Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2012 Eldsneytisverð hækkar stöðugt, síðasta hækkunin var í gær og er dísilolía nú komin í um 250 kr. lítr- inn. Um áramót hækkaði auk þess vöru- og kolefnisgjald á bensín og dísilolíu um 3,50 kr. á lítra. Ódýr- asta 95 oktana bensínið var í gær 236,30 lítrinn hjá Orkunni. Bensínlítrinn hefur hækkað hér á landi á átta dögum um að jafnaði 8,7 krónur og dísillítrinn um 7,6 krónur. Magnús Ásgeirsson, inn- kaupastjóri hjá N1, sagði í samtali við mbl.is að tonnið af bensíni hefði hækkað í desember um tæpa fimm- tíu dali á heimsmarkaði. Gengi Bandaríkjadals hafi auk þess hækk- að, verið tæpar 119 krónur í byrjun desember en í lok árs var dalurinn skráður rúmar 123 krónur. Magnús segir fréttir af mögu- legum ófrið við Persaflóa og ákvörðun Evrópusambandsins um að hætta innflutningi á olíu frá Íran ýta undir verðhækkanir á olíu- markaði. kjon@mbl.is Lítrinn af dísilolíu yfir 250 krónur Miklar hækkanir á heimsmarkaði Morgunblaðið/Frikki Morgunbla Dýrtíð Dropinn af dísilolíu og bens- íni verður stöðugt dýrari. Gert var í gærkvöldi ráð fyrir mikilli hláku suðvestanlands í nótt og næstu daga en á mánudag mun sennilega kólna á ný, varað er við mikilli hálku meðan klakinn er að bráðna. „Hérna suðvestanlands eru að ganga skil yf- ir í nótt og snjóar sjálfsagt eitthvað til að byrja með,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veð- urstofu Íslands. „Það er hvöss suð- austanátt með þessu, líklega 15-20 metrar á sekúndu og gæti alveg farið yfir 20 metra við suðurströndina í nótt. Í fyrramálið gengur þetta yfir landið og það verður hláka á láglendi víðast hvar í fyrramálið.“ Elín Björk sagði að því mætti bú- ast við flughálku á Norður- og Aust- urlandi þar sem miklir klakabunkar væru á vegum. En í kjölfar skilanna myndi hann ganga í suðvestanátt og skúraveður suðvestanlands fyrir há- degið. „Snjórinn og klakinn ættu að bráðna nokkuð en hitinn fyrir norð- an verður meira í kringum frost- mark og hlákan nær ekki þangað að ráði núna.“ kjon@mbl.is Mikil hláka suðvestanlands Morgunblaðið/Árni Sæberg Mokað Næg verkefni hafa verið fyrir snjóruðningstæki síðustu vikur.  Hitinn hækkar í bili og gert er ráð fyrir mikilli rigningu fram á helgi en minni hláku norðan- og austanlands Finnbogi Jónsson hefur ákveðið að láta af störfum sem fram- kvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands en hann hefur stýrt sjóðn- um frá stofnun hans fyrir um tveimur árum. Finnbogi segist í fréttatilkynningu hafa ákveðið að nú sé rétt að hætta sem fram- kvæmdastjóri eftir tveggja ára mjög erilsamt og krefjandi starf. „Þetta er að mínu mati réttur tími eftir að mikilvægum áföngum hefur verið náð í rekstri sjóðsins sem hefur fjár- fest mikið á undanförnum misserum. Ég hef jafnframt fallist á að sinna áfram sérstökum verkefnum fyrir sjóðinn, m.a. með setu í stjórnum einhverra þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn á eignarhlut í.“ Finnbogi hættir hjá Framtakssjóði Finnbogi Jónsson ferð.is Ferð.is flýgur til Verona með Icelandair ferð.is sími 570 4455 ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað. Ný ferðaskrifstofa á netinu Verona19. janúar ÍS L E N S K A S IA .I S F E R 13 21 88 0 01 /1 2 Renndu þér á frábært skíðatilboð 19. - 28. janúar fljúgðu fyrir minna Verð frá99.900 kr. Flug og gisting • Pampeago Sport Hotel • Val di Femme 19. janúar - 9 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði. Flug, flugvallarskattar og gisting með hálfu fæði. Verð á mann, flug og flugvallarskattar. Verona19. janúar Flug verð frá39.900kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.