Morgunblaðið - 06.01.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 06.01.2012, Síða 6
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is „Ég reikna með að raunávöxtun líf- eyrissjóðanna hafi verið um eða kannski rúmlega 2% á síðasta ári,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr- issjóða, um raunávöxtun lífeyrissjóð- anna á síðasta ári. Á árinu 2010 var raunávöxtun sjóðanna 2,7%. Endanlegt uppgjör lífeyrissjóð- anna fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir og því þarf að hafa fyrirvara á spá um 2% ávöxtun. Samkvæmt tölum Seðlabankans um eignir lífeyrissjóðanna sem birt- ar voru í gær námu eignir lífeyris- sjóðanna 30. nóvember sl. 2.078 milljörðum, en þær námu 1.909 millj- örðum fyrir einu ári. Útlit er því fyr- ir að eignir sjóðanna hafi aukist um 200 milljarða á árinu. Lífeyrissjóðirnir urðu fyrir miklu áfalli í hruninu, en árið 2008 var raunávöxtun lífeyrissjóðanna nei- kvæð um 22%. Árið 2009 var raun- ávöxtun sjóðanna 0,3% og árið 2010 var hún 2,7%. Markmið lífeyrissjóðanna er að skila 3,5% raunávöxtun, en ef spá um ávöxtun á síðasta ári gengur eftir verður þetta fimmta árið í röð þar sem ávöxtun sjóðanna er undir þessu markmiði. Möguleikar lífeyrissjóðanna til ávöxtunar hafa verið takmarkaðir frá hruni. Vegna gjaldeyrishafta mega sjóðirnir ekki fjárfesta erlend- is. Erlendar eignir sjóðanna námu 30% af heildareignum árið 2006, en þetta hlutfall er 22% í dag. Ávöxtun af þessum eignum var neikvæð á síð- asta ári vegna lækkunar á erlendum hlutabréfamörkuðum. 46% eignanna eru í skuldabréf- um ríkis og sveitarfélaga Við hrunið má segja að innlendur hlutabréfamarkaður hafi nánast dáið og hann er í dag aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem hann var. Innlendur hlutabréfamarkaður er þó sem betur fer að eflast og búast má við að þar kunni að skapast kaup- tækifæri fyrir sjóðina. Einnig er ljóst að lífeyrissjóðirnir högnuðust ágætlega á síðasta ári í gegnum fjár- festingar Framtakssjóðs Íslands. Helsta leið lífeyrissjóðanna til að ávaxta peninga síðustu ár hefur því verið í innlendum skuldabréfum rík- is og sveitarfélaga. Ríkissjóður hefur síðustu þrjú ár haft mikla þörf fyrir lánsfé og því hafa lífeyrissjóðirnir lánað ríkinu mikla fjármuni. Nú liggja tæplega 46% af eignum sjóðanna í húsnæðisbréfum, ríkisvíxlum og skuldabréfum ríkissjóðs og sveitarfélaga. Þetta hlutfall var um 33% árið 2008. Vextir á ríkisskuldabréfum eru hins vegar ekki háir í sögu- legu samhengi og á síðasta ári lækkaði ávöxtunarkrafa rík- isskuldabréfa. Raunávöxtun lík- lega nálægt 2%  Erlendar eignir lífeyrissjóða skiluðu neikvæðri ávöxtun Morgunblaðið/Golli Lífeyrir Lífeyrissjóðunum er ætlað að safna fjármunum til að greiða til fólks þegar það kemst á ellilífeyri. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Umsókn Íslands um aðild að Evrópu- sambandinu blandaðist í gær inn í umræðuna um hugsanlega tíma- bundna friðun fimm svartfuglastofna þegar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því að fulltrúar samninga- nefndar Íslands við ESB kæmu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, ásamt fulltrúum í starfshópi ráðuneytisins sem lagði friðunina til. Ásmundur Einar vill fá á hreint hvort tillagan um fimm ára friðun hafi verið sett fram til að liðka um fyrir umsókninni en um- ræddar tegundir eru friðaðar innan ESB. Í skýrslu starfshóps umhverfis- ráðuneytisins er hvergi vikið að veiði- banni ESB eða að aðildarumsókn Ís- lands. „Niðurstöður meirihluta starfshópsins tengjast ekkert hug- myndum um aðild að Evrópusam- bandinu, bara svo það sé á hreinu,“ segir Sigurður Á. Þráinsson, líffræð- ingur hjá umhverfisráðuneytinu og formaður starfshópsins. Niðurstöð- urnar tengist heldur ekkert veiði- banni innan ESB. Raunar hafi hvor- ugt verið rætt á fundum starfshópsins. Tillögur um tíma- bundna friðun byggist á því að fækk- að hafi í öllum þessum stofnum á síð- ustu árum um. Hjá langvíu, álku og stuttnefju á bilinu 7-20% á ári. Ná- kvæmt mat liggi ekki fyrir hjá lunda og teistu en ljóst sé að stofnarnir eigi undir högg að sækja. Sigurður bendir á að nýting villtra stofna samkvæmt íslenskum lögum byggist á því að stofnar séu sjálfbærir, að viðkoman vegi upp á móti afföllum vegna veiða. Með því að stöðugt fækki í þessum stofnum sé varla hægt að segja að stofnarnir séu sjálfbærir. Lítur vel út á pappírum? Ásmundur Einar Daðason, þing- maður Framsóknarflokksins, segir að heppilegast hefði verið að leita samn- inga um hóflega nýtingu á þessari auðlind. „Þess vegna veltir maður því fyrir sér hvort sú leið að friða stofn- ana algjörlega í fimm ár, líka fyrir hófsamri nýtingu, tengist með ein- hverjum hætti þeirri staðreynd að þessar tegundir eru alfriðaðar innan Evrópusambandsins,“ segir hann. ESB hafi krafist þess að Íslendingar breyttu löggjöf sinni með ýmsum hætti. „Hvort það sé ástæðan fyrir því að ekki var leitað samkomulags við landeigendur og hagsmunaaðila, að það sé vegna þess að það líti vel út á pappírunum að við höfum stigið þetta skref.