Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012
✝ Ingólfur Bárð-arson rafverk-
taki fæddist í
Keflavík 9. október
1937. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut þann
27. desember 2011.
Foreldrar hans
voru Bárður Ol-
geirsson, f. 4. ágúst
1905, d. 17. janúar
1992 og Árný Eyrún Ragnhildur
Helgadóttir, f. 18. janúar 1910,
d. 15. febrúar 2001. Systkini
Ingólfs eru Olgeir Magnús, f. 22.
desember 1935, d. 29. júlí 1998,
Halldór, f. 3. nóvember 1939,
Guðlaug, f. 12. janúar 1943, gift
Ólafi Þ. Guðmundssyni, Oliver,
f. 4. mars 1948. Hinn 13. apríl
1963 kvæntist Ingólfur Halldóru
Jónu Guðmundsdóttur, f. 31.
desember 1937. Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur Jónsson, f.
23. september 1907, d. 29. maí
1999 og Ólöf Eggertsdóttir, f.
28. mars 1910, d. 5. nóvember
1999. Börn Ingólfs og Halldóru
eru: 1) Elín Jóhanna, f. 14. jan-
úar 1956, gift Joe A. Livingston,
börn þeirra: a) Birgitta, f. 1972,
gift James Maus, dætur þeirra
Hannah Marie og Sydney Elín,
b) Davíð Alan, f. 1978, kvæntur
Jennifer Livingston, synir
arfulltrúi í 8 ár og sinnti fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
bæjarfélagið. Ingólfur starfaði
mikið í félagsmálum. Hann sat í
stjórn Rafverktakafélags Suður-
nesja, stjórn Landssambands ís-
lenskra rafverktaka, í rafveitu-
nefnd Njarðvíkur, í stjórn og
sem stjórnarformaður Hitaveitu
Suðurnesja, í Lionsklúbbi Njarð-
víkur starfaði hann í rúm 40 ár.
Hann var í Frímúrarareglunni
frá 1985. Hann var í JC Suð-
urnes og sem forseti um skeið.
Hann var einn af stofnendum
Unghjónaklúbbsins og Nýja
hjónaklúbbsins. Ingólfur sinnti
ýmsum trúnaðarstörfum í Sjálf-
stæðisflokknum frá 16 ára aldri,
hann starfaði í Sjálfstæðisfélag-
inu Njarðvíkingi í stjórn og sem
formaður 1995-2004, sat í stjórn
fulltrúaráðsins og í kjördæm-
aráði flokksins. Ingólfur starf-
aði í kirkjustarfi Ytri-
Njarðvíkurkirkju allt frá bygg-
ingu kirkjunnar og í sóknar-
nefnd í allmörg ár og kom
mörgum góðum málum í verk,
samhliða því sat hann í stjórn
Kirkjugarðs Njarðvíkur. Ing-
ólfur var heiðursfélagi í JC Suð-
urnes, Melvin Jones félagi í
Lionshreyfingunni og heið-
ursfélagi í Rafverktakafélagi
Suðurnesja.
Útför Ingólfs verður gerð frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag,
föstudaginn 6. janúar 2012, og
hefst athöfnin kl. 13. Útsending
verður frá athöfninni í Stapa.
þeirra Ryley Alan
og Tristan Harry, c)
Edward Dale, f.
1984, sambýliskona
Lauren Baker. 2)
Arnar, f. 22. desem-
ber 1961, kvæntur
Önnu Birnu Árna-
dóttur, synir þeirra:
a) Árni Júlíus, f.
1988, b) Halldór, f.
1991, c) Róbert
Ingi, f. 1997. 3)
Ragnhildur Helga, f. 22. febrúar
1965, gift Ólafi Birgissyni, synir
þeirra: a) Ingólfur, f. 1987, b)
Birgir, f. 1991, kærasta Una
María Unnarsdóttir, c) Brynjar,
f. 2006. 4) Brynja, f. 1. apríl
1969, gift Jóhanni B. Magn-
ússyni, börn þeirra: a) Sindri, f.
