Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Á formannafundi ASÍ í gærmorgun,
þar sem farið var yfir forsendur
kjarasamninganna síðan í vor, kom
fram hörð gagnrýni á efndir ríkis-
stjórnarinnar gagnvart samningun-
um. Forseti ASÍ segir ríkisstjórnina
á skilorði í atvinnumálum. Fara á yfir
forsendurnar næstu daga og vikur og
á því að vera lokið 20. janúar.
Meðal forsendna fyrir samningun-
um voru ákvæði um aukinn kaupmátt
launa, að gengi krónunnar styrktist,
stöðugleiki í verðlagi og að stjórnvöld
standi við yfirlýsingu sína um at-
vinnu, efnahags-, og félagsmál.
„Þær forsendur sem lágu til
grundvallar kjarasamningnum og
snúa að atvinnurekendum ganga eft-
ir og að sumu leyti meira en það.
Kaupmáttur eykst meira en við gerð-
um ráð fyrir, eða um 4% á þessu ári,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ. „Það kann að einhverju leyti að
tengjast því að eingreiðslur voru
metnar inn í samningana. Eftir að við
sömdum í maí hefur takturinn í verð-
bólgunni lækkað mjög mikið,“ segir
Gylfi. Hann segir allar hagspár gera
ráð fyrir að verðbólga hjaðni á næsta
ári. „Þannig að við getum sagt að á
milli okkar og atvinnurekenda er
ekkert tilefni til viðbragða. Það hefur
allt gengið eftir sem við sömdum um.
En öðru máli gegnir um ríkisstjórn-
ina,“ segir Gylfi ,„Það er engin laun-
ung á því að það skortir verulega á að
það hafi verið staðið við þau fyrirheit
sem voru gefin. Sumt af því ætti að
vera komið fram og kom fram mikil
gremja á fundinum vegna þess.“
Sitja uppi með skerðingar
Gylfi segir að skattlagning á lífeyr-
issjóðina sé eitt þeirra atriða sem
ASÍ-fólki þyki miður. „Skattlagning
á lífeyrissjóðina er eitthvað sem fer
algerlega fyrir brjóstið á mínu fólki.
Ríkisstjórnin var með fyrirheit að
jafna upp á við og treysta stöðu okkar
lífeyrisþega. En í staðinn sitjum við
uppi með skerðingar sem fela í sér að
ef ekki verður brugðist við muni rétt-
indi minnka,“ segir Gylfi. „Hækkun
bóta og almannatrygginga er ekki í
neinu samræmi við það sem fyrirheit
voru gefin um. Þetta eru atriði sem
eru mjög sár og snerta þá félaga okk-
ar sem bera minnst úr býtum.“
Gylfi segir að ASÍ gagnrýni það
sem hann kallar skort á framgöngu í
atvinnumálum. „Auðvitað er óljóst
hvað af því sem lofað var, hefði getað
verið orðið að veruleika núna hálfu
ári eftir samningana. Engu að síður
átti að vera komin fram skýrari
stefnumörkun, aðgerðaráætlun og
hagvaxtaráætlun, sem hefur ekki lit-
ið dagsins ljós. Hún átti að liggja fyr-
ir fyrir sumarleyfi. En menn gáfu
frest til áramóta til að vinna úr
þessu.“
Engin rammaáætlun
Gylfi segir ASÍ ennfremur gagn-
rýna að rammaáætlun um virkjanir
sé ekki komin fram, en þingsályktun-
artillögu þess efnis hefði átt að leggja
fram fyrir áramót. „Við höfum enga
skýringu fengið á þessu en við mun-
um leita svara.“
„Við teljum að þó að það eigi ekki
að slaka neitt á í mikilvægi þess að ná
tökum á ríkisfjármálunum hljóti for-
gangur hagstjórnar að vera hagvöxt-
ur og fjölgun starfa. Það er alveg
klárt að næstu kosningar munu snú-
ast um atvinnumál og störf. Þessi rík-
isstjórn er einfaldlega á skilorði hvað
það varðar.“
Önnur túlkun ráðherra
Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins sem á aðild
að ASÍ, segist lítið geta sagt um stöðu
mála. Nú þurfi hann og aðrir for-
menn félaganna að ráða ráðum sínum
með félagsmönnum sinna félaga.
Hann segir að ráðherrar hafi viljað
túlka samkomulag um hækkun líf-
eyris með öðrum hætti en verkalýðs-
hreyfingin telur að samningar kveði á
um. „Við viljum meina að hann hafi
átt að hækka um 11.000 krónur 1.
febrúar, en þeir ætla að hækka um
5.500,“ segir Björn.
Segir ríkisstjórnina á skilorði
Formenn funda og gagnrýna efndir vegna kjarasamninga Forseti ASÍ: Næstu kosningar munu
snúast um atvinnumál Verulega skortir á fyrirheit að mati ASÍ Ágreiningur um hækkun lífeyris
Gylfi
Arnbjörnsson
Björn
Snæbjörnsson
Næst munu formenn aðild-
arfélaga ASÍ funda 19. janúar,
en endurskoðun kjarasamning-
anna á að vera lokið hinn 20. Í
millitíðinni kynna formenn að-
ildarfélaganna niðurstöður
fundarins fyrir sínum félags-
mönnum og samninganefnd ASÍ
fundar með ríkisstjórninni.
