Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 ✝ Guðrún Hjálm-arsdóttir Waage fæddist í Reykjavík 18. nóv- ember 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 19. nóvember 2011. Foreldrar Guð- rúnar voru Margrét Halldórsdóttir, f. 23. september 1895 á Þyrli á Hvalfjarð- arströnd, d. 21. maí 1976, og Hjálmar Þorsteinsson, f. 21. september 1886 á Hvarfi í Víði- dal, V-Hún., d. 20. júní 1972. Systkini Guðrúnar eru Egill, f. 1910, d. 1990, Þorsteinn, f. 1911, d. 1984, Ólöf, f. 1913, Haraldur, f. 1914, d. 1967, Ingibjörg, f. 1925, d. 2001, Halldór, f. 1927, d. 2010, Hörður, f. 1932, d. 1993, Kristín Helga, f. 1934, d. 2010 og Margrét, f. 1938. Guðrún giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Sigurði S. Waage, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Sanitas hf., 20. júní 1950. Foreldrar Sigurðar voru Kristín Helga Waage, f. 3. maí 1906, d. 28. apríl 1938 og Sigurður Waage, f. 25. des. 1902, d. 31. okt. 1976. Börn Guðrúnar og Sigurðar eru: 1) Kristín Hendrikka, f. 13. jan. 1966, unn- usti hennar er Erol User. Hend- rikka á Guðjón Kjartan, f. 1993, með fyrrverandi eiginmanni sín- um, Böðvari Guðjónssyni. Sig- urður Waage á soninn Stefán Örn, f. 1954. Guðrún ólst upp á Klapparstíg 28 og á Þjórsárgötu 6 í Reykja- vík. Hún lauk hefðbundinni skólagöngu frá Skildinganes- skóla 1942. 1947 fór hún til Dan- merkur í Söre husholdnings- skole. Lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1983, tók leiðsögumannapróf og stundaði nám í listasögu við Há- skóla Íslands. Guðrún starfaði við skrifstofustörf hjá föður sín- um á húsgagnaverkstæði Hjálm- ars Þorsteinssonar. Hún vann um tíma hjá A. Bridde bak- arameistara og í blómabúðinni Garður í Garðastræti. Guðrún stofnaði verslunina Silkiblóm 1985 og þar starfaði hún ásamt eiginmanni sínum meðan heilsan leyfði. Hún hafði yndi af því að ferðast, bæði innanlands og ut- an. Guðrún og Sigurður bjuggu nær allan sinn búskap á Laug- arásveginum. Síðustu ár sín dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Eir. Guðrún var einn af stofn- endum kvennadeildar Flug- björgunarsveitarinnar í Reykja- vík og tók einnig virkan þátt í starfi Oddfellowreglunnar. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. nóvember 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. Helga, f. 27. apríl 1951. Maki Knútur Signarsson, f. 1950. Börn þeirra eru a) Kristín Helga, f. 1984, maki Dario Gustavo Nunez, f. 1981, barn þeirra Mikael Dario, f. 2010. b) Sigrún Anna, f. 1987. Krist- ín á Kristin Sigurð, f. 1976, með fyrr- verandi eiginmanni sínum, Ás- geiri Bolla Kristinssyni. Knútur á Arnar og Önnu Svövu. 2) Mar- grét Guðbjörg, f. 24. sept. 1954. Margrét á Guðrúnu Kristínu, f. 1976, maki Ásgeir Örn Jónsson, f. 1980, börn þeirra eru Kolbeinn Sesar, f. 2003, og Kjartan Nonni, f. 2009, Magndísi Önnu, f. 1978, barn hennar er Hendrikka Hlíf, f. 2003, og Kristínu Kolbrúnu, f. 1987, með fyrrverandi eig- inmanni sínum, Kolbeini Krist- inssyni, f. 1952. 