Morgunblaðið - 06.01.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 6. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Allt of mjó og lítur illa út
2. Gekk 12 km á einni vakt
3. Með aflífunarbeiðni um hálsinn
4. Eiginmaðurinn kom til bjargar
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónleikaröðin Kaffi, kökur & rokk &
ról fer aftur í gang þriðjudaginn 17.
janúar næstkomandi í Edrúhöllinni,
Efstaleiti 7. Það er hinn virti banda-
ríski tónlistarmaður John Grant sem
mun opna röðina. »41
John Grant á Kaffi,
kökum & rokki & róli
Hljómsveitin
Gullkistan mun
breiða yfir sígild
lög frá sjöunda
áratugnum af al-
kunnri snilld nú
um helgina á
Kringlukránni.
Sveitina skipa
þeir Óttar Felix
Hauksson, Jón Ólafsson, Gunnar
Þórðarson og Ásgeir Óskarsson. Kon-
ur fá frítt inn til miðnættis og for-
drykk að auki í boði Kringlukrárinnar.
Gullkistan á Kringlu-
kránni um helgina
Nýdönsk snýr aftur á Litla svið
Borgarleikhússins á laugardagskvöld.
Þessi einstaki tónleikur Nýdanskrar
sló rækilega í gegn á síðasta leikári,
hætti fyrir fullu húsi og
snýr því aftur í takmark-
aðan tíma.
Alls verða
fimm sýn-
ingar á
verkinu,
allar kl.
22 um0
helgar.
Nýdönsk í nánd aftur
á svið um helgina
Á laugardag Norðvestlæg átt, víða 5-10 m/s og skúrir eða él, en
NA 8-13 með norðurströndinni og þurrt að kalla suðaustanlands.
Hægari vindur og úrkomulítið síðdegis. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan og austan 10-15 og dálítil snjó-
koma á Norður- og Norðausturlandi, en síðan mun hægari suð-
vestanátt árla dags og rofar smám saman til. Hiti víða 0 til 5 stig.
VEÐUR
Kjörið á íþróttamanni ársins
2011 var jafnara og tvísýnna
en oftast áður. Það end-
urspeglast í því að hvorki
fleiri né færri en 31 íþrótta-
maður fékk atkvæði í kjör-
inu og stigatala sigurveg-
arans er sú lægsta frá því
núverandi fyrirkomulag var
tekið upp í stigagjöf árið
1989. Heiðar Helguson fékk
þó 30 stigum meira en Ás-
dís Hjálmsdóttir sem varð
önnur í kjörinu. »2-3
Jafnara kjör en
oftast áður
Grindavík heldur forystu í úrvals-
deildinni í körfuknattleik
karla eftir sigur á
Njarðvík í 10. umferð
sem fram fór í gær.
Stjarnan vann naum-
an sigur á Fjölni og
Snæfell vann Tindastól í
framlengdum leik. »4
Grindavík áfram á
toppnum í körfunni
„Þjálfarinn er fyrst og fremst varkár,
setur enga pressu á mig og vill frekar
að ég sé lengur í endurhæfingu til að
vera 100 prósent tilbúinn þegar ég
sný aftur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson
við Morgunblaðið í gær. Þá voru borin
undir hann þau ummæli Franks de Bo-
ers, þjálfara Ajax, að hann reiknaði
ekki sérstaklega með Kolbeini fyrr en í
byrjun næsta tímabils. »1
„Þjálfarinn setur
enga pressu á mig“
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ég hafði heyrt svo mikið um
brennur og flugelda á Íslandi á
gamlárskvöld og það var einstök
tilfinning að upplifa þessa dýrð,“
segir Gail Einarson-McCleery, for-
seti Þjóðræknisfélags Íslendinga í
Norður-Ameríku (INL of NA).
