Morgunblaðið - 07.12.2011, Síða 21
UMRÆÐAN 21Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011
Þau válegu tíðindi hafa borist 26.
nóvember 2011, að NATÓ-liðið okkar
í Afganistan hafi ráðist á herstöð í
Pakistan. Þetta
mun vera í fyrsta
skipti sem kjarn-
orkuvopnaveldum
lýstur saman, því
annars vegar búa
Pakistanar yfir
kjarnorkuvopna-
flaugaflota, og
hins vegar, í
NATÓ: Banda-
ríkjamenn, Bretar og Frakkar.
Heimsfriðurinn virðist því kominn yf-
ir rautt strik sem enginn hefur þorað
að fara yfir hingað til.
Þetta er að því leyti alvarlegra en
þegar Þýskaland réðst á Tékkóslóv-
akíu 1937; sem leiddi til heimsstyrj-
aldarinnar síðustu, að þá voru ekki
komin gereyðingarvopn sem gátu
eytt öllu lífi á jörðu. Við vitum ekki á
þessari stundu, hvort slík hætta er nú
á ferðum.
Íslendingar ættu því að mótmæla
þessu framferði sem aðildarríki í
NATÓ; eltingarleikur við hermd-
arverkamenn í Asíu sé ekki þess virði
að efna til slíkrar heimsslitaáhættu.
Og ef þessi árás reynist þó ekki
verða annað og meira fyrir okkur en
óskemmtilegur jólaglaðningur, þá
eru þar samt komin viðbótarrök fyrir
að tengja okkur ekki frekar við Evr-
ópusambandsarm NATÓ en orðið er.
Mín kynslóð var farin að vona að
ekki þyrfti aftur að óttast kjarn-
orkustríð í raun, en fljótt virðast veður
geta skipast í lofti. Árið 1984 birtist
eftir mig ljóð í Stúdentablaðinu, þar
sem ég viðraði ótta minnar kynslóðar
við að kjarnorkusprengjan gæti tor-
tímt okkur öllum; og minningum vest-
rænnar menningarsögu í leiðinni. Ég
vil minna á þann óskemmtilega tíma
með því að rifja hér upp glefsu úr því
ljóði, sem hét Tónar helflautunnar; og
má lesa í heild sinni í ljóðabók minni
Næturverðinum frá 1989; en þar segir
m.a.:
„Þá dugir ekki lengur tal, um brim-
brjóta Karybdýsar, þegar jafnvel
árabátur Karons, hringsólar á hel-
fljótinu, og Hades hnígur niður,
geislavirkur í trónu sinni“.
TRYGGVI V LÍNDAL,
þjóðfélagsfræðingur og skáld.
Kjarnorkuvopnaveldum
lýstur saman
Frá Tryggva V. Líndal
Tryggvi V. Líndal
Með því að tala um að einhver sé sak-
laus uns sekt hans sé sönnuð er ekki
verið að segja að hann sé saklaus,
heldur einungis
að við eigum ekki
að dæma ein-
hvern fyrirfram
án þess að full-
nægjandi sann-
indi liggi fyrir.
Því það að dæma
einhvern sem
kynferðisafbrota-
mann hefur
skemmt líf
margra, sem reynst hafa saklausir að
lokum. Ummæli sem hafa ranglega
mótað skoðanir almennings eru með-
al þeirra sem erfiðast er að taka til
baka.
Ég ætla að leyfa mér að vitna beint
í greinina þar sem hún segir
„…minni líkur á að afar og ömmur
kaupi bækur handa barnabörnunum
eftir nauðgara en einhvern grínara“
og aftur þegar hún talar um að fólk
hlæi að nauðgunarbröndurum hans.
Þetta eru hennar orð þar sem hún
ert búin að gera hann að kynferð-
isafbrotamanni ásamt því að gera þó-
nokkrar tilraunir til að álykta hann
sekan, án þess að sönnunargögn liggi
fyrir á þessari stundu.
