Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Gjaldþrotum fyrirtækjahefur fjölgað mikið hér álandi frá því á síðasta árisamkvæmt tölum Hag- stofu Íslands. Þannig urðu samtals 1.432 fyrirtæki gjaldþrota á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs, sem eru þær upplýsingar sem liggja fyrir um það ár, samanborið við 982 fyrirtæki árið 2010. Árið 2009 urðu hins vegar 910 fyrirtæki gjaldþrota og árið 2008 voru þau hins vegar 748 talsins. Um tvöfalt fleiri fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota frá því árið 2010, þetta eru fyrirtæki sem starfað hafa við fasteignaviðskipti, fjármála- og vátryggingastarfsemi, sérfræðilega, vísindalega og tækni- lega starfsemi sem og leig- ustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu henni tengda. Frá árinu 2008 hefur gjaldþrotum fjármála- fyrirtækja fjölgað einna mest og þannig farið úr 20 fyrirtækjum á því ári í samtals 168 á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Ýmsar skýringar að baki Ljóst er að engin einhlít skýr- ing er á fjölgun gjaldþrota fyr- irtækja hér á landi þó vafalítið megi rekja mörg þeirra beint eða óbeint til bankahrunsins haustið 2008. Þá ekki síst fyrirtæki sem starfað hafa við fjármálatengda starfsemi, við sölu á fasteignum sem og byggingastarfsemi en gjaldþrota fyrirtækjum í síðast- nefnda geiranum hefur einnig fjölgað mjög undanfarin ár. Þannig má til að mynda gera ráð fyrir að fjölmörgum fyr- irtækjum sem fóru illa út úr hruninu hafi tekist með einum eða öðrum hætti að halda sér á floti í kjölfar þess en loks lent í þroti með skuldbindingar sínar á síðasta ári. Í mörgum tilfellum hafa slík fyrirtæki til að mynda verið í svo- kallaðri gjörgæslu hjá bönkunum eftir að þeir hafa eignast þau og haldið þeim gangandi á meðan ákveðið væri hvort rekstur þeirra væri lífvænlegur eða ekki. Þá kemur ekki fram í gögnum Hagstofunnar hvers konar fyr- irtæki sé um að ræða á bak við tölurnar yfir fjölda gjaldþrota en eðli málsins samkvæmt geta þau Gjaldþrota fyrirtæki eftir völdum atvinnugreinum 350 300 250 200 150 100 50 0 15 0 2008 2009 2010 2011* * Fyrstu 11 mánuði ársins 2011 16 6 56 20 5 1 25 7 16 7 72 54 6 1 26 0 17 7 98 88 70 30 3 24 8 19 0 16 8 87 Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum Fasteignaviðskipti Fjármála- og vátryggingastarfsemi Rekstur gististaða og veitingarekstur Heildarfjöldi: 748 Heildarfjöldi: 910 Heildarfjöldi: 982 Heildarfjöldi: 1.432 bæði verið stór og lítil. Þannig getur bæði verið um að ræða fyr- irtæki með nokkurn fjölda starfs- manna, jafnvel nokkra tugi, sem og fyrirtæki með aðeins einn starfsmann eða hugsanlega ekkert starfsfólk. Til að mynda fyrirtæki sem stofnuð eru í þeim tilgangi að halda utan um ákveðnar eignir eins og til að mynda fasteignir eða hlutabréf en eru að öðru leyti ekki með neina eiginlega starfsemi. Ekki öll sagan sögð Þá er ennfremur rétt að hafa í huga að tölur Hagstofunnar yfir gjaldþrota fyrirtæki taka einungis til fyrirtækja sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta í kjölfar þess að kröfuhafar þeirra hafa farið fram á það í kjölfar þess að þau hafa ekki lengur getað staðið við skuldbindingar sínar. Hins vegar eru ekki inni í þessum tölum þau fyrirtæki sem hafa farið á hausinn, eins og það er gjarnan orðað, en ekki verið formlega tekin til gjaldþrotaskipta vegna þess að kröfuhafar hafa ekki séð sér hag í því að það væri gert. Þá væntanlega vegna þess að engar eignir hafa verið til stað- ar í búinu. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja hætti rekstri vegna erfiðleika sé talsvert meiri en tölur Hagstof- unnar sýna. Tvöfalt fleiri fjármála- fyrirtæki gjaldþrota 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeim varörugglegalétt í Evr- ópusambandinu þegar þeir lásu viðtal við Oddnýju Harðardóttur, sem nú vermir stól fjármálaráð- herra hér á landi. Í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna sagðist hún ekki hafa áhyggjur af framtíð evrunnar, en þeir sem glíma við evruna og afleið- ingar hennar innan Evrópu- sambandsins hafa einmitt haft þungar áhyggjur af henni um alllanga hríð. Áhyggjurnar hafa raunar verið það miklar að haldinn hefur verið neyð- arfundur eftir neyðarfund og gripið til hverrar neyð- arráðstöfunarinnar eftir aðra. Og ekkert hefur dugað, neyðarástandið ríkir enn og evrusamstarfið hangir á blá- þræði. Innan evrusvæðisins eru allir sammála um að það geti ekki haldið áfram í óbreyttri mynd, og jafnvel að því sé varla við bjargandi. En Oddný er áhyggjulaus, enda talar hún hokin af þriggja daga reynslu í fjármálaráðu- neytinu. Þetta sjónarmið stafar þó ekki aðeins af reynsluleysi. Ljóst er orðið að talsmenn Evrópusambandsins hér á landi hafa ákveðið að halda þeirri skoðun að almenningi að engin vandamál séu í Evrópu- sambandinu og allra síst að evran sé vandamál. Þetta er svip- aður blekking- arleikur og verið hefur í umræðunni um sjávarútveginn þar sem því hefur sífellt verið haldið að fólki að á því sviði verði eng- ir áhrifameiri en Íslendingar gerist Ísland aðili að samband- inu. Í viðtali við áramótablað Viðskiptablaðsins svarar Þor- steinn Már Baldursson, for- stjóri Samherja, þessum sjón- armiðum: „Eins og Evrópusambandið horfir við mér þá munum við ekki hafa nein áhrif þar. Sumir halda því fram að við munum hafa áhrif í sjávarútvegsmálum umfram það sem segir í reglum Evr- ópusambandsins. Ég horfi á þetta út frá reynslu minni því ég hef unnið í sjávarútvegs- málum innan ESB í vel á ann- an áratug. Afstaða mín mótast af því.“ Spunavél Evrópusambands- sinna mun án efa halda áfram með óbreyttum hætti þrátt fyrir að reynsla og rök hnígi í aðra átt. Og þó að spunameist- ararnir, ekki síst þeir sem verma ráðherrastóla og vekja því ef til vill athygli utan land- steinanna, geri sig hlægilega á erlendri grundu með fjar- stæðukenndum málflutningi, kæra þeir sig kollótta. Fjar- stæðurnar eru ætlaðar til að rugla umræðuna hér á landi. Sem betur fer hafa flestir séð í gegnum spunann. Nýr fjármálaráð- herra ákvað að af- hjúpa sig á fyrstu dögunum í embætti} Engar áhyggjur Íslendingar hafaalla tíð borið mikla virðingu fyr- ir þeim sem sótt hafa sjóinn og fært þannig björg í bú. Framan af hver í sitt bú en eftir því sem árin og aldirnar hafa liðið ekki síður í þjóðarbúið. Virðingin fyrir sjómennsk- unni hefur þó ekki aðeins staf- að af þýðingunni fyrir lífskjör í landinu heldur einnig af því hve mikið sjómenn leggja á sig og hve mikla hættu þeir setja sig í. Sjómennskan er og hefur alltaf verið erfitt starf en hún hefur líka verið gríðarlega hættuleg. Í gegnum aldirnar hafa sjó- slys verið tíð hér við land og mannskaði almennt verið tal- inn í tugum á ári og jafnvel á annað hundrað. Í sumum slys- um fórst fjöldi manns og þau hjuggu stór skörð í einstakar byggðir með tilheyrandi hörmungum. Ástandið fór smám saman batn- andi á síðustu öld með bættum skipakosti og síðar með aukinni áherslu á öryggi sjómanna. Á áttunda áratugnum fórust að meðaltali hátt í tuttugu sjó- menn ár hvert, en með átaki í öryggismálum hefur náðst sá árangur að síðastliðinn áratug hafa dauðsföllin verið tæplega tvö að meðaltali. Og í fyrra gerðist það sem að er stefnt ár hvert en hefur aðeins einu sinni tekist áður, að ekkert banaslys varð hjá íslenskum sjómönnum við störf sín. Ekki er ofmælt að bylting hafi orðið