1993, b) Ebba Ósk, f. 1997, c)
Birna, f. 2005. 5) Guðmundur
Þórir, f. 2. apríl 1974, kvæntur
Karlottu Sigurbjörnsdóttur,
dætur þeirra: a) Halldóra Jóna,
f. 1995, b) Stefanía Lind, f. 2003.
Ingólfur ólst upp í Njarðvík.
Lauk sveinsprófi í rafvirkjun
1962. Ingólfur starfaði sem raf-
verktaki og rak sitt eigið fyrir-
tæki, Rafverkstæði IB fram á
síðasta dag eða í 47 ár. Ingólfur
átti sæti í bæjarstjórn Njarðvík-
ur 1982-1994 eða í 12 ár og þar
af forseti bæjarstjórnar í 4 ár.
Auk þess var hann varabæj-
Elsku Ingó minn, nú skiljast
okkar leiðir um sinn, þetta var
hröð og hörð barátta, minn dug-
legi vinur. Þú ætlaðir ekki að gef-
ast upp en svona er bara lífið. Við
áttum svo mörg dásamleg ár, og
það ber að þakka. Ég mun
standa mig eins og þú baðst mig,
elsku hjartað mitt. Við áttum
saman svo góða fjölskyldu sem
styður mig algjörlega og einnig
vinir okkar. Ég vil þakka öllu
starfsfólkinu á deild 11C og 11E
á Landspítalanum við Hring-
braut fyrir góða umönnun og
hlýju á þessum erfiðu tímum.
Sérstök kveðja til Gunnars
Bjarna Ragnarssonar krabba-
meinslæknis fyrir þá hlýju og
styrk, sem hann gaf þér og fjöl-
skyldunni okkar.
Sorgin hún svíður og tærir,
söknuður er í hjarta.
En ljóðið í myrkrinu færir
ástkæra minningu bjarta.
(S.Ó.I)
Hvíl þú í friði með þökk fyrir
allt, elsku vinur minn.
Þín
Halldóra.
Elsku pabbi, ég vil byrja á því
að þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Ég er enn að reyna að átta mig á
því að þú sért farinn frá okkur,
mér fannst þú eiga svo mörg ár
eftir. Það verður tómlegt að fara
án þín í sælureitinn okkar, Vina-
minni. Minningarnar þaðan eru
ótalmargar. Þú gerðir allt til að
hafa gaman hjá okkur. Það var
alltaf svo mikil gleði og stemm-
ing í kringum þig, elsku pabbi.
Ég á einnig eftir að sakna þess
þegar þú og mamma voruð á leið-
inni heim úr sumarbústaðinum
og hringduð í mig. Ég heyrði þig
oft hvísla á bak við mömmu „á
hún Brynja mín nokkuð heitt á
könnunni og kannski eitthvað
góðgæti með“. Ég gat ekki annað
en skellt í vöfflur og hellt á könn-
una fyrir besta pabba í heimi sem
gerði allt fyrir litlu stelpuna sína.
Pabbi, ég mun standa við það
sem þú baðst mig um, að hugsa
vel um mömmu. Nú taka við
breyttir tímar hjá henni því þið
voruð svo miklir vinir og sam-
heldin hjón.
Elsku pabbi, hvíldu í friði. Þín
verður sárt saknað, en ég get
huggað mig við það að það verð-
ur tekið vel á móti þér, sjáumst
seinna, elsku pabbi.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta
(Bubbi Morthens.)
Þín dóttir,
Brynja.
Elsku pabbi minn er farinn frá
okkur. Ég er þakklát fyrir að
hafa átt svona yndislegan og
flottan pabba. Minningarnar
renna í gegnum hugann og veita
mér hlýju í mínu brostna hjarta.
Pabbi var alltaf að minna mig á
að líta jákvæðum og björtum
augum á lífið og tilveruna, þá
gengi mér og mínum vel. Ég hef
haft þessi orð að leiðarljósi í
gegnum líf mitt og mun halda
þeim á lofti til minna drengja.
