Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 88/100 „FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ HASARATRIÐUM SEM MINNA EINNA HELST Á LJÓÐLIST“ -CHICAGO SUN TIMES sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1. NÚMERUÐ SÆTI Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI „NIÐURSTAÐAN ER SVO FYNDIN OG AÐLAÐANDI AÐ ÁHORFEN- DUR HLJÓTA AÐ FALLA FYRIR ÞESSUM KATTAHEIMI“ -BOXOFFICE MAGAZINE HHHH -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! "BESTA MYND SERÍUNNAR." "SVONA EIGA HASARMYNDIR AÐ VERA." H.V.A. - FBL HHHH "FLOTTUR HASAR." H.S.S. - MBL HHH "HLÝTUR AÐ TELJAST SÚ BESTA HINGAÐ TIL" "FJÖRUGASTA OG SKEMMTILEGASTA HASARMYND ÁRSINS" Þ.Þ. - FT. HHH HHH - ROGER EBERT, CHICAGO SUN-TIMES HHHH „STÆRRI, BETRI OG FYNDNARI.“ - EMPIRE HHHH „BETRI EN SÚ FYRSTA. SJÁÐU HANA NÚNA, OG ÞÁ HELST Í STÓRUM SAL.“ - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI 000 kr. FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Geturðu lýst þér í fimm orðum? Forvitinn, jákvæður, heppinn auglýsingamaður og spurningahöfundur. Hvað veist þú mikið um heiminn? (spyr síðasti að- alsmaður, Brynjar Bragi Einarsson) Aldrei nógu mikið. Það er alltaf eitthvað á mánu- dagskvöldum á RÚV sem kemur á óvart. Hver er uppáhaldsbókin þín? Egils saga, snilldarlegt karlagrobb sem margir leggja alveg ótrúlegan trúnað á. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hitta vini og fjölskyldu á góðri stund og syngja með einhverjum sem kann góð lög á gítar. En hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Flokka og telja dósir og plast fyrir endurvinnslu. Það er algjörlega leiðinlegt. Hver er uppáhaldsrithöfundurinn þinn? Enginn einn: Get nefnt David Mitchell, Guðmund Andra Thorsson og Halldór Lax- ness. En hver er uppáhalds- tónlistarmaðurinn þinn? Það er bara einn Bob Dylan. Færðu þér sykur í kaffið? Neibbs, reyndar drekk ég æ sjaldnar kaffi. Getur þú lýst dansstíl þín- um á djamminu? Eins og John Travolta hefði eignast barn með MC Hammer. Hvað nærðu mörgum armbeygjum? Hef ekki gáð að því nógu lengi til að þora að prófa. Hvað færðu ekki staðist? Góða pitsu. Ég brotna bara gjörsamlega niður og borða þar til ekkert er eftir. Múm eða Sigur Rós? Sigur Rós. Sushi eða mexíkóskt? Sushi. Hvað fær þig til að skella upp úr? Kötturinn minn, hann Hrói. Hvert væri tökunafn þitt ef þú værir heimsfrægur rappari? Eagle Wolves son of the Ocean. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Prumpuþefur. Hver er besti vinur þinn? Konan mín, Ásta Andr- ésdóttir. Hvað færðu að vaka lengi á af- mælisdeginum? Alveg þangað til ég sofna. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Mér finnst gaman að spila El- ton John-lög á píanó og syngja með þegar enginn heyr- ir til. Hvers viltu spyrja næsta að- alsmann? Vissir þú að Steven Adler, fyrr- um eiturlyfjasjúki trommuleik- arinn í Guns’n’Roses, er af ís- lenskum ættum? Veit aldrei nógu mikið um heiminn Aðalsmaður vikunnar er Örn Úlfar Sævarsson, annar spurningahöfunda Gettu betur, einn af höfundum Áramótaskaupsins og einn af hug- myndafólkinu á auglýsingastofunni Fíton. Honum finnst leiðinlegast að flokka og telja dósir og kötturinn hans Hrói fær hann til að skella upp úr. Rihanna á erilsamt ár að baki með útkomu plötu sinnar Talk That Talk og tónleikaferðalögum um all- an heim. Heyrst hefur und- anfarið að álagið sé farið að taka sinn toll og Rihanna sýni öll merki ofþreytu. Nú hafa um- boðsaðilar söngkonunnar sent hana í frí til Barbados þar sem henni er ætlað að hvílast vel og hlaða batteríin. Á Twitter-síðu sinni skrifar Rihanna að henni reynist raunar erfitt að slaka á í fríinu og hún eigi erfitt með svefn. Söngkona kveðst hafa hlakkað mikið til að komast á heimaslóðirnar og taka því rólega en samt basli hún við að ná sér nið- ur. Segir hún á Twitter-síðunni að hún liggi andavaka uppi í rúmi og hugsi alltof mikið. Rihanna send í frí Rihanna Á erfitt með að slaka á. P. Diddy er stórtækur þegar kemur að gjöfum, að minnsta kosti þegar Cameron Diaz á í hlut. Tónlist- armaðurinn fór hamförum í stór- versluninni Barney’s í Beverly Hills á dögunum og keypti þar kvenfatnað og fylgihluti fyrir milljónir króna. Samkvæmt heimildum tímaritsins In Touch voru gjafirnar ætlaðar leikkonunni Cameron Diaz en sést hefur til þeirra skötuhjúa saman af og til undanfarið. Keypti hann meðal annars hand- tösku fyrir ríflega 300 þúsund krón- ur, 460 þúsund kr. kápu og „vintage“ armband hlaðið gimsteinum sem kostaði hvorki meira né minna en fimm og hálfa milljón króna. Diddy hleður Diaz gjöfum Stórtækur P. Diddy eyddi mörgum milljónum króna í einni verslunarferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.