SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Page 24

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Page 24
24 18. desember 2011 Úti í glugga á bakhúsi við Framnesveg er skiltisem á stendur stórum stöfum MUNDUTÖFRANA. Þarna býr Elísabet Jökulsdóttir rit-höfundur sem hefur í rúm tuttugu ár galdrað hverja bókina af annarri, og leikrit í röðum, upp úr hatti sínum. Á dögunum hélt Elísabet upp á tuttugu ára útgáfu- afmæli sitt, í raun tveimur árum of seint, og veitti ýmsum velunnurum sínum viðurkenningar. Þá gaf hún líka út nýja bók, Kattahirðir í Trékyllisvík, þar sem segir af ferð henn- ar norður á Strandir að gæta katta fyrir Hrafn bróður sinn. Þessa dagana gætir Elísabet tveggja bláeygra hunda sem sonur hennar á og þeir taka gesti fagnandi. Elísabet býður upp á kaffi í eldhúsinu þar sem sér út í skemmuna þar sem bátasmiðir hafa komið sér fyrir. „Já, ég ákvað að halda núna upp á útgáfuafmælið. Tutt- ugu ár. Ég byrjaði að skrifa árið 1972 en maður verður ekki rithöfundur fyrr en fyrsta bókin kemur út,“ segir Elísabet. „Fyrsta leikritið skrifaði ég 1987 og á þessum 22 árum er ég búin að skrifa 18 bækur og 20 leikrit. Satt að segja finnst mér það ótrúleg afköst – þótt það séu ekki allt stór leikrit. Enda er oft erfiðaða að skrifa stuttu leikritin.“ Ástæðan fyrir því að Elísabet hélt ekki upp á útgáfu- afmælið fyrir tveimur árum er sú að þá var hún norður á Ströndum að passa kettina. „Nú var bókin að koma út og ég ákvað að halda upp á afmælið. Ég er oft feimin við að bjóða fólki heim en það komu rúmlega þrjátíu hingað og eins og einhver sagði, þá var fólk alls staðar. Ég sá að ég gæti alveg haldið jólaboð og Nóbelsverðlaunahátíð! Það var yndislegt að fá alla hingað og svo veitti ég þessi Elísabetarverðlaun. Rithöfundar fá oft verðlaun en mér fannst kominn tími til að snúa þessu við. Mig hefur lengi langað til að þakka fólki sem hefur veitt mér stuðning; maður skrifar svona bækur ekki einn. Það er hægt að styðja höfunda með peningum en það að hitta gamla konu úti í búð sem segir að maður líti vel út, það er líka stuðningur. Uppáhaldsprentarinn minn fékk heiðursverðlaun en hann hefur prentað þrjár bókanna minna og gert þær mjög fallegar, trukkprentaðar og blý- settar, en handverkið finnst mér alltaf skipta svo miklu máli. Ég verðlaunaði líka besta lesarann, bestu sáluhjálpina, mestu inspírasjónina og besta sendilinn.“ Var fólk ekki hissa á því að koma í útgáfuafmæli og fá svo verðlaun? „Jú, hissa og glatt. Allir fengu eitthvað. Svo veitti ég Gull- makrílinn en hann fékk útgerðarmaðurinn sem ákvað að styrkja útgáfuna með makrílpeningum – það er hann Guð- mundur Kristjánsson í Brimi.“ Elísabet hugsar sig um og bætir svo við: „Nú bíð ég bara eftir því að einhver veiti mér verðlaun. Ég væri alveg sátt við að fá Nóbelsverðlaunin þegar ég verð 94 ára gömul. Ég get alveg beðið,“ segir hún og brosir. Alltaf að skrifa um innilokun Elísabet segist telja að þessi löngun sín til að gefa gjafir í boði eigi rætur í því að þegar þau Illugi bróðir hennar voru börn þá héldu þau upp á afmæli saman, en tvö ár og tveir dagar voru milli fæðingardaga þeirra. Afi þeirra og amma Þú kemur í Drangavík einn góðan veðurdag er vindurinn feykti loðnu löngu föllnu grasinu skuggaleg ský á lofti og brimhljóð við ströndina Þú undrast að nokkurntíma hafi leikið hér líf. „Í þessu ljóð er sagnarandi,“ segir Elísabet og rennir yfir það augum. „Það er ekkert að reyna að vera knappt eða naumt, það leyfir sér að flæða. Ég hef verið gagnrýnd fyrir að vera of orðmörg en ég hef verið að átta mig á því að það er bara minn stíll. Það er yfirlega að baki hverju orði í bók- inni en þetta er talandi stíll, eða sagnaandi. Þetta gamla ljóð skipar heiðurssess í bókinni. Ég vissi ekki betur en að erindið norður að þessu sinni væri að gæta katta en svo skynjaði ég sterkt að önnur öfl lágu þar að baki. Voru það örlögin eða Steinunn í Naustavík, sem liggur komu alltaf í afmælið og gáfu öllum börnum sem mættu gjafir. Hundarnir sem Elísabet gætir þessa dagana heita Zizou og Keano eftir kunnum knattspyrnuhetjum. Þegar annar þeirra kemur inn í eldhús og snusar í matardallinn spyr ég hvort hún sé sífellt að gæta dýra; hunda nú, katta á Strönd- um … „Já, og barna og húsa. Ég hef verið að þessu allt mitt líf,“ segir hún. Þriðjungur nýju bókarinnar, Kattahirðir í Tré- kyllisvík, er ferðasaga og svo eru fimm kaflar með ljóðum sem spruttu af dvölinni þar fyrir norðan. Þá eru teikningar í bókinni eftir Elísabetu. „Bókin byrjar hins vegar á ljóðinu Drangavík á Strönd- um en það orti ég árið 1974 þegar ég var sextán ára. Þetta ljóð og annað sem ég orti á sama tíma eru enn kennd í skól- um en á sínum tíma fannst mér þetta samt svo lélegt að ég ákvað að birta það ekki í fyrstu bókinni. Ljóðið beið bara og hefndi sín núna þegar ég var komin norður sumarið 2009,“ segir hún. Ljóðið endar á þessum línum: „Ég uppgötvaði fyrir norðan að tíminn er blekking,“ segir Elísabet Var lengi föst í sorginni „Fólk hefur verið veikt í að kaupa ljóð,“ segir Elísabet Jökulsdóttir sem selur nýja bók sína, Kattahirðir í Trékyllisvík, í Melabúðinni. Hún fór norður á Strandir að gæta katta en selur mátti ekki synda eða fugl fljúga án þess að ljóð sprytti fram. Elísabet hefur líka skrifað bók um geðhvörf og segir tímann vera blekkingu sem komi á nóttunni. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Elísabet gengur út með hunda sonar síns, þau Zizou og Keano.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.