Ég ætla að biðja Drífu, næst þegar
hún skrifar grein eða lætur ummæli
falla á opinberum vettvangi, að
vanda orðaval sitt í garð annarra bet-
ur. Ég tek það fram að ég er ekki að
verja Egil fyrir nokkra háttsemi sem
hann hefur stundað né þau orð sem
hann hefur látið falla né þau sem
hann mun láta falla. Heldur er til-
gangur þessara skrifa minna ein-
ungis sá að koma til skila því rang-
læti sem þessi grein Drífu felur í sér
og hve meiðandi hún er í garð Egils.
NJÁLL SKARPHÉÐINSSON,
nemandi við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja..
Ummæli Drífu
Snædal meiðandi
Frá Njáli Skarphéðinssyni
Njáll
Skarphéðinsson
Innheimta lögmanna er mér illskilj-
anleg.
Kannski vegna þess að ég hefi ekki
lesið mér til um
hana. En samt
finnst mér þeirra
framganga mjög
svo ámælisverð en
útskýri hlutina
eins og þeir líta út
frá mínum bæj-
ardyrum séð.
Mér er sendur
reikningur upp á
t.d. 20.000 kr. og
með álögum upp á 100.000 kr., þar er
boðun, fyrirtekt og uppboð innifalið.
Ég segi: „Ekki gera ekki neitt“ og
fer á staðinn og vil borga áður en um-
ræddir gjörningar eru komnir til
framkvæmda. Þar er mér tjáð að
hægt sé að semja um greiðslu alveg
fram að uppboði, en eftir það séu allir
samningar úr gildi.
Afsláttur er ekki til umræðu og
verður eftir minni reynslu aðeins til
þess að viðmælandi steinhættir að
skilja málavöxtu og virðist slá út eins
og sagt er um blessaðar tölvurnar.
Hvernig væri að fá jákvæðan aðila
(skipaðan af einhverri ríkisstofnun)
sem gæti í tilfellum sem þessum mót-
tekið greiðslu frá greiðanda, þ.e. höf-
uðstól sem og eðlilega álagningu mið-
að við framgang málsins sem og vexti
á höfuðstól (allt samkvæmt fastri
verðskrá).
Hér er verið að tala um fyrsta, ann-
að eða þriðja bréf sem og annað er
innheimtunni fylgir. Hér er verið að
tala um almenna hnökralausa inn-
heimtu eins og ætla má að sé varð-
andi flest innheimtumál. Þessi mót-
takandi fjárins mun tilkynna
móttökuna og bjóða greiðsluna til
uppgjörs. Ef innheimtuaðilinn vill
ekki þessi málalok, þá má hinn sami
halda áfram með málið á eigin kostn-
að og án árangurs, en getur svo nálg-
ast kröfuna frá handhafa greiðslu, en
án vaxta á tregðutímabilinu.
En ef lögin eru þannig að inn-
heimtuaðilar (lögmenn) geta sett upp
hvaða verð sem er, fyrir hvað sem er,
þá er komið að því að setja hömlur á
þessa aðila.
Mér finnst eðlilegt að öllum sé gert
að vinna fyrir inntekt og ef það er erf-
itt þá þarf að breyta kerfinu þannig
að við verði unað.
Kannski verður að innheimta þess-
ar kröfur án afskipta lögmanna, þ.e.
að minnsta kosti þær hnökralausu.
JÓHANN BOGI
GUÐMUNDSSON,
húsasmíðameistari..
Innheimta lögmanna
Frá Jóhanni Boga
Guðmundssyni
Jóhann Bogi
Guðmundsson
Alþingi samþykkti í
síðustu viku að fela
ríkisstjórninni að við-
urkenna sjálfstætt og
fullvalda ríki Palestínu
með landamæri eins og
þau voru fyrir sex
daga stríðið árið 1967.
Söguleg stund segja
vinstri sinnaðir fjöl-
miðlar. Vissulega er
þetta söguleg stund en
ekki á þann veg sem
misgáfaðir stjórnmálamenn og fé-
lagar þeirra í hlutdrægum fjöl-
miðlum vilja meina. Þetta er sögu-
leg stund fyrir þær sakir að nú hafa
íslenskir ráðamenn endanlega orðið
sér og þjóð til skammar á al-
þjóðavettvangi.