Pabbi elskaði lífið og naut þess
að lifa því með krafti og gleði,
bæði í leik og starfi. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa fengið að starfa
með og fyrir pabba í fjölda ára og
sérstaklega síðastliðin 6 ár. Það
var svo notalegt að sitja á verk-
stæðinu og spjalla um daginn og
veginn, vinnuna, fjölskylduna og
allt þar á milli. Þeirra stunda
verður sárt saknað. Þú varst svo
ráðagóður og gott að leita til þín.
Pabbi var náttúrulega ekkert
venjulegur karl, hann rak sitt
eigið fyrirtæki sem var oft krefj-
andi, starfaði mikið í félagsmál-
um og pólítík alla tíð sem hefði að
vitaskuld ekki gengið, ef mamma
hefði ekki staðið sína plikt af um-
hyggju, dugnaði og trygglyndi.
Því vil ég segja að á bakvið hvern
frábæran karl stendur gjarnan
stórkostleg kona.
Sumarbústaðurinn okkar var
sælureitur fjölskyldunnar og
nutu pabbi og mamma sín vel
þar, voru alltaf að dytta að,
breyta, bæta og njóta.
Sólarlandaferðir voru í uppá-
haldi, þar nutu þau sín sérstak-
lega vel og ég er svo þakklát fyr-
ir fjölskylduferðina til Kanarí
sem þau buðu okkur í þegar þau
voru sjötug, þar voru þau á
heimavelli og nutum við góðs af.
Pabbi, ég á eftir að sakna þess
að hita litlu hendurnar mínar í
þínum hlýju höndum sem var svo
gott að halda í. Ég er þakklát
fyrir að fá að hafa staðið við hlið
pabba og mömmu í gegnum þessi
erfiðu veikindi sem brjósthimnu-
krabbamein er.
Elsku mamma mín, söknuður
okkar er mikill og sérstaklega
fyrir þig, þar sem þú og pabbi
voruð eitt og líka bestu vinir, en
við verðum sterk og göngum
saman í gegnum þessa þraut og
lítum björtum augum á framtíð-
ina eins og pabbi sagði alltaf.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Þín pabbastelpa,
Ragnhildur Helga
og fjölskylda.
Í dag kveðjum við föður minn,
Ingólf Bárðarson. Þegar ég lít yf-
ir farinn veg er mér efst í hug
þakklæti fyrir þann tíma sem við
áttum saman. Þessi orð skrifaðir
þú fyrir ömmu Rúnu og mér
finnst þessi orð eiga svo vel við
þig.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Það er stundum erfitt að sjá á
bak nánasta ástvini, sem hafði
mikið að gefa. Hvernig er hægt
að koma tilfinningum niður á
blað sem bærast í brjósti manns
og samfléttast við ótal minningar
liðinna ára, allt frá blautu barns-
beini? Hvernig er hægt að þakka
þessa vináttu og kærleika sem
þú, pabbi minn, sýndir mér og
minni fjölskyldu alla tíð? Þetta
eru líka fátækleg þakkarorð,
pabbi minn, fyrir þann vin sem
þú hafðir að geyma. Ég naut þess
ríkulega að vera ekki bara dóttir
þín heldur líka að eiga djúpa vin-
áttu þína, sem bæði gaf og tók.
Pabbi var mikill og góður pabbi,
afi og langafi. Hann var alltaf
boðinn og búinn að hjálpa þeim
sem þurftu og var drífandi leið-
togi í fjölskyldunni og víðar með
sinni góðu reynslu og góðu skap-
gerð. Alltaf léttur og kátur.
Hvernig er hægt að þakka þessa
vináttu, nema ef til vill með því
að lifa minninguna áfram og
njóta hennar og segja: Pabbi
minn, takk fyrir að hafa verið
þarna. Guð gefi mömmu og fjöl-
skyldunni styrk á þessum erfiðu
tímum.
Þín dóttir,
Elín Jóhanna og fjölskylda.
Haustið hefur verið einkenni-
legt hjá okkur í fjölskyldunni, frá
því í september sl. að við fengum
staðfest að pabbi væri með
ólæknandi krabbamein, svokall-
að asbestkrabbamein. Ágætar
líkur voru taldar á því að hann
gæti lifað ágætu lífi með þessu
meini a.m.k. í einhvern tíma.
