Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 72
Chrétiens); í öðru verkinu fer Perceval aftur í kastala Fiskikonungs-
ins en spyr ekki spurninganna. Í því þriðja fer Perceval enn í kast-
ala Fiskikonungsins en spyr heldur ekki spurninganna tveggja (í
þessu verki eftir Gerbert de Montreuil er sagt að dauðinn hafi kom-
ið í veg fyrir að skáldið – Chrétien – lyki því sem það ætlaði sér,
það er að skrifa bestu sögu sem sögð hefur verið við konunglega
hirð, Söguna um gralinn); hann giftist hins vegar Blanchefleur án
þess að hjónabandið sé fullkomnað. Í því fjórða, sem kennt er við
Manessier, spyr Perceval loks spurninganna, fær svör, drepur þann
sem særði Fiskikonunginn og tekur við ríki þess síðarnefnda. Hann
gerist svo einsetumaður og eftir dauða hans fara gralinn og spjótið
til himna. Þarna var svo að segja búið að ganga frá öllum lausum
endum en áður en Manessier skrifaði sína framhaldssögu höfðu orð-
ið umtalsverðar breytingar á skáldsagnaritun í Frakklandi. Í byrjun
13. aldar, þegar Wolfram von Eschenbach samdi sitt þekkta verk
Parzival, var farið að skrifa skáldverk í óbundnu máli og fyrstu
prósasögurnar voru endurgerðir af ljóðsögum Roberts de Boron –
Roman de l’Estoire du Graal, Merlin, Perceval? – sem voru „þýddar“
af bundnu máli yfir á óbundið. Fyrstu riddarasögurnar sem voru
samdar á óbundnu máli fjölluðu einnig um gralinn og riddara
hringborðsins. Þær eru óhemju langar, eins og höfundar þeirra hafi
átt í erfiðleikum með að „botna“ verk Chrétiens.43 Gralinn, bikar-
inn sem birtist aðeins útvöldum, fær þar æ trúarlegra og sögulegra
yfirbragð.44 Leit riddarans mótast af þessu nýja áhugamáli; trúin
vegur þungt og skírlífi er æðsta dyggðin.
Leit Percevals í Sögunni um gralinn er af öðrum toga. Ekki er það
trúin sem rekur sveininn áfram heldur forvitni og svo sektarkennd,
fyrst vegna móðurinnar og síðan Fiskikonungsins. Perceval stígur
ekki fullskapaður inn í heim miðaldaskáldsögunnar eins og sumir
félagar hans. Hann á margt eftir ólært, er fljótfær og dregur iðulega
rangar eða engar ályktanir af því sem hann sér eða heyrir. Því kem-
ur hann lesandanum á óvart einn kaldan vormorgun þegar hann sér
AÐ BÚA TIL SÖGU
72
43 Vandasamt er að tímasetja verk frá þessu tímabili en oft eru prósasögurnar Le Haut Livre du Graal
eða Perlesvaus og Lancelot-Graal nefndar í þessu samhengi; Michel Stanesco og Michel Zink,
Histoire européenne du roman médiéval, 1992, bls. 37, 57.
44 Gralinn tekur þó líka á sig aðrar myndir: Í verki Wolframs von Eschenbachs, Parzival, er hann
til dæmis dýrmætur steinn.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 72