Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
✝ Ragnar Sig-urbjörn Stef-
ánsson fæddist á
Grófargili í
Skagafirði 19.
mars 1957. Hann
lést á heimili sínu
á Akureyri 22.
desember 2011.
Foreldrar hans
eru Jón Stefán
Sigurbjörnsson,
fæddur að Þröm í
Staðarhreppi í Skagafirði 2.
október 1932, og Marín Hall-
fríður Ragnarsdóttir, fædd að
Hallfríðarstaðarkoti í Hörg-
árdal 26. apríl 1937. Ragnar
átti tvö systkini, Magneu
Hrönn, f. 12. október 1958, d.
4. janúar 2012, búsett í
Reykjavík ásamt sambýlis-
manni sínum Jóni Höskulds-
syni, og Stefán Már, f. 23.
mars 1976, búsettur í Kópa-
vogi ásamt unnustu sinni
Láru Margréti Traustadóttur.
Sambýliskona Ragnars til
fjölda ára er Salbjörg Júlíana
Thorarensen fædd að Neðri-
Brekku í Saurbæ, Dalasýslu,
9. ágúst 1959. Foreldrar Sal-
bjargar eru Bogi G. Thor-
arensen, f. 12. febrúar 1933,
og Lilja Lára Sæmundsdóttir,
f. 5. júlí 1933, d. 22. sept-
ember 1998. Börn Ragnars og
Salbjargar eru tvö; Marín
Hallfríður, f. 5. júlí 1981 og
Bogi Rúnar, f. 27. nóvember
1984. Marín er gift Kolbeini
Friðrikssyni, f. 21. nóvember
1981 og eiga þau
soninn Kára, f.
20. mars 2010.
Meiri hluta æv-
innar bjó Ragnar
á Akureyri þar
sem hann gekk í
Oddeyrarskóla á
Akureyri og síðar
Gagnfræðaskóla
Akureyrar.
Seinna fluttist
hann tímabundið
til Reykjavíkur þar sem hann
stundaði nám í Iðnskóla
Reykjavíkur og útskrifaðist
þaðan sem hárskeri. Ungur
var Ragnar í nokkur sumur í
sveit hjá hjónunum Heiðari
og Kristínu á Hæli í Húna-
vatnssýslu. Sem unglingur
starfaði hann sem handlang-
ari í smíðavinnu hjá frænda
sínum Marinó Jónssyni, auk
þess sem hann starfaði í
Mjólkursamlaginu á Ak-
ureyri. Ragnar starfaði lengi
á Rakarastofu Sigvalda í
Kaupangi á Akureyri þar sem
hann var einnig nemi meðan
á námi hans stóð. Árið 1993
stofnaði Ragnar sína eigin
rakarastofu, Rakarastofu
Ragnars. Þá stofu rak hann í
Gránufélagsgötu 4 á Ak-
ureyri þar til hann flutti
starfsemi sína aftur á gamlan
stað í Kaupangi.
Útför Ragnars fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 6. jan-
úar 2012, og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Ákveðinn, rólegur, þolinmóð-
ur og toppnáungi. Þessi orð lýsa
pabba best. Ef hann var búinn
að ákveða hvernig hlutirnir ættu
að vera, þá varð þeim ekkert
breytt. Það var alveg sama hvað
hann tók sér fyrir hendur, hann
kláraði alltaf verkið. Sama
hversu flókið eða leiðinlegt það
var. Hann fór þetta alltaf á
þrjóskunni og „Grófargilsþráan-
um“. Það skipti ekki máli hvort
hann var í vinnunni, í bílavið-
skiptum eða bara á blettinum
fyrir austan, þá var hann ekki
tilbúinn að láta menn vaða yfir
sig á skítugum skónum.
Ég var bara smákrakki þegar
hann fór að fara með mig á bíla-
sölur og á bílasölurúntana. Síðan
þá hafa verið farnir margir bíla-
sölurúntar og þeir hafa oft leitt
af sér misgóð kaup. Það kom sér
vel að vera sonur Ragga rakara
þegar ég var farinn að brasa í
bílaviðskiptum. Pabbi þekkti
nokkra bílasala og það kom sér
vel þegar sölulaun og annar
kostnaður var til staðar. Einnig
var maður nokkuð öruggur um
að verstu druslurnar voru ekki
boðnar.
