SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Side 36

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Side 36
36 18. desember 2011 Reykjavíkurmærin Ingibjörg lærði fljótt aðvera borgardama og aðlagaðist borgarlífinuán teljandi erfiðleika. Ingibjörg kunni sjálf-sagt vel við sig í kóngsins Kaupmannahöfn og allt bendir til að hún hafi verið virkur þátttakandi í borgarlífinu og þeim viðburðum sem þar fóru fram. Ingibjörg og Jón spókuðu sig stundum í heimaborg sinni að þeirrar tíðar hætti. Þá skoðuðu þau söfnin í borginni. Vinsælt var að skoða sig um í safni Bertels Thorvaldsen og í Rósenborgarhöllinni. Í Thorvaldsens- safninu voru merkir forngripir og málverk til sýnis. Safnið opnaði dyr sínar haustið 1844 og varð tákn fyrir breytta tíma og frjálsari. Allir höfðu lagt sitt af mörkum til að koma því á laggirnar, ekki aðeins konungs- fjölskyldan heldur einnig borgarráðið og íbúar borg- arinnar úr öllum þjóðfélagshópum eins og það var orð- að. Í bókhaldsgögnum hjónanna kemur fram að þau fóru á safnið og nutu þess að virða fyrir sér víðfræg verk Thorvaldsens. Listheimurinn í Höfn var líflegur. Árlega var haldin vorsýning á málverkum á Charlottenborg og einnig voru málverk til sýnis í Kristjánsborgarhöll. Gísli Brynjúlfsson getur þess í dagbók sinni að 27. maí 1848 hafi hann farið með móður sinni, Jóni og Ingibjörgu að skoða „myndasafnið“ og rúmum mánuði síðar, 5. júlí, hafi hann farið með „mömmu og J(óni) Sigurðss(yni) og konu hans, jómfrú Lever og Ágúst og Boga Thor (arensen) að sjá Rosenborg“. Eflaust hefur Ingibjörg virt þar fyrir sér af forvitni fallega skrautgripi, kórónur, málverk og dýrgripi konungsfjölskyldunnar sem voru til sýnis í höllinni. Skemmtanir og þátttaka borgarbúa í menningarlífinu á 19. öld höfðu tvíþættan tilgang. Markmiðið var ekki aðeins að njóta ánægjulegra stunda, t.d. í leik- húsferðum eða skemmtigörðum, heldur var það einnig að sýna samfélagsstöðuna. Hafa ber í huga að það var alger nýbreytni að almenningur sækti sambærilega skemmtun og þeir er ofar stóðu í mannvirðingastig- anum. Fram á 18. öld höfðu það aðeins verið hinir allra best stæðu í samfélaginu, kóngafólk, aðalsmenn og bet- ur stæðir borgarar, sem kost áttu á því að hlýða á tónlist og njóta lista af ýmsu tagi. En nú höfðu flestir tök á því t.d. að spóka sig á söfnum og í Tívolí, sem opnað var ár- ið 1843 rétt utan borgarveggjanna við Vesterport, tveimur árum fyrir komu Ingibjargar til Hafnar. Það var mikil hátíð í hugum manna að fara í leikhús. Allir klæddu sig upp í sín fínustu föt og mikil eftirvænt- ing ríkti við innganginn. Leikhúsferðir voru mikilvægar til að vera viðræðuhæfur meðal annarra borgara. Kaup- mannahafnarbúar voru margir með fasta dagskrá og tiltekin kvöld tekin frá fyrir leikhúsferðir. Det gamle teater sem stóð á Kongens Nytorv var aðalleikhús borg- arinnar þar til 1874 þegar Konunglega leikhúsið var opnað. Það varð þá þungamiðja menningarlífsins í borginni. Þar voru sýnd klassísk leikverk en í leikhús- unum Casino og Folketeatret voru léttari verk sýnd. Leiksýningarnar Orfeus í undirheimum og Umhverfis jörðina á 80 dögum voru mjög vinsælar, svo dæmi sé tekið, en annars voru verkin bæði innlend og útlend. Allra vinsælasta sýningin var Elverhøj eftir Heiberg sem sýnd var oftar en nokkurt annað leikverk á þessum ár- um. Gestir í leikhúsum voru konur ekki síður en karl- menn og leikhúsið átti sinn þátt í því að konur tóku að njóta lífsins og skemmta sér utan heimilisins. Ingibjörg naut þess að fara á leiksýningar. Jón Guð- mundsson ritstjóri spurði nafna sinn að því eitt sinn, er hann var staddur í Höfn, hvort Ingibjörg myndi ekki fylgja honum í leikhús en það virðist hún hafa gert reglulega. Af máli hans má ráða að stundum hafi Ingi- björg farið oftar en einu sinni á sömu sýninguna: „Heilsaðu frú Ingib. frá mér kærl. og spurðu hana hvort engi vegr sé að hún og frú Lovisa fari með mér annað kvöld að sjá Bertran de Born, einkum hafi þær ekki séð áðr.