Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 Nýlega kom út 2. tölublaðEndemis – Tímarits umsamtímalist íslenskrakvenna. Fyrsta tölu- blaðinu var fylgt úr hlaði með sýn- ingu í Kling og Bang galleríi og nú hefur verið efnt til útgáfusýningar í Gerðarsafni, eina safninu hér á landi sem helgað er íslenskum listamanni af kvenkyni, þ.e. Gerði Helgadóttur. Sýningin ber yfirskriftina „Endemis (Ó)sýn“. Útgáfa tímaritsins byggist á hugsjón ritstjóra „um að búa til vett- vang fyrir myndlistarkonur til að koma verkum sínum og skoðunum á framfæri“ í ljósi þess að verulega hallar á konur í sýningarhaldi og í menningarumfjöllun. Tímaritið sjálft er eins konar gallerí þar sem mynd- listarmönnum er boðið að sýna verk sín og er myndmálið í fyrirrúmi, þó að þar megi einnig finna forvitnilegt les- efni í formi viðtala og greina. Rit- stjórarnir eru ungar konur með bak- grunn í myndlist, hönnun, kvikmyndagerð og mannfræði og með útgáfunni skapa þær sér jafn- framt rödd og vettvang til að koma hugðarefnum sínum á framfæri. Framtak ritstjóranna er virðing- arvert; ekki þarf að líta lengra en til 4. og 5. bindis hinnar nýútkomnu Ís- lensku listasögu, er fjallar um mynd- list síðustu áratuga, til að sjá þar skýran vitnisburð um það karlræði sem Endemiskonur og aðrar konur þurfa að glíma við í samtímanum. Heiti sýningarinnar vísar til ósýni- leika kvenna á vettvangi lista og til hins kvenlæga sjónarhorns sem eins konar „ósýnar“ andspænis ráðandi karllægri sýn. Á sýningunni hefur orðið viðsnún- ingur á hlutfalli kynjanna: ólíkt því sem oftast gerist á stærri safnasýn- ingum eru myndlistarkonur í yf- irgnæfandi meirihluta. Þarna eru ýmsar „þungavigtarkonur“ á ferð, í listrænu tilliti (verk þeirra á sýning- unni eru í eigu stærri listasafna og burðugra stofnana), en einnig aðrar minna þekktar. Verk Gjörn- ingaklúbbsins setja sterkan svip á sýninguna og ljá henni dýnamískan kraft sem lyftir heildinni. Verk nokk- urra karla hafa verið valin til þátt- töku á sýningunni, að því er virðist í þeim tilgangi að má út mörk milli kynja, milli „kvenlægra“ og „karl- lægra“ viðfangsefna í listsköpun. Karllistamenn eiga þarna t.d. ker- amíkvasa, myndir af konum með byssur og af körlum við saumaskap, og aðrar þar sem ljóshærðar konur eru í aðalhlutverki. Verk myndlist- arkvennanna ýta undir óvissuna: sum þeirra hafa femínískar skírskotanir en önnur ekki. Segja mætti að þarna sé um dul- búna „kvennasýningu“ að ræða, þ.e. sýningu þar sem forsendur kvenna eru lagðar til grundvallar, hversu ólíkar sem þær kunna að vera. Jafn- framt færist hún undan því að vera skilgreind sem kvennasýning í ljósi þess að karlar og því miður einnig konur hafa tilhneigingu til að taka slíkar sýningar síður alvarlega en sýningar þar sem karlar eru í meiri- hluta eða a.m.k. jafnmargir. Sýningin „Endemis (Ó)sýn“ er áhugavert stefnumót listaverka, einkum fyrir þá gagnrýni sem hún felur í sér á ríkjandi fyrirkomulag sýninga og sýningarstjórnunar. Sú gagnrýni tengist áleitnum spurn- ingum um getu stóru safnanna til að setja upp viðamiklar samsýningar þar sem framlag kvenna er í fyr- irrúmi, ekki endilega eða einvörð- ungu í sögulegu samhengi jafnrétt- isbaráttu, heldur sem listræn tjáning sem skiptir máli. Heyr á endemi Morgunblaðið/Einar Falur Stefnumót Á sýningunni eru m.a. þessi verk: Afstæður tímaás frá 2008, eftir Ingibjörgu Jónsdóttur, Tjaldkonan eftir Gjörningaklúbbinn, frá 2007, og Ljóshærðir tónlistarmenn, nýtt verk eftir Birgi Snæbjörn Birgisson. Endemis (Ó)sýn bbbmn Útgáfusýning í tilefni af útgáfu 2. tölublaðs tímaritsins Endemis. Sýn- endur eru Anna Líndal, Ásta Ólafs- dóttir, Birgir Snæbjörn Birgisson, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Gjörn- ingaklúbburinn, Greg Barret, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Jóhanna Krist- björg Sigurðardóttir, Katrín Sigurð- ardóttir, Sara Björnsdóttir og Þor- valdur Jónsson. Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn. Til 8. janúar. ANNA JÓA MYNDLIST Svo mun ég fá hjálp frá allsberum indján- um í frumskógi, eins mörgum og ég vil. 39 » Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í Sverrissal Hafnarborgar verður á morgun klukkan 15 opnuð sýningin Pleaser, með nýjum og nýlegum verkum eftir Hörpu Björnsdóttur. Verk Hörpu fjalla iðulega um stöðu listamannsins og þann hugmynda- og táknheim sem listamenn sækja í. Harpa vinnur með margvíslegan efnivið: ljósmyndir, myndbands- verk, skúlptúr og innsetningar. „Þetta verk hér er svolítið trega- blandið og blúsað,“ segir Harpa hugsi og sýnir samsett ljós- myndaverk sem sett er saman úr þremur ljósmyndum af höndum, fót- um og húðflúri. Mannslíkaminn er áberandi í verkum sýningarinnar. „Já, ég nota oft sjálfa mig sem leir, sem efnivið,“ segir hún. „Mér finnst það áhugavert. Rétt eins og rithöfundur sem líka skoðar sjálfan sig og manneskjurnar í kringum sig, sorgir þeirra og gleði, mannleg sam- skipti. Skoða lífið.