Milli mála - 01.01.2013, Blaðsíða 77
77
Tafla 1. Mannfjöldabreytingar á Íslandi 1959–2013. Ríkisfang (Hagstofa Íslands 2013).
Íbúar Íslenskt ríkisfang % Erlent ríkisfang %
1959 176.500 174.000 98,5 2.500 1,5
1989 252.000 247.000 98,1 5.000 1,9
1999 275.500 269.000 97,6 6.500 2,4
2009 319.500 295.000 92,4 24.500 7,6
2013 322.000 300.500 93,3 21.500 6,7
Á vef Hagstofu Íslands (2013) eru ekki aðgengileg gögn um móður-
mál innflytjenda en aftur á móti er hægt að sjá ríkisfang þeirra og
fæðingarland. Slíkar upplýsingar geta gefið sterkar vísbendingar
þótt þær sýni vitaskuld ekki með vissu hvaða tungumál er um að
ræða. Hvað varðar tölurnar um íslenska ríkisborgara þarf að hafa í
huga að í þeim hópi hefur þeim fjölgað mjög sem ekki eiga íslensku
að fyrsta máli. Því er hlutfall íbúa með íslensku að móðurmáli
áreiðanlega nokkuð lægra en sem nemur tölunum um íslenskt ríkis-
fang í Töflu 1.
Ef við leyfum okkur, þrátt fyrir ofangreinda fyrirvara, að álykta
um erlent móðurmál út frá tölum um ríkisfang er, sem fyrr segir,
enginn vafi á því að pólska er langalgengasta fyrsta mál innflytj-
enda; líklega um 9.400 íbúa á Íslandi. Álíka tala er gefin upp hjá
Hagstofunni um Pólland sem fæðingarland innflytjenda. Mjög
líklega eiga vel á annað þúsund manns á Íslandi litháísku að móður-
máli. Litháískir ríkisborgarar á Íslandi eru árið 2013 hátt í 1.600
talsins. Um 1.400 íbúar eiga Litháen að fæðingarlandi.3 Ef lagðar
eru saman tölur um bandarískt, breskt, ástralskt, nýsjálenskt, kan-
adískt, suðurafrískt og írskt ríkisfang mætti álykta að meðal inn-
flytjenda á Íslandi væru það um 1.500 manns sem ættu ensku að
móðurmáli. Sé litið á tölur um fæðingarland íbúa á Íslandi sést þó
t.d. að miklu fleiri eru fæddir í Bandaríkjunum (1.967 manns
2013) heldur en þeir sem hafa bandarískt ríkisfang og búa á Íslandi
(586 manns). Ekki er ólíklegt að mörg börn íslenskumælandi for-
3 Rétt er að nefna að árin 2000–2001 höfðu 83,5% litháískra ríkisborgara etnískan litháískan bak-
grunn, skv. Hogan-Brun, Ozolins, Ramonienė og Rannut (2008: 67) svo að ekki má leggja ríkis-
fang og fyrsta mál að jöfnu nema reikna með allt að 16,5% skekkju.
ARI PÁLL KRISTINSSON