Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 39
Brandon Flowers, forsprakki
hljómsveitarinnar The Killers,
greindi frá því nýverið í viðtali á
BBC Radio 1 að hljómsveitin muni
senda frá sér nýja plötu á þessu ári.
Um verður að ræða fjórðu breið-
skífu sveitarinnar en henni hefur
ekki verið gefið nafn. Flowers neit-
ar að gefa upp nákvæma dagsetn-
ingu en sagði að hann væri mjög
spenntur fyrir því að fá alla með-
limina aftur saman að framkalla
smá hávaða.
Hann segir að nýja platan verði
öðruvísi en fyrri þrjár plöturnar,
Hot Fuss, Sam’s Town og Day &
Age en sú síðastnefnda kom út árið
2008. „Við viljum ekki búa til ’Hot
Fuss 2’, ’Sam’s Town 2’ eða ’Day &
Age 2’. Við tökum kannski það
besta af þeim öllum og gerum það
sem við kunnum að gera.“
Trommarinn Ronnie Vannucci
hefur áður látið hafa eftir sér að
þeir félagarnir væru búnir að semja
frábær Killers-lög.
Reuters
The Killers Ný plata væntanleg í ár.
Ný plata vænt-
anleg frá The Kill-
ers á þessu ári
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
MY WEEK WITH MARILYN KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 6.45 - 9 - 10 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 6 L
JACK AND JILL KL. 10.20 L
ÆVINTÝRI TINNA KL. 5.40 - 8 7
THE SITTER KL. 8 - 10 14
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 6 - 9 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 6 L
TINKER TAILOR SOLDIER SPY KL. 5.20 - 8 - 10.40 16
TINKER TAILOR SOLDIER SPY LÚXUS KL. 5.20 -8 -10.40 16
THE SITTER KL. 6 - 8 - 10 14
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.50 - 8 -9 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 - 5.50 L
STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 3.40 L
ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 L
TILNEFND TIL
3 GOLDEN GLOBE
VERÐLAUNA,
M.A BESTA MYNDIN
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
TINKER,TAYLOR,SOLDIER,SPY Sýnd kl. 7 - 10
MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 7 - 10
GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO Sýnd kl. 10
THE SITTER Sýnd kl. 8
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 4 (700kr.) - 6
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 4 (950kr.)
ARTÚRBJARGARJÓLUNUM 3D Sýnd kl. 4 (950kr.)
TOM CRUISE, SIMON PEGG,
PAULA PATTON OG JEREMY RENNER
Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
88/100
-CHICAGO SUN TIMESH.S.S. - MBL
HHH
ÍSLENSKT
TAL
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
ÍSLENSKT
TAL
ÍSLENSKT
TAL
Ljósvakaljóð, stuttmyndahátíð
unga fólksins, óskar eftir stutt-
myndum og handritum frá ungum
kvikmyndagerðarmönnum á aldr-
inum 15-25 ára.
Hátíðin verður haldin í sjötta
skiptið þann 28. janúar í Bíó Para-
dís en í tilkynningu segir að hátíðin
hafi fest sig rækilega í sessi sem
helsti vettvangur fyrir unga kvik-
myndagerðarmenn til að koma
verkum sínum á framfæri og tengj-
ast þekktum íslenskum kvikmynda-
gerðarmönnum.
Keppt verður í tveimur aldurs-
flokkum í stuttmyndakeppninni,
15-20 ára og 21-25 ára. Veitt verða
50.000 króna peningaverðlaun fyrir
bestu mynd að mati dómnefndar í
hvorum flokki. Þá verða veitt
20.000 króna peningaverðlaun fyrir
besta frumsamda stuttmyndahand-
ritið.
Nánari upplýsingar um hátíðina,
fyrirkomulag og reglur má finna á
vefnum www.ljosvakaljod.is.
Óska eftir
myndum á
Ljósvakaljóð
Morgunblaðið/Golli
Bíó Paradís Ljósvakaljóð í janúar.
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson mun
næsta haust halda til Súrínam í Suður-Ameríku
og dvelja í nokkra mánuði. „Ég hitti mann sem er
framkvæmdastjóri Súrínam-tvíæringsins sem
verður haldinn í fyrsta skipti eftir 2 ár. Hann hafði
kynnt sér myndlistina mína og fannst ég tilvalinn
til að taka þátt. Hann bauð mér að koma til Súrí-
nam og vera í a.m.k. 3-4 mánuði.“
Snorri segir að sér verði útvegað hús og bátur
auk manns sem siglir með Snorra hvert sem hann
vill fara. „Svo mun ég fá hjálp frá allsberum ind-
jánum í frumskógi, eins mörgum og ég vil.“ Hann
segist þessa dagana vera að leggja hausinn í bleyti
um hvað hann ætli að gera þegar út er komið.
„Þetta er ótrúlegt tækifæri, ekki síst þar sem öll
augu myndlistarheimsins munu verða þarna. S-
Ameríka er að verða helsti suðupunktur í mynd-
list þannig að þetta er mjög spennandi.“
Ýmsar súrrealískar hugmyndir í pottinum
Snorri heldur út í október og blaðamaður spyr
hvort hann komi þá ekki heim í byrjun árs 2013.
„Ef ég kem til baka. Ég læt lífið bara ráða ferð-
inni,“ segir hann. „Það er sjaldan sem maður fær
svona tækifæri, þar sem maður getur fengið 100-
300 sjálfboðaliða að vinna með. Ég hef áhuga á að
búa til stóran minnisvarða og það verður það sem
ég fer af stað með. Eins hef ég áhuga á að búa til
kvikmynd í fullri lengd og ég er með ýmsar súr-
realískar hugmyndir í pottinum.“
Snorri er búsettur í Antwerpen í Belgíu og seg-
ir flutningana hafa gefið sér tækifæri til að endur-
skoða ýmislegt og skoða í skissubókina. „Það hef-
ur verið hálfgerð vörutalning hjá mér. Ég er að
taka upp hugmyndir sem ég hafði verið að vinna
fyrir hrun. Ég er t.d. ennþá að vinna að verkinu
sem ég fór af stað með rétt fyrir hrun, vídeóverki
með líki. Ég setti það á bið en það er verkefni sem
ég tel mig verða að gera og hef mikla löngun til að
klára. Hver veit nema það takist í Súrínam.“
Geimverur á Amazon-fljóti
Hann segir að þegar til Súrínam sé komið muni
hann eflaust nota tækifærið og ferðast aðeins um
álfuna. „Ég á örugglega eftir að ferðast um Ama-
zon-fljót. Nokkrum dögum áður en ég fékk boðið
um að fara til Súrínam dreymdi mig draum um að
ég væri að sigla á Amazon og komst í samtal við
geimverur,“ segir Snorri.
„2012 er náttúrulega árið, hver veit nema mið-
punkturinn á því sem er að fara að breyta heim-
inum sé akkúrat í Súrínam.“ Blaðamaður tekur
það loforð af Snorra að hann hringi og láti vita af
því, hitti hann fyrir geimverur.
Snorri á leið til Súrínam
Fær hjálp frá allsberum
indjánum í frumskógi
Morgunblaðið/Ómar
Snorri Ásmundsson Heldur til Súrínam í haust og mun dvelja þar í nokkra mánuði. „Þetta er ótrúlegt
tækifæri, ekki síst þar sem öll augu myndlistarheimsins munu verða þarna,“ segir hann.