SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Síða 17

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Síða 17
18. desember 2011 17 Fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir er hönnuðurinn á bak við fatamerkið REY sem stofnað var árið 2010. Slár hafa verið vinsælar að undanförnu og er þessi sérstaklega falleg. Hún er úr ull, kemur í einni stærð en þremur litum; camel, gráum og svörtum. Kostar 55.900 og fæst m.a. í Kiosk við Laugaveg. Ljósmynd/Marino Thorlacius Sláðu um þig Þetta fallega heklaða hálsmen er frá Dýrindi sem er hugarfóstur Elínar Hrundar Þorgeirsdóttur. Hug- myndin að skartgripunum hennar er meðal annars sótt til gömlu netakúlnanna sem voru til skrauts á heimili ömmu hennar og afa í Reykjavík. Skartgripirnir eru allir handgerðir. Hálsmenið kostar 15.900 krónur og er til sölu beint frá hönnuðinum, elinhrund@this.is. Heklað hálsmen Það er sérstaklega gaman að sækja verslunina Geysi við Skólavörðu- stíg heim. Innréttingarnar eru fallegar og gripirnir sem eru til sölu í versluninni jafnan vandlega valdir. Sláin Arna er ný flík í tískulínu Geysis og er mjög íslensk í sér eins og svo margt annað frá Geysi en mynstrið er að finna í fornum íslenskum handritum. Það er ekki amalegt að skella þér í þessa yfir jólakjólinn. Geysir er líka með skemmtilega verslun í Haukadal. Verðið á slánni er 29.800 kr. Hlýjar kveðjur frá Geysi

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.