SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Síða 38

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Síða 38
38 18. desember 2011 Jólastemmningin er að færast yfir Austurstræti, sagði í bak-síðufrétt Morgunblaðsins í desember 1974. Þá var til tíðindafært að jólabjallan í Austurstræti væri komin á sinn stað, enbjallan var jafnan kennd við verslunina Raforku – sem þegar þarna var komið sögu hét Raflux. Þetta var í 31. sinn, sem bjallan var sett upp og þannig var hún nánast orðin sjálfsagður og ómissandi hluti af þeirri mynd sem almenningur vildi hafa af götunni í aðdrag- anda heilagrar hátíðar. Síðan þetta var eru liðin mörg ár og andlit tímans hefur fengið nýjan svip. Nú eru jólabjöllur um alla borg sem margar hverjar eiga sjálfsagt fyrirmynd í þeirri sem var í Austur- stræti forðum. Austurstræti nær frá Veltusundi og liggur til austurs. Í tímans rás hafa margar þekktar verslanir og viðkomustaðir verið við götuna. Má þar til dæmis nefna Landsbankann, Búnaðarbankann, Eymundsson, Ísafold, Hressingarskálann, verslun Silla og Valda og loks marg- víslega starfsemi í húsunum að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 – sem brunnu á síðasta degi vetrar 2007. Þar er nú allt með öðrum svipAusturstræti var komið í hátíðarbúning og jólabjallan gaf götunni hátíðlegan svip og sígildan. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 3. desember 1974 Austurstræti á ýmsum tímum Alexa Chung er sjónvarpsþáttastjórnandi og fyrirsæta, semhefur notið mikillar velgengni. Hún er bresk, fædd 5. nóv-ember 1983 og er því 28 ára. Hún fékk stílverðlaunin áBresku tískuverðlaunahatíðinni í ár og einnig í fyrra, sem segir margt um vinsældir hennar en það er almenningur sem sér um valið á verðlaunahöfum. Hún þykir enda sérstaklega smekkleg og hefur rækilega mótað sér sinn eigin stíl. Það er því ekki skrýtið að bandaríska fatamerkið Madewell hafi fengið hana til að hanna línu fyrir sig. Chung ætlaði sér að fara í enskunám en fyr- irsætuferillinn breytti því. Storm-skrifstofan sá hana á Reading-tónlistarhátíðinni þegar hún var sextán ára gömul og gerði við hana samning. Hún var fyrirsæta fyrir táningablöð á borð við Elle Girl og CosmoGIRL! og vann fyrir fyrirtæki á borð við Fanta, Sony Ericsson, Sunsilk, Urban Outfitters og Tampax. Hún kom líka fram í fjölmörgum tónlistarmyndböndum, m.a. fyrir The Streets og Westlife. Hún hætti fyrirsætustörfum eftir fjögur ár og segir að hún hafi þjáðst af brenglaðri líkams- ímynd og litlu sjálfstrausti. Hún hefur síðan þá ekki haft þetta að aðalstarfi heldur tekið að sér einstaka auglýsingaherferðir og er m.a. andlit fatakeðjunnar Vero Moda um þessar mundir. Nýr hönnunarþáttur Hún hefur getið sér gott orð sem þáttastjórnandi í Bretlandi og starfaði líka um tíma sem kynnir hjá MTV í Bandaríkjunum. Hún hefur ekki aðeins komið mikið fram í sjónvarpi heldur líka skrifað í dagblöð. Hún var með fastan dálk í tímaritinu Company 2007-8 og síðan vikulegan dálk fyrir The Independant 2008 þar til í júní 2009 en þá fékk hún stöðu hjá breska Vogue og hefur m.a. tekið viðtöl við hönnuði á borð við Karl Lagerfeld og Christopher Kane fyrir blaðið. Nýjasta verkefnið hennar er að stjórna þættinum 24 Ho- ur Catwalk á sjónvarpsstöðinni Lifetime en þátturinn hefur göngu sína í janúar. Í þættinum keppa fjórir hönnuðir sín á milli að því að búa til heila línu og skipuleggja tískusýningu á aðeins sólarhring. Það verður gaman að sjá hvernig hann kemur út. Alexa Chung er sjónvarpsþáttastjórn- andi, fyrirsæta, hönnuður og fastapenni hjá tískutímaritinu Vogue, sem hefur vakið mikla athygli fyrir fatastíl sinn. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Alexa Chung er jafnan smekk- lega klædd á rauða dregl- inum eins og hér á frum- sýningu í Cannes. Stælleg sjón- varpskona Frægð og furður Alexa Chung er andlit Vero Moda. Hún hefur prýtt margar tímaritaforsíður.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.