Húsbílaferðirnar eru ógleym-
anlegar, fyrst á Rúbbanum og
síðan Bensanum. Oftast var bara
rúllað yfir skarðið og gist í
Vaglaskógi. Það var því vel við
hæfi að fá land undir bústað í
Fnjóskárdalnum, eða Hnjóska-
dalnum, þó svo að enginn bú-
staður hafi enn risið. Eftir að
hjólhýsið var keypt þá var reynt
að fara um hverja helgi austur
og þar eru margar minningar til
staðar. Í plöntunum sem við
gróðursettum, í skúrnum, í grill-
pallinum. Ýmis málefni hafa ver-
ið rædd þar og voru komnar
ýmsar hugmyndir og draumar
um húsbíla og hver veit nema að
þær verði að veruleika einn dag-
inn. Svo var líka alltaf hægt að
gera grín að „Gøg og Gokke“.
Besti skóli sem ég hef verið í
er sá að fá að brasast með þér í
gegnum árin. Læra að redda sér.
Þó svo að þolinmæðin hafi ekki
alltaf verið til staðar hjá mér en
þá reddaðist það alltaf. Okkur
gekk svo vel að vinna saman að
það var orðið nánast óþarfi að
tala saman því skilningur okkar
á milli var svo góður.
Þér leiddist aldrei að segja
sögur. Sögur frá Hæli, af ykkur
Bjössa, úr þinni barnæsku eða af
körlunum sem komu í klippingu.
Þegar þú veiktist og gast ekki
lengur unnið þá fann ég það á
þér að þig vantaði að hitta kúnn-
ana og spjalla við þá eða hlusta á
þá létta á sér.
Ég skal sjá til þess að mamma
pirrist reglulega þegar ég fæ
þær hugmyndir að skipta um bíl.
Einnig passa ég upp á að Kári
fái sína bílasölurúnta og spilla
honum með súkkulaði og öðru
góðgæti.
Það verður erfitt að koma
heim í hádeginu og vera einn.
Engar sögur.
Takk fyrir að vera frábær
pabbi og mjög góður vinur.
Ég bið að heilsa öllum sem ég
þekki þarna hjá þér og eru á
leiðinni.
Bogi Rúnar.
Á síðustu misserum hef ég
mikið leitt hugann að hugtakinu
tími. Hugtakið felur ekki aðeins í
sér nútíð og framtíð heldur einn-
ig fortíðina og þær minningar
sem við eigum þaðan. Oft telur
maður sig hafa allan þann tíma í
heiminum sem maður þarf á að
halda en raunin getur orðið allt
önnur. Undanfarnir mánuðir
hafa kennt mér að meta núlíð-
andi stund á annan hátt en ég
gerði áður og sólunda ekki þeim
tíma sem ég hef. Sumu er ekki
hægt að fresta til morguns því
morgundagurinn rennur kannski
ekki upp, í það minnsta ekki
endilega í mynd gærdagsins.
Tíminn er líkt og tár sem falla,
heit og sölt þau tala um gleði og
sorgir.
Á einu augabragði verða þau til og
hverfa
og aðeins minningin ein verður eftir.
(Gaukur)
Þessar ljóðlínur lýsa vel því
sem berst um í brjósti mér þeg-
ar ég hugsa til þín þessa dagana.
Sá dagur er þú þurftir að lúta í
lægra haldi fyrir veikindum þín-
um kom alltof fljótt, elsku pabbi.
Á sama tíma er ég þakklát fyrir
allar þær góðu minningar sem
ég á og mun ætíð geyma í hjarta
mínu. Í veikindum þínum sýndir
þú mikið æðruleysi og hugsaðir
þeim mun meira um líðan fjöl-
skyldunnar. Þetta var sá maður
sem þú bjóst yfir. Þú tókst þarfir
okkar ávallt fram yfir þínar eig-
in. Það sást vel á sambandi ykk-
ar Kára. Það var þér erfitt þegar
veikindin gerðu það að verkum
að þú áttir erfiðara með að sinna
litla afastráknum á þann hátt
sem þú gerðir áður. Í fyrstu átti
hann líka erfitt með að skilja
hvers vegna afi vildi ekki koma
að leika eða út að skoða bílana.
