SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Síða 47

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Síða 47
18. desember 2011 47 Fyrir stuttu gaf Crymogea út bókina Íslenskirfuglar sem hefur að geyma teikningar Bene-dikts Sveinbjarnarsonar Gröndals af íslenskumfuglum og skýringar hans við þær myndir. Benedikt var sonur Sveinbjarnar Egilssonar og konu hans Helgu Gröndal, fæddur 1826 og lést 1907. Hann lærði náttúrufræði og bókmenntir við Háskólann í Kaupmannahöfn og eftir kennslu hér heima um hríð og námsdvöl í Þýskalandi og Belgíu lauk hann meist- araprófi í norrænum fræðum frá Hafnarháskóla. Hann starfaði síðar sem kennari við Lærða skólann, orti ljóð og skrifaði sögur. Hann var einn af stofnendum Hins íslenska náttúrufræðifélags og formaður þess 1889- 1900. Benedikt lét af kennslu 1883 og fékk þá styrk til að vinna að vísindarannsóknum og þar með talið gerð dýramynda með skýringum. Hann vann og við rann- sóknir og teikningar það sem han átti eftir ólifað og liggja eftir hann nokkrar náttúrfræðibækur, þeirra helstar Dýraríki Íslands, sem gefin var út árið 1975, og síðan Íslenskir fuglar sem er nú gefin út í fyrsta sinn, en myndirnar í bókinni hafa ekki komið fyrir almennings sjónir áður. Handritið er varðveitt í Náttúrufræðistofn- un Íslands og útgáfan núna er í samvinnu við safnið. Á titilblaði Íslenskra fugla kemur fram að bókin er gerð 1899-1900, en Benedikt jók við hana 1901. Flestar myndirnar gerði hann eftir fuglunum sjálfum, en stundum notaði hann myndir annarra sem fyr- irmyndir. Í inngangi að bókinni segir Benedikt: „Til- gangurinn med þetta verk er því alls ekki sá að fram- leiða eitthvað nýtt, eða nýjar uppgötvanir; að því leyti er þetta ekkert frumverk; allt sem hér stendur er kunnugt fyrir löngu, með því hér er enginn sá fugl sem ekki finnist einnig í útlöndum. En það er í fyrsta sinn að allir hérlendir fuglar hafa verið myndaðir sér á eina bók; að því leyti er verkið frumverk.“ Þessi frumútgáfa bókarinnar verður annars vegar í hátíðarútgáfu í raunstærð eins og höfundurinn gekk frá því og hins vegar í almennri útgáfu. Í báðum útgáfum eru skýringar Kristins Hauks Skarphéðinssonar og Æv- ars Petersens og eftirmáli Kristins Hauks. Í eftirmála Kristins Hauks kemur fram að bókin sé fimmta yfirlit Benedikts um íslenska fugla; það fyrsta birtist í Gefn 1874, það annað í Dýrafræðinni 1878, yf- irlit birtist í erlendum fuglafræðitímaritum 1886-1901 og það fjórða í fuglatalinu 1895. „Í Íslenskum fuglum steypir hann allri þessari þekkingu saman og bætir auk þess við ýmsum upplýsingum, en það sem var mest um vert – hann teiknar alla íslenska fugla og egg þeirra. Slíkt hafði enginn gert áður.“ Handrit bókarinnar er alls 100 síður í stóru broti (fol- io, 30,5 cm x 38,2 cm) og skiptast á síður með myndum og texta. Almenna útgáfan sem kom út fyrir skemmstu er 255 síður og í henni eru myndirnir prentaðar með texta Benedikts settum með prentletri. Í mars næst- komandi kemur síðan út sérstök hátíðarútgáfa af bók- inni í 100 eintökum leðurbundnum í viðarkassa sem er endurgerð sjálfs handritsins með öllum texta hand- skrifuðum og verður 24,6 x 38 cm að stærð. Lýsingar við meðfylgjandi myndir eru Benedikts: Íslenskir fuglar Fyrir stuttu gaf Crymogea út bók með teikningum Benedikts Gröndals af íslenskum fuglum með skýringum hans. Benedikt lauk við verkið fyrir 111 árum en það kemur nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir Árni Matthíasson arnim@mbl.is Skreytimynd á fyrstu síðu handrits Benedikts Gröndals að Íslenskum fuglum sem hann lauk við fyrir 111 árum. Geirfugl Þessi fugl er nú liðinn undir lok. Hann var af álkukyni og lang- stærstur þess kyns fugla. Af því vængirnir voru svo stuttir að fugl- inn gat ekki flogið, þá komst hann ekki undan eyðileggingunni, en sagt er að hann hafi verið svo fljótur á sundi að bátar höfðu ekki við honum. Hér við land var hann á Geirfuglaskerjum fyrir utan Reykja- nes, og svo á öðrum skerjum samnefndum út frá Berufirði, að sögn einnig á Kolbeinsey. Hann átti og heima við austurströnd Norður- Ameríku; bæði hér og þar eyddu sjómenn fuglinum, ekki einungis með því hann var hafður til matar og skipin fermd með þeim forða, heldur og af þrælslegri grimmd. Á eyju nokkurri þar, Fundy Island, sjást enn tóftir af kvíum sem hlaðnar höfðu verið og fuglinn rekinn eða hrakinn þar inn, hjálparlaus, drepinn og marinn, og brenndur lif- andi, af tómri sjómanna-rælni. Hér hefur þessi grimmd ekki verið höfð í frammi, enda ekki tækifæri til þess á Geirfuglaskerjum, en hann hefur verið rotaður eins og kópar. ... Eftir 1844 vita menn ekk- ert um geirfuglinn. Á náttúrusöfnunum er hann mjög sjaldgæfur og meira en gullvægur. Myndina hef eg gert eftir öðrum myndum, því nú fæst enginn geirfugl lengur. Hrafn Sá algengasti standfugl hér og alstaðar annarstaðar. Þegar vel liggur á honum, þá krunkar hann ekki en segir „klong, klong“; það kalla Svíar „han slår klun- ken“. Hann nærist á öllu sem nef festir á, er var um sig og skynugur, og má vel temja hann, en hann er stelvís og getur orðið hættulegur smábörnum, sækir á augun. Enginn fugl hefur vakið eins mikla eftirtekt í fornöld hér og á Norð- urlöndum, og sést það á ótal nöfnum og kenningum sem hann er nefndur með í skáldskap, hann á þar um 80 heiti, fyrir utan allar samsettar kenningar ... hann var (og er enn) spáfugl og eins konar fé- lagsdýr manna og búa. Hann er „blá- fjallaður“ og „blágagl“ af bláa blænum sem á honum er, „blár“ og „blásvartur“; hann heitir „borginmóði“ af því hann veit svo margt, á öxlum Óðins sátu 2 hrafnar og sögðu honum tíðindi; af því hann er ránfugl með spörfuglum þá er hann líka orrustufugl: „blóðvalr“, „blóðtrani“, „valgagl“ o.s.frv. Hann sest oft á kýr og hesta og kroppar af þeim óþrif (“rívansk- inna“, kroppinbakr“ er nafn í sögum).

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.