Morgunblaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011
James, sonur Ru-
perts Murdochs,
var endurkjörinn
stjórnarformað-
ur breska sjón-
varpsfyrirtæk-
isins BSkyB á
aðalfundi félags-
ins í gær, þrátt
fyrir að kröfur
kæmu frá nokkr-
um hluthöfum um að hann segði af
sér.
Samkvæmt tölum, sem birtar
voru á fundinum, fékk Murdoch
81,24% atkvæða í stjórnarkjöri en
18,76% atkvæða voru andvíg stjórn-
arsetu hans.
Kröfur um afsögn James Mur-
dochs komu fram í kjölfar þess að
blaðinu News of the World, sem var
í eigu fyrirtækis Ruperts, var lokað
í sumar eftir að uppvíst varð um
stórfelldar símhleranir, sem starfs-
menn blaðsins stunduðu, og eru nú
til rannsóknar í Bretlandi..
Í stjórn
BSkyB
James Murdoch
Væntingavísitala Gallup, sem birt
var í gærmorgun, hækkaði um 10
stig frá októbermánuði og mælist nú
62,9 stig. Hækkunin á vísitölunni nú
kemur í kjölfar þess að í síðasta mán-
uði tók vísitalan dýfu niður á við og
lækkaði um 16,5 stig á milli mánaða.
Þetta kemur fram í Morgunkorni
greiningar Íslandsbanka.
„Ekki aðeins eru landsmenn
bjartsýnni nú en fyrir mánuði heldur
eru þeir einnig mun bjartsýnni nú en
í sama mánuði fyrir ári, en vísitalan
er nú 12,3 stigum hærri en í nóv-
ember fyrir ári.
Fleiri svartsýnir en bjartsýnir
Eins og kunnugt er mælir vísital-
an væntingar neytenda til efnahags-
og atvinnulífsins og þegar vísitalan
er undir 100 stigum eru fleiri neyt-
endur svartsýnir en bjartsýnir.
Þrátt fyrir að væntingar íslenskra
neytenda séu hægt og bítandi að
glæðast eru þeir ennþá fleiri sem eru
svartsýnir en vísitalan fór síðast yfir
100 stig í febrúar 2008. Undanfarna
12 mánuði hefur vísitalan verið að
meðaltali 58 stig,“ segir í Morgun-
korni.
Allar undirvísitölur Væntingavísi-
tölunnar hækkuðu á milli október og
nóvember sem bendir til þess að
væntingar neytenda til núverandi
ástands í efnahags- og atvinnumál-
um jafnt og ástandsins eftir sex mán-
uði séu aðeins meiri nú en fyrir mán-
uði.
Mest hækkar mat neytenda á at-
vinnuástandi frá fyrri mánuði, en sú
vísitala hækkar um 13,1 stig frá fyrri
mánuði og stendur nú í 65,3 stigum.
Morgunblaðið/Ernir
Bjartsýni Íslendingum virðast heldur vera að aukast bjartsýni, samkvæmt
mælingu Gallup, hvort sem það varir svo til frambúðar eða ekki.
Landinn virðist eitt-
hvað vera að hressast
Bjartsýni eykst lítillega frá því sem var í október
Væntingavísitala Gallup
160
140
120
100
80
60
40
20
0
Jan. 2007 Jan. 2008 Jan. 2009 Jan. 2010 Jan. 2011
Heimild: Morgunkorn Íslandsbanka
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við að
stjórnvöld hafi ekki aflað fjárheimilda vegna
fyrirsjáanlegra útgjalda ríkissjóðs vegna yf-
irtöku Landsbankans á SpKef á fjárlögum
næsta árs. Þá segir í umsögn Ríkisendurskoð-
unar um fjárlagafrumvarpið að óraunhæft sé
að ríkissjóður muni afla 7,6 milljarða króna
með einkavæðingu á næsta ári eins og frum-
varpið gerir ráð fyrir.
Ljóst er að kostnaður ríkissjóðs vegna yfir-
töku Landsbankans á SpKef mun nema á
bilinu 11,2 til 30 milljarðar en mismunurinn
stafar af ólíku mati ríkisins og bankans hins
vegar á verðmæti eignasafns sjóðsins. Fram
hefur komið að óháð mat muni skera úr um
virði eignanna og þar með kostnað ríkissjóðs á
næstu mánuðum. Þrátt fyrir þetta bað fjár-
málaráðuneytið aðeins um heimild til þess að
ljúka uppgjöri vegna SpKef í fjáraukalögum
þessa árs og ekki er kveðið á um nein útgjöld
ríkissjóðs vegna þessa í fjárlagafrumvarpi
næsta árs.
Ekki reynt að áætla
fyrirsjáanleg útgjöld
Það vekur athygli að í skýringum fjármála-
ráðuneytisins með fjárlagafrumvarpi næsta
árs kemur fram að ekki sé reynt að áætla
hugsanleg einskiptisútgjöld vegna yfirtöku
Landsbankans á SpKef eða vegna frekari af-
skrifta fasteignalána hjá Íbúðalánasjóði en
þegar hefur verið gert ráð fyrir. Þetta er at-
hyglisvert þar sem fyrir liggur að sá kostnaður
sem fellur á ríkissjóð vegna yfirtöku Lands-
bankans á SpKef verður á bilinu 11,2 til 30
milljarðar. Að sama skapi liggur kostnaður í
því að koma eiginfjárhlutfalli Íbúðalánasjóðs
upp í fimm prósent eins og sjóðnum er gert að
stefna að samkvæmt lögum. Kostnaður rík-
issjóðs við það væri á bilinu 12 til 15 milljarðar.