En hann vandist því að vera með
þér á þann hátt sem þið gátuð.
Hann reyndi að lækna afa með
því að gefa honum plástur og
vatn að drekka. Þetta sýndi vel
hve einstakt samband ykkar
tveggja var. Þið hugsuðuð hvor
um annan. Ég mun sjá til þess
að afastrákurinn þinn mun aldrei
gleyma afa Ragga.
Sagt er að tíminn lækni öll sár
en ég tel það vera langan tíma
þar til mín sár gróa því pabbi,
lífið er svo óraunverulegt án þín.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt
svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins
og þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið
barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson)
Elsku pabbi, margs er að
minnast, margs er að sakna.
Þín dóttir,
Marín Hallfríður.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Ragnar Sigurbjörn Stefánsson,
Raggi rakari, er látinn. Hann
lést langt fyrir aldur fram, rétt
rúmlega fimmtugur að aldri eftir
mjög stutta og harða baráttu við
krabbamein. Síðustu vikur og
mánuðir hafa verið erfiðir fyrir
fjölskylduna þar sem Magnea,
systir Ragnars, háði einnig
hetjulega baráttu við krabba-
mein. Hugur okkar og bænir eru
hjá þeim og fjölskyldunni.
Ég kynntist Ragga í byrjun
árs 1998 þegar ég og Marín fór-
um að draga okkur saman. Vor-
um við þá á fyrsta ári okkar í
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri. Ég og Marín vorum aðeins
16 ára unglingar á þeim tíma.
Raggi og Salla tóku mér opnum
örmum frá fyrstu kynnum og bjó
ég á heimili þeirra í 3 ár af veru
minni í framhaldsskóla á Akur-
eyri. Á heimili þeirra kynntist ég
ást og hlýju og ég leit á Ragga
og Söllu sem mína aðra foreldra.
Við Marín fórum í nám til
Berlínar haustið 2009 og þar
eignuðumst við son okkar, Kára.
Hann var sólargeislinn í augum
afa síns og þótti Ragga leitt að
geta ekki verið nær fyrsta og
eina afabarni sínu. Mér skilst að
það sé ennþá far í parketinu eftir
Ragga þegar hann gekk um gólf
heima hjá sér heilan dag í síman-
um og beið fæðingu barnabarns-
ins. Í sumar sem leið, þegar
miklar annir voru hjá okkur
Marín, fengum við pössun fyrir
Kára hjá afa og ömmu á Ak-
ureyri allan júlímánuð. Það var
ómetanlegur tími fyrir þá báða
og þau öll. Ég er í dag þakklátur
fyrir allan þann tíma sem Kári
fékk að eiga með afa sínum, enda
er hann mjög mikill afastrákur.
Það sáum við líka vel þegar Kári
kvaddi afa sinn kvöldið sem hann
lést, kyssti hann góða nótt á enn-
ið og veifaði til hans eins og hann
var vanur að gera þegar hann
kvaddi afa sinn og ömmu á Ak-
ureyri.
Raggi hafði góðan húmor og
gat verið mjög stríðinn. Hann
var oft að gantast og það var
gaman að heyra hann segja frá.
Við Marín og Kári litli fluttum
aftur heim til Íslands í haust
sem leið og er ég mjög ánægður
að hafa náð að eiga með Ragga
góðar stundir síðustu mánuðina
sem hann lifði. Minningin um
ástkæran tengdaföður og frá-
bæran afa lifir. Blessuð sé minn-
ing hans.
Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína
allt sem þú gafst af þinni heitu sál.
Lengi skal kær þín milda minning
skína
merlar hún geislum dauðans varpa á.
(Matthías Jochumsson)
Kolbeinn Friðriksson.
Öðlingsmaður er fallinn frá.
Alltof fljótt. Þegar ég læt hug-
ann reika og rifja upp minningar
um Ragga, mág minn, koma
einna fyrst upp í hugann tveir
eiginleikar sem mér finnst ein-
kennandi fyrir Ragga, hann var
með eindæmum barngóður og
hafði hæfileika til að segja sögur
á skemmtilegan hátt. Það eru
ófáar stundirnar sem við höfum
átt við eldhúsborðið með Söllu
og Ragga, setið þar og spjallað,
drukkið kaffi og hlustað á Ragga
segja skemmtilegar sögur.
