Morgunblaðið - 30.11.2011, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
110 ára afmæli
Frímann fæddist 30. nóvember
1901 að Fremrikotum í Skagafirði
en foreldrar hans voru þau Jónas
Jósef Hallgrímsson og Þórey
Magnúsdóttir. Frímann var næst-
yngstur átta systkina, sjö þeirra
náðu fullorðinsárum og frá þeim er
mikill ættbogi kominn. Faðirinn
Jónas lést skömmu áður en Frí-
mann varð fimm ára og má nærri
geta hvort það hefur ekki orðið
mikið áfall stórri fjölskyldu á af-
skekktu smábýli innst í Skagafirði.
Þórey vann það þrekvirki að koma
barnahópnum öllum til manns og
brutust sum þeirra til mennta. Frí-
mann hóf reyndar kennaraskóla-
gönguna bókstaflega með því að
ganga úr Skagafirði til Borgar-
ness. Áður hafði hann numið bók-
band á Akureyri.
Að loknu kennaraprófi 1923 hélt
Frímann vestur og var farkennari
við Ísafjarðardjúp í tvö ár áður en
honum bauðst staða á Akranesi.
Þann 15. maí 1926 kvæntist hann
lífsförunaut sínum Málfríði
Björnsdóttur frá Innstavogi við
Akranes en þau höfðu kynnst í
Kennaraskólanum. Þau eignuðust
tvær dætur, þær Ragnheiði og
Birnu, á meðan þau bjuggu á Akra-
nesi.
Árið 1933 bauðst skólastjóra-
staða við nýjan skóla á Strönd á
Rangárvöllum. Þau fluttu þangað
og ári síðar fæddist sonurinn Jón-
as.
Strönd var heimavistarskóli og
þangað komu börn til mánaðar
dvalar í senn. Hinn mánuðinn lásu
þau heima en þá voru þau skóla-
skyld 10-13 ára. Skólamaðurinn
Árni Böðvarsson var góður vinur
afa og skrifaði m.a. eftirfarandi:
„Þá var kreppa í landi og víða
var litið svo á að vorverk og haust-
verk á bæjum væru þarflegri en
skólavist. Það þótti slæmt hversu
snemma hálfvaxin börn voru tekin
frá haustverkum og sluppu seint
heim í vorverk. Slík viðhorf voru
þó að mildast, ekki síst fyrir starf-
semi manna eins og Frímanns.
Ekki höfðu Málfríður og Frímann
verið lengi á Strönd þegar það orð
var komið á að þar væri fólk sem
betur en öðrum vandalausum
mætti trúa fyrir börnum, hjá þeim
liði bæði tápmiklum og pasturslitl-
um vel.“
Árið 1949 bauðst Frímanni að
taka við Kópavogsskóla, nýlegum
skóla í ungu og uppvaxandi bæj-
arfélagi. Það má nærri geta að ekki
hefur alltaf verið tekið út með sitj-
andi sældinni að stýra skóla í bæj-
arfélagi í örri þróun. Óli Kr. Jóns-
son kennari, sem síðar tók við af
Frímanni, orðaði það svo:
„Voru mikil þrengsli í skólanum,
tví- og þrísett í hverja stofu og
fyrstu árin vantaði einnig sérstofur
og leikfimisal. Við slíkar aðstæður
reyndi mjög á stjórnanda skólans,
en allan vanda leysti Frímann,
ekki með hávaða og látum heldur
með röggsemi, prúðmennsku og
ekki síst hlýlegu viðmóti, jafnt við
starfslið sem nemendur. …
Frímann vildi fyrst og fremst
vera félagi og vinur síns fólks en
ekki valdbjóðandi, vildi gagn-
kvæmt traust og samvinnu, og ég
held að enginn hafi viljað bregðast
trausti hans.“
Afi Frímann var hógvær að eðl-
isfari og lítið fyrir að trana sér
fram. Hann sat þó í stjórnum
kennara- og ungmennafélaga, var
í stjórn Norræna félagsins í Kópa-
vogi og félagi í Rotary-klúbbi
Kópavogs. Hann hætti svo skóla-
stjórn 1964 til að sinna öðrum
áhugamálum, ekki síst skriftum
og bókbandi. Hann skrifaði
nokkrar bækur handa börnum og
unglingum, Hve glöð er vor æska
(1944), Þegar sól vermir jörð
(1950), Valdi villist í Reykjavík
(1980) og kennslubókina Landið
okkar (1969). Auk þess skrifaði
hann frásagnir og minningar-
greinar í blöð og flutti útvarpser-
indi, að ógleymdri ævisögu hans
óútgefinni en kaflar úr henni hafa
birst í tímaritinu Skildi.