3) Sigrún, f. 5. júní 1961. Maki Franz Ploder, f. 1957. Sigrún á Sigurð Björn, f. 1987, Hafdísi Hlíf, f. 1990, d. 2001 og Margréti Kristínu, f. 1996, með fyrrverandi eig- inmanni sínum, Birni Jónssyni. Franz Ploder á Margréti Unni, Hauk, Pétur Þór og Ólaf Örn. 4) Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma, hafðu þökk fyr- ir allt. Kristín, Margrét, Sigrún og Hendrikka. Ástkær tengdamóðir mín, Guð- rún H. Waage kvaddi þetta jarðlíf á fallegum haustdegi. Södd líf- daga og sátt við guð og menn. Það eru orðin 30 ár síðan ég kynntist þessari glæsilegu konu og hennar góða manni, Sigurði S. Waage. Var með ólíkindum hvað mér fannst hún yndisleg kona, það var svo mikil hlýja og vænt- umþykja sem streymdi frá henni til mín strax frá fyrsta degi. Hlýja og væntumþykja sem bara óx með árunum og er óhætt að segja að að öllum ólöstuðum þá finnst mér hún Guðrún hafa verið gullfallegt kærleiksblóm sem vildi allt fyrir alla gera. Guðrún kom úr stórum systk- inahópi og voru þau systkinin afar náin sem og dætur þeirra hjóna fjórar. Húsið á Laugarásveginum stóð alltaf öllum opið og fannst mér, sem kem úr lítilli fjölskyldu, oft með ólíkindum gestagangur- inn þar. Hún var hrókur alls fagn- aðar og alltaf tilbúin til þess að taka þátt í öllu sem vinir hennar og ættingjar tóku sér fyrir hend- ur. En umfram allt var hún fjöl- skyldukona sem hugsaði um og hlúði að börnum sínum og barna- börnum af einstakri hlýju og alúð. Kristín mín á fjölfatlaðan son, hann Dedda, og er ólýsanleg sú ást og umönnun sem þau hjón hafa alla tíð sýnt honum og má segja að þau hafi verið honum sem aðrir foreldrar. Er dæturnar uxu úr grasi ákvað Guðrún að mennta sig frek- ar enda afar fróðleiksfús. Tók stúdentspróf og þar sem hún var mikill fagurkeri sem og listelsk jók hún m.a. við þekkingu sína með því að fara í listnám við Há- skóla Íslands. Einnig stofnaði hún ásamt dóttur sinni og manni verslunina Silkiblóm og vann þar meðan heilsa hennar leyfði. Fyrir nokkrum árum fór að bera á minnisglöpum hjá Guð- rúnu. Smám saman tók sjúkdóm- urinn völdin og sú fallega og glæsilega kona sem tengdamóðir mín var gaf eftir. Sigurður reynd- ist Guðrúnu einstaklega vel í Guðrún Hjálmars- dóttir Waage HINSTA KVEÐJA Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og bros- ið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Þín, Margrét Kristín. ✝ Guðni Ólafssonfæddist á Suð- ureyri við Súg- andafjörð 1. apríl 1916. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 18. nóv- ember 2011. Foreldrar hans voru Ólafur Þór- arinn Jónsson, f. 10. feb. 1881, d. 3. nóv. 1960, og Jóna Mar- grét Guðnadóttir, f. 24. júní 1888, d. 19. nóv. 1963. Systkini Guðna voru: 1) Þórður Halldór Ágúst, f. 1. ág. 1911, d. 4. des. 1983, 2) Ólafur Jón, f. 16. apr. 1913, d. 28. apr. 1979, 3) Sigurður Lúðvík, f. 26. sept. 1914, d. 17. mars 1993, 4) Friðþjófur, f. 11. júní 1917, d. börn og fjögur barnabörn. 2) Ingveldur Jóna, f. 1. sept. 1946, maki Jón G. Kristinsson, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Viðar, f. 22. nóv. 1947, d. 1. mars 1948. 4) Guðfinna Kolbrún, f. 26. nóv. 1950, maki Jóel Sverrisson, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 5) Matthildur, f. 14. sept. 1954, maki Hjörtur Jó- hannsson, þau eiga tvö börn. Fyr- ir átti Finney soninn Árna Frið- þjófsson, f. 5. júní 1940, d. 15. okt. 1997, maki Friðbjörg Ingimars- dóttir, þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. Finney og Guðni bjuggu mest- an hluta ævi sinnar á Suðureyri við Súgandafjörð eða til ársins 1993 er þau fluttu í Hafnarfjörð, á Sólvangsveg 1, og síðast á Hrafnistu. Útför Guðna fer fram í Digra- neskirkju í dag, 30. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 11. júlí 1985, 5) Þor- valdur Árni, f. 11. des. 1918, d. 25. apr. 1919, 6) Ólína, f. 30. sept. 1920, d. 2. apr. 1987, 7) Þórdís, f. 2. maí 1922, d. 2. júlí 1982, 8) Lilja, f. 27. júlí, d. 6. maí 2003, 9) Sturla, f. 12. des. 1924, d. 22. des. 1996, 10) Þorvaldur Ingólfur, f. 14. mars 1926, d. 3. júní 2008. Hinn 8. jan. 1944 kvæntist hann Finneyju Árnadóttur frá Sæbóli, Aðalvík, f. 8. jan. 1919, d. 13. ág. 2009. Guðni og Finney eignuðust fimm börn: 1) Halldór, f. 18. júlí 1943, maki Svanhildur Guðmundsdóttir, þau eiga þrjú Eyrargata 4 Suðureyri var staður í æsku minni sem ávallt voru hlýjar móttökur og veiting- ar og ófáar stundir sem ég trítlaði á eftir afa sem barn við leik og störf. Afi átti fullt af sniðugu dóti sem litlum patta fannst flottast. 8 mm sýningarvél og upptökuvél, Íslendingasögurnar og svo mætti lengi telja. Á ferðalagi með afa og ömmu á bláa eldflaugarsaabinum (Saab 96) leit ég upp úr Andrés- blaðinu og spurði afa hvort Saab- inn færi ekki hraðar en 60, amma var fljót að grípa fram í og svar- aði; Þetta er alveg nógu hratt fyr- ir hann. Nokkru seinna heyrðist í afa; Þetta er nú ágætis ferða- hraði, Raggi minn, og brosti út í annað. Guðni afi var eins og klukka sem klikkaði aldrei og finnst mér stundum að klukkan hafi verið stillt eftir honum en hann ekki farið eftir henni. Hann var ótæm- andi uppspretta jákvæðni og fáir hafa mér þótt merkilegri en þessi snillingur sem kenndi mér snemma þótt ég hafi ekki skilið það fyrr en löngu seinna að ferðalagið er í raun meira virði en áfangastaðurinn. Takk fyrir allt, elsku afi. Þinn, Ragnar Aron. Þá er hann afi minn Súg far- inn á vit nýrra ævintýra. Afi Súg var einstakur og ég kveð hann í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Hjarta sem er fullt af minning- um um hann og ömmu, sem bæði báru viðnefnið Súg, þau bjuggu svo lengi á Suðureyri við Súg- andafjörð. Mér finnst það því ljúft að sitja í gamla græna sóf- anum þeirra og hugsa til baka. Afi minn var ljúfur og yfir- vegaður maður, vinnusamur, umhyggjusamur og duglegur. Hann hafði lifað tímana tvenna og upplifað margt, alvöru Vest- firðingur. Ég man eftir því að hafa verið sem barn heima hjá ömmu og afa á Eyrargötu, við sátum við matarborðið og vorum að borða. Mér varð litið á afa sem stóð við borðið og ég man hvað mér fannst hann tyggja ótrúlega hratt, og mér var lífsins ómögu- legt að skilja hvernig þetta var hægt. Ég prófaði, og beit bara í tunguna á mér og þorði ekki að segja frá því. Mér fannst ótrúlega sniðugt að eiga eins bíl og afi og amma þegar ég var barn. Blár Saab ’96. Seinna fannst borgarbarninu mér líka ótrúlegt að afi skyldi þora að skilja lyklana eftir í rauða Saabinum sem stóð úti á plani á Suðureyri. Hann sagði mér að það væri ekki hægt að taka lykilinn úr. Hvort það var rétt hef ég ekki hugmynd um, ég trúði því bara. Afi hafði skemmtilegan kæk, hann yppti öxlum eins og hann væri að laga jakkann sinn. Krist- ófer minn á það til að gera þetta og mér þykir það mjög skemmtilegt. Afi blístraði oft einhverja lag- leysu og mér þótti það alltaf svo róandi. Hann var alla tíð mikill sund- garpur, lét fátt stoppa sig í því að fara í sund. Hann fór líka að spila golf eftir að hann flutti á Hrafnistu og var mjög efnilegur. Ég trúi því að heilbrigðir og gamaldags lifnaðarhættir af Vest- fjörðum hafi átt þátt í því hversu lengi hann lifði. Það eru ekki margir sem geta sagt að þeir hafi átt afa sem fædd- ist í rafmagnslausu húsi og á tí- ræðisaldri átti hann gsm-síma. Það gerði afi minn, og ég er viss um að ef sjónin hefði ekki verið að angra hann hefði hann átt tölvu eða Ipad. Ég er svo þakklát fyrir að Krist- ófer minn fékk að kynnast þér og að hann kemur til með að muna eftir þér. Saltkjöt og kjötsúpa á án efa eftir að minna hann á þig um aldur og ævi, því hann vissi að ef langafi var í mat hjá ömmu og afa var það ávísun á uppáhaldið hans; saltkjöt eða kjötsúpu. Hann sakn- ar langafa mikið og hugsar mikið til þín. