Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 Munið að slökkva á kertunum Kerti úr sama pakka geta brunnið mismunandi hratt og á ólíkan hátt Slökkvilið höfuborgasvæðisins Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is Öll stærstu sveitarfélög landsins að Reykjavíkurborg undanskilinni munu í ár sækja jólatré sem liggja utan lóðarmarka og fara með þau til förgunar hjá endurvinnslu- stöðvum, bæjarbúum að endur- gjaldslausu. Bæjarbúar þurfa ein- göngu að koma trjánum út fyrir lóðarmörkin og hafa þau sýnileg fyrir starfsmenn bæjarins.Þeir munu síðan taka trén og koma þeim til endurvinnslustöðva. Aukin sala Þeir starfsmenn sem veita þessa þjónustu munu eflaust hafa í nógu að snúast þetta árið, því almennt virðist hafa verið aukning í sölu jólatrjáa í ár að sögn söluaðila. Steinar Björgvinsson, rækt- unarstjóri hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, segir að salan nú fyrir jólin hafi verið meiri en í fyrra þótt enn eigi eftir að gera söluna upp. „Markaðurinn fyrir jólatré á Íslandi er ekki orðinn jafn þróaður og hann er í Þýskalandi og Dan- mörku, en er að þróast í rétt átt,“ segir Steinar. Að sögn Ásgerðar Einarsdóttur, umsjónarmanns jólatréssölu Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík, hefur sala aukist á milli ára. „Það hefur verið aukning á hverju ári síðan ég tók við þessu árið 2005 og á Þorláksmessu eru yfirleitt 14 til 15 tré eftir sem seljast svo á að- fangadagsmorgun,“ segir Ásgerð- ur. „Við eigum okkur trygga við- skiptavini sem bera hlýjan hug til okkar og sá hópur virðist fara vax- andi.“ Tré út fyrir lóðarmörk Starfsmenn hjá Hafnarfjarð- arbæ, Kópavogi, Seltjarnanesbæ og Mosfellsbæ munu taka jólatré sem liggja utan lóðarmarka dagana 9. og 10. janúar en tré í Garðabæ verða fjarlægð 7. og 8. janúar. Ak- ureyrarbær mun veita þessa þjón- ustu 9. til 12. janúar og auk þess munu gámar vera settir víðsvegar um bæinn þar sem fólk getur losað sig við tréð sitt. Starfsmenn Fljóts- dalshéraðs taka tré af götum sveitafélagsins en ekki er búið að ákveða hvaða daga það verður gert. Þótt Reykjavíkurborg ætli ekki að veita þessa þjónustu í ár, rétt eins og í fyrra, þá hafa sum íþróttafélög boðist til að aðstoða fólk við förg- un á jólatrjám gegn vægu gjaldi. Barna- og ung- lingaráð þeirra íþróttafélaga veita þessa þjónustu og mun allur ágóði sem af henni hlýst renna til yngri flokka. Flest sveitarfélög hirða jólatré  7 af 8 stærstu sveitarfélögunum hirða jólatré bæjarbúa endurgjaldslaust  Reykjavíkurborg veitir ekki þá þjónustu rétt eins og í fyrra  Fleiri jólatré seldust fyrir þessi jól en fyrir ári að mati seljenda Morgunblaðið/Ernir Jólatré Nú þegar jólin eru á enda þarf fólk að losa sig við jólatréð sem lýsti upp heimilið og skammdegið. Reykjavíkurborg mun ekki bjóða borgarbúum upp á að tré sem liggja utan lóðamarka verði sótt, rétt eins og í fyrra. Sum íþrótta- félög ætla að nýta sér það og hafa boðað til fjáraflana þar sem þau bjóðast til að farga trjám gegn vægu gjaldi. Knattspyrnu- félagið Víkingur hefur auglýst á heimasíðu sinni að barna- og unglingastarf félagsins muni standa að fjáröflun 8. janúar þar sem fólk getur losað sig við dós- ir, ónýtar rafhlöður og farsíma. Þá getur fólk einnig komið með gamla jólatréð og borgað 1000 kr. fyrir förgun á trénu. Einnig hefur Knattspyrnufélagið Valur dreift tilkynningum í hús þar sem segir að krakkar á vegum félags- ins muni ganga í hús í hverfum 101 og 105 og bjóða íbúum að taka jólatréð gegn 1000 kr. gjaldi sem rennur til barna- og ung- lingastarfs fé- lagsins. Ágóði til yngri flokka ÍÞRÓTTAFÉLÖG HJÁLPA Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Matvælastofnun hefur ekki mælt kadmíum-innihald í fóðri á þeim bæjum þar sem áburður frá Skelj- ungi með of hátt kadmíum-gildi var borinn á tún. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort það verði gert á þessu ári. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta ennþá,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður mat- vælaöryggis og neytendamála hjá Matvælastofnun. Hann bendir á að kadmíum í því magni sem var í áburðinum frá Skeljungi sé ekki hættulegt ef um eitt einangrað til- vik sé að ræða. Þess vegna séu afar litlar líkur á að mörk kadmíums mælist hærri í fóðri eða búfjáraf- urðum. Sigurður Örn minnir jafn- framt á að mörkin hér á landi séu lægri en annars staðar í þeim Evr- ópulöndum sem hafa sett reglur um hámarksinnihald kadmíums í áburði. „Eðli kadmíums er að hann hleðst upp í jarðvegi og í vistkerf- um. Þó að í eitt skipti sé borinn á áburður sem er með umframmagni af kadmíum, sem ekki er meira en þetta þó var, þá mun það ekki hafa áhrif. Ef þetta gerist hvað eftir annað, ár eftir ár, þá fer það að hafa áhrif,“ segir Sigurður. Innihald kadmíums í áburðinum var ríflega tvöfalt til þrefalt meira en leyfilegt er. Hafa ekki mælt kadmíum í fóðri  Hættulegt ef efnið fær að hlaðast upp Morgunblaðið/RAX Hey Matvælastofnun telur afar litlar líkur á að kadmíum mælist í fóðri. Kadmíum er eitraður þungmálmur sem m.a. er notaður í rafhlöður. Hann finnst þó víða í náttúrunni, í mismiklu magni, og hann er eitt af þeim fjölmörgum eiturefnum sem leynast í tóbaksreyk. Reykingar eru algengasta leið almennings til að ná sér í kadmí- um, ef svo má segja. Rannsóknir hafa sýnt að reykingamenn eru að meðaltali með 4-5 sinnum meira af kadmíum í blóði en þeir sem ekki reykja og 2-3 sinnum meira magn í nýrum. Reykingamenn fá sér kadmíum MIKIÐ AF KADMÍUM Í TÓBAKSREYK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.