Frímann gat verið grallari og
fór stundum með kersknisvísur
fyrir mig og aðra. Sumar voru
örugglega frumsamdar en síðar
þekkti ég að Káinn átti aðrar. Við
minnumst líka bréfsins frá Dan-
mörku til grannvaxinnar og létt-
fættrar ömmu minnar með utaná-
skriftinni:
Frú Málfríður Björnsdóttir
Digra-
Nesvegi 38
Kópavogi.
Amma Málfríður kenndi oft
börnum sem áttu við vanda að
stríða og myndu líklega njóta sér-
kennslu nú á dögum. En heimilið
var hennar helsti vettvangur og
þangað þótti mér alltaf gott að
koma, fyrst sem barn og ungling-
ur og síðar með barnunga dóttur
sem náði því miður ekki að kynn-
ast langömmu sinni nógu vel því
amma Málfríður lést árið 1977 eft-
ir stutt veikindi. Og það var eins
og afi Frímann bæri aldrei al-
mennilega sitt barr eftir það.
Hann bjó einn um nokkurra
ára skeið en dvaldist svo að Ási í
Hveragerði í nokkur ár og lagðist
að lokum inn á Landakotsspítala.
Ég sat lengi hjá honum gamlárs-
kvöldið 1987 og við ræddum um
alla heima og geima. Hann sagði
mér frá þungum draumförum
sem hann túlkaði sem svo að
dauðinn væri í nánd og kannski
skynjaði hann það sem ég vildi
EKKI segja honum, að við værum
á leið til Lundúna með ungan son
okkar í hjartaaðgerð þar sem líf lá
við. Sú aðgerð tókst vel en það er
önnur saga.
Frímann lést svo 16. janúar
1988 en skömmu fyrir jól hafði
hann lofað dóttur sinni, móður
minni, að bíða eftir henni þar til
hún kæmi heim frá systur sinni í
Bandaríkjunum. Við það stóð
hann eins og annað sem hann lof-
aði, dó daginn eftir að hún kom
heim.
Frímann Jónasson var einn
þeirra sem byggðu upp þetta land
og þessa þjóð. Nú er það undir
okkur sporrekjendunum komið að
sýna og sanna að allt það erfiði
hafi ekki verið unnið fyrir gýg.
Matthías Kristiansen.
Frímann Jónasson
skólastjóri, 1901-1988
Hjónin Frímann Jónasson og Málfríður Björnsdóttir.
✝ Guðrún Jó-hanna Valdi-
marsdóttir fæddist
á Gafli í Víðidal, V-
Húnavatnssýslu, 9.
mars 1922. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 21.
nóvember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Valdimar
Kamillus Benón-
ýsson bóndi, fædd-
ur á Kambhóli í Víðidal 28.1.
1884, d. 29.10. 1968, og Sig-
urbjörg Guðmundsdóttir hús-
móðir, fædd á Hvarfi í Víðidal,
3.3. 1893, d. 11.10. 1976. Systk-
ini Guðrúnar voru Kristín, f.
2.8. 1920, d. 18.2. 1956, Erling-
ur, f. 5.12. 1923, d. 10.8. 1979,
Ásgeir Ósmann, f. 28.6. 1926, d.