Enginn gerði sér í hugarlund að
þessi veikindi væru svo alvarleg
að rúmum þremur mánuðum
seinna værum við í þessum spor-
um.
Þessi stutti tími hefur verið
mikil tilfinningareið. Það hefur
verið mikil lífsreynsla að sjá
hvernig pabbi tókst á við þessi
veikindi með mikilli reisn og
æðruleysi, hann gafst ekki upp
fyrr en í fulla hnefana. Það var
áhrifamikil og falleg stund þegar
öll fjölskyldan hittist hjá honum
á aðfangadag og hann talaði við
hvert og eitt okkar með ýmiskon-
ar skilaboð og hvatningar.
Það er margs að minnast og
margar minningar hrannast upp
þegar maður er að rifja upp mikil
og náin samskipti við pabba, þar
kemur sumarbústaðurinn mikið
við sögu. Mín minning um pabba
verður fyrst og fremst um hvern-
ig maður hann var og hvernig
hann kom fram við náungann,
það skipti ekki máli hvort það var
einhver háttsettur eða einhver
sem hafði orðið undir í lífinu, það
skipti ekki máli í hans huga.
Pabbi var með jákvætt hugafar,
hann hafði gaman af lífinu og
smitaði þessu lífsviðhorfi til allra
sem voru í kringum hann. Ég
hefði ekki getað átt betri fyrir-
mynd í mínu lífi og tel að hann
hafi haft góð áhrif á mig sem per-
sónu. Allt samstarfsfólk pabba
hefur sýnt honum mikinn hlýhug
og virðingu, slíkt er ekki keypt,
það er áunnið.
Ég hef notið þeirra forréttinda
að eiga foreldra sem eru til stað-
ar þegar erfiðleikar og mótbyr
eru í lífinu, einnig eru það for-
réttindi að hafa geta notið lífsins
og átt fjölmargar skemmtilegar
stundir með sínum foreldrum.
Það er varla hægt að tala um
pabba í eintölu því hann og
mamma voru ein heild, það er
mikill missir hjá henni.
Ég get ekki skilið við þessa
grein án þess að minnast á veiði-
túrinn sem við fórum saman í
sumar, við vorum búnir að vera
að velta því fyrir okkur í nokkur
ár að fara í veiði saman. Í sumar
þá ákvað hann að við feðgarnir
færum saman. Pabbi endurnýj-
aði allt veiðidótið sitt, vöðlur,
jakka og allt sem tilheyrir, af-
raksturinn var góður, allir feng-
um við laxa og ekki síst ómet-
anlegar samverustundir. Þetta
átti að vera fyrsti túrinn af mörg-
um sem við ætluðum að fara í
framtíðinni. Þessi túr verður
einn af mínu eftirminnilegustu
veiðitúrum. Dýrmætar minning-
ar verða ekki teknar frá manni.
Ég er þakklátur fyrir það að
hafa átt Ingólf Bárðarson sem
föður og sem minn besta vin sem
ég hef alltaf getað leitað til og
treyst. Orðin í laginu „Það þarf
fólk eins og þig fyrir fólk eins
mig“ lýsa þér mjög vel, takk fyrir
allt.
Þinn sonur
Arnar.
Það er með miklum trega og
söknuði sem við kveðjum þig,
elsku pabbi minn. Snarpri bar-
áttu við illvígan vágest er lokið
og eftir sitjum við dofin, eigum
erfitt með að sætta okkur við
þetta. Það sem hjálpar okkur þó
eru allar yndislegu minningarnar
sem við eigum um þig.
Þú hefur alltaf skipað stóran
sess í mínu hjarta og munt ávallt
gera. Þú ert sá sem hefur hvatt
mig og stutt alla tíð. Þú kenndir
mér réttu handtökin og það að
með vinnusemi og áræði væru
mér allir vegir færir. Þú varst
mér meira en faðir, þú varst góð-
ur vinur og samstarfsfélagi.
