Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 128
þessum árum rekin 17 kvikmyndahús – El Apolo þeirra frægast.7
Íbúar Madrídar voru á þessum tíma rétt um hálf milljón og þar var
ákaflega stéttskipt samfélag. Kvikmyndahúsin byggðust upp í
samræmi við það. Fína fólkið fór í rósagarða þar sem boðið var upp
á kvikmyndasýningar í fallegum skrúðhúsum, hinum svokölluðu
salones de cine, í miðjum garði, á sama tíma og reistir voru eins konar
bíóskálar (sp. pabellones cinematográficos), í úthverfunum þar sem al-
múginn safnaðist saman. Oft stóðu þessir skálar við endastöðvar al-
menningsfarartækja borgarinnar í útjaðri nýbyggðra úthverfa. Að-
gangseyrir var lágur og val áhorfenda stóð um trébekki eða stæði.
Athyglisvert er að árið 1915 eru sýningarsalir á Spáni orðnir 900 að
tölu og um 1920 er talið að ákveðin straumhvörf hafi orðið í kvik-
myndagerð landsins þegar framleiðsla er orðin það umgangsmikil
að hún skiptist í tvær grundvallargreinar, þ.e. skemmtiefni annars
vegar og kvikmyndir sem vettvang hugmyndafræðilegrar fram-
setningar, miðil samfélagsádeilu eða byltingarmyndir hins vegar. 8
Spænsk kvikmyndagerð sleit því ekki barnsskónum fyrr en upp
úr fyrri heimsstyrjöld þó svo kvikmyndin nyti mikilla vinsælda
bæði sem dægradvöl og upplýsingamiðill. Kvikmyndir flæddu inn
bæði frá öðrum löndum Evrópu og Bandaríkjunum. Frá löndum
Rómönsku Ameríku bárust einnig athyglisverðar myndir á fyrstu
áratugum tuttugustu aldar þó svo hinar svokölluðu ranchero-mynd-
ir eða chanchadas-söngvamyndir frá Mexíkó og Brasilíu hafi vakið
sérstaka athygli. Til gamans má geta þess að árið 1931 voru sýndar
tæplega 500 kvikmyndir í Madríd en einungis þrjár þeirra voru
spænskar.9 Þegar saga og þróun spænskrar kvikmyndagerðar er
rannsökuð verður ekki hjá því litið að aðdragandi borgarastyrjald-
„ÆÐSTA FORM ALLRA LISTA“
128
7 Sjá ítarlega umfjöllun Josefinu Martínez í bókarköflunum „Los pabellones cinematográficos“,
bls. 95–123, og „Las salas cinematográficas“, bls. 123–140, í bók hennar Los primeros veinticinco
años de cine en Madrid: 1896–1920. Sjá einnig umfjöllun Jóns Arasonar í greininni „Kvikmynd-
ir á Spáni í eina öld“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið, 1999,
bls. 142–151. Þar segir: „Hinir „glæstu tímar“, eins og árin fyrir borgarastríðið eru kölluð,
voru uppgangstímabil í kvikmyndagerð á Spáni. […] Myndirnar sem gerðar voru á árunum
1915–1929 voru gjarnan þjóðlegar og byggðar á sígildum bókmenntaverkum.“ (bls. 143 og
144).
8 „Fram undir 1920 er ekki hægt að tala um kvikmyndagerð í Madríd sem framleiðsluiðnað. Lit-
ið var á kvikmyndir sem tilkomumikla afurð sem framleidd var til að fullnægja eftirspurn íbú-
anna …“ Josefina Martínez, Los primeros veinticinco años de cine en Madrid: 1896–1920, bls. 141.
9 Jón Arason, „Kvikmyndir á Spáni í eina öld“, bls. 143.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 128