Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 15
Í síðasta mánuði var landað um 1100 tonnum í Bol- ungarvík og var róið stíft, enda gæftir þokkalegar. Þrír aflahæstu bátarnir fóru í 23 róðra í þessum mánuði jóla og áramóta og komu þeir að landi með 120-135 tonn hver. Á síðasta fiskveiðiári komu þeir að landi með 1366-1449 tonn, en hafa ber í huga að verið er að tala um 15 tonna línubáta. Frá Bolungarvík eru að staðaldri gerðir út sex slíkir bátar. Einn stærri línubátur beitir um borð og er á úti- legu. Þá hafa ýmsir gert út tímabundið frá Bolungar- vík eins og Valbjörn sem róið hefur þaðan í haust og fyrrahaust, en fer síðan á rækju. Bátar af Snæfells- nesi lönduðu drjúgum afla í Bolungarvík í haust. Ekki má gleyma strandveiðunum en um 30 bátar í því kerfi lögðu upp í Bolungarvík í fyrrasumar. 23 róðrar í desember GÓÐUR AFLI LÍNUBÁTANNA FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Nú er gott að búa í Bolungarvík,“ segir Guðmundur Halldórsson, tæplega átt- ræður eldhugi og skipstjóri, sem enn rær í strandveiðikerfinu. „Línuívilnunin var lykillinn að nýrri uppbyggingu hér í pláss- inu og hefur skipt sköpum fyrir mörg minni byggðarlög. Nú er verið að byggja þrjá 15 tonna báta fyrir útgerðir í pláss- inu og það er hugur í fólki,“ segir hann. Út úr samantekt Fiskistofu má lesa að útgerðir í Bolungarvík hafa haft veru- legan ávinning af línuívilnun síðastliðin átta ár. Niðurstaðan er sú að Bolungarvík hafi fengið 1360 tonn af steinbít á þennan hátt, 1560 tonn af ýsu og tæplega 2300 tonn af þorski. Á meðalverði á fiskmark- aði á síðasta ári gæti verðmætið numið um 1650 milljónum króna og munar um minna. Guðmundur rifjar upp að um aldamótin hafi verið farið að skerðast um aflaheim- ildir í Bolungarvík Þegar ýsa og stein- bítur hafi verið kvótasettar árið 2001 hafi öll sund virst lokuð. Línuívilnun hafi kom- ið í umræðuna og árin í kringum aldamót- in hafi margvísleg barátta verið fyrir framtíð atvinnulífs víða á landsbyggðinni Með neyðarblys á Austurvelli „Við reyndum allt til að vekja athygli á málstað okkar, því tilveruréttur byggð- arlaganna var í hættu. Þetta var upp á líf eða dauða,“ segir Guðmundur. „Eitt árið stóðum við sjóklæddir á Austurvelli með brennandi neyðarblys, í annað skipti stóð ég fyrir fjölmennum fundi á Ísafirði og loks sá ég að ég þyrfti að vinna þetta mál á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Þar var tillaga um línuívilnun naumlega felld í sjávarútvegsnefnd eins landsfundarins, en ég gafst ekki upp og bar tillöguna um línuívilnun upp á sjálfum landsfundinum. Þar hafði ég sigur og ég var stoltur af flokknum. Hjólin fóru að snúast, þrátt fyr- ir öfluga andstöðu LÍÚ og fleiri.“ Guðmundur er ánægður þegar hann lít- ur til baka og aðrir kunnu að meta dugn- að hans. Hann var kjörinn Vestfirðingur ársins eitt árið og heiðursfélagi í Lands- sambandi smábátasjómanna og Eldingu, smábátafélaginu á Vestfjörðum. Bátarnir öflugir og öruggir Flestir þeir bátar sem róa frá Bolung- arvík eru undir 15 tonnum og eru í da- gróðrum. Línan er beitt í akkorði í landi og starfa 60-70 manns við beitinguna. Guðmundur segir ekki hafa verið vanda- mál að fá fólk til þeirrar vinnu, einkum Ís- lendinga, en einnig útlendinga og hafi sumt af þessu fólki aldrei unnið önnur störf en við beitingu. Um borð í bátunum eru tveir hverju sinni, en gjarnan eru þrír í áhöfn og þá alltaf einn í tveggja daga fríi. „Bátarnir eru í raun ekki margir, en héðan er hörð sjósókn eins og alltaf hefur verið og róið flesta daga,“ segir Guð- mundur. „Sjómennirnir eru góðir og bát- arnir öflugir og öruggir, þvert á það sem spáð hafði verið. Þeir eru flestir byggðir hér innanlands, sem er atvinnuskapandi öndvert við