í öryggismálum sjó- manna á liðnum áratugum og er sá árangur sem náðst hefur mikið fagnaðarefni. Um leið er hann hvatning til allra sem hafa með málið að gera að halda vöku sinni og slaka hvergi á kröfunni um að fyllsta öryggis sé gætt. Mikilvægt er að hvergi verði slakað á í öryggismálum ís- lenskra sjómanna } Bylting í öryggismálum Í ráðherraþeytingnum skömmu fyrir áramót gerðist tvennt merkilegt, sem ekki hefur hlotið verðskuldaða at- hygli. Kannski er það vegna þess að ýmis ólæti og bægslagangur á stjórn- málasviðinu fönguðu alla athygli fólks. En hér er annars vegar talið merkilegt að í fyrsta skipti á Íslandi eru fleiri konur en karlar í rík- isstjórn og hins vegar settist kona í stól fjár- málaráðherra á gamlársdag. Líklega eru einhverjir sem segja að þetta sé ekkert sérstaklega markvert, hvað þá frétt- næmt. Kasta jafnvel fram þessari klassísku klisju um að kyn skipti engu máli og að það eina sem skipti máli sé að hæfasta fólkið sé valið til ábyrgðarstarfa. Kyn ætti að sjálfsögðu ekki að skipta máli. En það gerir það samt. Auðvitað vill enginn vera valinn til starfa á forsendum kyns. En karlar hljóta samt að fá töluverðan framgang vegna þess að þeir eru karlar. Eða hver er annars skýr- ingin á því að karlar eru í meirihluta í flestum rík- isstjórnum heims? Í rannsókn sem gerð var í janúar 2010 á stjórnskipulagi 188 landa kom í ljós að konur gegndu aðeins 16,9 % af 4.100 ráðherrastöðum. Af hverju eru töl- urnar svona sláandi? Varla er það vegna þess að karl- arnir eru svo óskaplega hæfir og konurnar svo skelfilega óhæfar. En það myndi reyndar samræmast „kyn skiptir ekki máli kenningunni“. Rannsóknin sýndi líka mikinn mun á þátttöku kvenna í ríkisstjórnum milli heimssvæða. Konur gegndu 7,6% ráðherrastöðum í löndum araba, 22,7% ráðherra í Evrópu allri voru konur og á Norðurlöndunum voru konur 49,7% ráðherra. Eru evrópskar konur semsagt hæfari til stjórnmálastarfa en konur í arabalöndunum? Varla er það ástæðan fyrir þessum mun. Í heiminum eru einungis sex lönd þar sem konur eru í meirihluta í ríkisstjórn og Ísland er eitt þeirra. Full ástæða er því til að fagna og vera stoltur og glaður yfir árangrinum. Eitt af loforðum ríkisstjórnarinar var að jafna kynjahlutföll í ríkisstjórn og það er allt- af gleðilegt þegar loforð eru efnd. Sú spurn- ing vaknar hvers vegna fyrri ríkisstjórnir hafi ekki tekið þetta skref. Kannski er það vegna þess að þar eru karlmenn og konur handviss um að kyn skipti ekki máli. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Auður Auðuns tók fyrst íslenskra kvenna ráðherrasæti fyrir 42 árum. Vonandi verður þróun á þann veg að kynjakvótar verði einhvern tímann óþarfir. Andstæðingar þeirra eru hér með minntir á að þeir hafa verið settir á vegna þess að þeirra er brýn þörf. Á meðan fólki er mismunað eftir kyni, þá er þörf á slíkum kvótum og álíka reglum. Kannski rennur fljótlega upp sá tími að það þyki ekki í frásögur færandi að konur séu í meirihluta ráðherra, heldur fullkomlega jafn eðlilegt og að karlar séu það. Fyrst þá getum við fullyrt með góðri samvisku að kyn skipti ekki máli. Ekki fyrr. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Þetta skiptir víst máli STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 48% fleiri gjaldþrota fyrirtæki á sviði fasteignaviðskipta frá 2010. 47% fleiri gjaldþrota fyrirtæki á sviði fjármála- og vátryggingastarfsemi. 28% fleiri gjaldþrot í heild- og smásölu og viðgerð á vélknúnum ökutækjum. 14% fleiri gjaldþrot í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. *Miðað við fyrstu 11 mánuði ársins. ‹ GJALDÞROT 2011* › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.