Milli mála - 26.04.2009, Blaðsíða 70
Tilvísun Chrétiens í þessa vel þekktu dæmisögu má túlka á tvo
vegu.36 Annars vegar þannig að hann voni einfaldlega að verk sitt
beri ávöxt. Hvað Chrétien fékk í laun frá örlátum húsbónda sínum
er ekki vitað en uppskeran var ríkuleg á meðal starfsbræðra hans
sem spunnu framan og aftan við verkið að vild og gerðu úr graln-
um eitthvað allt annað en fallegt matarílát. Hins vegar má líka
túlka dæmisöguna á þá leið að saga Chrétiens feli í sér aðra merk-
ingu en þá bókstaflegu og að það komi í hlut lesandans/áheyrand-
ans að finna hana eða, að minnsta kosti, leita hennar.37
Það er ef til vill ekki síst vegna yfirlýsinga Chrétiens um starf sitt
að fræðimenn hafa leitað að tengingum og/eða hliðstæðum í hlutun-
um tveimur sem mynda Söguna um gralinn enda hljóti höfundurinn
að hafa haft heildarmynd verksins í huga við ritun þess og sú mynd
hljóti að hverfast um merkingu eða innihald eins og í öllum fyrri
verkum hans þar sem söguþræðir fléttast saman og mynda eina heild.
Þótt ferðir Gauvains hafi ekkert með gralinn að gera fer hann að leita
spjótsins; hann myndar einnig mótvægi við hinn óreynda Perceval og
ferðir beggja tengjast þeirra nánustu ættingjum. Dó Chrétien frá
óloknu verki eða gafst hann upp á að flétta saman þessa ólíku hluta
og lét staðar numið – eftir dauða húsbóndans? Af titlinum að dæma
gegnir gralinn mikilvægu hlutverki í sögunni enda er þetta eina verk
höfundar sem kennt er við hlut en ekki aðalpersónu(r) þótt talað sé
um verkið sem „li romans de Perceval“ í sumum handritum.38 Hvert
hlutverk gralsins er kemur í ljós hjá einsetumanninum en sú skýring
dugar þó tæplega til að lesandi átti sig á því vægi sem höfundurinn
ljær honum. En það er líka vandasamt að láta verkið bera heiti sögu-
hetju sem veit ekki sjálf hvað hún heitir fyrr en langt er liðið á frá-
sögnina. Ungi sveinninn – kallaður „fríði sonur“ af móðurinni og
„ungi maður“, „sveinn“, „vinur“, „fríði vinur“, „fríði bróðir“ af öðr-
AÐ BÚA TIL SÖGU
70
36 Tilvísanir af þessu tagi vekja iðulega spurningar, til dæmis um fyrirmyndirnar sem höfundarn-
ir notuðu við gerð verksins og merkingu þess; þær opna því textann á margvíslegan hátt. Sjá
til dæmis Paul Ricoeur, „La Bible et l’Imagination“, Revue d’Histoire et de Philosophie Religieuses,
62/1982, bls. 339–360; Hanne Lange, „Symbolisme, exégèse, littérature profane“, bls.
297–298.
37 Í riti sínu Le Conte du graal ou l’art de faire signe, París: Champion, 1998, bls. 47–96, bendir
Francis Dubost á að líkingin um spegil og óskýra spegilmynd hæfi þessu verki einkar vel, sbr.
sífelldar spurningar Percevals sem „sér“ en „veit“ ekki alltaf hvað það er sem hann sér. Þetta eigi
líka við um lesendur og sé vísvitandi gert af hálfu höfundar.
38 Daniel Poirion, „Perceval ou le Conte du Graal. Notice“, bls. 1300–1301.
Milli mála 26.4.2010 14:23 Page 70