Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
✝ Sesselja GuðrúnÞorsteinsdóttir
(Deddý) fæddist 15.
janúar 1936. Hún
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 28. des-
ember 2011.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Jóns-
dóttir, saumakona,
f. 14. júní 1902, d.
19. desember 1975,
og Þorsteinn Ein-
arsson, skipstjóri, f. 29. júní
1904, d. 18. mars 1991. Sesselja
Guðrún giftist 27. febrúar 1954
Einari Emil Finnbogasyni, blikk-
smíðameistara, f. 24. febrúar
1934. Börn þeirra
eru: 1) Guðrún Ásta
Einarsdóttir, f. 1954,
maki Gísli Sverr-
isson, f. 1951. Dætur
hennar eru Bryndís
Björk, f. 1977, Ey-
rún Ösp, f. 1983 og
Hildur, f. 1986 og
sonur Gísla er
Hjálmar, f. 1976. 2)
Ómar Einarsson, f.
1958, maki Svanlaug
Rósa Finn-
bogadóttir, f. 1958. Börn þeirra
eru Helga Guðmundsdóttir, f.
1982, Finnbogi, f. 1990 og Ómar
Svan, f. 1994. 3) Viðar Einarsson,
f. 1959, maki Auður Ásdís
Markúsdóttir, f. 1962. Börn
þeirra eru Einar Rafn, f. 1982,
Tinna, f. 1986 og Stefán Örn, f.
1990. 4) Örn Einarsson, f. 1967,
maki Karólína Pétursdóttir, f.
1968. Dætur þeirra eru Hanna
Margrét, f. 1993 og María Ósk, f.
1998. Barnabarnabörn Sesselju
Guðrúnar eru sjö talsins. Sess-
elja Guðrún ólst upp í Hafn-
arfirði hjá móður sinni. Ung að
árum dvaldi hún oft hjá fóstur-
foreldrum móður sinnar í Vest-
mannaeyjum og hafði alla tíð
sterkar taugar þangað. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Flensborg-
arskóla í Hafnarfirði árið 1953.
Á yngri árum vann hún hin ýmsu
störf, en eftir að börnin fæddust
helgaði hún sig uppeldi þeirra.
Lengst af bjuggu þau hjón í
Hrauntungu 33, Kópavogi.
Sesselja Guðrún verður jarð-
sungin frá Fella- og Hólakirkju í
dag, 6. janúar 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Sjáumst í sumarlandinu góða
og guð geymi þig. Þetta eru síð-
ustu orðin sem ég sagði við elsku-
lega tengdamóður mína rétt áður
en hún yfirgaf þetta líf. Við and-
artak sem þetta gerir maður sér
ljóst hversu stutt er á milli lífs og
dauða og hve dýrmætur tíminn
sem við höfum hér er.
Maður gerir sér líka grein fyrir
því hvað það eru margir hlutir sem
maður lærir af þeim sem eru sam-
ferða manni í gegnum lífið.
Deddý tengdamóðir mín var
ótrúleg kona. Þeir eru ófáir hlut-
irnir sem ég hef verið svo heppin
að læra af henni í gegnum tíðina.
Taka slátur, baka, og sauma út svo
eitthvað sé nefnt. Við áttum alltaf
alveg sérstakar stundir í Hraun-
tungunni svona rétt fyrir jól. Við
Deddý náðum einhvern veginn að
efla jólaandann í hvor annarri.
Desember var alltaf yndislegur og
skemmtilegur. Hálfmánar og lag-
tertur voru fastir liðir en einhvern
veginn endaði það samt alltaf
þannig að hún bakaði terturnar og
gaf mér svo fyrir jólin.
Þegar maður hugsar svona til
baka þá rifjast upp fyrir manni svo
margar góðar stundir. Allar ferð-
irnar til Einars og Deddýjar upp í
bústaðinn þeirra sem er þeirra
annað heimili.
