Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 37
að halda eru hvattir til að kaupa bókina en þeir eru sagðir margir,
samanber eftirfarandi tilvitnun:
Allir, sem eitthvað skipta við Englendinga, og það verða kannske
bráðum flestir bændur, eptir því sem verzlun og fjárkaup Englend-
inga þróast meir og meir, og viðskipti við enska fiskimenn fara vax-
andi við sjávarsíðuna; vesturförum er það dýrmætast af öllu að
kunna, þó ekki sje nema fáein orð í ensku; yfirhöfuð hlýtur nú
hjeðan af hver maður, sem heita vill menntaður að læra svo mikið í
henni að hann að minnsta kosti, geti skilið hana a ljettum bókum.71
Hér verður enn að hafa hugfast að við kennslu fornmálanna hafði
mótast ákveðin kennsluaðferð, hin svonefnda málfræði- og þýðingar-
aðferð,72 sem einkenndist af því að málin voru ekki lengur lifandi.
Málfræðinám og bókmenntalestur gegndu veigamiklu hlutverki og
alfa og ómega voru þýðingar, ekki síst á móðurmálið. Með því var
móðurmálið oft í brennidepli fremur en hið erlenda mál. Af mark-
miðslýsingunum má sjá að þýðingar skulu vera miðlægar við
kennslu allra málanna og fagurbókmenntir í bundnu og óbundnu
máli gegna lykilhlutverki. Í bókinni Minningar úr menntaskóla73 er
að finna lýsingar fyrrum nemenda á tungumálakennslunni og af
þeim má sjá hve rík áhersla var lögð á móðurmálið þegar þýðingar-
aðferðinni var beitt:
Enginn kennari fór nákvæmar í þýðingu á latneskum og grískum
höfundum en hann [Gísli Magnússon, aths. höf.], og hann vildi
kenna okkur að þýða nákvæmlega rétt. Hann flaug oft langt og
víða, þangað til hann sagði allt í einu: „Af hverju kom nú þetta,
karl minn?“ Oft var allerfitt að fylgja honum á fluginu, en það er
aldrei leiðinlegt að hlusta á fluggáfaðan mann. Ef tvær merkingar
gátu legið í setningunni á frummálinu, áttu tvær merkingar að
geta legið í íslenzku þýðingunni. Oft var erfitt að orða hana svo, að
hún yrði tvíræð á sama hátt, en hann fann ávallt ráðið.74
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
37
71 Sama rit, bls. 63.
72 Sjá neðanmálsgrein 46.
73 Minningar úr menntaskóla, ritstj. Ármann Kristinsson og Friðrik Sigurbjörnsson, Reykjavík:
Menntaskólinn í Reykjavík, 1946.
74 Indriði Einarsson, „Latína“, Minningar úr menntaskóla, bls. 45–50, hér bls. 47.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 37