Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 29
höfuðgreinum skólans. Aukin áhersla var nú einnig lögð á dönsku-
kennslu sem m.a. ber að skoða í ljósi æ styrkari stöðu dönskunnar
í Danmörku og þá ekki síst í skólakerfinu.49 Með því að danska
varð kennslumál í Hafnarháskóla í stað latínu jókst þörfin fyrir
dönskukunnáttu meðal þeirra sem hugðu á háskólanám þar í
landi. Þá var umtalsverður hluti námsefnisins í Reykjavíkurskóla
á dönsku. Í skýrslu Hafnarháskóla fyrir árið 1846 er þess getið í
umfjöllun um Lærða skólann í Reykjavík að íslenskukennslan þar
skuli gegna sama hlutverki og móðurmálskennslan í dönskum skól-
um en staða dönskunnar hér á landi vera sambærileg við þýskuna í
Danmörku, samanber:
a. að í íslensku séu gerðar sömu kröfur og hér í dönsku, þ.e. að
skólapiltar verði færir um að fjalla um sjálfvalið efni í rituðu
máli og öðlist þekkingu á íslenskum bókmenntum; b. að danska
skipi sömu stöðu í kennslunni eins og þýsk tunga hér [í Dan-
mörku, ath. höf.] og málið sé þjálfað með þýðingum af dönsku
á íslensku og dönskum stíl eða með skriflegum þýðingum af ís-
lensku á dönsku.50
Af samanburðinum við þýskuna í Danmörku má sjá að litið er á
dönskuna hér á landi sem erlent tungumál, samanber einnig þær
aðferðir og áherslur sem einkenna námið, þ.e. lestur bókmennta,
þýðingar til og frá markmálinu og málfræðikennsla með tilheyr-
andi stílaæfingum.
Reglugerðin frá árinu 1846 var sett til bráðabirgða og af skrif-
um í Reykjavíkurpóstinum árið 184751 má sjá að gert var ráð fyrir
að hún yrði endurskoðuð í ljósi þeirra kosta og galla sem upp
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
29
49 Sjá t.d. Ole Feldbæk, „Skole og identitet 1789–1848. Lovgivning og lærebøger“, bls. 253–324;
og Vibeke Winge, „Dansk og tysk 1790–1848“, bls. 110–149.
50 „a. at i Islandsk gjøres samme Fordringer som her i Dansk, altsaa at Disciplene skulle bringes
til at kunne præstere skriftlig Behandling af et frit valgt Æmne og bibringes Kundskab om
den islandske Litteratur; b. at Dansk træder i samme Forhold til Undervisningen, som her det
tyske Sprog, og altsaa indøves ved Oversættelse fra Dansk paa Islandsk og dansk Stil eller
skriftlig Oversættelse fra Islandsk til Dansk.“ Hannibal Peter Selmer, Aarbog for Kjøbenhavns
Universitet og øvrige højere undervisningsanstalter for 1846, Kaupmannahöfn: Reitzels Forlag, án
ártals, bls. 189.
51 Þrjár greinar sem mynda eina samfellda heild birtust um skólareglugerðina árið 1847:
„Athugasemdir við Reglugjörðina“, Reykjavíkurpósturinn 1(4)/1847, bls. 58–59, 1(5)/1847, bls.
73–76, 1(6)/1847, bls. 87–92.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 29