Undanfarin ár höfum við starfað
náið saman og verður tómlegt að
fá þig ekki daglega í heimsókn
niður á rafverkstæði og ræða
málin yfir kaffibolla.
Minningarnar hrannast upp.
Ofarlega í huga mér eru allar
góðu stundirnar í sumarbústaðn-
um, allt frá því að ég var smá-
gutti og til dagsins í dag. Þar
hittumst við stórfjölskyldan oft
og var alltaf mikið tilhlökkunar-
efni að dvelja um verslunar-
mannahelgina í Vinaminni. Efst í
huga Halldóru Jónu og Stefaníu
Lindar er undirbúningur brennu
og kyndlagerð með afa. Einnig
öll þau skipti sem gamla góða
kúluspilið var tekið fram og spil-
að. Þá sýndi afi skemmtilega
spilatakta sem enginn leikur eft-
ir.
Minnisstætt er mér þegar þið
mamma heimsóttuð okkur fjöl-
skylduna til Danmerkur þegar
við vorum búsett í Óðinsvéum.
Þar áttum við góðan tíma saman,
keyrðum um Sjáland og Fjón og
fórum m.a. í Egeskov sem ykkur
þótti gaman að heimsækja.
Þegar við Kalla ákváðum að
byggja okkur framtíðarhús varst
þú okkur innan handar. Þú
gekkst í hvaða verk sem er, hvort
sem það snéri að járnabindingu,
klæðningu á veggjum, parket-
lögn eða því að fara með rusl á
haugana. Sjálfur hafðir þú byggt
þó nokkur húsin.
Í ágúst sl. fórum við feðgar í
veiði í Reykjadalsá sem mun
seint renna mér úr minni. Þú
lagðir mikið upp úr þessari ferð,
sagðist vilja vera með strákunum
þínum. Við undirbúning ferðar-
innar var gaman að fylgjast með
þér, allur útbúnaður og veiði-
græjur þurftu að vera í lagi.
Síðustu vikurnar voru þér erf-
iðar en þú hélst ótrauður áfram.
Í byrjun desember fóruð þið
mamma saman á Frostrósatón-
leika, við fórum saman á árlegan
jólafund rafverktaka og þú lést
þitt ekki eftir liggja við sölu á
jólahappdrættismiðum fyrir
Lionsklúbbinn okkar. Það var
ekki inni í myndinni að gefast
upp, þú ætlaðir að sigrast á veik-
indunum en önnur varð raunin. Á
aðfangadag áttum við fjölskyldan
öll yndislega stund með þér á
sjúkrahúsinu, þér þótti svo vænt
um að sjá allan hópinn þinn, þú
brostir og knúsaðir okkur öll.
Næstu daga áttum við systkinin
og mamma dýrmætan tíma með
þér. Þú elskaðir okkur öll og ekki
síst hana mömmu sem var þér
svo kær. Missir hennar er mikill
en við, þessi samheldna fjöl-
skylda, munum styðja hana og
styrkja um ókomna tíð.
Við kveðjum þig, elsku pabbi,
tengdapabbi og afi og vonum að
þér líði vel á nýjum stað þar sem
þú ert eflaust hrókur alls fagn-
aðar.
Með þökk fyrir allt.
Þinn sonur og fjölskylda,
Guðmundur Þórir, Karlotta,
Halldóra Jóna og Stefanía
Lind.
Það var mikil gæfa að hafa
fengið að kynnast tengdaföður
mínum Ingólfi Bárðarsyni.
Ingólfur var þeim eiginleikum
gæddur að í kringum hann
myndaðist alltaf stuð og stemm-
ing. Hann var alltaf tilbúinn að
stíga fram og keyra upp stuðið.
Ef þú vildir hafa gaman, þá var
gott ráð að vera nálægt Ingó.
Hann var ákveðinn í því, að lífið
ætti að vera skemmtilegt og
maður ætti að láta sér líða vel.
Hann tók upp á ýmsu til þess að
koma öðrum í stuð. Hann var líka
töffari í öllum mögulegum já-
kvæðum merkingum þess orðs,
töffari sem náði jafnan athygli
allra á þeim stöðum sem hann
kom á.
