SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Qupperneq 30
30 18. desember 2011 M ótmælahreyfingarnar sem sprottið hafa upp víða um heim á undanförnum mán- uðum hafa barizt fyrir sömu grundvallarsjónarmiðum, hvort sem þær hafa orðið til í Madrid, Aþenu eða á Wall Street. Meginþema þeirra hefur verið annars vegar að skattgreiðendur eigi ekki að borga tap fjármálafyrirtækja og hins vegar að það sé ekki sjálfsagt að 1% fólks eigi allt en 99% nánast ekki neitt. Þær hafa hins vegar ekki fundið sér pólitískan farveg eða pólitískan málsvara. Nú hefur slíkur málsvari hins vegar komið fram á sjónarsviðið og kannski úr óvæntri átt eða svo kann einhverjum að finnast. Fyrir skömmu flutti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræðu í bæ sem heitir Osawatomie í Kansas. Þar stóð hann í sömu sporum og forveri hans, Theodore Roosevelt, sem var repúblikani og forseti Bandaríkjanna 1901-1909, hundrað árum áður. Boðskapur Roose- velts var að brjóta upp einokunarfyrirtæki og setja hinum frjálsa markaði leikreglur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér Bandaríki þeirra tíma ættu að lesa bók sem heitir Titan – The life of John D. Rockefeller sr. eftir Ron Chernow. Erindi Obama til Kansas var að tilkynna að hann mundi heyja baráttu sína fyrir endurkjöri á næsta ári á grundvelli þeirra baráttumála sem mótmælahreyfingarnar hafa gert að sínum, þótt hann nefndi þær ekki sérstaklega á nafn. „Við erum þessi 99%,“ hafa mótmæl- endur á Wall Street sagt, „sem eigum ekki neitt en þið eruð þetta 1% sem eigið allt.“ Obama vitnaði til Theodors Roosevelts, sem hefði sagt að frjáls markaður væri ekki það sama og frelsi til að taka hvað sem væri frá hverjum sem væri. Skilyrðið fyrir því að frjáls markaður fengi að njóta sín væri að honum yrðu settar leikreglur og fylgzt með því að þeim væri fylgt. Vegna slíks málflutnings hefði Roosevelt verið kallaður róttæklingur, sósíalisti og jafnvel kommúnisti. Þeir sem hafa barizt fyrir auðlindagjaldi á síðustu 20 árum hér á Íslandi þekkja slíkar nafngiftir! Í ræðu sinni í Kansas sagði Obama að tekjur 1% tekjuhæstu Bandaríkjamanna hefðu hækkað um 25% á sama tíma og tekjur annarra hefðu lækkað um 6%. Á sama tímabili hefði launamunur á milli æðstu stjórnenda og starfsmanna þeirra aukizt frá því að vera þrjátíufaldur og í að vera 110-faldur. Obama tók upp baráttu gegn þeim mikla ójöfnuði sem hefur þróazt í Banda- ríkjunum á undanförnum áratugum og spurði hvort það væri sanngjarnt að ritari Warrens Buffets, eins ríkasta manns heims, borgaði hærri skatta en Buffet sjálfur. Segja má að nokkur samhljómur sé í ummælum Obama nú, Theodores Roose- velts fyrir hundrað árum og íslenzks stjórnmálamanns á seinni árum. Í samtali við Ríkisútvarpið í byrjun ágúst 1999 sagði þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson: „Íslenzka þjóðríkið er þannig vaxið að það er ekki hollt fyrir það að vera í hönd- unum á mjög fáum aðilum.“ Í samtali við Morgunblaðið hinn 13. október 2005 sagði Davíð Oddsson: „Það er auðvitað angi af málinu, að um leið og stjórnmálamennirnir hverfa af vettvangi, þá ryðjast fyrirtækin inn í tómarúmið, og þegar leikreglurnar vant- ar, þá má reikna með því, að menn oln- bogi sig áfram af töluverðri hörku. Þess vegna mega stjórnmálamenn ekki heykjast á því að setja viðskiptalífinu heilbrigðar leikreglur, þannig að enginn einn, tveir eða þrír aðilar geti náð yf- irburðastöðu og drepið allt annað í dróma.“ Þau vandamál í bandarísku þjóðlífi, sem Obama gerði að umtalsefni í ræðu sinni í Kansas, eru þau sömu og urðu til- efni til tilvitnaðra orða þáverandi for- sætisráðherra. Þótt hrunið hafi orðið til þess að breyta þeirri eigna- og tekjuþróun sem var orðin mjög áþekk á Íslandi og Obama lýsti í Bandaríkjunum eru vissir grundvallarþættir enn til staðar hér. Þannig fer ekki á milli mála að kvótakerf- ið hefur stuðlað að mestu samþjöppun eigna á Íslandi frá miðöldum. Og þrýst- ingur á að auka launamun á ný er veru- legur, ekki sízt í bankakerfinu og við- skiptalífinu. Ekki er langt síðan sömu rök voru færð fyrir launatölum í bankakerf- inu og færð voru fyrir hrun, þ.e. að mikil hætta væri á að ella mundi hæfileikamesta fólkið flytjast úr landi. Eru laus störf í fjármálafyrirtækjum úti í heimi? Þau hafa sagt upp 120 þúsund manns á nokkrum misserum og ekkert lát virðist á upp- sögnum. Það er löngu tímabært að taka allt regluverk í kringum bankakerfið og við- skiptalífið til endurskoðunar í ljósi feng- innar reynzlu. Það hefur ekki verið gert að nokkru marki frá hruni. Það þarf að koma í veg fyrir að leikurinn verði end- urtekinn. Í því sambandi er rétt að benda á að það er ekki nóg að reglurnar séu til staðar. Það þarf að fylgja þeim eftir og at- hyglisvert