“ Það ríkti alltaf hátíðleg stemning í leikhúsunum. Fólk var prúðbúið og eftirvænting lá í loftinu og í hléinu naut fólk þess að virða fyrir sér og spjalla við aðra leik- húsgesti. Eftir að Konunglega leikhúsið tók til starfa þótti mikil forfremd að fara þangað. Einn helsti leik- húsfrömuður Íslendinga kallaði Konunglega leikhúsið „gylltu hliðina á Kaupmannahöfn“. Ingibjörg og Jón tengdust um skeið einu leikhúsi borgarinnar, Casino, vegna þess að þar vann þjónn þeirra, Jósef að nafni, við dyravörslu á kvöldin. Ingi- björg Jensdóttir, bróðurdóttir Jóns, sem dvaldi á heim- ilinu veturinn 1877-1878, ung stúlka, minnist þess að hún hafi stundum fengið frá honum miða í Casino: „Í fyrsta skipti, sem hann gaf mér miða, stakk ég honum í barminn og fór með hann inn til „bróður“ og sýndi hon- um. „Þú geymir hann meira að segja hjartamegin í barminum,“ sagði hann.“ Ingibjörg hefur mjög líklega farið með ungu stúlkunni á sýningar. Sömuleiðis Þóra, sem var vinnukona á heimilinu á þessum tíma. Þóttu henni leikhúskvöldin mjög ánægjuleg. Hvort Ingibjörg fór á tónleika eins og leikhús skal ósagt látið. Tónlistarflutningur fór fram í Concert du Boulevard sem tók til starfa árið 1874. Þetta var tónlist- arsalur sem tók allt að 1100 manns í sæti og meðan tón- listin ómaði gátu gestir gætt sér á besta smurbrauði bæj- arins. Þrátt fyrir að Ingibjörg teldi sig ekki til hinna „dansksinnuðu“ eins og hún orðaði það og væri gift for- ystumanni íslenskrar sjálfstæðisbaráttu fylgdist hún af lifandi áhuga með dönsku konungsfjölskyldunni og konunglegum athöfnum sem fram fóru í borginni. Stór- viðburðir eins og konungsskipti, brúðkaup og jarð- arfarir, stórveislur og aðrar konunglegar uppákomur voru tilbreyting í dagsins önn. Ingibjörg fylgdist með slíkum viðburðum sem voru órjúfanlegur hluti borg- arlífsins í Kaupmannahöfn. Á árunum eftir að Ingibjörg fluttist til Hafnar var mik- ið umrót í dönsku og evrópsku samfélagi. Fólk krafðist þess að aldagamalt stjórnkerfi viki til hliðar fyrir nýjum, lýðræðislegum stjórnarháttum. Allt virtist ætla um koll að keyra veturinn 1848, er mótmæli og byltingar gegn ríkjandi valdhöfum brutust út víða í Evrópu. Einmitt þá lést danski konungurinn, Kristján VIII, eftir skammæ veikindi, hinn 20. janúar. Tæplega mánuði síðar var út- förin gerð. Gísli Brynjúlfsson segir frá henni í dagbók sinni 25. febrúar: „Sótti mömmu til að sjá líkfylgdina úr húsum Repps á Austurgötu, við urðum Jóni Sigurðssyni og konu hans samferða. Kl. 9 ½ komu fyrstu vagnarnir, og var öll fylgdarrunan mjög falleg.“ Sjálfsagt hafa Ís- lendingarnir fylgst með af sama áhuga þegar nýr kon- ungur danska ríkisins, Friðrik VII, var krýndur. Eftir andlát Friðriks haustið 1863 tók Kristján IX við krúnunni. Hann varð fyrstur danskra konunga til að heimsækja Ísland. Það var sumarið 1874. Kristján IX hefur fengið viðurnefnið „tengdafaðir Evrópu“. Ástæð- an er sú að þrjú barna hans og drottningarinnar Louise af Hessen voru gift inn í konungsættir Grikklands, Rúss- lands og Englands. Elsti sonur þeirra varð Friðrik VIII, konungur danska ríkisins. Fylgdust hjónin Ingibjörg og Jón, rétt eins og aðrir í Danaveldi, með ástum og örlög- um prinsanna og prinsessanna. Í ágústmánuði árið 1873 var Ingibjörg líklega, rétt eins og íslenski alþýðumaðurinn Eiríkur frá Brúnum, sem staddur var í Höfn, í hópi þeirra mörgu þúsunda er fylgdust með því þegar Valdimar prins og Thyra prins- essa komu, ásamt konungshjónunum, úr Rússlandsferð. Konungsfjölskyldunni var vel fagnað með fánum við heimkomuna er keyrt var um í „dæilega skrautvagni inn í borgina“. Alltaf var nóg um að vera hjá meðlimum konungsfjöl- skyldunnar. Veturinn 1878 var Ingibjörg, komin á efri ár, enn áhugasöm um konunglegt brúðkaup sem var í vændum. Hún skrifaði nokkrum dögum fyrir brúðkaup Thyru prinsessu, yngstu dóttur Kristjáns IX, að þá yrði mikið tilstand í Höfn og bætir við: „gaman hebdi verid að síá í kirkunni; kannski að madur siái eitthvad af fýr- verkeríinu utum gluggana.“ Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar, kunni sjálfsagt vel við sig í kóngsins Kaupmannahöfn. Kafli úr bókinni Ingibjörg eftir Margréti Gunnarsdóttur Leikhús, söfn og konungshylli

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.