SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Page 27

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Page 27
18. desember 2011 27 Það sem mótar samfélag manna og þokar því til framfara er lærdómur kynslóð-anna. Mörg dæmi eru um að þegar þau tengsl rofna geta heilu þjóðirnar tapaðáttum. Það er nú einu sinni svo, að til þess að vita hvert á að halda er gott aðvita hvaðan maður kemur. Ástæða er til að fagna útgáfu bókarinnar Mannvist, sýnisbók íslenskra fornleifa, sem Birna Lárusdóttir hefur sent frá sér, en Einar Falur Ingólfsson ræðir við hana í Lesbók Sunnudagsmoggans í dag. Í bókinni er gefin yfirsýn yfir víðáttumikinn heim íslenskra fornminja. „Markmiðið var að skrifa bók um fornleifar fyrir almenning; að gera eitthvað af þeim upplýsingum sem við búum yfir aðgengilegt,“ segir Birna í viðtalinu. Ekki vanþörf á. Eins og nærri má geta er margt forvitnilegt í bókinni, sem fræðir okkur ekki bara um liðna tíð, heldur einnig samtímann. Í aðdraganda jóla getur til dæmis verið gaman að fræðast um að krossar sem reistir voru sem átrúnaðarstaðir virðast mjög oft hafa verið reistir á landa- merkjum eða annars konar mörkum byggðar og óbyggðar. Í bókinni segir: „Krossmark á þannig stað hefur því margræða merkingu; það helgar staðinn, markar skil milli land- areigna, bæði í eignarréttarlegum og guðfræðilegum skilningi, og það er vegmóðum ferðamanni hughreysting og tilefni til bænagjörðar.“ Og Íslandssagan verður ekki rakin án þess Þingvalla sé getið. Það er afar fróðlegt að lesa kafla bókarinnar um Þingvelli, þar sem rifjað er upp að stórmerkur gripur, tábagall úr bronsi frá 10. öld, fannst við skurðgröft á Miðmundatúni sunnan við Þingvallabæinn. „Er hann skreyttur hringaríkismunstri, listrænum stíl sem tíðkaðist á ofanverðri víkingaöld. Hvernig þessi merki gripur hefur glatast, sjálft tignarmerki biskups, sem uppi hefur verið fyrir kristnitöku, er einn af leyndardómunum sem jörðin á Þingvöllum geymir.“ Furðuminjar finnast víðar á Þingvöllum, eins og segir í bókinni: „Skammt frá Brennugjá er moldarbingur með grjóti. Þessum hól var raskað þegar vegur var lagður um hraunið ár- ið 1907 og þegar leifarnar voru athugaðar betur árið 1920 fundust þar hleðslugrjót, kol, aska, brenndar beinaleifar og lítill silfurpeningur. Hóllinn var kannaður nánar og kom í ljós að efst í honum hafði verið raðað hnefastóru grjóti. Í hólnum fundust enn silfurmunir og brenndar dýrabeinaleifar. Voru beinin úr kjötmestu stykkjunum af svínum og sauðfé. Silfrið er frá Víkingaöld … Allt yfirbragð hólsins minnir á kuml, en engin mannabein fundust til að staðfesta, að svo hafi verið.“ Og fjölmargar spurningar vakna hjá bókarhöfundi: „Biskupsbúð er mannvirki sem er eldra en íslensku biskupaembættin. Um Byrgisbúð er ekkert byrgi eða virkisleifar heldur lágt garðbrot. Enginn veit hvernig stendur á haugnum forna með kjötbein og silfur í iðr- um sínum. Undir Miðmundatúni er allt krökkt af sérkennilegum húsatóftum, þar sem eingöngu finnast dýrgripir. Hvernig getur biskup týnt tábagli sínum og hver var sá tigni gestur sem kom á Þingvöll fyrir öld kristni og biskupsembætta? Erlendur trúboði? Eða var bagallinn grafinn niður af ásettu ráði?“ Og til að kóróna upptalninguna klykkir Birna út með: „Nú veit enginn með vissu hvar Lögberg var.“ Fornminjar mega ekki verða fjarlægar þjóðarvitundinni. Í þeim er sagan fólgin og þær vekja okkur til umhugsunar, ekki bara um uppruna okkar heldur líka um hver við erum. Hvaðan komum við? „Við erum alltaf efstir og höfum verið alveg frá því ég man.“ Karl Gauti Hjaltason sýslumaður í Eyjum. Glæpa- tíðni þar er langhæst á landinu. „Mér brá svo ótrúlega og gerði það fyrsta sem mér datt í hug; að slökkva eldinn í andlitinu á mömmu.