20.5. 1989, Þórdís, f. 31.5. 1929,
d. 24.8. 2006. Hálfsystir Guð-
rúnar, samfeðra var Valdís Em-
ilía, f. 3.10. 1908, d. 13.7. 1939.
1975, maki Kristrún Þóra Hall-
grímsdóttir. Börn þeirra eru: a)
Andri Guðmann, f. 18.9. 2006.
b) Kristófer Ingi, f. 21.8. 2008.
2) Svanhildur, f. 1.11. 1958.
Maður hennar er Hafliði Sig-
tryggur Magnússon, f. 20.6.
1958. Börn þeirra eru Halldór
Rúnar, f. 30.5. 1985, Hrafnhild-
ur, f. 18.6. 1989, og Guðmundur
Örn, f. 26.4. 2001. 3) Agnar
Rúnar, f. 7.1. 1965. Kona hans
er Guðlaug Sigurðardóttir, f.
12.2. 1965. Börn þeirra eru Er-
lingur, f. 5.3. 1998, og Stein-
unn, f. 17.5. 2000.
Guðrún ólst upp í Vestur-
Húnavatnssýslu síðast á Æg-
issíðu á Vatnsnesi. Hún var við
nám í Reykjaskóla í Hrútafirði
frá 1938-1940. Um tvítugt flutt-
ist Guðrún til Reykjavíkur og
vann til að byrja með við hús-
hjálp og sem saumakona á
saumastofu. Lengst af sinnti
hún húsmóðurstörfum en hin
síðari ár starfaði hún jafnframt
á Hrafnistu í Reykjavík við að-
hlynningu aldraðra.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Fossvogskirku í dag, 30.
nóvember 2011, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Guðrún giftist
21.4. 1943 Agnari
Guðmanni Guð-
mundssyni, f. 20.8.
1921, d. 28.6. 2006.
Foreldrar hans
voru Ingibjörg
Lára Guðmanns-
dóttir, f. 14.9.
1892, d. 6.3. 1983,
og Guðmundur
Jónsson, f. 14.6.
1885, d. 26.3. 1946.
Agnar og Guðrún eignuðust
þrjú börn, þau eru: 1) Sig-
urbjörg Edda, f. 2.2. 1946. Mað-
ur hennar er Benóný Þ. Eiríks-
son, f. 3.11. 1940. Börn þeirra
eru: a) Eiríkur, f. 6.11. 1967,
maki Margrét Hjaltested. Börn
þeirra eru Tómas, f. 27.6. 2002
og Ísabella, f. 23.4. 2007. Dóttir
Eiríks og Áslaugar Friðriks-
dóttur er Jóhanna Þórkatla, f.
8.8. 1992. b) Guðrún Jóhanna, f.
19.7. 1969. c) Agnar, f. 10.8.
Ég er elst af okkur systk-
inum og gekk veginn með for-
eldrum mínum frá því þau giftu
sig rúmlega tvítug til þess síð-
asta. Þegar ég var 6 mánaða
gömul fluttum við á Laufásveg-
inn þar sem þau tóku á leigu
herbergi með aðgangi að eld-
húsi og salerni, hjá konu sem
hafði þessa íbúð á leigu og bjó
hún í stærra herberginu ásamt
tveimur hálfuppkomnum dætr-
um sínum. Þarna var gott að
búa þrátt fyrir að húsnæðið
væri þröngt. Þarna bjuggum við
í 5 ár.
Pabbi, sem þá var orðinn
múrari, byggði sitt fyrsta hús
sem var á Sundlaugavegi 14
ásamt félaga sínum. Við fluttum
á neðri hæðina þegar ég var 8
ára. Áttum við ætíð mikil og góð
samskipti við þá sem bjuggu í
þessu húsi. Þarna átti ég mín
bernskuár þar til ég flutti að
heiman.