Hann var alltaf til staðar, úr-
ræðagóður og umhyggjusamur.
Alltaf var hægt að reiða sig á
Ingó og Dóru ef leysa þurfti úr
einhverju máli.
Þegar við hjónin byggðum
okkur hús, var Ingó bygginga-
meistari og okkar helsta stoð og
stytta. Stuðningur hans fólst
ekki síst í ráðgjöf við skiplagn-
ingu og undirbúning verka. Þar
var hann svo sannarlega á
heimavelli, því hann var útsjón-
arsamur með eindæmum,
reynslubolti í öllum verkum.
Hann hafði komið að byggingu
fjölmargra húsa og mannvirkja,
og átján ára byggði hann sitt
fyrsta hús, steypt upp á þrjár
hæðir.
Það eru ófáar stundirnar sem
maður minnist í návist Ingós.
Mörg áramótin og margar versl-
unarmannahelgarnar eru
ógleymanlegar. Það var nánast
ómissandi að vera með Ingó og
Dóru á þessum tímum. Þetta var
líka viðhorfið hjá barnabörnun-
um, því þar réð skemmtun og
gleði ríkjum, enda var afi þeirra
ungur í anda, og alltaf til í ein-
hvern fíflagang og skemmtun.
Toppurinn hjá Ingólfi var að vera
með fjölskyldu sína í kringum sig
á góðum degi.
Líf Ingólfs var ævintýri sem
hann skóp sjálfur. Ævintýri fullt
af skemmtilegum stundum og
fjölmörgum afrekum sem hann
var beinn eða óbeinn þátttakandi
í.
Það er því með miklum sökn-
uði að ég kveð tengdaföður minn
og traustan vin, en um leið hrósa
ég happi yfir því að hafa fengið
að kynnast honum og læra af
honum svo margt sem hefur nýst
mér og mun nýtast mér á lífsleið-
inni.
Jóhann B. Magnússon.
Mig langar til að minnast hans
tengdapabba míns, Ingólfs Bárð-
arsonar, hér að neðan með
nokkrum fátæklegum orðum.
Ég var nú svo heppin að fyrir
hart nær 30 árum kom ég inn í
fjölskylduna og kynntist þá
tengdaföður mínum sem tók mér
opnum örmum, betri tengda-
pabba hefði ekki verið hægt að
fá.
Það er margs að minnast er
hugurinn reikar til baka. Hann
tengdapabbi minn var mikill vin-
ur og félagi okkar allra bæði
barna sinna, tengdabarna,
barnabarna og barnabarna-
barna.
Minningar um ófáar ferðirnar
í sumarbústaðinn að hitta ömmu
og afa, þar sat Ingó aldrei auðum
höndum. Það þurfti að huga að
trjánum, mála, byggja eða laga
eitthvað í bústaðnum. Ógleyman-
legar eru verslunarmannahelg-
arnar en þá var alltaf beðið eftir
Bmrennukónginum að hann
mætti á svæðið, fyrr var nú ekki
hægt að kveikja í brennunni. Þá
var Ingó alltaf búinn að gera
kyndla fyrir börnin til að mæta
með á brennuna.
Sitja úti á verönd og horfa á
jökulinn baðaðan í sólarlaginu og
ræða málin.
Ógleymanleg ferð til Kanarí
árið 2007 með stórfjölskyldunni
þar sem tengdapabbi var í essinu
sínu innan um nær alla fjölskyld-
una.
Ekki er hægt að minnast Ingó
nema hún Dóra tengdamamma
sé þar nærri, því þau hjón voru
svo miklir vinir, félagar og bara
eins og ein heild.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum
mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(Matthías Joch.)
Elsku Dóra, Ella, Arnar,
Ragga, Brynja, Gummi, tengda-
börn og barnabörn, guð veri með
ykkur og styrki í sorginni.
Elsku Ingó tengdapabbi, hvíl í
friði og takk fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir,
Anna Birna.
Elsku afi Ingó, þú varst besti
afi sem hægt var að hugsa sér.
Ingólfur Bárðarson