“ Theodór Fannar Eiríksson eftir að eldsprengja varð í etanól-eldstæði á heimili mæðginanna. „Þessi greiðslumats-skvísa hefur nú sennilega verið að gera manni meiri greiða en mað- ur gerir sér grein fyrir.“ Tónlistarmaðurinn Mugison komst ekki í gegnum greiðslumat hjá bankanum sínum er hann langaði að kaupa hús í Reykjavík. „Maður þarf ekki mikið pláss, tvö börn, kona, Play- station og málið dautt.“ Mugison. „Ég hef grillað í stórhríð, þá er bara að klæða sig vel.“ Sigmundur E. Ófeigsson á Akureyri grillar alltaf humar á gamlárskvöld, sama hvernig viðrar. „Ég skal taka við kveðjunum þeg- ar peningarnir skila sér.“ Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði landsliðsins í handbolta á HM, spurð hvort það hefði haft mikla þýðingu að fá kveðjur frá forsætisráð- herra. „Ég hef bara séð vanþekkingu, út- lendingahræðslu og uppblásinn þjóðernissósíalisma.“ Magnús Þór Ásgeirsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyja- fjarðar, um viðbrögð ríkisins í máli Kín- verjans Huang Nubo. „Það virðast engin jól vera án Icesave.“ Lárus Blöndal sem sæti átti í samninganefnd Íslands um Icesave. Síðustu ár komu jafnan ný tíðindi í desember og Eftirlitsstofnun EFTA hef- ur nú ákveðið að stefna ís- lenskum stjórnvöldum. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal samantekt Ágústs Einarssonar, prófessors við Há- skólann á Bifröst.“ Hann tekur fram að tölur fyrir þrjá síðustu mán- uði ársins séu áætlaðar. „Þetta er langmesti fjöldi Íslendinga sem hefur flutt af landi brott á fjórum árum í sögu landsins og fara þarf 100 ár til baka til að finna hærra hlutfall brottfluttra umfram aðflutta af íbúum landsins,“ segir Ágúst. Hann segir að gera megi ráð fyrir að um helmingur af þessu fólki sé á vinnumarkaði og atvinnuleysi, sem sé nú um 7%, væri líklega um 9% ef þessi brottflutningur hefði ekki orðið. Hugs- anlega sé fjöldinn meiri því ekki hafi allir brott- fluttir skráð sig. „Frá 2001 í rúman einn áratug til og með árinu 2011 hafa á hverju ári fleiri Íslend- ingar flutt frá landinu en til landsins nema árið 2005. Samtals hafa rúmlega 9.000 fleiri Íslend- ingar flutt frá landinu en til þess á þessum 11 árum eða um 3% af þjóðinni. Ein skýring þessa er að fjölmargir fóru að vinna hjá íslenskum fyrirtækjum erlendis á þessum tíma. Núverandi staða er að mörgu leyti einsdæmi í sögu landsins,“ segir Ágúst. Hann bendir á að á fjögurra ára ára tímabili, á árunum 1873 til og með árinu 1876, hafi brottfluttir umfram aðflutta verið 2,7% af íbúum landsins. Nokkrum árum seinna eða frá 1886 til 1889 hafi þetta hlutfall verið 6,1% og það séu mestu búferla- flutningar í sögu landsins sem hlutfall af íbúum á fjórum árum. Þetta hafi verið 4.400 manns en þá bjuggu hér einungis um 70.000 manns. „Á tímabili Vesturfaranna á 23 árum, 1872 til 1894, fluttust 14,8% af íbúum til útlanda umfram þá sem fluttu til landsins eða rúmlega 10 þúsund manns,“ segir Ágúst. Þá bendir hann á að á 20. öldinni séu nokkrar kreppur þar sem fólk flytji til útlanda. „Á fyrstu árum aldarinnar á árunum 1900 til 1903 flytjast 2,5% af íbúum umfram aðflutta til út- landa. Í næstu kreppum er þetta hlutfall frá 0,9% upp í 1,8% á fjögurra ára tímabilum, t.d. 1,5% í kreppunni 1968 þegar síldin hrundi og mikið verðfall varð á fiskafurðum í Bandaríkjunum en á þeim fjórum árum voru brottfluttir Íslendingar umfram aðflutta 3.000 manns,“ segir í samtekt Ágústs. Sjálfsagt kemur það sér vel fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að lesa ekki framangreinda sam- antekt frekar en annað. Gerði hún það ætti hún sjálfsagt eitthvað erfiðara með að stunda það tak- markalausa tvíraddaða sjálfshól þeirra Steingríms sem er svo illa úr takti við tilveruna í þessu landi. Morgunblaðið/Árni Sæberg ein og sér

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.