Bústaðurinn er alltaf opinn öll-
um í fjölskyldunni og stelpurnar
okkar Arnar elska að fara þangað.
Amma Deddý alltaf tilbúin með
heimabakað bakkelsi, rækjusalat
og smurt brauð. Það verður skrýt-
ið að koma þangað og engin Deddý
sem tekur á móti manni á pallin-
um.
Elsku Einar, þinn missir er
mestur. Þið Deddý eruð búin að
eiga yndislegt líf saman í 57 ár, það
er ekki öllum gefið. Bið Guð um að
gefa þér styrk til að takast á við
sorgina.
Elsku Deddý mín, minning þín
lifir og ég er sannfærð um að við
hittumst seinna á betri stað, í sum-
arlandinu fallega eða eins og við
flest köllum það, himnaríki.
Guð geymi þig
Þín tengdadóttir,
Karólína (Lina.)
Elsku amma Deddý
Nú hefur þú kvatt okkur eftir
erfið veikindi og ert laus við allar
þjáningar. Þú barðist sem sönn
hetja við ólæknandi sjúkdóm síð-
ustu ár og erfitt er að trúa að bar-
áttunni sé lokið. Við minnumst þín
með hlýju og söknuði, þökkum all-
ar góðu stundirnar með þér amma
mín og biðjum góðan Guð að
styrkja afa Einar. Við söknum þín
óendanlega mikið, elsku amma
Deddý.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Bogi og Ómar Svan.
Kveðjustundin er runnin upp og
eftir situr mikill söknuður í hjört-
um þeirra sem þekktu Sesselju
Guðrúnu, yndislegu ömmu mína
og langömmu barnanna minna.
Amma hefur verið stór hluti af
lífi mínu alveg frá upphafi. Hún
passaði mig frá þriggja mánaða
aldri þegar mamma fór að vinna
eftir stutt fæðingarorlof. Hún og
afi tóku mig oft með sér í bústað-
inn og þar átti ég margar góðar
stundir. Þegar ég svo flutti til Nor-
egs sem barn var amma alltaf í
góðum tengslum við okkur syst-
urnar. Hún sendi okkur góðgæti
frá Íslandi reglulega og heima-
prjónaðar peysur. Hún og afi
komu líka nokkrum sinnum að
heimsækja okkur og gáfu okkur
mikið með nærveru sinni. Mér er
sérlega minnisstæð ferð sem ég
fór alein til Íslands að heimsækja
ömmu og afa þegar ég var 11 ára
gömul. Þá bjó ég í góðu yfirlæti í
Hrauntungunni og það var sko
heldur betur stjanað við prinsess-
una. Mér fannst maturinn hjá
ömmu alltaf sérstaklega góður og
hún gerði heimsins bestu fiskiboll-
ur. Þegar ég var í háskólanámi bjó
ég í tæpt ár í kjallaranum hjá
ömmu og afa og kynntist ömmu al-
veg upp á nýtt. Við gátum talað um
allt milli himins og jarðar og sátum
báðar límdar við þáttinn Glæstar
vonir dag eftir dag. Í minningunni
eru þetta svo miklar gæðastundir
og þegar ég hugsa til samtalanna
sem við áttum hlæ ég innra með
mér. Það var þetta í fari ömmu
sem gaf svo mörgum svo mikið.
Hún var svo hrein og bein, svo ein-
læg og hreinskilin. Ég kunni svo
vel að meta þetta í fari hennar og
átti svo auðvelt með að trúa henni
fyrir hlutum. Eftir að ég fullorðn-
aðist og eignaðist börnin mín sýndi
hún þeim svo mikla væntumþykju
og okkur öllum svo mikla hlýju.
Hún var mest leið yfir því að geta
ekki passað fyrir okkur Kjartan
sökum þess hversu slöpp hún var
orðin. Hún barðist hetjulega við
þennan illvíga sjúkdóm og elsku-
legi afi minn stóð sem klettur við
hlið hennar þessi þungu ár.