það sem gerist með stærri skipin. Nú er verið að smíða þrjá nýmóð- ins 15 tonna báta fyrir Bolvíkinga og þessir hraðskreiðu bátar hafa stækkað heimamiðin okkar. Hvert löndunarmetið hefur verið slegið af öðru og höfnin hér hefur verið rekin með hagnaði þó svo að héðan séu nánast eingöngu gerðir út minni bátar. Talsvert og vaxandi magn er unnið í fiskvinnslunni hér, en ég viðurkenni að það er blóðugt að sjá um sjö þúsund tonn- um keyrt í burtu til vinnslu annars staðar eða beint í útflutning,“ segir Guðmundur. Auk heimabáta hafa m.a. línubátar af Snæfellsnesi landað í Bolungarvík. Beitt- um línubölum er þá ekið vestur og farmur bílanna er svo nýveiddur fiskurinn. Lottó og línuívilnun Guðmundur segist enn vera litinn horn- auga af ýmsum í stórútgerðinni en segist ódeigur í að verja línuívilnunina: „Við fáum það alltaf í hausinn að ívilnunin sé tekin af öðrum,“ segir Guðmundur. „Þeir sem mest kvarta undan þessu fengu mak- rílinn, kolmunnann og gulldepluna á silf- urfati á síðustu árum. Uppsjávarfiskurinn, sem gefur mikinn hagnað, kemur að mjög litlu leyti á land á Vestfjörðum. Þeir fengu lottóvinning, sem hefur gert mörg fyr- irtæki öflug, en við fengum línuívilnunina, sem byggt hefur upp atvinnulífið hér í Bolungarvík og víðar,“ segir Guðmundur. Hann segir að auk byggðastefnu og at- vinnusköpunar hafi rökin fyrir línuívilnun einkum verið þau að styðja við minni sjáv- arpláss og leyfa þeim sem búa þar að njóta heimamiðanna. Með landbeittri línu njóti byggðarlagið afla dagróðrabáta af nærmiðum og hafi Bolvíkingar margir tekið beitingavélar úr bátunum. Þetta sé öndvert við það sem margir bátar með beitingarvél ástundi, en þeir veiði gjarnan í sig á fjórum til fimm dögum þar sem mestur afli er hverju sinni og færi sig síð- an um set. Guðmundur segir óvissu í fisk- veiðistjórnun og óttast hugmyndir um að afnema línuívilnun: „Ef kvótakerfið verður áfram og það litla sem þessar litlu byggð- ir þó fá verður tekið af líst mér ekki á blikuna. Kvótakerfið gengur ekki nema litlu byggðirnar fái að njóta nærmiðanna. Ég held að þingmenn, ekki síst ýmsir þingmenn þessa kjördæmis, ættu að staldra aðeins við og hugsa hvert þeir vilja fara með þessar byggðir.“ Línuívilnun var lykillinn  Öflug útgerð minni báta í Bolungarvík  Línuívilnun hefur skilað Bolvíkingum um 1650 milljónum  Löndunarmetin slegin og þrír bátar í smíðum  Óttast hugmyndir um að afnema línuívilnun Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Baráttumaður Guðmundur Halldórsson staldrar við á bryggjunni í Bolungarvík í blíðunni í gær. Sjálfur rær hann í strandveiðikerfinu. Vinna Baldur Ingimarsson við beitingu í Bolungarvík, en yfir 60 manns hafa þann starfa. Alþingi samþykkti að taka upp línuívilnun með breytingum á lögum um stjórn fiskveiða 15. desem- ber 2003. Breytingin kom til framkvæmda í ýsu og steinbít 1. febrúar 2004 og í þorski 1. september 2004. 1. júní 2010 var línuívilnun hækkuð úr 16% í 20%. Með línuívilnun er viðkomandi heimilt að fiska 20% umfram þann afla í þorski, ýsu og steinbít sem reiknast til kvóta hjá viðkomandi. Með öðrum orðum þýðir það að sá sem á 100 tonna kvóta má veiða 120 tonn á landbeitta línu. Þegar togarar voru seldir frá Bolungarvík fór með þeim mikill kvóti. Sókn línubáta jókst og var eitt af veiðikerfum krókabáta kennt við þorskaflahámark, en það var innleitt 1. september 1995. Þorskafla- hámarkið tók mið af meðalþorskafla einstakra báta tvö bestu árin af árunum 1992–1994. 1. september 2001 voru þorskaflahámarksbátar kvótasettir í öll- um tegundum. Eftir það voru þessir bátar nefndir krókaaflamarksbátar. 100 tonna kvóti gerir 120 tonn með ívilnun MISSTU TOGARA OG KVÓTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.