„Flugeldarnir voru ekki bara á
gamlárskvöld heldur dagana á
undan og enn er verið að skjóta
upp,“ heldur Gail áfram og er orð-
laus yfir þessum látum. „En um-
hverfið um áramót var stórbrotið
og það sem kom mér mest á óvart
var að allir virtust taka þátt í
sprengingunum á einn eða annan
hátt.“
Gail er af íslenskum ættum, býr í
Toronto og á því ekki að venjast að
almenningur skjóti upp flugeldum
eins og hér tíðkast um áramót. Hún
fór meðal annars á brennu í Garða-
bæ. „Það var ný reynsla og
skemmtilegt að sjá hvað börnin
höfðu gaman af því að henda snjó-
boltum á eldinn,“ segir hún. „Og
alls staðar mátti sjá upplýstan him-
ininn. Ótrúlegt.“
Um 40 ár eru frá því Gail kom
fyrst til Íslands með foreldrum sín-
um en eftir að hún hætti að vinna
og sneri sér að málefnum fólks af ís-
lenskum ættum vestra hefur hún átt
aukin samskipti við Íslendinga og
m.a. tekið þátt í Snorra plús-
verkefninu. „En þetta er í fyrsta
sinn sem ég er hérna um jól og ára-
mót og það er dýrmæt reynsla.“ Í
því sambandi vísar hún ekki aðeins
til áramótanna heldur allra tón-
leikanna sem hún sótti og mannlífs-
ins í miðbænum á Þorláksmessu.
„Ég tók eftir því að allir þurftu að
kaupa eitthvað,“ segir hún.
Um áramótin hóf göngu sína nýtt
félag innan INL og er það alfarið á
netinu, „The Icelandic Online
Club“ (inlofna.org/IOC/). Gail seg-
ir að eins og í öðrum félögum innan
INL sé félagið á netinu opið öllum
sem áhuga hafa á íslenskum mál-
efnum beggja vegna Atlantshafs-
ála. „Þetta er viðbót við fyrirliggj-
andi starf og verður vonandi til
þess að félögum fjölgi,“ segir hún.
Netfélagið nýtur sömu réttinda og
önnur félög í INL og tekur m.a.
þátt í ársþinginu, en 93. ársþing
INL verður í Brandon í Manitoba,
Kanada, dagana 3.-6. maí nk.
Morgunblaðið/Golli
Forsetar Gail Einarson-McCleery, forseti INL, átti m.a. fund með Halldóri Árnasyni, forseta Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga, og Almari Grímssyni, fyrirrennara hans, vegna næsta þjóðræknisþings sem verður í Kanada í maí.
Upplifði brennur og
flugelda í fyrsta sinn
Forseti INL í N-Ameríku aftur vestur reynslunni ríkari
IceBeliebers kallast íslenskur aðdá-
endahópur söngvarans Justin Bieber
á samskiptavefnum Facebook. Á síðu
hópsins fara fram umræður um popp-
goðið og fylgjast aðdáendur vel með
helstu fréttum af Bieber.
Íslenskir aðdáendur söngvarans
fóru í svokallaða Bieber Parade-
kröfugöngu niður Laugaveginn síð-
astliðið sumar og ætla nú að safna
undirskriftum til að fá Bieber til Ís-
lands. Myndi Bieber örugglega
gleðja marga með komu sinni til
landsins. En hann hefur hingað til
verið þekktur fyrir að vera vingjarn-
legur við aðdáendur sína.
Justin Drew Bieber, eins og hann
heitir fullu nafni, er fæddur hinn 1.
mars árið 1994. Það var umboðsmað-
urinn Scooter Braun sem uppgötvaði
Bieber árið 2008 þegar hann sá
myndband með honum á YouTube.
Fyrsta plata söngvarans My World
2.0 kom út í mars árið 2010 og sló lag-
ið Baby fljótlega í gegn víðs vegar um
heim. En platan náði á topp tíu lista
yfir vinsælustu plöturnar í mörgum
löndum og varð platínuplata í Banda-
ríkjunum. »10 - 11
Reuters
Ungur Justin Bieber er vinsæll.
Bieber-
hitinn nær
til Íslands
Aðdáendur vilja
Bieber til landsins