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þig afi minn, mér fannst þú magnaður maður og þykir ofboðslega vænt um þig. Og við kveðjumst nú. Þinn tími runninn er á enda hér. Nú ferðu á nýjan stað. Finnur friðinn þar. Og þó það reynist sárt að skilja við þig hér, ég þakka vil þér. Ljúflingslundina, gleðistundirnar. Leggur upp í ferðalag veist bara ekki hvenær þú nærð endastað. Við sólarrás við hittumst þar. Sitjum saman, horfum á öldur falla að. (Ásgeir Aðalsteinsson) Hvíldu í friði elsku afi Súg. Minning þín og ömmu lifir í hjörtum okkar. Þín Rakel. Guðni Ólafsson ✝ Ástkær sonur minn, faðir, fósturfaðir, bróðir og mágur, JAMES WILLIAM SANDRIDGE, andaðist í Noregi sunnudaginn 13. nóvember. Útför hefur farið fram. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð viljum við færa kærum vinum okkar nær og fjær. Faðmlög ykkar, hjartahlýja og kærleikur hafa verið okkur mikill styrkur. Megi ljós kærleikans lýsa upp skammdegið hjá okkur öllum. Bendum við á minningarsjóð sem stofnaður hefur verið fyrir son James, Ísak William Sandridge. Umsjónarmaður sjóðsins er Lilja Jóhannsdóttir. Kt. 121298-2449, reikningsnúmer 0142-15-381252. Lilja Jóhannsdóttir, Ísak William Sandridge, Arnór Lovísuson, Jóhann Dalberg Sandridge, Kristín Ruth Helgadóttir, Hermann Torfi Hreggviðsson, Ágústa Hildur Gizurardóttir, Elín Kristín Hreggviðsdóttir, Júlíus Sigurðsson, Guðmundur Páll Hreggviðsson, Sólveig Silfá Karlsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, SIGRÍÐUR GÚSTAFSDÓTTIR frá Kjóastöðum, lést sunnudaginn 27. nóvember. Börn hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS GUNNLAUGSSON frá Súðavík, lést mánudaginn 28. nóvember. Ólöf Steinunn Einarsdóttir, Gunnlaugur Magnússon, Valdís Jóna Sveinbjörnsdóttir, Helgi Grétar Magnússon, Svanhvít Magnúsdóttir, Ægir Magnússon, Anna Bragadóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Brautarholti, lést aðfaranótt laugardagsins 26. nóvember. Útförin fer fram frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Gyða Lúðvíksdóttir, Guðmundur Steinar Lúðvíksson, Sonja Marita Poulsen, Elvar Ágústsson, Sigríður Arngrímsdóttir, Arena Huld Steinarsdóttir, Arngrímur Ágúst Elvarsson. ✝ Faðir okkar, uppeldisfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÍMUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi forstjóri Íspan, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð sunnudaginn 27. nóvember, verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 9. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, þeir sem vildu minnast hans láti Ljósið s. 561 3770 eða Karitas s. 551 5606, njóta þess. Óskar Smith Grímsson, Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Grímsson, Hrafnhildur Proppé, Finnur Grímsson, Þórunn Hafsteinsdóttir, Margrét Grímsdóttir, Elín Grímsdóttir, Jón Bjarni Gunnarsson, Jón Elvar Kjartansson, Sigríður Elsa Markúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR, Gnýpuheiði 17, Kópavogi, lést á Landspítalanum Hringbraut laugar- daginn 26. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. desember kl. 15.00. Victor Jacobsen og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.