Það fá engin orð lýst því hversu
vænt mér þykir um ömmu mína og
langömmu barna minna, hún var
algjör perla.
Við kveðjum þig með trega,
elsku amma og langamma en vit-
um jafnframt að þú ert friðinum
fegin, úr því sem komið var.
Ég kveiki á kertinu sem þú
gafst mér í jólagjöf á hverju kvöldi
og bið fyrir þér, bið fyrir því að þér
gangi vel að finna þína leið. Serían
með hekluðu bjöllunum lýsir líka
upp skammdegið hjá okkur, hún
er svo falleg og lýsir þér svo vel,
handbragðinu og þolinmæðinni.
Það er ekki til neins að gráta,
sagðir þú við mig rúmri viku áður
en þú kvaddir þennan heim, við
skulum frekar brosa yfir öllum
góðu minningunum.
Þegar maður fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
... í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Með virðingu og hlýju í hjarta
kveðjum við þig.
Bryndís Björk, Kjartan Már,
Dagur, Ásta Sesselja
og Birkir Már.
Elsku amma mín.
Þú hefur alltaf verið svo góð við
mig og alla í kringum þig. Ég man
alltaf eftir þeim tímum þegar ég
var lítil og kom í pössun til þín eftir
skóla. Sú minning sem er efst í
huga mér er þegar ég festi haus-
inn á svölunum hjá þér og þú
hringdir nánast á allt slökkviliðið
til þess að ná mér út. Einnig allar
aðrar stundir sem við áttum sam-
an. Núna hugsa ég mikið um sam-
tölin okkar sem við áttum, til
dæmis þegar ég kom annan hvern
föstudag að þrífa hjá þér og svo
spjölluðum við saman eftir það
með kakó og alls kyns gúmmelaði,
maður fór aldrei svangur heim frá
þér. Það var svo gaman að hlusta á
allar sögurnar frá þínum yngri ár-
um. Einnig töluðum við mikið um
fatahönnun og saumaskap. Ég er
ekki frá því að þetta áhugamál
hafi átt sér uppsprettu hjá þér þar
sem við vorum að sauma saman,
þú að sjálfsögðu að hekla eða
prjóna eitthvað rosalega flott
meðan ég saumaði útsaum.
Þú hefur kennt mér svo margt
og ég mun aldrei gleyma því.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Hanna Margrét.
Ég var 6 ára gömul þegar ég
kom inn í nýja fjölskyldu og eign-
aðist þá nýja ömmu og afa. Þau
tóku mér opnum örmum frá fyrsta
degi og alltaf litu amma Deddý og
afi Einar á mig sem eitt af barna-
börnum sínum. Fyrir það er ég af-
ar þakklát.
Amma var mjög gestrisin og
alltaf átti hún nóg til af sælgæti, ís,
kökum og fleiru góðgæti hvort
heldur sem var heima eða í sum-
arbústaðnum þeirra. Ég minnist
sérstaklega páskabingós stórfjöl-
skyldunnar í Kóngsgerði þar sem
amma var búin að fela lítil páska-
egg í öllum hugsanlegum skálum,
glösum, kertastjökum, húfum og
sófum. Okkur krökkunum fannst
mjög gaman þegar við fundum
eitt og eitt páskaegg á einhverjum
skemmtilegum stað þegar líða tók
á sumarið!
Amma var mikil hannyrðakona
og lék allt í höndum hennar hvort
heldur sem var prjóna- eða
saumaskapur, hekl eða annað
föndur. Margt fallegt liggur eftir
hana, til að mynda peysur, húfur,
teppi, kjólar, sokkar og vettlingar.
Undanfarin ár barðist amma
hetjulega við krabbameinið sem
að lokum hafði betur. Amma var
mikið jólabarn í sér, hlakkaði
ávallt mikið til jólanna. Hennar
ósk var að fá að halda jólin heima
og það tókst henni svo sannarlega.
