Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 169
Tilgangurinn með þessari umfjöllun um föst orðasambönd er
að kynna hugtakanotkun Haralds Burgers og vekja með því frek-
ari athygli á efninu og hvetja til umræðu um eiginleika og flokk-
un fastra orðasambanda í íslensku og með íslenskum heitum í
samanburði við önnur tungumál. Rannsóknarefnin eru fjölmörg
og geta komið að miklum notum í tengslum við tungumálanám.
Áhugavert er t.d. að leiða hugann að því hvaða flokkar fastra orða-
sambanda eru algengastir í íslensku og kanna notkun þeirra í
samanburði við önnur tungumál. Einnig mætti spyrja þeirrar
spurningar hvort stakyrði eða myndræn orðtök í íslensku séu al-
gengari eða sjaldgæfari en í skyldum tungumálum. Föst orðasam-
bönd bjóða upp á fjölbreyttar og afar spennandi rannsóknir sem
einnig hafa ótvírætt hagnýtt gildi þar sem hvorki er unnt að ná
góðu valdi á móðurmáli sínu né erlendu tungumáli án þess að
kunna skil á föstum orðasamböndum þess.
5. Ritaskrá
Bergenholtz, Henning, Ilse Cantell, Ruth Vatvedt Fjeld, Dag Gundersen, Jón
Hilmar Jónsson og Bo Svensén, Nordisk leksikografisk ordbok, Osló: Uni-
versitetsforlaget, 1997.
Burger, Harald, „„die achseln zucken“. Zur sprachlichen kodierung nicht-
sprachlicher kommunikation“, Wirkendes Wort. Deutsche Sprache in Forschung
und Lehre 26/1976, bls. 311–334.
Burger, Harald, Annelies Buhofer og Ambros Sialm, Handbuch der Phraseologie,
Vestur-Berlín og New York: de Gruyter, 1982.
Burger, Harald, „Funktionen von Phraseologismen in den Massenmedien“,
Aktuelle Probleme der Phraseologie, ritstj. Harald Burger og Robert Zett,
Frankfurt am Main: Peter Lang, 1987.
Burger, Harald, Phraseologie. Eine Einführung am Beispiel des Deutschen, Berlín:
Erich Schmidt Verlag, 3. útg., 2007.
Coulmas, Florian, Routine im Gespräch. Zur pragmatischen Fundierung der Idiomatik,
Wiesbaden: Akademische Verlagsgesellschaft Athenaion,1981.
Donalies, Elke, Basiswissen. Deutsche Phraseologie, Tübingen: A. Francke Verlag,
2009.
Dobrovol’skij, Dmitrij, Idiome im mentalen Lexikon. Ziele und Methoden der kogni-
tivbasierten Phraseologieforschung, Trier: Wissenschaftlicher Verlag, 1997.
Dobrovol’skij, Dmitrij, Kognitive Aspekte der Idiom-Semantik. Studien zum
Thesaurus deutscher Idiome, Tübingen: Narr, 1995.
ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR
169
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 169