Milli mála - 01.01.2013, Blaðsíða 319
319
MICHEL DE MONTAIGNE
Svo virðist sem hreyfingar eigi sér stað, sumar náttúrulegar,
aðrar ákafari, í þessum stóru líkömum eins og í okkar. Þegar ég
virði fyrir mér eyðinguna sem blessuð Dordogne-áin hefur valdið í
minni tíð, við hægri bakkann á leið sinni til sjávar, og sé hversu
mikið land hún hefur lagt undir sig á tuttugu árum og tekið með
sér marga húsgrunna þá átta ég mig á því að þetta eru óvenjumikl-
ar hræringar vegna þess að hefði hún alltaf hagað sér á þennan hátt
eða gerði það í framtíðinni væri ásýnd heimsins gjörbreytt. En
árnar taka breytingum: stundum breikka þær öðrum megin, stund-
um hinum megin, stundum halda þær sig innan bakka sinna. Ég er
ekki að tala um skyndileg flóð sem við kunnum skýringar á. Í
Médoc, meðfram sjónum, getur bróðir minn, Herrann af Arsac, séð
eitt landa sinna hulið sandi sem sjórinn hefur kastað upp á land.
Enn má sjá nokkra húsmæni; tekjur hans og landareignir hafa
rýrnað svo um munar. Íbúarnir segja að um hríð hafi sjórinn teygt
sig svo kröftuglega í átt til þeirra að þeir hafi misst fjórar mílur
lands; þessir sandar séu fyrirboðar hans; og við sjáum stórar kvik-
syndisöldur, sem gengið hafa hálfa mílu upp á land, á undan haf-
inu.
Hinn vitnisburð fornaldar, sem þessi landafundur er gjarnan
tengdur, er að finna hjá Aristótelesi, það er að segja ef þetta litla
kver Af fáheyrðum furðum er eftir hann. Þar segir hann að sumir
Karþagóbúar hafi siglt af stað út á Atlantshafið frá Gíbraltarsundi
og eftir langa siglingu hafi þeir loks komið að stórri og gróðursælli
eyju, sem var alþakin skógi og nærð af breiðum og djúpum ám,
langt frá öllum meginlöndum, og að þeir og síðan aðrir í kjölfarið
hafi farið þangað með konum sínum og börnum, þar sem þeir
hrifust af gæðum og frjósemi landsins, og komið sér þar fyrir. Þegar
herrarnir í Karþagó sáu að land þeirra var smátt og smátt að tæmast
lögðu þeir blátt bann við því að fleiri færu til eyjunnar og lá dauða-
refsing við því að rjúfa það bann, og ráku þeir nýju íbúana í burtu
en sagt er að þeir hafi óttast að með tímanum ætti þeim eftir að
fjölga svo mikið að þeir yrðu fleiri en Karþagóbúar og legðu ríki
þeirra í rúst. Þessi frásögn Aristótelesar á heldur ekki við okkar nýju
lönd.
Þessi maður sem var hjá mér var einfaldur og óheflaður og það
er einmitt skilyrði þess að geta sagt satt og rétt frá því að fágað fólk