“ Harpa bendir á um 20 ljósmyndir sem munu fara upp á lengsta vegg salarins og hún kallar það verk De- light. Þetta eru sjálfsmyndir, sem hún hefur gert samhverfar í tölvu. „Myndirnar eru allar af mér að skoða menningararfinn, íslenskan og alþjóðlegan. Hér sést til dæmis í verk eftir Andy Warhol og þarna eru epypskir hausar. Ég lauk við þetta verk núna nýlega úti í Berlín, en ég var þar með vinnustofu síð- asta mánuð. Mig langaði í verkinu að miðla þeirri gleði sem ég hef af því að vera á söfnum; ég get enda- laust horft á egypsku og etrúísku listina og ef ég kemst á slík söfn þá gleymi ég mér. Eins nýt ég þess að sjá nútímalistina. En mig langaði til að miðla þessari gleði sem ég hef af söfnum á þann hátt að jafnvel þeir sem hafa engan áhuga á slíku finnist þetta soldið skemmtilegt, og skoði þá þennan menningarheim í gegn- um mig og mín verk.“ Á einni mynd- inni sést verk eftir þýska listamann- inn Kiefer í bakgrunni „og þarna tróð ég mér inn í Íslensku listasög- una. Það finnst mér eiginlega best hjá mér“, segir Harpa og brosir þegar hún bregður upp myndum af sér í sal Listasafns Íslands. „Í þessum myndum er ég ekkert endilega Harpa Björnsdóttir, heldur er þetta bara einhver að skoða. Er einskonar millistykki svo aðrir fari líka að skoða. Ég er alltaf að leita að þessum augnablikum í listinni þar sem maður gleymir sér, bæði sá sem skapar og sá sem nýtur. Ég reyni að búa það augnablik til og miðla því.“ Að hafa auga fyrir fegurðinni Hluti af þessu stóra verki eða inn- setningu sem Harpa kallar Delight eru á milli fjörutíu og fimmtíu lítil hringlaga plexiglerverk með ljós- myndum í. „Á sumum þeirra eru augu skapandi einstaklinga, fólks sem sér hlutina öðruvísi en flestir aðrir,“ segir Harpa og tekur upp eitt slíkt auga. „Á öðrum er svo ým- islegt sem þetta fólk sér eða gæti hafa séð.“ Hún sýnir fleiri hringlaga ljósmyndir. „Þetta er allt mögulegt, form í náttúrunni, mygla í bolla, mygla á tómat – sjáðu hvað það er fallegt,“ segir hún, „og hér eru hrossaflugur að gera’ða. Eru þær ekki sætar?“ spyr Harpa og brosir. Bætir síðan við: „Skapandi fólk hef- ur auga fyrir fegurðinni sem býr í mörgum hlutum í kringum okkur en við tökum ekki alltaf eftir.“ Eitt verkið kallar Harpa Púpu og er það sett saman úr myndbandi og tveimur útskornum plexigler- formum. „Þetta er hjúpuð mann- vera,“ segir Harpa og ber formin upp að veggnum þar sem þau verða sett upp. „En þetta myndar líka eins konar vængi svona speglað. Manneskjan er ógreinileg og hjúp- uð, eins og silkiormur sem er við það að losna úr viðjum; silkiorm- urinn spinnur af gagnsemi sinn þráð en fegurðin býr í fullþroska fiðrild- inu.“ Hún hugsar sig um. Segir síð- an: „Kannski er þetta svolítið eins og líf listamannsins er oft á Íslandi. Hann er alveg við það að geta breitt út vængina og breytast í fallegt fiðr- ildi. Fái hann tækifæri. Á meðan hann bíður fulls þroska leitast hann við að gera gagn.“ Leitar að augnablikunum þar sem maður gleymir sér  Harpa Björns- dóttir sýnir í Hafn- arborg Pleaser Í þessu verki frá árinu 2007 notar Harpa sjálfa sig sem efnivið. Á sunnudag kl. 15 verður spuna- teiknismiðja og fjölskylduleið- sögn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Smiðjan og leið- sögnin eru sér- staklega ætlaðar börnum á aldr- inum 5-10 ára, en þátttöku foreldra er líka vænst. Hugrún Þorsteinsdóttir safnakenn- ari leiðir teiknismiðjuna og leið- sögnina, en í upphafi verður gengið um sýningar Errós í Listafninu þar sem valin verk verða könnuð og notuð sem kveikja að skapandi teiknismiðju. Smiðjan byggist á spuna og öðrum fjölbreyttum æf- ingum í teikningu. Spuna- teiknismiðja Erró, Án titils/ Untitled. Hreindís Ylva og hljómsveit halda tónleika í kaffi- húsinu Álafoss- kvos í kvöld og hyggjast þá með- al annars flytja dægurlög sem söngkonan Erlu Þorsteinsdóttur gerði fræg á sín- um tíma, þar á meðal lög eins og Heimþrá, Draum- ur fangans, Kata rokkar og fleiri lög. Lögin er og að finna á disk þeirra Á góðri stund sem kom út fyrir stuttu Miðasala verður við inngang. Tónleikar í kvosinni Hreindís Ylva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.