„Það er ljóst að það er for-
sendubrestur í okkar samningi
og það er verkefni samninga-
nefndarinnar að vinna úr því,
annaðhvort með samningi eða
hugsanlegri uppsögn,“ segir
Gylfi. Hann segir að nýlegar
breytingar á skipan ríkisstjórn-
arinnar bendi til þess að stjórn-
in hafi vilja til að koma til móts
við gagnrýni ASÍ. „Ég treysti því
að ríkisstjórnin sé að setja sig í
þær stellingar að fylgja þessu
betur eftir.“
Forsendu-
brestur
FUNDA NÆST 19. JANÚAR
Morgunblaðið/Golli
Kalt í Reykjavík en nú hlýnar
Vetur hafa verið tiltölulega mildir síðustu árin hér á landi og fólk orðið
góðu vant. En kuldi, óvenjumikill snjór og hálka hafa þjakað marga íbúa
höfuðborgarsvæðisins að undanförnu þótt skíðamenn hafi fagnað. Spáð er
hláku næstu daga en gæti orðið byljótt á mánudag. »13
Skannaðu kóðann
til að lesa viðtal
við Gylfa Arn-
björnsson á mbl.is
ÚTSALA
38
ÞREP
Laugavegi 49 / sími 561 5813
Sigurður Bjarnason frá Vigur,
fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs-
ins, alþingismaður og sendiherra,
lést í Reykjavík í gær, 96 ára að
aldri. Hann fæddist 18. desember
1915 í Vigur í Ögurhreppi í Norð-
ur-Ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans
voru Björg Björnsdóttir húsmóðir
og Bjarni Sigurðsson, bóndi og
hreppstjóri.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1936,
lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands
1941 og einnig stundaði hann
framhaldsnám í lögfræði í Cam-
bridge á Englandi 1945. Á háskóla-
árunum stofnaði Sigurður Félag
andnasista.
Sigurður hóf störf á Morgun-
blaðinu 1941 og starfaði þar um
nær 30 ára skeið, fyrst sem blaða-
maður, síðan stjórnmálaritstjóri
og loks ritstjóri frá 1956 til 1970.
Sigurður var kjörinn alþing-
ismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Norður-Ísafjarðarsýslu 1942 til
1959 og í Vestfjarðakjördæmi 1959
til 1970. Hann var forseti neðri
deildar Alþingis 1949 til 1956 og
1963 til 1970, 2. varaforseti neðri
deildar 1946 til 1949 og 1. varafor-
seti efri deildar 1959.
Sigurður kveður síðastur þeirra
sem áttu sæti á Alþingi við lýðveld-
isstofnunina 1944. Þá var hann
yngstur þingmanna, 28 ára gamall.
Sigurður lýsti lýðveldisstofnuninni
í viðtali við Gísla Sigurðsson í
Morgunblaðinu á 50 ára afmæli
lýðveldisins 1994.
„Eins og aðrir í mínum þing-
flokki var ég hraðskilnaðarmaður.
Danmörk var hernumin og engir
vissu hverjar lyktirnar yrðu. Við
vorum á einu máli um að fresta
ekki aðskilnaði og lýðveldis-
stofnun.
Allir vita hvernig þjóð-
aratkvæðagreiðslan fór og allt í
einu er runnin upp þessi stóra
stund í slagviðrinu á Þingvöllum.
Það var tvímælalaust stærsti at-
burðurinn á mínum stjórn-
málaferli,“ sagði Sigurður. Þegar
hann var spurður hvort eitthvað
einstakt við lýðveldisstofnunina
væri honum ofar í huga en annað
svaraði Sigurður. „Mér er í raun-
inni minnisstæðastur fögnuður
fólksins.“
Að lokinni þingmennsku gerðist
Sigurður sendiherra. Hann var
sendiherra í Danmörku 1970 til
1976, í Bretlandi 1976 til 1982 og
jafnframt á Írlandi, í Tyrklandi,
Nígeríu, Hollandi og í Kína og var
fyrsti sendiherra Íslands þar. Sig-
urður starfaði í utanríkisráðuneyt-
inu í Reykjavík 1982 til 1985, var
sendiherra á Kýpur frá 1983 og í
Túnis og Indlandi frá 1984 með að-
setur í Reykjavík.
Sigurður gegndi fjölmörgum
öðrum trúnaðarstörfum um ævina.
Hann var m.a. formaður Blaða-
mannafélags Íslands 1957 til 1958
og formaður Norræna blaða-
mannasambandsins sömu ár. Sig-
urður átti sæti í Norðurlandaráði
1953 til 1959 og 1963 til 1970, var
formaður Íslandsdeildar og einn af
forsetum ráðsins 1953 til 1956,
1958 til 1959 og 1963 til 1970. Hann
sat á Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna 1960 til 1962.
Sigurður fékk margar við-
urkenningar. Meðal annars heið-
ursmerki vegna endurreisnar lýð-
veldisins 1944 og Stórriddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu með
stjörnu.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar
er Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari.
Þau eignuðust tvö börn, Hildi
Helgu og Ólaf Pál sem lifa föður
sinn.
Morgunblaðið sendir fjölskyldu
Sigurðar heitins innilegar sam-
úðarkveðjur og þakkar langa sam-
fylgd og trausta vináttu.
Sigurður Bjarnason frá
Vigur, fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ritstjóraárin Sigurður Bjarnason var ritstjóri Morgunblaðsins 1956-70.
Andlát