Mamma fór með mig í sveit-
ina til foreldra sinna á hverju
sumri og aðstoðaði við heyskap-
inn og eru þetta miklir sælu-
tímar í minningunni. Ég fékk að
fara til þeirra á engið með kaffi
í flösku sem sett var í ullarsokk
til að halda heitu. Það voru
ánægjustundir þegar allir sátu
saman og drukku kaffisopann
sinn og ræddu um landsins
gagn og nauðsynjar. Þegar ég
var 9 ára fluttu afi og amma til
Reykjavíkur. Mamma og pabbi
voru í góðu húsnæði með mig
eina svo þau tóku afa og ömmu
til sín og hjá okkur bjuggu þau í
nokkur ár eða þar til þau kom-
ust á elliheimili. Ég var 12 ára
þegar systir mín Svanhildur
fæddist og var það mikill gleði-
viðburður. Ég minnist þess hvað
ég var ánægð þegar mamma var
að sauma litlu barnafötin fyrir
fæðinguna, því lítið var nú hægt
að kaupa tilbúið í þá daga.
Þegar ég kynnti þau fyrir
Benna verðandi eiginmanni,
tóku þau honum opnum örmum
og studdu við bakið á okkur alla
tíð.
Mamma varð ófrísk af bróður
mínum Agnari Rúnari 43 ára
gömul. Þegar hún gekk með
hann greindist hún með krabba-
mein í brjósti og varð að taka
brjóstið. Í þá daga var engin
áfallahjálp og fólk gekk í gegn-
um raunir sínar með hjálp fjöl-
skyldu og vina.
Móðir mömmu var á Hrafn-
istu í Reykjavík í mörg ár og
heimsótti mamma hana oft og
eftir að amma lést kringum
1976, fór mamma að vinna við
umönnun þar hálfan daginn, en
alltaf var til nóg af heimabök-
uðu með kaffinu og við alltaf
velkomin þótt hún hefði bætt
við sig vinnu.
Við hjónin byggðum okkur
hús í Fossvogi og foreldrar mín-
ir einnig og fluttum við þangað
um svipað leyti 1971-72.
Það var einstaklega gott að
hafa foreldrana í nágrenninu. Ég
kom oft við til að spjalla og fá
aðstoð við saumaskap, en
mamma var snillingur í þeim
efnum. Benni fékk oft að nota
bílskúrinn og barnabörnin áttu
alltaf athvarf hjá þeim.
Á sunnudögum komum við öll
oft í mat eða kaffi og þá voru
þjóðmálin eða bókmenntir rædd
en mamma var einstaklega fróð-
leiksfús og hafði gaman af lestri
góðra bóka. Mömmu og pabba
var mjög umhugað um að allir
væru jafnir og allir hefðu nóg að
bíta og brenna.
Elsku mamma, þú varst ein af
þessum hvunndagshetjum, sem
aldrei létu deigan síga, kvartaðir
aldrei, vannst þín störf með alúð
hvað sem á dundi og hjálpaðir
þeim sem voru hjálparþurfi. Ást-
arþakkir fyrir allt.
Sigurbjörg Edda
Agnarsdóttir.
Guðrún tengdamóðir mín er
ein af þeim Íslendingum sem
upplifðu miklar breytingar í ís-
lensku þjóðfélagi. Hún fæddist í
sveit og ólst þar upp, en þó að
ekkert væri rafmagnið, heita
vatnið eða annar sá lúxus sem
seinni kynslóðir kynntust, kvart-
aði hún ekki heldur vann þau
verk sem þurfti að vinna. Valdi-
mar faðir Gunnu var þekktur
kvæðamaður og á heimili hennar
var mikið kveðið og lesið, þetta
fylgdi henni alla ævi því ávallt
hafði hún gaman af því að lesa
kvæði og góðar bækur. Fyrstu
kynni mín af Gunnu voru í kring-
um 1980 þegar ég kom á heimili
hennar, þetta var að sumri til og
Gunna var úti í garði að sýsla
með blóm. Ég komst að því að
garðurinn var hennar ær og kýr
og það voru ekki fár stundirnar
sem hún varði í garðinum, enda
sást það vel á rósunum og öðrum
gróðri sem í honum var. Þjóðmál
voru alltaf ofarlega í huga henn-
ar og fylgdist hún mjög vel með
allri umræðu um þau mál. Oftar
en ekki þegar ég hitti hana var
mikið rætt um pólitík og skyld
mál.