að Obama hafði orð á því í ræðu sinni í Kansas, að það hefði ekki verið gert sem skyldi í Bandaríkjunum. En það er líka umhugsunarefni að þau sjónarmið, sem hér hafa verið reifuð varðandi bankakerfið og viðskiptalífið og ójöfnuð, hafa ekki verið tekin upp að nokkru ráði á hinum pólitíska vettvangi. Hér er tæplega hægt að segja að nokkur pólitískur leiðtogi hafi komið fran á sjón- arsviðið og gert þessi mál að sínum bar- áttumálum. Hvað veldur? Eru stjórnmálamenn feimnir við það að ganga fram fyrir skjöldu og gera eftirfar- andi kröfur: Í fyrsta lagi að bönd verði sett á bank- ana svo að þeir vaxi ríkinu ekki yfir höfuð á nýjan leik. Í öðru lagi að sterk löggjöf verði sett um viðskiptalífið, sem komi í veg fyrir einok- un einstakra, stórra fyrirtækja á vettvangi atvinnulífsins, sem í skjóli einokunar- stöðu níðist á viðskiptavinum og keppi- nautum. Í þriðja lagi að ráðstafanir verði gerðar til þess að koma í veg fyrir að launamunur verði úr hófi í þessu fámenna samfélagi. Mótmælahreyfingar eignast málsvara Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þakkargjörðardagur var fyrst lögfestur afþinginu í Bandaríkjunum 18. desember árið1777 og var það gert til að minnast uppgjafarbreska hershöfðingjans Johns Burgoynes í orr- ustunni við Saratoga 17. október sama ár. Kveðið var á um að þennan dag helgaði þjóðin „einlægri þakkargjörð og lofgjörð“. Orrustan við Saratoga Téður Burgoyne hafði verið settur yfir breskt herlið, sem ætlað var að ná aftur Albany og gera út um upp- reisnina í frelsisstríðinu. Hann vanmat stórlega and- stæðinga sína, virtist ganga að sigri sem gefnum og sjá í hillingum er hann sneri aftur sem þjóðhetja. Áður en hann yfirgaf London veðjaði hann tíu pundum að hann myndi snúa aftur sem sigurvegari að ári. Burgoyne réðst inn með sjö þúsund manna herlið frá Kanada, en fljótlega var hann umkringdur og reyndist eiga við ofurefli að etja. Eftir tvær orrustur við Saratoga sá hann sig knúinn til að leita samninga við hershöfð- ingja uppreisnarmanna, Horatio Gates. Og þó að samið væri um að 5.800 hermenn hans fengju að snúa heim til Bretlands með því skilyrði að þeir sneru aldrei aftur, þá var það loforð svikið, meðal annars fyrir tilstuðlan Georges Washingtons, og hermennirnir teknir til fanga. Það var stærsti sigur uppreisnarhersins fram að því og olli hann straumhvörfum í frelsisstríðinu. Burgoyne mætti harðri gagnrýni er hann sneri aftur til Bretlands og leiddi aldrei aftur breskan her í stríði. Hann hafði þó verið kunnur að ýmsu öðru, setið á þingi og skrifað leikrit. Gamanleikur hans „Heiress“ eða Erfing- inn, sem frumsýndur var árið 1786, naut gríðarlegra vinsælda. Í fyrstu vildi hann ekki láta nafns síns getið, en fljótlega spurðist út að hann væri höfundurinn og gekkst hann við því eftir frumsýninguna. Ef ekki hefði verið fyrir ósigurinn í frelsisstríðinu hefði Burgoynes líklega fyrst og fremst verið minnst sem leikskálds. Þakkargjörðardagurinn Þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur í Banda- ríkjunum og Kanada, en sá dagur er af öðrum toga og var ýmist haldinn til að fagna uppskerunni eða minnast landnámsins í Vesturheimi. Lengi vel var misjafnt eftir fylkjum hvenær þakkargjörðardagurinn var haldinn, en þó var algengast þegar komið var inn á nítjándu öldina að það væri síðasta fimmtudag í nóvember. Abraham Lincoln festi þá dagsetningu í sessi með for- setatilskipun árið 1863 í þeim tilgangi að stuðla að sam- stöðu meðal Bandaríkjamanna í suðri og norðri. Þá hafði rithöfundurinn og ritstjóri kvennablaðsins Lady’s Ma- gazine Sarah Josepha Hale staðið í stöðugum bréfa- skriftum til stjórnmálamanna í um fjóra áratugi til að telja þá á að gera daginn að almennum frídegi. Á Vísindavefnum stendur meðal annars um þakk- argjörðardaginn: „Bandaríski þakkargjörðardagurinn … er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið eru upprunnir í Bandaríkjunum sjálfum … Fyrsta þakk- argjörðardaginn héldu enskir púrítanar, svonefndir pílagrímar, haustið 1621. Þeir höfðu í september árið áð- ur hrökklast með skipinu Mayflower frá borginni Plymouth á Englandi að strönd Massachusettsflóa. Þar stofnuðu þeir nýlenduna Plymouth. Eftir harðan vetur en góða sumaruppskeru ákváðu pílagrímarnir að þakka Guði fyrir alla hans velgjörninga með þriggja daga hátíð. Þeir buðu innfæddum einnig að taka þátt í veislunni, en til matar voru einkum kalkúnar og villibráð.“ Dagur þakkar- gjörðar Þakkargjörðardagur bandarískra hermanna í Bagdad. Reuters ’ Það var stærsti sigur upp- reisnarhersins fram að því og olli hann straumhvörfum í frelsisstríðinu. Málverk John Trumbull af uppgjöf Burgoyne frá árinu 1822. Á þessum degi 18. desember 1777

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.