Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 81
mið rannsóknanna er fyrst og fremst að lýsa málatriðum sem ein-
kenna ensku sem samskiptamál og svo þeirri samskiptatækni eða
-aðferðum (e. strategies) sem notaðar eru til að auðvelda gagnkvæm-
an skilning. Jenkins lýsir þessum málatriðum þannig:
… hver sá sem er í alþjóðlegum samskiptum þarf að hafa á valdi
sínu, og geta notað við viðeigandi aðstæður, ákveðin form tungu-
málsins (hljóðkerfisfræðileg og málfræðileg) og orðaforða sem
flestir þekkja og eru algeng í samskiptum enskunotenda sem
hafa mismunandi móðurmál. Þetta er ástæða þess hve mikið er
lagt upp úr aðlögun [e. Accommodation, innsk. höf.] að máli við-
mælandans í rannsóknum á ensku sem samskiptamáli (þýðing
höfundar).11
Fyrstu rannsóknarverkefnin á sviði ensku sem samskiptamáls lutu
að talmáli, þ.e. hljóð- og hljóðkerfisformum, sérstaklega í Asíu og
Miðausturlöndum.12 Jenkins hefur m.a. skoðað mikilvægi fram-
burðar á ‘th’-hljóðum, þ.e. raddaða (/ð/) og óraddaða (/θ/) tann-
mælta önghljóðinu, og komist að því að málhafar skiljast þó að þeir
beri fram hljóðin /z/, /s/ og /d/, /t/ í staðinn. Aðrir13 hafa skoðað
málnotkun, s.s. hvaða samskiptaaðferðir þeir málhafar nota sem eru
leiknir í samskiptum við aðra.
Hafin er söfnun mál- og málnotkunardæma í gagnabanka í
þeim tilgangi að rannsaka orðanotkun og málfræðieinkenni ensku
sem samskiptamáls. Markmiðið er að auðkenna þau málatriði sem
hafa hamlandi áhrif í samskiptum, svo og þau málatriði sem skipta
minna máli þegar kemur að skilningi. Í framhaldi af því mætti
auðkenna atriði sem ber að leggja áherslu á í kennslu. Gagnabank-
inn sem er hýstur við háskólann í Vínarborg hefur fengið nafnið
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR
81
11 „… anyone participating in international communication needs to be familiar with, and have
in their linguistic repertoire for use, as and when appropriate, certain forms (phonological,
lexicogrammatical etc.) that are widely used and widely intelligible across groups of English
speakers from different first language backgrounds. This is why accommodation is so highly
valued in ELF research.“ Jenny Jenkins, ,,Current Perspectives on Teaching World Englishes
and English as a lingua franca“, TESOL Quarterly 40(1)/2006, bls. 157–181, hér bls. 162.
12 Jenny Jenkins, The Phonology of English as an International Language.
13 Joanne House, ,,Misunderstanding in Intercultural Communication. Interactions in English as
a lingua franca and the Myth of Mutual Intelligibility“, Teaching and Learning English as a
Global Language, ritstj. Claus Gnutzmann, Tübingen: Stauffenburg, 1999, bls. 73–89; Alan
Firth, ,,The Discursive Accomplishment of ‘Normality’“.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 81