Hún fékk alla fjölskylduna heim
til sín á jóladag eins og hennar var
siður þrátt fyrir mikil og erfið
veikindi.
Elsku amma, ég varðveiti
minninguna um þig á góðum stað í
hjarta mínu og veit að þú munt
vaka yfir okkur og vernda. Elsku
afi, megir þú öðlast styrk og kraft
til að takast á við þinn mikla missi
og söknuð vegna fráfalls ömmu
Deddýjar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Helga.
Elsku Deddý, núna þegar ég
kveð þig, kæra vinkona, eftir rúm-
lega 60 ára trausta vináttu, kemur
margt upp í hugann. En dýrmæt-
ast af öllu er að hafa átt þig sem
vinkonu í blíðu og stríðu. Góð voru
árin okkar í Hrauntungunni er við
vorum nágrannar. Dagleg sam-
skipti og gagnkvæm vinátta. Þar
bjuggum við þegar börnin okkar
voru að vaxa úr grasi. Það var gott
að búa með ungviðið í barnabæn-
um Kópavogi, á sjöunda og átt-
unda áratug síðustu aldar. Ung-
lingsárin okkar í Hafnarfirði
geyma margar góðar minningar.
Þar sórumst við í „bræðralag“ vin-
konurnar þrjár, ég þú og Jonný.
Það var 15. janúar 1950, á afmæl-
isdeginum þínum. Þessi sterku
vináttubönd hafa aldrei slitnað.
Þakka þér öll góðu árin, sem við
höfum átt yndislegar samveru-
stundir.
Elsku Deddý, það var falleg og
tregafull kveðjustundin okkar á
Þorláksmessu sl. við vissum allar
þrjár vinkonurnar, að þetta var
okkar hinsta kveðjustund.
Einari og afkomendum ykkar,
sendum við Gísli okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Elsku Deddý:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Þín vinkona,
Margrét Guðmundsdóttir
(Gréta).
Ævilöng vinátta er kvödd í dag,
en hlýjar minningar streyma fram
og lifa áfram og í þeim er alltaf sól
og hlátur. Við erum ungar á leið út
í lífið, fullar af kjarki og ást. Þar
mynduðust mörg sterk vináttu-
bönd á þessum árum, sem hafa
haldist út lífið. Og með aldrinum er
fátt dýrmætara en þessi vinátta,
sem skilur eingöngu eftir góðar
minningar af góðu fólki.
Deddý eins og hún var kölluð
alla tíð, hélt út í lífið með Einari
sínum og ég með Guðmundi. Við
byggðum okkur báðar hús á Holt-
inu í Hafnarfirði. Börnin komu.
Heimsóknir í milli og síminn
óspart notaður. Þegar Deddý og
Einar byggðu sér raðhús í Kópa-
vogi, breytti það engu um sam-
ganginn. Þau hjónin byggðu sér
fljótlega sumarbústað í Úthlíð og
varð það þeirra sælureitur og nutu
þau þess að nostra við bústaðinn,
hann að utan, en hún að innan, því
allt lék í höndunum á báðum og
varð þetta sannkölluð paradís
þeirra og allra gesta sem heim-
sóttu þau, en þau voru afar vina-
mörg. Naut ég oft gestrisni þeirra
og á margar góðar minningar það-
an. Fuglarnir í Úthlíð fengu líka
sinn skerf af umhyggju Deddýjar
og hændust að bústaðnum. Barna-
börnin elskuðu og dáðu ömmu
Deddý, sem og öll börn er kynnt-
ust henni. Börnin og fjölskyldna
var henni allt.
Eftir að veikindin ágerðust og
ferðunum fækkaði í Úthlíð, fékk
hún samt tækifæri í haust á að
kveðja sælureit sinn og var þakk-
lát fyrir.
