Milli mála - 01.01.2013, Side 322
322
lag okkar gæti viðhaldist með svo lítilli þekkingu og samstöðu.
Þetta er þjóð, segði ég við Plató, sem þekkir ekki ráðabrugg, hefur
enga þekkingu á bókum, ekkert vit á tölum, ekkert orð yfir dómara
né stjórnmálayfirvald, engar venjur um vinnumennsku eða ánauð,
ríkidæmi eða fátækt, enga samninga, engar erfðir, enga skiptingu,
enga iðju nema til ánægju, enga virðingu fyrir skyldleika öðrum en
almennum skyldleika, engin klæði, engan landbúnað, enga málma,
enga notkun víns eða hveitis. Orðin fyrir ósannindi, svik, fals,
nirfilshátt, öfund, baktal og fyrirgefningu eru óþekkt. Hversu langt
frá þessari fullkomnun myndi Plató þykja lýðveldið sem hann
ímyndaði sér: „viri a diis recentes“.10
Hos natura modos primum dedit.11
Auk þess búa þeir í þægilegu landi þar sem loftslag er milt og eftir
því sem vitnin mín hafa sagt mér er sjaldgæft að rekast þar á sjúkan
mann og þau hafa fullyrt að þau hafi ekki séð neinn mann skjálf-
andi, voteygan, tannlausan og hokinn af elli. Þeir hafa komið sér
fyrir við ströndina, umluktir háum og miklum fjöllum og milli
fjalls og fjöru eru um það bil 100 mílur. Þarna er gnægð fiskjar og
kjöts, sem líkist ekkert því sem við erum vön, og þeir borða það án
annarrar matreiðslu en að sjóða það. Fyrsti maðurinn sem kom til
þeirra á hestbaki olli svo mikilli skelfingu hjá þeim að þeir drápu
hann með örvum áður en þeir áttuðu sig á því að hann hafði oft lagt
leið sína til þeirra. Híbýli þeirra eru löng og geta hýst tvö til þrjú
hundruð sálir, þakin barkarræmum stórra trjáa sem festar eru við
jörðina öðrum megin en topparnir mætast og hallast hver að öðrum
eins og í sumum af hlöðunum okkar þar sem þakið nær alveg niður
á jörð og kemur í stað hliðarveggs. Þeir nota við sem er svo harður
að hægt er að skera með honum og gera úr honum sverð og rist til
þess að elda mat sinn á. Rúm þeirra eru úr bómullarefni og hanga
við þakið, eins og í skipunum okkar, og hver á sitt rúm vegna þess
að konurnar sofa ekki hjá mönnum sínum. Þeir fara á fætur við
sólarupprás og borða strax og dugir sá matur allan daginn þar sem
þeir útbúa ekki aðra máltíð. Þegar þeir borða drekka þeir ekki neitt,
10 Seneka, Lettres, XC: „Menn nýkomnir úr höndum guðanna.“
11 Virgill, Géorgiques, II, 20: „Þetta eru fyrstu lög náttúrunnar.“
AF MANNÆTUM