Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
Árið 1991 hóf
byggðasamlagið
SORPA rekstur, en til-
gangur SORPU er að
annast lögboðið hlut-
verk um meðhöndlun
úrgangs sbr. lög nr. 55/
2003 fyrir sjö sveit-
arfélög á höfuðborg-
arsvæðinu. Um mikið
framfaraskref í um-
hverfis- og úrgangs-
málum var að ræða á þeim tíma en
sitt sýndist hverjum um verkefnið.
Markverðustu breytingarnar á þess-
um tíma má telja að urðun tók ger-
breytingu frá „opnum“ sorphaug í
Gufunesi í skipulagðan og vaktaðan
urðunarstað í Álfsnesi. Það þótti
einnig tíðindum sæta á þeim tíma að
farið var að innheimta gjald fyrir
móttöku úrgangs, nokkuð sem þótti
fáheyrt. Að innheimta gjald var
sennilega það sem mestum deilum
olli á þeim tíma, en nú til dags þykir
það sjálfsagt að sá greiði sem valdi.
Frá árinu 1991 hafa
endurvinnsla og end-
urnot tekið miklum
breytingum, þrátt fyrir
að ekki hafi verið eða
séu kvaðir á íbúum um
endurvinnslu. SORPA
ásamt sveitarfélög-
unum hefur boðið íbú-
um upp á móttöku
flokkaðs úrgangs á
endurvinnslustöðvum
og í grenndargáma
sem staðsettir eru víðs
vegar um höfuðborg-
arsvæðið. Jafnframt hafa íbúar verið
hvattir til að minnka magn úrgangs
og skila þeim úrgangi sem myndast
til endurvinnslu og endurnota. Er
fróðlegt í þessu sambandi að bera
saman árangur íbúa höfuðborg-
arsvæðisins við árangur heimila í
Svíþjóð og Danmörku, hvar margir
Íslendingar hafa búið til lengri eða
skemmri tíma og vanist öðru þjón-
ustustigi en hér tíðkast. Í töflunni
má sjá þennan samanburð.
SJÁ TÖFLU
Margt áhugavert kemur fram í
ofangreindum samanburði, t.d. að
efnisendurvinnsla (endurvinnsla á
t.d. pappír/pappa/plasti/timbri
o.s.frv) er síst minni á höfuðborg-
arsvæðinu en hjá nágrannaþjóðum.
Sama má segja um lífræna endur-
vinnslu, þar standa höfuðborg-
arbúar sig betur en nágrannaþjóðir.
Þetta helgast af mikilli framleiðslu
og notkun á metani sem ökutækja-
eldsneyti, sem er einstakt í heim-
inum. Síðast en ekki síst sést að
bæði í Svíþjóð og Danmörku er úr-
gangur brenndur í stórum stíl til
framleiðslu varma og rafmagns –
nokkuð sem er fjárhagslega og um-
hverfislega óhagstætt fyrir höf-
uðborgarbúa.
Miðað við staðreyndir verður ekki
annað fullyrt en að höfuðborgarbúar
standi sig mjög vel í endurvinnslu,
svo vel að eftir því er tekið erlendis.
Það merkilega við þennan árangur
er að hann hefur náðst með al-
mennri þátttöku íbúa sem eru til-
búnir að leggja á sig nokkra fyr-
irhöfn fyrir árangurinn, án þess að
tunnufjöldi sé úr hófi við hvert heim-
ili. Ber að hrósa íbúum höfuðborg-
arsvæðisins fyrir þennan góða ár-
angur. Með samstilltu átaki hefur
náðst að flokka og skila fyrir betri
framtíð.
Endurvinnsla á höfuðborgar-
svæðinu í tvo áratugi
Eftir Björn H.
Halldórsson »Höfuðborgarbúar
standa sig mjög vel í
endurvinnslu, sam-
kvæmt samanburði við
nágrannaþjóðirnar
Danmörk og Svíþjóð.
Björn H. Halldórsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
SORPU bs.
1) Með orkuendurvinnslu er átt við brennslu til rafmagns- og/eða varma-
framleiðslu.
2) MBT er „Mechanical-Biological Treatment“ þ.e.a.s. forvinnsla úrgangs
sem ekki telst hæfur til lífrænnar endurvinnslu.
Endurvinnsla / Svæði Svíþjóð Danmörk Höfuðborgarsv.
Efnisendurvinnsla
Lífræn endurvinnsla
Orkuendurvinnsla1
Urðun
MBT2
Spilliefni
35,4%
13,8%
48,4%
1,4%
0,0%
1,0%
31,7%
18,7%
36,3%
0,4%
10,4%
2,4%
35,2%
25,0%
0,0%
38,6%
0,0%
1,2%
Áramótaskaup
Ríkisútvarpsins var
eins og við var að búast
grátt gaman, þar sem á
einstaka stað var slegið
á létta strengi, en eink-
um níðst á fólki og
óþverrabrandarar
hafðir í fyrirrúmi. Hef-
ur öllu skammotað aft-
ur síðan Stefán Jóns-
son, Flosi og Jón Múli
skemmtu með léttri gamansemi
sinni.
