Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 1
Reuters
Brjóstapúðar Fæstar konurnar eru sáttar við að
vera með iðnaðarsílikon í brjóstunum.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Um tíu íslenskar konur sem eru með sílikon-
brjóstafyllingar frá franska fyrirtækinu Poly
Implant Prothese (PIP) eru að skoða málsókn
vegna púðanna. „Það eru um tíu konur búnar að
staðfesta að þær vilji fara fram með málið en það
hafa fleiri konur verið í sambandi við mig,“ segir
Saga Ýrr Jónsdóttir, hæstaréttalögmaður hjá
Vox lögmannsstofu, sem rannsakar nú mál
kvennanna.
Eins og staðan er í dag beinist málsóknin gegn
Jens Kjartanssyni lýtalækni, sem framkvæmdi
allar aðgerðirnar á konunum sem um ræðir, og
að íslenska ríkinu vegna eftirlitshlutverks þess.
Saga átti fund með Jens í gær og kom þar fram
að hann væri að vinna í því að fá samþykkt að ef
umræddir púðar væru farnir að leka yrðu þeir
fjarlægðir konunum að kostnaðarlausu. Saga
segir sína umbjóðendur ekki sætta sig við að
vera með iðnaðarsílikon í brjóstunum þrátt fyrir
að púðarnir séu ekki byrjaðir að leka.
PIP-fyllingarnar voru teknar af markaði í Evr-
ópu í mars 2010 vegna lélegra gæða sílikonefn-
isins. Framleiðslan var viðurkennd á sínum tíma
en framleiðsluferlinu var breytt árið 2000 og far-
ið að nota ódýrara sílikon í fyllingarnar án leyfis.
Allt bendir til þess að þessar PIP-fyllingar rofni
frekar en aðrar og sílikonið leki út í brjóstvefinn
með tilheyrandi óþægindum.
Ein af þeim konum sem leitað hafa eftir að
höfða mál vegna PIP-sílikonfyllinga segist vera
mjög ósátt við viðbrögð lýtalæknisins í þessu
máli. Hún vill láta fjarlægja púðana sér að kostn-
aðarlausu.
Málsókn vegna sílikons
Nokkrar íslenskar konur með PIP-brjóstapúða leita réttar síns Málsóknin
beinist gegn lýtalækninum og íslenska ríkinu Ein vill láta fjarlægja púðana
M„Ég vil þessa púða í burtu.“ »12
F Ö S T U D A G U R 6. J A N Ú A R 2 0 1 2
Stofnað 1913 4. tölublað 100. árgangur
ÖFLUG ÚTGERÐ
OG GOTT AÐ BÚA
Í BOLUNGARVÍK
GJALDÞROT
FYRIRTÆKJA
SNORRI VILL REISA
MINNISVARÐA
Í SÚRÍNAM
TVÖFALT FLEIRI FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI 20 FYRIR ALLRA AUGUM 39LÍNUÍVILNUN LYKILLINN 15
Fréttaskýring eftir
Hjört J. Guðmundsson
„Það að vera kjörinn íþróttamaður ársins er tvímælalaust stærsta viðurkenning sem mér hefur
hlotnast á ferlinum. Ég er mjög stoltur yfir því að hafa verið valinn. Þetta er alveg meiriháttar
gaman,“ sagði Heiðar Helguson, knattspyrnumaður hjá QPR í Englandi, í samtali við Morgun-
blaðið eftir að hann var útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna í
gærkvöld. » Íþróttir
Stærsta viðurkenningin
Heiðar Helguson kjörinn íþróttamaður ársins 2011
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Formenn aðildarfélaga ASÍ gagnrýna harðlega það
sem þeir segja litlar efndir ríkisstjórnarinnar á
kjarasamningunum sem gerðir voru í vor. Þetta
kom fram á fundi þeirra í gærmorgun. Endurskoð-
un samninganna á að vera lokið 20. janúar. Oddný
Harðardótttir fjármálaráð-
herra sagði að bregðast
yrði hratt við gagnrýni for-
mannafundarins. „Ég þarf
að setjast yfir þetta með
bæði forsætisráðherra og
fyrrverandi fjármálaráð-
herra og einnig stjórnend-
um ASÍ,“ sagði ráðherra.
