Milli mála - 01.01.2013, Blaðsíða 327
327
Ungverjar, sem voru mjög stríðsglaðir bardagamenn, létu sér nægja
að láta andstæðingana biðjast vægðar. Þegar óvinirnir höfðu viður-
kennt ósigur sinn leyfðu Ungverjarnir þeim að fara án þess að gera
þeim mein og án lausnargjalds nema í mesta lagi að láta þá lofa því
að fara ekki aftur með vopnum gegn sigurvegurunum.
Við höfum ýmsa yfirburði framyfir óvini okkar sem tilheyra
okkur ekki, en hafa verið fengnir að láni. Það er eiginleiki burðar-
mannsins en ekki hugrekkis að hafa sterkari handleggi og fótleggi;
gott atgervi er dauðlegur og líkamlegur eiginleiki; það er lán að
óvinur okkar hrasar eða sólin blindar hann; það felst bæði list og
þekking í því að vera góður í skylmingum og getur fyrirfundist hjá
einskis nýtum heigli. Virðing og gildi manns er í hjarta hans og
viljastyrk: þar liggur hans sanni heiður; hreysti er einurð hugrekk-
isins og sálarinnar, ekki fóta og handa; hún felst ekki í gildi reið-
skjótans eða vopnanna heldur okkar sjálfra. Sá sem dettur en missir
ekki kjarkinn, „si succiderit, de genu pugnat“,16 sá sem missir ekkert af
sjálfstrausti sínu þótt hann eigi á hættu að deyja innan skamms,
sem horfir enn á óvin sinn, ákveðinn og fullur fyrirlitningar, þegar
hann gefur upp andann, er sigraður en ekki af okkur heldur af
gæfunni; hann er drepinn, ekki sigraður.
Þeir djörfustu eru stundum þeir ólánsömustu.
Þess vegna getur meiri sigur falist í glæstum ósigri en sigri.
Þessir fjórir sigrar, þeir fegurstu sem sólin hefur augum litið, í
Salamínu, Plateu, Mýkale og Sikiley, hafa aldrei dirfst að mæla dýrð
sína við dýrðarljóma ósigurs Leonídasar konungs og manna hans við
Laugaskörð.
Hver hefur nokkru sinni steypt sér í glötun af meiri dýrðarþrá
og sigurvon en Ískolas foringi? Hver hefur hugað af meiri nákvæmni
og snilld að öryggi sínu en hann að eyðileggingu sinni? Honum var
falið að standa vörð um fjallaskarð í Pelópsfjöllunum gegn
Arkadíumönnum. Hann var gersamlega ófær um það vegna stað-
hátta og liðsmunar og hann dró þá ályktun að allir sem færu and-
spænis óvinunum ættu ekki afturkvæmt; hins vegar, þar sem hann
taldi fyrir neðan virðingu sína og göfuglyndi þess sem væri frá
Lakedaímón að rækja ekki skyldu sína þá fór hann meðalveginn
16 Seneka, De la Providence, II, vi: „Ef hann dettur, berst hann á hnjánum.“
MICHEL DE MONTAIGNE