Af öllu aumu í Áramótaskaupi
Ríkisúvarpsins frá upphafi voru
þessi orð þó verst: „Við [Norðmenn]
tökum þó ekki ábyrgð á innfæddum
sinnissjúkum karlmönnum á miðjum
aldri sem skjóta þig og/eða sprengja
húsið þitt með áburðarsprengjum.“
Nú veit ég, að Páll Magnússon út-
varpsstjóri biðst ekki afsökunar á
þessum orðum. Hann biðst aldrei af-
sökunar á neinum afglöpum sínum
né starfsmanna sinna. Hins vegar vil
ég fyrir hans hönd biðja frændur
okkar og vini Norðmenn afsökunar á
þessum orðum Ríkisútvarpsins.
Þetta áttu þeir ekki skilið eftir
mestu hörmungar sem yfir norsku
þjóðina hafa dunið á friðartímum.
Hafi Ríkisútvarpið skömm fyrir.
Skömm
Ríkisútvarpsins
Eftir Tryggva
Gíslason »Hins vegar
vil ég fyrir
hans hönd
biðja frændur
okkar og vini
Norðmenn af-
sökunar á þess-
um orðum Rík-
isútvarpsins.
Tryggvi Gíslason
Höfundur var skólameistari Mennta-
skólans á Akureyri.
Það er vonandi nú á
nýju ári þegar sá
ágæti maður Jón
Bjarnason, fyrrum
sjávarútvegsráðherra,
hefur vikið úr ráð-
herraembætti og tekið
sæti sem þingmaður
að samflokksmenn
hans haldi sér við efn-
ið hvað varðar and-
stöðu við fulla aðild að
ESB. Hvað varðar
aðra hluti almennt séð í stjórnmál-
unum er það að VG undir forystu
Steingríms J. er orðið eins konar
einkavæðingarapparat og Samfylk-
ingin líka, samanber dálæti Marðar
Árnasonar á einkavæðingu bank-
anna. En einkavæðing bankanna er
eins konar leikrit sem gengur að
sjálfsögðu aldrei upp nú frekar en
fyrr og er það meðal annars af því
að í öllum þessum einkavæðingum
bankanna hafa menn ekki staðið
löglega að hlutunum, samkeppn-
islög hafa ekki verið virt, auk þess
hafa menn farið gjörsamlega fram
úr sjálfum sér og stundað hægri
öfgar sem virðast alls staðar vera
bannaðar nema á Íslandi.
Varðandi sjávarútvegsmálin var
annars ágætur maður, Jón Bjarna-
son, að reyna að lagfæra þau mál
og veit ég að honum
gekk bara gott eitt til,
hann var hlynntur
auknum byggðakvóta
sem er 8% nú en ég
lagði til í Velvak-
andagrein nýverið að
yrði aukinn í 30%. Ég
er þeirrar skoðunar að
þessi 30% byggðakvóti
eigi að vera fastur á
stöðunum og honum
svo úthlutað á póli-
tískan hátt í byggð-
arlögunum, sem sé
sveit, bæ og borg, og hann unninn
á stöðunum. Mér finnst að taka
ætti upp línutvöföldun og verð-
launa þannig þá sem stunda þessar
erfiðu veiðar, auk þess eru gæði
fisksins úr þessum veiðum langt
fram yfir annan veiðiskap. Svo
finnst mér að fara ætti varlega í að
veiða það sem t.d. þorskurinn étur,
það er loðnu, og veiða hana hóflega
þannig að vöxtur og viðgengi
þorsksins haldist sem og margra
annarra bolfisktegunda. Varðandi
strandveiðar sem eru 7% mætti t.d
auka þær í 10% og líklega lengja
útivistartíma við strandveiðarnar
vegna eðlis þeirra og tímans sem
fer í siglingar fram og til baka af
miðunum en menn þurfa gjarnan
að hafa tvenn fallaskipti til að hafa
eitthvert gagn af veiðunum því oft
getur brugðist veiðin á öðrum
fallaskiptunum. Þá eiga menn auð-
vitað að varast að ofveiða ekki við-
kvæma fiskistofna, t.d. lúðu en ég
tel að það megi vel veiða eitthvað
af henni en að sjálfsögðu með var-
úð þannig að það bitni ekki á
stofninum.
Hörpudiskveiðar ætti alls ekki
að leyfa um nokkurt skeið meðan
stofninn er að jafna sig. Svo ég víki
að öðru finnst mér að við ættum að
segja samningnum við Magma upp
einhliða þar sem eignarrétturinn
hvað varðar orku í jörðu er varinn
í stjórnarskránni og það sem ég
hef heyrt af málinu er það að þetta
hafi verið mistök embættismanna
sveitarstjórnarmanna að gera
samninga við Kanadamanninn um
þessa hluti. En að mínu viti er
þetta alþjóðlegur fjárfestir sem
hefur raskað fullveldi landsins og í
raun gert það vitandi að hann væri
að brjóta lög landsins og þess
vegna í raun fyrirgert rétti sínum
til að fá bætur þegar samningnum
verður sagt upp við þennan annars
líklega ágæta Kanadamann.
Svo að lokum tel ég að til þess
að þorskstofninn nái sér á strik í
einhverjum mæli ætti hreinlega að
draga almennt úr loðnuveiðum
þannig að þegar loðnan gengur
með landinu sé nægilegt af henni
til átu fyrir þorskinn.
Byggðakvóti fyrir
lítilmagnann
Eftir Kristján Snæ-
fells Kjartansson
» 30% byggðakvóti
verði fastur á stöð-
um og honum úthlutað á
pólitískan hátt í byggð-
arlögunum.
Kristján Snæfells
Kjartansson
Höfundur er skipstjóri.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
! ! "
#$ %#&' ( )
# #
* +++
(
,