SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Qupperneq 44
44 18. desember 2011 David Barrett – Miracle at Merion bbbbm Miracle at Merion fjallar um kraftaverkið á Mer- ion-golfvellinum, um endurkomu Bens Hogans eftir lífshættulegt bílslys og sigur hans á US Open 1950. Ben Hogan er jafnan talinn einn fremsti kylf- ingur sögunnar og var hann á hátindi ferils síns milli 1940 og 1955. Í febrúar 1949 lenti hann ásamt konu sinni í alvarlegu bílslysi þar sem hann möl- brotnaði og lá nærri dauðanum. Aðeins 18 mán- uðum síðar sneri hann til baka á golfvöllinn og vann US Open 1950 á Merion-vellinum í Fíladelfíu í sögulegum bráðabana. Þessu afreki eru gerð góð skil, en bókin rekur sömuleiðis ævi Bens Hogans og sögu atvinnukylfinga um miðja síðustu öld. Sú saga er merkileg fyrir margra hluta sakir, sérstaklega er fróðlegt að bera saman aðstæður afreksmanna á borð við Hogan við aðstæður nútímaatvinnumanna, svo ekki sé talað um verðlaunafé og styrkt- arsamninga fyrir 60 árum. Síðustu kaflarnir fjalla af mikilli ná- kvæmni um æsispennandi mótið á Merion-vellinum þar sem þurfti bráðabana milli þriggja manna til að útkljá mótið. Þetta er frábær bók um upphaf atvinnugolfs og keppnismanninn Ben Hogan. Paul Brown og Boo Weekly – True Boo bbbmn Bókin er ævisaga atvinnukylfingsins Boos Weeklys, sem er að vísu aðeins 38 ára gamall. Boo er óvenju- legur persónuleiki, það má segja að hann sé algjör andstæða Bens Hogans, sem er þó hans helsta átrúnaðargoð, því Boo hefur lítinn áhuga á golfi, leiðist að æfa sig og hefur mestan áhuga á veiðiskap og útivist. Í bókinni segir Boo sögur af sjálfum sér, PGA-ferlinum, félögunum og veiðiskap. Hann er einlægur sveitapiltur, alinn upp í 7.000 manna bæ í Flórída, hress og skemmtilegur náungi sem nýtur lífsins í botn, enda vinsæll kylfingur. Fram að þessu hefur Boo verið þekktastur fyrir þátttöku sína í Ryder-bikarnum 2008 og skrautleg uppátæki sín þar. Mörgum hefði sjálfsagt orðið hált á því að hlaupa eftir golfbraut með driver milli fóta og líkja eftir ótemjureið, en það eru einmitt svona óundirbúin uppátæki sem hafa opnað leið að hjörtum golfáhuga- manna út um allan heim. Því miður hefur Boo ekki gengið vel á síð- ustu árum á golfvellinum og bíða aðdáendur hans eftir að hann nái sér aftur á strik á PGA-mótaröðinni. Óhætt er að mæla með bókinni fyrir áhugafólk um atvinnugolf, en auðvelt er að njóta hennar þrátt fyrir enga vitneskju á því sviði. Örn Þórisson orn@mbl.is Erlendar bækur 4.–10. desember 1. Brakið – Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 2. Einvígið – Arnaldur Indriðason / Vaka- Helgafell 3. Heilsuréttir Hagkaups – Sól- veig Eiríksdóttir / Hagkaup 4. Útkall ofviðri í Ljósufjöllum – Óttar Sveinsson / Útkall ehf. 5. Gamlinginn sem skreið út um gluggann – Jonas Jonasson / JPV útgáfa 6. Hollráð Hugos – Hugo Þórisson / Salka 7. Stelpur A-Ö – Kristín Tómasdóttir / Veröld 8. Málverkið – Ólafur Jóhann Ólafsson / Vaka-Helgafell 9. Hjarta mannsins – Jón Kal- man Stefánsson / Bjartur 10. Stóra Disney köku- og brauð- bókin – Walt Disney / Edda Frá áramótum 1. Gamling- inn sem skreið út um gluggann – Jonas Jonasson / JPV út- gáfa 2. Einvígið – Arnaldur Indr- iðason / Vaka-Helgafell 3. Stóra Disney köku- og brauð- bókin – Walt Disney / Edda 4. Brakið – Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 5. Heilsuréttir Hagkaups – Sól- veig Eiríksdóttir / Hagkaup 6. Ég man þig – Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 7. 