„Við þurfum að fara yfir
þessi mál og hvernig við
bregðumst við gagnrýninni
sem er mjög alvarleg.“
Eitt þeirra samningsat-
riða sem ASÍ telur að ekki
hafi verið staðið við er
skattlagning á lífeyrissjóð-
ina og hækkun bóta og al-
mannatrygginga, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ, segir fyrirhugaðar hækkanir ekki í neinu sam-
ræmi við þau fyrirheit sem voru gefin. „Þetta eru at-
riði sem eru mjög sár og snerta þá félaga okkar sem
bera minnst úr býtum,“ segir Gylfi.
Næstu daga og vikur munu formenn aðildarfélag-
anna funda með félagsmönnum sínum og fara yfir
forsendur kjarasamninganna. Samninganefnd ASÍ
mun ennfremur funda með fulltrúum ríkisstjórn-
arinnar. „Það er ljóst að það er forsendubrestur í
okkar samningi og það er verkefni samninganefnd-
arinnar að vinna úr því, annaðhvort með samningi
eða hugsanlegri uppsögn,“ segir Gylfi Arnbjörns-
son. Forsendur samninganna sem snúa að atvinnu-
rekendum hafi gengið eftir og vel það. »2
Forsendu-
brestur í
samningum
Fjármálaráðherra segir
að bregðast verði hratt við
Í óvissu
» Að mati for-
manna innan
ASÍ eru hækk-
anir bóta ekki í
neinu samræmi
við gefin fyr-
irheit stjórn-
valda.
» Lokaákvörðun
um endurnýjun
samninga tekin
19. janúar.
Þýska lág-
vöruverðskeðjan
Bauhaus hefur
allt frá árinu
2003 verið að
reyna að komast
inn á íslenska
bygginga-
vörumarkaðinn.
Loksins núna í
vor, níu árum seinna, mun verslunin
verða opnuð á Lambhagavegi í
Reykjavík og hefur því verið auglýst
eftir fólki í 60-80 störf. Af þessu til-
efni tók Morgunblaðið viðtal við for-
stjóra Bauhaus, Mads Jörgensen.
Hann sagði að þótt þeir byggjust
ekki við hagnaði í byrjun teldu þeir
það fjárhagslega hagkvæmara að
opna verslunina en að opna hana
ekki enda kostaði það þá peninga að
eiga þessa lóð og þetta hús sem þeir
létu reisa árið 2008. »18
Ódýrara fyrir
Bauhaus að opna
„Hér er almenn reiði yfir þessu,
ekki aðeins í Neskaupstað heldur
einnig í nærliggjandi fjörðum.
Þetta kom eins og reiðarslag yfir
okkur og er eins gerræðisleg og
einræðisleg ákvörðun og mest má
vera, þar sem ekki var kallaður til
einn einasti aðili til samráðs,“ segir
Stefán Þorleifsson, stjórnarmaður í
Hollvinasamtökum Fjórðungs-
sjúkrahússins í Neskaupstað, vegna
áforma HSA um að loka sjúkrahús-
inu í átta vikur í sumar.
Sjúkrahúsinu er gert að spara
um 150 milljónir króna á þessu ári
og með sumarlokun nást fram um
50 milljónir í sparnað. Forstjóri
HSA segir svona tillögu ekki lagða
fram með neina gleði í huga. Að
öðrum kosti þyrfti að segja upp
fólki. »14
„Kom eins og reiðar-
slag yfir okkur“
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Neskaupstaður Fjórðungssjúkrahúsið.
Horfur eru á
að raunávöxtun
lífeyrissjóðanna
á síðasta ári hafi
verið nálægt 2%,
en það er svipuð
niðurstaða og
varð á árinu
2010. Þetta segir
Þórey S. Þórð-
ardóttir, fram-
kvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Samkvæmt tölum sem Seðla-
bankinn birti í gær námu heildar-
eignir sjóðanna 30. nóvember sl.
2.078 milljörðum. Eignirnar voru
1.909 milljarðar í árslok 2010. »6
Raunávöxtun
nálægt 2% í fyrra