Þetta þýðir að fyrirsjáanlegur kostnaður
ríkissjóðs vegna SpKef og Íbúðalánasjóðs
nemur í besta falli 33 milljörðum og versta falli
45 milljörðum. Færi allt á versta veg á meðan
aðrar forsendur fjárlagafrumvarpsins stæðu
yrði hallinn á rekstri ríkissjóðs 67 milljarðar á
næsta ári en ekki 22 milljarðar eins og frum-
varpið gerir ráð fyrir.
Að þessu undanskildu bendir nú þegar flest
til þess að markmið fjárlaganna muni ekki
nást. Samkvæmt minnihlutaáliti Sjálfstæðis-
flokksins í fjárlaganefnd hafa þær breytingar
sem hafa verið gerðar á fjárlagafrumvarpinu
af ríkisstjórninni og meirihluta fjárlaganefnd-
ar auk vantalinna liða leitt til þess að halla-
reksturinn verði a.m.k. 36 milljarðar á næsta
ári.
Fleiri óvissuþættir
Ennfremur er ljóst að efnahagsástandið
mun hafa mikil áhrif á afkomu ríkissjóðs á
næsta ári. Hagspá Hagstofunnar, sem fjár-
lagagerðin er grundvölluð á, hefur versnað
mikið það sem af er ári. Hagstofan spáði 3,1%
hagvexti á næsta ári í sumar en færði síðan spá
sína í síðustu viku niður í 2,4%. Eins og fram
kemur í nefndaráliti sjálfstæðismanna í fjár-
laganefnd má gera ráð fyrir að þetta þýði að
tekjur ríkissjóðs verði ríflega þremur millj-
örðum minni en fjárlög gera ráð fyrir. Auk
þess má við þetta bæta að eins og kom fram í
umfjöllun Morgunblaðsins á laugardag bygg-
ist hagvaxtarspá stofnunarinnar fyrir næsta ár
á aukningu í fjárfestingu sem efasemdir eru
um meðal sérfræðinga að innistæða sé fyrir.
Eins og kemur fram í umsögn Ríkisend-
urskoðunar verður að teljast óraunhæft að
markmið fjárlaga um sölu ríkiseigna fyrir 7,6
milljarða króna náist. Eins og stofnunin bendir
á liggur ekkert fyrir um hvað eigi að selja og
markaðsaðstæður gefi ekki tilefni til bjartsýni.
Ríkið aflar ekki fjárheimilda
vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar
Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við fjárlagafrumvarpið Engin útgjöld ráðgerð vegna SpKef
Fjárlög Steingrímur J. Sigfússon kynnti blaðamönnum fjárlög næsta árs fyrir nokkru.
Morgunblaðið/Golli
Vísitala framleiðsluverðs lækkaði
um 1,1% í október frá september
2011. Vísitala framleiðsluverðs
fyrir sjávarafurðir hækkaði um
1,8% (vísitöluáhrif 0,6%) frá fyrri
mánuði og vísitala fyrir stóriðju
lækkaði um 4,5% (-1,7%). Vísital-
an fyrir matvæli lækkaði um 0,7%
(-0,1%) og vísitala fyrir annan
iðnað hækkaði um 0,9% (0,1%).
Vísitala framleiðsluverðs fyrir
vörur sem framleiddar voru og
seldar innanlands var nánast
óbreytt milli mánaða en vísitala
fyrir útfluttar afurðir lækkaði
um 1,3% (-1,1%). Miðað við októ-
ber 2010 hefur vísitala fram-
leiðsluverðs hækkað um 12,8% en
verðvísitala sjávarafurða um
16,3%. Á sama tíma hefur verð á
afurðum stóriðju hækkað um
10,4% en matvælaverð hefur
hækkað um 8,0%, segir í frétt
Hagstofu Íslands.
Árshækkun
vísitölu 12,8%
Vísitala stóriðju
lækkaði um 4,5%
Franska dagblaðið La Tribune hélt
því fram í gær að matsfyrirtækið
Standard & Poor’s myndi innan tíð-
ar lækka lánshæfismat franska rík-
isins en það hefur nú hæstu einkunn
eða AAA.
Mikil umræða hefur verið um það
á undanförnum mánuðum að láns-
hæfismat Frakklands gæti verið í
hættu.
Tilkynnt var um að Standard &
Poor’s hefði lækkaði lánshæfismat
franska ríkisins 10. nóvember síð-
astliðinn en það reyndust vera mis-
tök hjá fyrirtækinu og voru mistök-
in leiðrétt sama dag.
Hæsta ein-
kunn í hættu?
!"# $% " &'( )* '$*
++,-,.
+,/-00
++/-/1
2+-12.
23-44/
+0-431
+2.-0,
+-/432
+,1-.0
+/.-12
++.-+0
+,5-22
++/-,,
2+-1.2
23-4./
+0-4//
+43-+1
+-/410
+,/-/2
+/.-,0
2+/-.31.
++.-1/
+,5-50
++5-22
2+-///
23-1//
+0-135
+43-/
+-/4.2
+,5-30
+53-42
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á