Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 138
samfélaginu út frá sjónarhóli nýfengis frelsis og virt umboð þess til
að bylta og endurrita söguna.23
3. Hömlum og höftum rutt úr vegi
Umtalsverðar breytingar verða á spænsku þjóðlífi á áttunda ára-
tugnum og mótast fyrst og fremst af því að einræðisherra landsins,
„ÆÐSTA FORM ALLRA LISTA“
138
23 Marvin D’Lugo, The Films of Carlos Saura, bls. 9.
Til athugunar í kennslu
Hér er mikilvægt að staldra við og beina sjónum nemenda að
einstökum kvikmyndaleikstjórum og verkum þeirra. Vel færi á
því að nemendur héldu framsögur eða ynnu heimildaritgerðir
um leikstjóra eins og t.d. Fernando Trueba, Pilar Miró, José Luis
García Sánchez og Manuel Gutiérrez Aragón, höfundarverk þeirra
og áherslur. Beina mætti sérstakri athygli að hápólitískum
gamanmyndum tiltekinna leikstjóra eða því sem kvikmynda-
saga Spánar er best þekkt fyrir, svokölluðum auteur-myndum
(sp. cine de autor) eða höfundamyndum. Frægasta mynd Fer-
nandos Trueba, Glæstir tímar (fr. Belle epoque, 1992), og um-
deild mynd Pilar Miró, Cuenca-glæpurinn (sp. El crimen de Cu-
enca, 1979), eru verðug sýnishorn af höfundarverki þeirra. Enn
fremur væri athyglisvert að skoða fyrstu myndir Pedros Almodó-
vars, eins og Pepe, Luci, Bom og aðrar stelpur úr fjöldanum (sp.
Pepe, Luci, Bom y otras chicas del montón, 1980) og Hvað hef ég gert
til að verðskulda þetta? (sp. Qué he hecho yo para merecer esto?,
1984) og rannsaka hvernig þær stinga í stúf við það sem kalla
mætti „viðurkennda“ kvikmyndagerð á fyrsta áratug endur-
reists lýðræðis á Spáni. Að síðustu væri ekki úr vegi að bera
myndir Carlosar Saura sem gerðar voru á valdatíma einræðis-
herrans Francos, eins og Hrægammar (sp. Cría Cuervos, 1975) og
Hundrað ára afmæli mömmu (sp. Mamá cumple 100 años, 1979),
saman við myndir sem gerðar eru síðar, eins og Carmen (sp.
Carmen, 1983) og Æ, Carmela (sp. Ay, Carmela, 1990).
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 138