Langflestar sögurnar voru
hnyttnar og skemmtilegar og
ekki skemmdi svo fyrir brosið
hans Ragga og grallarasvipurinn
þegar hann sagði frá. Ég sé
Ragga ljóslifandi fyrir mér við
þessar aðstæður og fyrir mér er
það dýrmæt minning.
Raggi var afskaplega barn-
góður, hann var natinn við börn-
in sín, Mæju og Boga, og sinnti
þeim af stakri blíðu. Hann var
mikill félagi barna sinna og er
missir þeirra því mikill. Raggi
naut þeirrar gleði að verða afi
þegar Kári litli kom í heiminn og
áttu þeir félagar margar góðar
stundir saman. Minning um góð-
an dreng lifir áfram með okkur.
Með sorg í hjarta kveð ég þig að
sinni, Raggi minn, og þakka fyr-
ir allar ánægjustundirnar sem
við höfum átt með þér.
Fyrir hönd okkar Smára, Eg-
ils Þorra og Elvars Orra votta ég
elskulegri systur minni, Söllu,
okkar dýpstu samúð vegna frá-
falls Ragga, missir hennar er
mikill. Einnig vottum við Mæju,
Kolbeini, Kára og Boga Rúnari
okkar dýpstu samúð, svo og for-
eldrum og systkinum Ragga.
Kristín H. Thorarensen.
Ragnar Sigurbjörn
Stefánsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ARNÓR JÓN SVEINSSON,
Hjallalundi 22,
Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar, á heimili sínu
þriðjudaginn 3. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11. janúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurrós Aðalsteinsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð
og hlýju vegna fráfalls ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
JÓNS STEINGRÍMSSONAR
verkfræðings.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítala Landakoti og hjúkrunarheimilisins
á Mörk fyrir einstaka hlýju og vinsemd.
Steingrímur Jónsson, Guðrún Olga Einarsdóttir,
Þóra Jónsdóttir, Júlíus Lennart Friðjónsson,
Vigdís Löve Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Elskuleg amma okkar,
HERDÍS ALBERTSDÓTTIR,
Sundstræti 33,
Ísafirði,
sem lést á aðfangadag jóla verður jarðsungin
frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. janúar
kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Minningarsjóð kvenfélagsins Hlífar á Ísafirði,
minningarspjöld fást hjá Eymundsson.
Kristjana Sigurðardóttir
og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÓLAFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Böðmóðsstöðum,
Hvassaleiti 58.
Með ósk um gæfuríkt nýtt ár.
Inga K. Guðmundsdóttir, Bjarni Guðmundsson,
Þórdís K. Guðmundsdóttir,
Pálmar Guðmundsson, Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MAGNEA STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
2. janúar.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
9. janúar kl. 13.00.
Margrét Bárðardóttir, Helgi Friðgeirsson,
María Sigurðardóttir,
Jóhannes Bárðarson, Agnethe Aðalsteinsdóttir,
Magnús Bárðarson, Linda Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartkær sonur minn, bróðir, frændi og vinur,
BIRGIR SNÆFELLS ELÍNBERGSSON,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 3. janúar.
Útför verður auglýst síðar.
Fjóla Unnur Halldórsdóttir,
Ragnar Snæfells Elínbergsson,
Lára Halla Snæfells Elínbergsdóttir,
Benedikt Elínbergsson,
frændsystkini og vinir.
✝
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og
vináttu við fráfall elskulegrar eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og systur,
GUÐRÚNAR ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR,
Lóu Tómasson,
sem andaðist á National Institutes of Health
í Bethesda, Maryland, sunnudaginn
20. nóvember.
Gunnar Tómasson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Sverrir Gunnarsson Tómasson, Christine Tómasson,
Stefán, Koby og Lóa,
Guðrún Gunnarsdóttir Rubin, Joshua Rubin,
Jack, Zoe og Cassie,
Sigrún I. Jónsdóttir.