“ Ásmundur Einar segir að af fjöl- miðlaumfjöllun síðustu daga megi draga þá ályktun að búið hafi verið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Ekk- ert hafi þó verið nefnt um ESB í því sambandi. „En maður veltir því fyrir sér hvort þessi starfshópur hafi verið skipaður í þessum tilgangi,“ segir hann. „Það sem ég er að kalla eftir er að við förum ofan í þetta mál.“ Hann bætir því að enginn hafi mælt gegn því að takmarka veiðar á ákveðnum svæðum, líkt og gert hafi verið í Vest- mannaeyjar í fullu samkomulagi. Það sé annað mál að friða stofnana algjör- lega í fimm ár. Með því sé verið að kippa fótunum undan hóflegri nýt- ingu. Vill vita hvort friðun tengist ESB-viðræðum  Nýting ekki sjálfbær, segir formaður Morgunblaðið/Ómar Færri Langvíum hefur fækkað, eftir því sem rannsóknir hafa leitt í ljós. Erfiðir tímar » Í skýrslu starfshópsins segir að nýliðun 75-80% lunda- stofnsins hafi brugðist al- gjörlega undanfarin ár. » Meirihluti starfshópsins telur nauðsynlegt að friða stofninn og að erfitt sé að endurreisa stofn lunda nema vernd- araðgerðir taki til alls landsins. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sveitarstjórnarmenn í Skagafirði áttu í gær fund með Ögmundi Jón- assyni innanríkisráðherra um þá ákvörðun flugfélagsins Ernis að hætta áætlunarflugi til Sauðárkróks um áramótin. Flugið hefur verið rík- isstyrkt og við lokaafgreiðslu fjár- laga var samþykkt 10 milljóna króna viðbótarframlag, sem eyrnamerkt var fluginu til Sauðárkróks, en flug- félagið telur frekara fjármagn þurfa til að halda áfram með flugleiðina, m.a. vegna hækkana á gjöldum tengdum innanlandsfluginu. Bæði sveitarfélagið og fyrirtæki í Skaga- firði hafa lýst vilja sínum til að koma með framlag á móti ríkinu, með því að fastsetja flugmiða. „Sveitarstjórnarmenn lýstu áhyggjum sínum og óánægju með að flugsamgöngur séu að leggjast af til Sauðárkróks. Þetta var ágætur fundur og ég hef mikinn skilning á þeirra áhyggjum,“ segir Ögmundur og bætir við að ákvörðun Ernis hafi sannast sagna komið sér í opna skjöldu. Hann hafi talið að viðbót- arframlagið dygði. „Ég mun í kjölfarið skoða þessi mál ofan í kjölinn og kanna alla þá valkosti sem kunna að vera í stöð- unni,“ segir Ögmundur en forsvars- menn flugfélagsins Ernis hafa einnig óskað eftir fundi með ráðherra. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs Skagafjarðar, segist vera bjartsýnn eftir fundinn með ráðherra á að áætlunarflug hefjist á ný til Sauðárkróks. Funduðu heima- menn einnig með Ernismönnum í gær. „Ráðherra lýsti vilja sínum til að leysa málið og hann skildi okkar sjónarmið. Það er líka fullur vilji hjá Erni að halda fluginu áfram, þannig að ég er bjartsýnn á að málið leys- ist,“ segir Stefán Vagn. Króksflug í endurskoðun Ljósmynd/Feykir Sauðárkrókur Farþegar með Erni ganga frá borði sl. föstudag.  Skagfirðingar funduðu með ráðherra um framtíð áætlunarflugs til Sauðárkróks  Bjartsýnir á lausn málsins Heldur færri greiða í séreign- arsparnað nú en gerðu fyrir hrun. Samdrátturinn milli 2009 og 2010 er þó ekki nema um 2%. Í árslok 2010 greiddu rúm- lega 62.000 einstaklingar í sér- eignarsparnað, en um 63.500 greiddu í sjóðina ári áður. Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyr- issjóðsins, segist vita til þess að eftir hrun hafi verið eitthvað um að fólk hætti að greiða í við- bótarsparnað, en sparnaðurinn er valfrjáls. Þó að færri greiði í séreign- arsparnað hækka eignir sér- eignarsjóðanna stöðugt. Þær námu 315 millj- örðum í árslok 2010. Eignirnar aukast þrátt fyrir að á þriðja tug millj- arða hafi verið greiddir úr sjóð- unum á síðustu árum með sér- stakri heimild í lögum. Færri greiða í séreignarsjóði LÍFEYRISSJÓÐIR Þórey S. Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.