fyrirmennum landsins til veislu í Sauðlauksdal þar sem hann ætlar að bjóða upp á dýrindisrétti sem sæma konungum í útlöndum. Hann ætlar að kveðja með bravúr. Björn lítur á sjálfan sig sem heldri mann og lítur í upphafi bókar niður á vinnukonuna Maríu og Scheving sem einnig starfar á prestssetrinu. Bókin kemst á mikið flug þeg- ar Halldór Mogesen Etasráð mætir á svæðið, en hann er sannarlega fyrirferðarmikill per- sónuleiki með öllum sínum kostum og göll- um. Bók Sölva Björns er bráðskemmtileg. Sá stíll sem menn skrifuðu á 18. öld var þung- lamalegur og stundum uppskrúfaður. Sölvi Björn tekst á við þennan stíl og býr til fínan texta. Hann nær vel andblæ þess tíma sem hann lýsir. Það kann að vera að sumum sem aldrei hafa lesið texta frá 18. öld og þekkja lítið sögu þessa tímabils þyki stundum erfitt að ná sambandi við bókina, en að lesa bók á að vera áskorun. Þegar saman fer skemmtun og áskorun, eins og í þessari bók, hefur sannarlega vel tekist til. Góður matur í Sauðlauksdal Morgunblaðið/Kristinn Sölvi Björn „Þegar saman fer skemmtun og áskorun … hefur sannarlega vel tekist til.“ Gestakomur í Sauðlauksdal bbbbn Eftir Sölva Björn Sigurðsson. Sögur útgáfa. 141 bls. EGILL ÓLAFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.