Deddý var hæg, en fór sínu
fram, sterk og sá hlutina á raun-
sæjan hátt og gerði öllum gott. Í
veikindum sínum sýndi hún best
hve sterk persóna hún var og um-
hyggjan fyrir öðrum gekk fyrir.
Það var hún sem huggaði okkur
sem heimsóttum hana, full af
þakklæti yfir því góða lífi sem hún
hafði lifað, og þau Einar höfðu
deilt saman, barnaláni þeirra og
yndislegum barnabörnum.
Elsku Deddý mín, ég kveð þig,
ríkari að hafa átt þig fyrir vinkonu
gegnum lífið, ég mun sakna sam-
tala okkar og umhyggju þinnar,
sem einkenndi þig svo sterkt. Þú
munt áfram lifa í hjarta mínu,
elsku vinkona.
Ég sendi þér, kæri Einar, börn-
um og barnabörnum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Guð
blessi ykkur.
Jonný.
Sesselja Guðrún
Þorsteinsdóttir
Ragnar afi er lagð-
ur úr höfn … í hinsta sinn.
Það var t.d. ólýsanleg lífsreynsla
fyrir mig átta ára snáða að sigla
með afa skipstjóra á Brúarfossi til
Bandaríkjanna, borða alvöruham-
borgara, fara á söfn, skoða kastala,
fara í tívolí, drekka kók úr „bauk“,
hver dagur eins og í draumi.
Koma síðan aftur í Laugarnes-
hverfið og segja strákunum frá líf-
inu í Ameríku og allir sem hlusta
vildu fengu að súpa nokkra dropa
úr kókbauk, sem síðan var þveginn
og breytt í minjagrip.
Afi Ragnar var alvöruskipstjóri
algerlega í gegn, hann bar titilinn af
innlifun, hann hafði orðið það sem
hann dreymdi um sem lítinn strák á
Þingeyri. Hann hafði náð draumn-
um.
Amma og synirnir var þó það
sem gaf honum tilgang. Að fara
með ömmu á Camaro-sportbíl að
sækja afa niður á höfn var einstök
upplifun. Hún blikkaði ljósunum
Ragnar Ágústsson
✝ Ragnar JónÁgústsson fædd-
ist 12. september
1926 á Brekku í
Dýrafirði. Hann lést
19. desember sl.
Jarðarför Ragn-
ars fór fram frá Sel-
tjarnarneskirkju
fimmtudaginn 29.
desember 2011.
hann svaraði með
blikkandi kösturun-
um á brúarvængn-
um, hún flautaði,
hann flautaði, síðan
sveif amma upp
landganginn inn í
faðm afa … mögnuð
rómantík.
Amma var skip-
stjórinn í landi, afi
missti skipstjóra-
réttindin um leið og
hann steig í land, hún lagði hann í
Rauðalækshreiðrið sitt þar sem
hann gat notið þess að vera í landi.
Afi missti mikið þegar amma
Gulla fór óvænt, hann missti ástina
sína, hann missti tilganginn og sá
vart glaðan dag eftir það.
Það hlýjar manni um hjartaræt-
urnar að finna hvernig amma Gulla
tekur á móti afa er hann leggur að
hinum megin. Hún blikkar, hann
blikkar …
Hrafn Aðalsteinn Ágústsson.
Ragnar bróðir minn var hetja. 15
ára hringdi hann til skipstjóra á
Patreksfirði og réðst til hans í
skipsrúm. Þegar mamma kom
heim frá því að flaka fisk í Íshúsinu
á Þingeyri, sá hún ferðatösku með
fötum elsta barnsins síns á gólfinu.
Hún sagði ekkert, vissi að það
þýddi ekki, þekkti eigið skap í syn-
inum.
Nokkrum árum seinna kom
Ragnar til Þingeyrar á Goðafossi.