Lýst hefur verið yfir stuðningi við
hryðjuverkamenn sem ofsækja ná-
granna sína, friðelskandi lýðræð-
isþjóð sem hefur það eitt gert af sér
að reyna að verja þegna sína gegn
áratuga ofsóknum, sem felast meðal
annars í sprengjutilræðum, mann-
ránum, morðum á saklausum borg-
urum, þjófnaði og svo mætti lengi
telja.
Áróðurinn gegn Ísrael hefur verið
svo gegndarlaus í fjölmiðlum 365, að
auðtrúa landinn hefur snúist gegn
fyrrverandi vinaþjóð sinni og tekið
upp málstað hryðjuverkamanna og
eiðrofa.
Eru Íslendingar svo auðtrúa að
halda að með þessu náist fram frið-
ur? Margoft hefur verið komið til
móts við kröfur Palestínumanna, í
þeirri von að friður náist, en um leið
og þeir eru búnir að fá sitt fram þá
heldur ófriðurinn áfram og hann
mun ekki hætta fyrr en
Palestínumenn og þeir
sem eru í slagtogi með
þeim ná markmiðum
sínum sem eru búin að
vera ljós frá fyrsta
degi: Eyðing Ísraels og
útrýming allra gyð-
inga. Sú mantra hefur
verið margoft kveðin
fyrir hvern þann sem
kærir sig um að hlusta
án fordóma. Allir
þeirra leiðtogar sem
mega sín einhvers í
arabaheiminum hafa
látið þetta út úr sér á einhverjum
tímapunkti.
Fremstur í flokki mislukkaðra ís-
lenskra stjórnmálamanna fer Össur
utanríkisráðherra, sem í Frétta-
blaðinu segir „Ferð mín til Gaza,
Vesturbakkans og Austur-
Jerúsalem var farin nær eingöngu
til að styrkja málstað Palestínu.“
Ætli þorri Íslendinga sé himinlif-
andi með að skattfé þess sé notað til
áróðurs fyrir ofbeldis og öfgamenn?
Össur hefur löngum verið umdeild-
ur og réttilega svo, fyrir alls konar
asnastrik gegnum tíðina, rétt eins
og trúður. En núna er þessi trúður
ekkert fyndinn, hann er bara sorg-
legur og það sem meira er, hann er
orðinn hættulegur. Hættulegur fyr-
ir þjóð sína sem hann svo ötullega
vinnur gegn, hættulegur framtíð Ís-
lands.
Varaþingmaður Samfylking-
arinnar, Amal Tamimi, sem er ætt-
uð frá Palestínu en fór þaðan sökum
kúgunar að eigin sögn, talar nú um
að palestínsk börn geti nú farið í
skóla og leikið sér án þess að verða
drepin! Hvað um ísraelsk börn,
munu þau fá að lifa við sama öryggi?
Nei, þau þurfa áfram að labba í
skólann og leika sér undir sprengj-
uregni. Tamimi heldur áfram og
hampar þessari landleysu sem þeir
kalla Palestínu. Fór hún ekki þaðan
vegna þess að hún og kynsystur
hennar voru kúgaðar? Allir vita að
skoðana- og tjáningarfrelsi ein-
staklinga er fótum troðið í Palest-
ínu. En samt styðjum við heilshugar
þessa þjóðleysu sem virðir ekki
mannréttindi.
Allir þingmenn samþykktu og
gengu í pontu til að lýsa ánægju
sinni með ódæðið, fyrir utan sjálf-
stæðismenn, sem sátu hjá. Að taka
ekki afstöðu er ekki fjöður í hatt
þessa fólks, því það stóð hjá og gerði
ekkert meðan vitleysan átti sér stað.
Guð blessi Ísland, oft var þörf en
nú er nauðsyn.
Svartur þriðjudagur
Eftir Ólínu Klöru
Jóhannsdóttur » Áróðurinn gegn Ísr-
ael hefur verið svo
gegndarlaus í fjöl-
miðlum 365, að auðtrúa
landinn hefur snúist
gegn fyrrverandi vina-
þjóð sinni.
Ólína Klara
Jóhannsdóttir
Höfundur er húsmóðir og félagi
í Island-Israel.is
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
Munið að slökkva
á kertunum
Vindsveipur eða gegnum-
trekkur getur kveikt eld á
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins