SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 8
8 18. desember 2011 „Það er ekki markmið mitt með þessari bók og heimildamynd um séra Pétur Þórarinsson að gera úr honum einhvern dýrling enda væri það ekki í hans anda. Hann var hins vegar hvunndagshetja og lífsganga hans og konu hans, Ingibjargar Svöfu Siglaugsdóttur, var afar sérstök. Þetta er dæmi- saga um harðduglegt lífsglatt fólk, sem bognar en brotnar ekki við mótlæti. Þess í stað er blásið til sóknar og horft til sólar á með- an stætt er.“ Það er Gísli Sig- urgeirsson kvikmyndagerð- armaður og fyrrverandi fréttamaður Sjónvarpsins á Ak- ureyri, sem þannig kemst að orði. Hann stendur að útgáfu á veglegri bók, sem komin er út í minningu sr. Péturs Þórarinssonar í Laufási, en Pétur hefði orðið sextugur á árinu. Hann lést 2007 eftir lang- vinna baráttu við sykursýki. Horft til sólar á meðan stætt er Jólin 1994 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sonurinn Þórarinn, Hólm- fríður kona hans, Pétur, Inga, sonurinn Jón Helgi og dóttirin Heiða Björk. Við skulum ekki hafaþetta mjög hátíðlegt,“segir Gísli Sigur-geirsson, fyrrverandi fréttamaður, í samtali við blaða- mann í tilefni útgáfu bókar og mynddisks um séra Pétur Þór- arinsson heitinn í Laufási og Ingu konu hans. „Það hæfir ekki Pétri. Við skulum hafa þetta svolítið glannalegt, það er alveg í hans anda. Hann fór langt á húm- ornum,“ segir Gísli. Á diski sem fylgir bókinni eru upptökur frá tónleikum í menn- ingarhúsinu Hofi sem haldnir voru fyrr á árinu, í tilefni þess að Pétur hefði orðið sextugur. „Ég minnist þess þegar ég kom fyrst til hans eftir að hann var bú- inn að missa báða fætur. Óskar vinur minn Pétursson var með mér og við vorum svona hálf- vandræðalegir til að byrja með. Þá byrjaði Pétur að gera grín að öllu saman, eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Þá var nýbúið að kjósa hann mann ársins á Norðurlandi með miklum yfirburðum. – Hinir komust ekki með tærnar þar sem ég hafði hælana, sagði Pétur.“ Pétur var greindur með sykur- sýki tíu ára gamall. „Það var al- vörumál fyrir tápmikinn dreng,“ segir Gísli. „Í þá daga var líka taf- samt og erfitt að fylgjast með blóðsykrinum, þannig að Pétur lenti oft í sykurfalli. Hann var iðulega borinn heim af leik- félögum meðvitundarlítill, eftir að hafa gengið um of á orkutank- inn. Þetta fór illa með líkamann og Pétur dregur enga dul á það í bókinni og heimildamyndinni, að hann hefði betur borið meiri virðingu fyrir sykursýkinni í æsku.“ Pétur lét þetta ekki aftra sér, hann var kraftmikill, duglegur og kröfuharður við sjálfan sig sem aðra. „Hann starfaði mikið með Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju og tók það svo alvarlega, að hann trúlofaðist formanninum, Ingi- björgu Svöfu Siglaugsdóttur. Það var mikið lán fyrir þau bæði. Þótt bókin heiti séra Pétur þá er hún í raun um Pétur og Ingu.“ Pétur vígðist prestur að Hálsi í Fnjóskadal, þá ekki nema 25 ára gamall. „Fnjóskdælingum þótti strákurinn ekki sérlega prests- legur, tóku hann þó fljótt í sátt, en voru sárir þegar prests- fjölskyldan á Hálsi flutti í Möðru- velli. Þar fór Pétur að finna fyrir fylgikvillum sykursýkinnar svo um munaði.“ Í bókinni segir frá því að eftir blóðtappa fór að bera á persónu- leikabreytingum, miklum geð- sveiflum og þunglyndi. Einn morguninn vildi Pétur ekki taka lyfin sín og neitaði að fara á fætur. Inga kallaði sr. Pálma Matthíasson til, en hann var frændi og vinur og þá þjónandi í Glerárprestakalli. Pálmi segir frá þessu í bókinni og hann segir Pétur hafa verið lagst- an banaleguna, því hann vissi að hann lifði ekki lengi ef hann tæki ekki lyfin sín. Pálmi reyndi að koma vitinu fyrir Pétur, en ekk- ert gekk. Pétur gat nefnilega verið óhagganlegur sem klettur, ef hann tók eitthvað í sig. En hann gaf sig að lokum, eftir eintal við föður sinn, og tók lyfin. Í bókinni er lífsganga Péturs rakin, en þar er oft vitnað til sam- tala, sem Friðrik Erlingsson átti við Pétur og Ingu þegar hann skrifaði bókina Lífskraftur. „Þarna eru líka greinar eftir Pétur og í lokin greinar samferða- manna. Í mínum huga er bókin og myndin eins konar dæmisaga. Saga um fólk sem lendir í hverju hretinu á eftir öðru, en gefst aldr- ei upp. Saga um fólk, sem er tilbúið að miðla af reynslu sinni og hjálpa öðrum,“ segir Gísli Sig- urgeirsson. Pétur Þórarinsson og Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir við Laufáskirkju. „Hann fór langt á húmornum“ Bók og mynddiskur í minningu séra Péturs í Laufási Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ADVANCED TECHNOLOGY IN SLEEPING DUXIANA www.dux iana.is H Á Þ R Ó A Ð U R S V E F N B Ú N A Ð U R ÁRMÚLA 10 108 REYKJAVÍK S:568 9950 Excellent kr.55.700 D R A U M A S Æ N G I N Með hverri Excellent gæsadúnssæng fylgir Xleep koddi (verðmæti kr.19.980). JÓLATILBOÐ

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.