Á hafskipabryggjunni var marg-
menni að fagna nýju fleyi. Bað skip-
stjórinn skipverja að hylla þorps-
búa með þreföldu húrrahrópi. Ég
var heilluð af dýrðinni á skipinu,
ekki síst bróður mínum, hrópaði
hátt og snjallt „húrra“, en brá, þeg-
ar enginn á bryggjunni tók undir
með mér.
Margt fallegt sendi Ragnar mér,
eftir að hann lagðist í siglingar.
Þótt hann hefði um tíma verið að
hugsa um að læra til kokks, lauk
hann prófi frá Sjómannaskólanum
með góðum vitnisburði. Friðrik V.
Ólafsson, skólastjóri, sagði við
hann: „Þér eruð svo mikill tungu-
málagarpur, Ragnar, að það er
ómögulegt að greina hvort þér eruð
Íslendingur, Dani eða Englending-
ur!“
Hann hafði gott orð sem skip-
stjóri og mun enginn hafa siglt oft-
ar en hann á milli Evrópu og Am-
eríku. Þá var sérstaklega til þess
tekið, hve flinkur hann var að sigla
þessum stóru skipum inn í þröngar
hafnirnar í kringum landið.
Hann sigldi mikið á Rússland og
þar var skipstjóranum oft boðið í
stórveislur og sagðist hann þar hafa
séð „borð svigna undan kræsing-
um“ í þeirra orða fyllstu merkingu.
Með tímanum urðu til þéttskipaðar
bókahillur á heimili þeirra Guðnýj-
ar, og staflar af hljómplötum, mikið
af rússnesku efni, enda held ég að
hann hafi getað bjargað sér nokkuð
á rússnesku.
Eins og pabbi okkar var Ragnar
góður raddmaður og margt tónlist-
arfólk í föðurætt okkar. Þannig
voru tónskáldin Sigurður Þórðar-
son og Þórarinn Guðmundsson ná-
skyldir pabba, og þeir pabbi og Sig-
urður báðir fæddir á Gerðhömrum í
Dýrafirði. Ragnar hafði gaman af
að líkja eftir gömlu, íslensku sögv-
urunum og einhverju sinni hóf hann
upp raust sína á gildaskála í Turku
og gaf sig þá á tal við hann maður,
sem vildi ráða hann að óperuhúsi.
Á siglingu gegnum Kílarskurð-
inn á gamlárskvöld eitt árið söng
hann í hátalarakerfi skipsins ára-
mótasálm sr. Matthíasar „Nú árið
er liðið“ og var þá ekki að herma
eftir neinum. Það var eins og guðs-
þjónusta og líður þeim ekki úr
minni, sem viðstaddir voru.
Eftir að Ragnar kom í land af-
greiddi hann um tíma við kjötborð-
ið í Hagkaupum í Kringlunni. Ýms-
um brá í brún, þegar þeir sáu
skipstjórann á Gullfossi í þessu
hlutverki. En Ragnar jós upp kjöt-
farsi og salötum eins og þaulvanur
maður, og þéraði kúnnana, og „þér
þurfið ekki nema rétt að sýna því
pönnuna, frú“ og „í dag mundi ég
frekar ráðleggja yður saltkjötið,
frú.“
Fyrir fimm árum varð hann vist-
maður á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Við hjónin fórum alltaf til hans með
rjómapönnukökur, eftirlæti hans.
Ég kveð bróður minn með sökn-
uði og þakklæti. Fjölskyldunni
sendi ég samúðarkveðjur okkar
Gunnars. Guð blessi minningu
Ragnars Ágústssonar.
Ágústa Ágústsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
fráfall og útför
KARLS BRYNJÓLFSSONAR,
Háabarði 10,
Hafnarfirði.
Rósa Karlsdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson,
Magnús Karlsson,
Ólafur Halldórsson, Auður Sigurðardóttir,
barnabörn og langafabörn.