Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2011 Skoski skúlptúristinn Martin Boyce hlýtur bresku Turner-verðlaunin í ár, einhvern virtustu og umtöl- uðustu myndlistarverðlaun samtím- ans. Verðlaunin, sem eru kennd við enska landslagsmálarann J.W.M. Turner, voru fyrst afhent árið 1984. Þau eru veitt listamanni fyrir fram- úrskarandi sýningu eða framsetn- ingu á verki árið áður. Fjórir lista- menn eru tilnefndir og sýning sett upp á verkum þeirra, venjulega í Tate-safninu í London, en að þessu sinni er sýningin í Baltic samtíma- listamiðstöðinni í Gateshead. Hinir listamennirnir sem voru til- nefndir eru Karla Black, sem vinnur með innsetningar, vídeólistamað- urinn Hilary Lloyd og málarinn George Shaw. Boyce, sem er 44 ára gamall, skapar innsetningar með skúlptúr- um sem vísa í móderníska hönnun. Verðlaunaverk hans virðist í senn vera íverurými og opinber garður, með trjám skornum út úr áli og borði sem byggist á hönnun franska hönnuðarins Jean Prouvé. Verðlaunaféð nemur um fjórum og hálfri milljón króna. Reuters Verðlaunahafinn Martin Boyce við verðlaunaverkið á sýningunni. Boyce hreppti Turnerinn  Ein virtustu mynd- listarverðlaunin Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég gæti ekki verið sáttari. Þetta er bók úr draumi sem mig var ekki búið að dreyma,“ segir Orri Jónsson ljós- myndari um veglega útgáfu þýska forlagsins Steidl á ljósmyndum sem hann hefur tekið á rúmum áratug innan veggja íslenskra eyðibýla. Bókin nefnist Interiors og í henni eru rúmlega 70 ljósmyndir. Bók- in er í stóru broti og glæsilegur prentgripur. Bókinni fylgir kver með eins- konar ferðalýs- ingu bræðranna Dags Kára og Gunnars Þorra Péturssonar. Að fá ljósmyndabók útgefna hjá Steidl, mætti líkja við það þegar knattspyrnumaður kemst á samning hjá Barcelona. Stafræn vinnsla skelfileg Orri nam ljósmyndun við School of Visual Arts í New York. Hann byrjaði að mynda í eyðibýlum, á 4x5 tommu blaðfilmuvél, árið 1998 og hefur haldið nokkrar sýningar á verkunum. Hann segist iðulega hafa dáðst að útliti eyðibýla og jafnvel hafa smellt „týpískum rómantískum eyðibýlamyndum“ út um bílglugg- ann. „En ég var löngu búinn að fylla hausinn af slíku myndefni frá öðrum ljósmyndurum. Þegar ég fór inn í þessi hús hreifst ég hinsvegar af sterkri tilfinningunni inni í þeim; það var svo mikið af myndefni.“ Orri velur að mynda á stóra blað- filmu sem býður upp á hafsjó af upp- lýsingum og handstækkar mynd- irnar sjálfur, en ekki hefur hvarflað að honum að nýta stafrænu tæknina. „Mér finnst öll stafræn vinnsla og prentun hafa verið skelfileg. Það hefur sem betur fer aðeins breyst á síðustu árum en ég get ekki unnið með tölvu sem verkfæri. Allur áhugi dettur út um leið og ég fer inn í það umhverfi. Það hentar mér ekki. Mik- ilvægur hluti af þessu ferli er að vinna með efnið, að skjóta á áþreif- anlega filmu og vinnan í myrkra- herberginu.“ Ekki þekkja allir eðli filmunnar; í haust opnaði tollvörður í Leifsstöð pakka með filmublöðum sem Orri var búinn að mynda á og voru á leið í framköllun, þrátt fyrir að hafa verið varaður við því að þetta væru átekn- ar filmur. Þar skemmdist nokkurra vikna vinna. „Það var algjörlega óþolandi,“ segir Orri argur. „Nú er komin fram kynslóð af fólki sem veit ekkert hvað filma er. Ég skil ekki hvernig mann- inum datt í hug að opna pakkann, hann vissi fullvel hvað var í honum.