Nú fækkar óðum þeim Íslend-
ingum sem hafa upplifað vöxt ís-
lensks þjóðfélags frá einföldu
bændaþjóðfélagi í flókið vest-
rænt nútímaþjóðfélag, umbreyt-
ingarnar voru gríðarlegar og
höfðu mikil áhrif á allt og alla, en
Gunna var gott dæmi um Íslend-
ing sem tók þátt í þessum breyt-
ingum án þess að láta glepjast af
gullkálfum eða öðrum falsboðum.
Nú er hún farin á betri stað
og ég veit að hún mun einnig
fylgjast vel með öllu þar.
Guð blessi þig.
Hafliði.
Elsku tengdamamma, þú hef-
ur nú fengið hvíldina sem ég
veit þú þráðir þegar tók að halla
undan fæti og þú orðin veik-
burða. Þú skilaðir langri ævi og
lifðir á tímum mikilla breytinga.
Þú reyndir því margt, hafðir frá
mörgu að segja og margt af þér
að læra. Þú varst fyrst og
fremst góð, traust og hjartahlý.
Þú varst sterkur persónu-
leiki, fylgdist vel með og hafðir
gaman af allri umræðu. Í minn-
ingunni á ég margar góðar
stundir þar sem við sátum og
ræddum málin, ýmist við tvær
eða með fleirum. Það sem gerði
þá umræðu oft fjöruga og
skemmtilega var þín einstaka
lagni að læða inn fullyrðingu
eða skoðun sem rótaði aðeins í
okkur hinum. Það var stutt í
glettni þína og þú hafðir gaman
af.
Það var gott að eiga þig sem
tengdamóður, sem ömmu
barnanna minna og sem góðan
nágranna. Það voru ófáar stund-
irnar sem ég og börnin kíktum
yfir til ykkar Agnars í kaffi og
spjall. Þú sýndir börnunum ein-
staka hlýju og varst þeim jafn-
framt svo mikill vinur. Alltaf
gafst þú þér tíma til að ræða
málin og fræða þau og oft á
stundum var brugðið á leik þar
sem glettnin og grallaraskap-
urinn réð ríkjum.
Þó að það hafi verið á ólíkum
tímum, fann ég hvað það tengdi
okkur, að hafa báðar fæðst og
alist upp í sveit. Þú varst nátt-
úrubarn og undir löngum stund-
um í garðinum við að snyrta og
hlúa að gróðri, enda uppskarstu
þá elju með blómstrandi garði
og einstaklega blómviljugum og
fallegum rósum. Ég lærði margt
af þér í garðræktinni og mun
ætíð nýta mér það og minnast
þín þegar ég tek til hendi við
garðvinnu.
Í dag er mér efst í huga
þakklæti fyrir þann tíma sem
við áttum saman. Megi Guð
blessa þig og minningu þína.
Guðlaug.
Elsku amma er dáin. Við
minnumst hennar með söknuði
en þakklæti fyrir þær góðu
stundir sem við áttum með
henni. Það var alltaf gott að vita
af ömmu í næsta húsi og kom
sér vel þegar við gleymdum
lyklum og vorum læst úti. Við
minnumst þeirra stunda sem við
áttum með ömmu við eldhús-
borðið þar sem hún gjarnan gaf
okkur mjólk eða kakó og pönnu-
kökur, parta eða kleinur. Á
þessum stundum var ýmislegt
rætt og var sú umræða bæði
fræðandi og skemmtileg. Frá
því við munum eftir okkur hefur
amma alltaf verið með okkur á
aðfangadagskvöld. Það verður
því skrýtið að halda jólin án
ömmu.
Elsku amma, hvíl í friði.
Minningin um góða ömmu mun
alltaf lifa í hjörtum okkar.
Erlingur og Steinunn.
