Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 66
hann fyrir umheiminum. Þannig lýkur fyrsta kafla í lífi sveinsins þótt
hugur hans leiti æ heim til móðurhúsanna. Heilræði Gornemants
stangast þó ekki á við hollráð móðurinnar. Hún hvetur son sinn til
að koma ungum stúlkum í neyð til hjálpar, sækjast eftir félagsskap
heiðursmanna, spyrja þá að nafni – „því að af nafninu má þekkja
manninn“ – og að sækja kirkju og klaustur. Gornemant kennir
honum vopnaburð, að sýna andstæðingi miskunn, að vera orðvar
„því að sá syndgar sem talar of mikið“, að koma ungmeyjum til
hjálpar og fara í messu. Einsetumaðurinn bætir síðan við kristilega
uppfræðslu Percevals svo um munar og beinir honum inn á braut
iðrunar og guðsótta; það er sá manndómur sem verkið setur í önd-
vegi og við það verður leit riddarans andleg og trúarleg, ólíkt því
sem verið hafði í fyrri verkum Chrétiens.26 Hinn dularfulla gral
kallar einsetumaðurinn sainte chose – heilagan hlut – og þrátt fyrir
að þetta sé að öllum líkindum matarílát er þar hvorki að finna kjöt-
bita né fisksporð heldur oblátu. Guðhræðslan, heilagleiki gralsins
og dulúðin sem Fiskikonungurinn er sveipaður í ólokinni sögu
Chrétiens átti eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Hvers vegna
Chrétien tók þennan pól í hæðina vitum við ekki en þó má ætla að
húsbóndi hans hafi haft eitthvað til málanna að leggja. Sagan er rit-
uð á tímum krossferða og í formála gerir höfundur mikið úr kristi-
legu innræti greifans. Þeir eiginleikar hans sem þar eru tíundaðir,
svo sem kristilegur kærleikur og manngæska, eru áberandi í sög-
unni, ekki síst hjá heiðursmanninum Gornemant. Einnig má benda
á að gerðir Percevals og Gauvains endurspegla kristileg gildi sem
fólust til að mynda í því að standa vörð um réttlætið og refsa ill-
mennum og oflátungum.27 Filippus greifi fór fyrst til Austurlanda
árið 1177. Faðir hans, Thierry af Alsace, lagði einnig leið sína austur
á bóginn oftar en einu sinni; hann tók meðal annars þátt í annarri
AÐ BÚA TIL SÖGU
66
26 Um leit riddarans í riddarasögum miðalda: Reto R. Bezzola, Le Sens de l’aventure et de l’amour
(Chrétien de Troyes), París: La Jeune Parque, 1947; Erich Köhler, L’Aventure chevaleresque. Idéal et
réalité dans le roman courtois. Études sur la forme des plus anciens poèmes d’Arthur et du graal, París:
Gallimard, 1974 (kom fyrst út á þýsku: Ideal und Wirklichkeit in der höfischen Epik, Tübingen:
Niemeyer, 1956); Marie-Luce Chênerie, Le Chevalier errant dans les romans arthuriens en vers des
XIIe et XIIIe siècles, Genève: Droz, 1986.
27 Sjá til dæmis grein eftir Jean-Guy Gouttebroze „Chrétien de Troyes prédicateur. Structure et
sens du prologue du Conte du graal“, Amour et chevalerie dans les romans de Chrétien de Troyes, bls.
29–45, hér bls. 44–45. Um kristilegan kærleik Filippusar af Alsace í verki Chrétiens sjá
Chrétien de Troyes, Perceval ou le Conte du Graal, bls. 686, ll. 42–60.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 66