“ Þetta voru myndir sem áttu að fara í bókina og Orri þurfti að leggja aftur af stað í leiðangra, að reyna að endurtaka myndirnar. Áhersla á mestu möguleg gæði Það var ánægjulegt þegar goð- sögnin Gerhard Steidl ákvað að gefa út bókina. „Það var eins og góð lyga- saga,“ segir Orri. Í níu mánuði beið hann eftir svari frá Steidl, hvort hann hefði áhuga á að gefa verkið út, og naut þar aðstoðar Halldórs Guð- mundssonar sem stýrði Sagenhaft- es-verkefninu fyrir bókasýninguna í Frankfurt. Steidl kom síðan til Ís- lands, fundaði með Orra og fékk hluta prentanna fyrir bókina, þær sem upp á vantaði prentaði Orri í Berlín á leiðinni til Steidl í haust. „Bókin var unnin í tveimur ferð- um mínum til Göttingen. Fyrst voru prentin skönnuð og litgreind og bók- in hönnuð. Tíu dögum síðar fór ég aftur út og þá var bókin prentuð í einni 29 tíma lotu. Ég stóð allan tím- ann við prentunina. Það var alveg frábært.“ Allan tímann var áherslan á aðeins eitt: á mestu mögulegu gæði. „Gerhard hefur ríka skoðun á fagurfræði, hönn- un, prentun og öllum þáttum bóka sinna og seg- ir sína skoðun, en ef maður hefur aðra sýn þá bakkar hann. Hann sagði markmiðið að gera þá bók sem ég vildi gera,“ segir Orri. Og gæti ekki verið sáttari. „Bók úr draumi sem mig var ekki búið að dreyma“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ljósmyndarinn „Það var eins og góð lygasaga,“ segir Orri um ákvörðun Gerhards Steidl að gefa bók hans út.  Steidl gefur út ljósmyndabók Orra Jónssonar, Interiors Það jafnast ekkert á við það að koma fram þegar allt heppnast með fullan sal af fólki … 32 » Það telst alltaf til tíðinda þeg-ar Isabel Allende sendir frásér skáldsögu, enda meðástsælustu höfundum sam- tímans. Hún hefur fangað hugi millj- óna lesenda með bókum sínum, ekki síst Húsi andanna og Evu Lunu. Í sinni síðustu bók, Eyjunni undir sjón- um, fjallar hún um líf og lífsbaráttu þræla og plant- ekrueigenda á Sa- int Domingue, sem nú heitir Haítí, seint á átjándu öld. Frásögnin nær yf- ir um fjörutíu ára skeið, er mikil og epísk að gerð, og kallar fram stórmynd á breiðtjaldi í hugskoti lesandans. Hér segir frá ambáttinni Zarité, eða Tété, sem fæð- ist í þrældóm og fær að kynnast harð- ræði frá fyrstu tíð. Ungur franskur plantekrueigandi að nafni Toulouse Valmorain festir kaup á henni barn- ungri og þar með er hafin sameig- inleg vegferð sem reynist afar við- burðarík, enda gerist sagan á ótrúlegum umbrotatímum. Í kjölfar blóðugrar þrælauppreisnar flýja þau við föruneyti til Kúbu og þaðan til New Orleans, í lævi blöndnu and- rúmslofti þar sem örlög geta ráðist, og líf tapast eða bjargast, fyrir hend- ingu og í svip. Sem fyrr beinir Allende sjónum að hugtökunum frelsi og ánauð, valdi og valdbeitingu, og ferst það vel úr hendi eins og við er að búast, en eins og al- kunna er þá er hennar eigin bak- grunnur markaður átökum og grimmdarverkum. Mestanpartinn heldur hún athygli lesandans nokkuð óskiptri og brýtur söguna upp í marga stutta kafla af frásögn alviturs sögumanns, milli þess sem Tété sjálf segir frá og varpar sínu ljósi á atburði líðandi stundar. Með þessu móti fæst enn meiri og persónulegri nánd við aðalsöguhetjuna og víst er um að ævi hennar er þessleg að lesandinn finnur til með henni. Enda er ambáttin Tété afskaplega trúverðugur persónu- gervingur þrælanna yfirleitt, tákn- mynd eða málpípa. Hinn franski eigandi hennar er að sama skapi vel mótuð persóna; í hon- um býr ekki sjálfsmeðvitað grimm- lyndi eða mannvonska, alltént ekki samanborið við Prosper Cambray, skelfilegt varmenni sem gegnir stöðu verkstjóra á sykurreyrökrum Val- morain. Eigandi Tété er engu að síð- ur forpokaður og óforbetranlegur þrælahaldssinni og eftir því ranglátur í háttu. Hann forðast í lengstu lög að meiða þræla sína að nauðsynjalausu en telur þrælahald engu að síður grunnstoð í þjóðskipulagi siðmennt- aðra manna – öfugt við rödd skyn- seminnar í bókinni, Parmentier lækni. Valmorain neyðir Tété til að gagnast sér kynferðislega þegar kona hans sekkur í mók geðveiki og væn- isýki, af því að hann telur það rétt sinn en ekki til að vera henni grimm- ur eða miskunnarlaus. Það er einmitt þessi barnalega lífssýn hans sem varpar hvað bestu ljósi á fáránleika þrælahalds og þar tekst Allende hvað best til í þessari táknrænu sögu. Þeg- ar lesandinn hristir höfuðið yfir hinu naíva ofríki, hinum frekjulega yf- irgangi hvíta mannsins sem aldrei skeytir um örlög þeirra sem hann hneppir í þrældóm og ánauð. Þá er sá hluti bókarinnar sem segir frá þrælauppreisninni býsna áhrifa- ríkur og spennandi. Þegar æði renn- ur á sveitir strokuþræla sem ætla að jafna um kvalara sína er loftið þrúgað ofsalegri vímu sem samanstendur af múgæsingu, frelsisþrá og hefnigirni. Þá eru mannvíg yfirvofandi og les- andi bíður þess hikandi sem verða vill. Enda fer það svo að hvert einasta eggvopn og barefli í hendi þrælanna er blóði vætt áður en yfir lýkur enda eiga þeir harma að hefna og rúmlega það. Ævi Tété er áfram viðburðarík þaðan í frá og lesandanum stendur hreint ekki á sama um hvernig fer fyrir henni og hennar nánustu. Þetta er semsagt grípandi frásögn, lengst af. Hins vegar er bókin á mörkunum með að þola að vera strekkt yfir rúmlega 460 blasíður og hefði líkast til orðið geysiþétt 300 blaðsíðna lesning. Í staðinn lætur Al- lende eftir sér að orðlengja stundum helst til mikið við staðsetningar og lýsingu á staðháttum, og bakgrunnur Tété er helst til ríflega útilátinn. Bók- in ætti þó ekki að svíkja neinn þann sem kann að meta sögulegar og vel útilátnar skáldsögur því þetta er ein- mitt ein slík, höfundinum Allende til sóma í það heila þó ekki jafnist bókin á við hennar bestu verk. Eyjan undir sjónum bbbmn Eftir Isabel Allende, Sigrún Ástríður Ei- ríksdóttir þýddi. Mál og menning gefur út. 462 bls. Isabel Allende „Sem fyrr beinir Allende sjónum að hugtökunum frelsi og ánauð, valdi og valdbeitingu, og ferst það vel úr hendi …“ Stórmynd á breiðtjaldi BÆKUR JÓN AGNAR ÓLASON Gerhard Steidl, sem gefur út bók Orra Jónssonar ljósmynd- ara, Interiors, er löngu orðinn goðsögn í evrópskum útgáfu- heimi fyrir metnaðarfulla og gríðarlega vandaða útgáfu. Heimildarkvikmynd um hann og fyrirtækið var á dögunum sýnd á RIFF. Bækur Steidls eru hann- aðar og prentaðar innan fyrir- tækis hans í Göttingen. Steidl gefur út nokkra fram- úrskarandi skáldsagnahöf- unda á borð við Günther Grass og Halldór Laxness, en hvað frægastur er hann fyrir óviðjafnanlega útgáfu bóka listamanna sem vinna með ljósmyndir, eins og Roberts Franks og Joels Sternfelds. Goðsögn EINSTAKUR ÚTGEFANDI Gerhard Steidl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.