10 árum yngri á 10 vikum – Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 8. Bollakökur Rikku – Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 9. Einn dagur – David Nicholls / Bjartur 10. Hollráð Hugos – Hugo Þórisson / Salka Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Napóleon Bonaparte heldur áfram aðvekja forvitni heimsins. Enn er veriðað skrifa um hann bækur enda var lífhans óhemju dramatískt og maðurinn sjálfur er merkileg stúdía. Nýleg metsölubók sænska rithöfundarins Herman Lindqvist er komin út í íslenskri þýðingu hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Napóleon hefur löngum verið umvafinn hetju- ljóma. Lindqvist hefur greinilega mikið dálæti á aðalpersónu sinni og tekst vel að vekja samúð með Napóleon í lokaköflum verksins, enda var fall keisarans mikið. Napóleon var afburða her- foringi en undir lok ferilsins gerði hann hver af- drifaríku mistökin á fætur öðrum og endalok hans urðu raunaleg í útlegðinni á Sankti Helenu. Lindqvist leiðréttir þann útbreidda misskilning að Napóleon hafi verið óvenju lágvaxinn maður. Hann var 169 sentimetrar á hæð sem var með- ahæð Frakka á þeim tíma. Hann var eldheitur ástríðumaður og afar hjátrúarfullur. Seinni kona hans, hin unga prinsessa Austurríkis, trúði því að hann væri skrímsli í mannsmynd og var full ótta við að giftast honum, en eftir að hafa hitt hann fór hún að elska hann. Eins og ansi margar konur gerðu. Napóleon gat elskað heitt eins og ástarbréf hans bera vitni um. Hann skrifaði eiginkonu sinni Jósefínu: „Ein milljón kossa, en sendu mér enga, því þá fuðra ég upp“. Hann unni Jósefínu mjög. Hún var eldri en hann og átti tvö börn þegar þau kynntust og fjölskylda Napóleons fyr- irleit hana, en Napóleon dýrkaði hana, jafnvel þótt hann vissi af því að hún hélt framhjá hon- um. Önnur kona, María Walewska, hætti aldrei að elska hann og var tilbúinn að fylgja honum í útlegð. Stundum hefur Napóleon verið líkt við Hitler og Stalín en Lindqvist segir slíkan samanburð fá- ránlegan, enda kom Napóleon á miklum lýðræð- isumbótum í Frakklandi. Enn eru þó skiptar skoðanir um Napóleon og nafn hans má finna í ýmsum bókum sem hafa verið skrifaðar um verstu harðstjóra og illmenni heims. Þess má geta að þegar hinn virti sagnfræðingur Simon Sebag Montefiore, höfundur rómaðra ævisagna Stalíns, skrifaði bækur um mestu hetjur og mestu illmenni sögunnar flokkaði hann Stalín sem illmenni en Napóleon lenti í flokki með mestu hetjum mannkynssögunnar. Bók Lindqvist um Napóleon er nánast eins og reyfari svo dramtískt og spennandi er hún. Napóleon sjálfur, konurnar í lífi hans, hin sjálfs- elsku systkini hans og hinn fjörugi og geðþekki sonur hans sem lést 21 árs, lifna öll á síðunum í læsilegri og fallega myndskreyttri bók. Napóleon Bonaparte var frábær herforingi og mikill tilfinningamaður. Ris og fall Napóleons Bráðskemmtileg og dramatísk ævisaga Herman Lindqvist um Napóleon varð metsölubók í Svíþjóð og er nú komin út í íslenskri þýðingu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.