Elsku amma mín, nú þegar
ég kveð þig í hinsta sinn verður
mér hugsað til allra góðu stund-
anna sem við áttum með þér. Í
húsið ykkar afa, þangað sem all-
ir þræðir stórfjölskyldunnar
lágu svo oft saman, var alltaf
gott að koma og alltaf stóðu
dyrnar þar upp á gátt, ólæstar
eins og ég get ímyndað mér að
hafi verið í sveitinni í gamla
daga.
Fyrir lítinn dreng var húsið
ykkar einskonar lítil drauma-
veröld, með blómlegum garði
sem virtist ógnarstór og með
gróðurhúsi þar sem hægt var að
tína jarðarber af stilkum og allt-
af gafstu mér sykur í skál til að
dýfa jarðarberjunum í. Oft var
líka eitthvað verið að brasa í
skúrnum, unnið við smíðar eða
dundað við viðgerðir á bílum og
þegar ég var orðinn svangur
beið þrefaldan þín eða bestu
pönnukökur í heimi eftir manni
með mjólkurglasi. Þú varst
stundum ströng við mig en ég
sá alltaf í gegnum þig, á bak við
leyndist hlýja og væntumþykja
og það er þannig sem ég man
þig.
Minningarnar um
laufabrauðsgerðina og allar jóla-
veislurnar þar sem stórfjöl-
skyldan hittist og átti góðar
stundir saman lifa, og ég er
ánægður með að strákarnir okk-
ar Kristrúnar fengu að kynnast
þér og upplifa þessa litlu
draumaveröld líka, þeir voru
alltaf spenntir fyrir veislunum
hjá ömmu long.
Elsku amma, nú ertu horfin á
braut inn í aðra draumaveröld
og komin til afa. Guð blessi þig
og hvíl þú í friði.
Þinn ömmustrákur,
Agnar.
Elsku amma mín,
Löng ævi þín er nú á enda og
er ég fyrst og fremst þakklátur
fyrir að hafa mátt eiga með þér
hlutdeild í henni. Velti á þessari
stundu fyrir mér hversu við-
burðaríka ævi þú hefur lifað.
Sögur þínar af uppvaxtarárum
eru óneitanlega óraunverulegar
fyrir mig, strákinn sem ólst upp
við lífsgæði nútímans þar sem
farsíminn þykir sjálfsagður. Það
hefur örugglega oft reynt mikið
á þig á uppvaxtarárum þar sem
aðbúnaður var á köflum rýr og
húsakostur lélegur. Þurrir fæt-
ur þóttu í þá daga munaður sem
nútíminn leiðir eflaust ekki hug-
ann að. En með dugnaði þínum
og afa, byggðuð þið ykkar fal-
lega heimili í Haðalandi sem var
miðpunktur fjölskyldunnar.
Það voru óneitanlega forrétt-
indi fyrir mig að eiga heimili svo
nálægt þér á uppvaxtarárum.
Pönnukökur snemma dags um
helgar voru í miklu uppáhaldi
en gott var að byrja daginn á
þeim kræsingum. Alltaf var
hægt að treysta á þig, amma
mín, þú varst alltaf til staðar.
Þótt þú hafir stundum skammað
mig fyrir boltaleiki í stofunni
hafðir þú innst inni gaman af
gauraganginum, grátinum og
gleðinni sem fylgdi keppninni.
Minningar frá jólum eru einnig
ofarlega í huga mér en fastur
liður í jólahaldinu var aðfanga-
dagur hjá þér. Ekki var hægt
að hugsa sér jólamatinn og
pakkana öðruvísi en í Haðaland-
inu þar sem fjölskyldan kom
saman. Þetta voru góðir tímar
og líða mér ekki úr minni.
Þegar ég kveð þig nú er mér
efst í huga þakklæti fyrir að
hafa mátt eiga með þér trausta
og fallega samleið, amma mín.
Minning þín mun ávallt fylgja
mér um ókomna framtíð. Hvíl í
friði.
Eiríkur.
Guðrún Jóhanna
Valdimarsdóttir